Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 12.02.1960, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 12.02.1960, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 12. febrúar 1960 ÞAR ÆSKUFJÖRIÐ RÆÐUR RÍKJUM Menntskælingar æía leikrit Gogols: Eftirlitsmaður „Bölvað ástand. Eg er ban- hungraður og garnimar í mér gaula eins og heil hecdeild sé að þeyta lúðra.“ „Hafðu fæturna ekki alveg svona hátt.“ Það er Karl, sem kall- ar aftan úr sal. „Hvernig á eg að hafa helvítis fæturna?" Sá, sem ekki veit, hvernig hann á að hafa fætuma, er Karl Grön- vold, þar sem hann liggur uppi í rúmi „eftirlitsmannsins“, húsbónda síns, á sviðinu í Samkomuhúsinu. En sá Karl, sem kallaði úr salnum, er Karl Guðmundsson leikari og eftirhermusnillingur, sem nú stjórnar uppsetningu Menntaskóla- leiksins, og leikritið, sem valið hefur verið til meðferðar að þessu sinni, er Eftirlitsmaðurinn eftir Gogol. Og við erum einmitt stödd á æfingu hjá Menntskælingum. „Eg get ekki borðað vondan mat. Eg vil fá steik.“ — „Þetta er viðbjóðslegt greni. Og allar veggja lýsnar." Það er Pétur Einarsson, sem nú hefur orðið, en það er sá hinn sami og í fyrravetur nefndist Pet- er Debenham og gat sér góðan orðstír sem slíkur. Pétur er lengi á sviðinu, enda hefur hann nú ver- ið settur yfir mikið, hann leikur annað af stærstu hlutverkum leiks- ins, sjálfan „eftirlitsmanninn". Jón Sigurðsson, - formaður Leikfélags M. A., leikur hið annað stærstu hlutverkanna, borgarstjórann. En loksins stekkur Pétur fram af sviðinu og kemur fram í salinn. Eg nota tækifærið til að leggja fyrir hann fáeinar spurningar: — Heyrðu, Pétur. Þú varst í fyrravetur að reyna að leigja fólki einhverjar ágætis íbúðir. Ertu al- veg búinn að leggja þann starfa á hilluna? — Já, eg er steinhættur því. — Hvaða hlutverki gegnir þú nú? — Ungur maður frá Pétursborg á ferðalagi. Strákurinn er mikill galgopi. Embættismennirnir í þorpi, þar sem hann kom, tóku feil á honum og eftirlitsmanni. ÞajS var tekið mjög vel á móti honum. Annars veit eg ekki, hvort eg má segja þér þetta. Það er kannski ekki gott að birta mikið um efnið áður en sýningar hefjast. — Nei, við skulum ekkert vera að rekja þráðinn í þessu, en mér skilzt á öllu, að þetta muni vera gamanleikur? — Heilmikil komedia. — En hefur leikritið einhvern sérstaklegan boðskap að flytja? — Það er nokkurs konar þjóð- félagsádeila. Mikið grín gert að embættismönnum. — Hvað eru leikendur margir? — Þeir eru eitthvað rúm- lega 20. — Voru mörg ykkar með í fyrra? — Við vorum jú nokkur með í fyrra, en flest er þetta þó nýtt fólk. — Og mér virðist mikill áhugi og gleði ríkjandi. — Þannig er það alltaf. Og það er nú eiginlega það, sem freistar manns til að vera í þessu. Svo vonum við líka að geta skroppið með leikinn til Siglufjarðar. — Segðu mér, er ekki margt starfsfólk fyrir utan leikendur? — Jú, heilmargt. Það er starfs- fólk að tjaldabaki og leiktjalda- smiðir, svo er umsjón með bún- ingum og lagfæringar, enn aðrir sjá um að færa okkur kaffi á æf- ingar og fleira og fleira. Það eru áreiðanlega milli 40 og 50 manns, sem eitthvað leggja hönd að verki. — Og hvernig líkar ykkur svo við leikstjóranrt? — Alveg ágætlega. Það er ekki hægt að fá betri mann til að vinna með, hann er svo góður félagi líka. Svo er hann svo mikill vinnu- hestur. Karl getur aldrei stoppað. — Hver er formaður leikfélags- ins hjá ykkur núna? ■— Það er Jón Sigurðsson. Þú hefðir þurft að tala við hann. En það er verst, að hann er ekki hérna í kvöld. Hann fékk frí í dag, er lasinn. Við kvíðum því mest, ef „pestin“ ætlar að leggjast á mann- skapinn, rétt þegar þetta er að fara af stað. — í hvaða bekk ert þú, Pétur? — 5. bekk S. — Svo að það eru vonir til, að þú féir að spreyta þig einu sinni enn á sviðinu hérna. — Já, að minnsta kosti núna. En svo veit eg ekki hvað þeir gera. Kannski sparka þeir mér. Hann er staðinn á fætur og býst til að halda aftur upp á sviðið, en áður en hann fer, bætir hann við: — Þú sást herbergið þarna áð- an. Ógurlegt herbergi. Stórar veggjalýs. Bíta eins og hundar. Klukkan er farin að ganga ell- efu. Allt í einu fer kliður um sal- inn: „Kakóið er komið, kakóið er komið.“ Inn gólfið gengur stór maður og þreklegur. Hann ber tvo mjólkur- brúsa og eitthvað fleira af dóti. Það er kakóið og brauðið, sem hann er að koma með, og hverfur með það á bak við sviðið. Flestir leikenda og starfsfólks þyrpast á eftir honum. Þegar hér er komið áræði eg loks að trufla leikstjór- ann um stund, og hann tekur því ljúfmannlega að svara spurning- um mínum. — Hefur þetta leikrit verið sýnt áður hér á landi? —- Leikfélag Reykjavíkur sýndi það fyrir nokkrum árum. Þá lék Alfreð heitinn Andrésson „eftir- litsmann“. Sigurður Grímsson hef- ur þýtt leikinn og hann lánaði okkur þýðinguna hingað endur- gjaldslaust. Þetta er snörp þjóðfélagsádeila. Það er deilt á embættismanna- stéttina í Rússlandi á sínum, en leikritið kom fyrst út 1836. Það er sérstaklega vel samið og heldur spennunni allt í gegn. Svo er það bráðfyndið. Það er svo mikið líf og fjör í því og orðgnótt. Gogol hefur verið mjög merkilegur rit- höfundur. Þeir voru samtímamenn hann og Púskín og miklir vinir. Nikulás I. Rússakeisari las leik- ritið og líkaði það svo vel, þrátt fyrir ádeiluna, að það fékkst sýnt í Rússlandi. — Hvenær hófust æfingar hérna? — Eg kom norður um miðjan janúar og við byrjuðum að kalla strax, svo að það verður réttur mánuður, sem æfingar hafa staðið, ef frumsýningin verður á sunnu- daginn. Þetta hefur gengið ágæt- lega. Þau eru svo fljót að læra. — Hafa menntaskólanemend- urnir séð um allan undirbúning í sambandi við leiktjöld, búninga og þess háttar? — Þau hafa alveg smíðað leik- tjöldin og málað, en Kristinn Jó- hannsson gerði uppdrætti að þeim. Búningar eru flestir fengnir að láni frá Þjóðleikhúsinu og Leikfé- lagi Akureyrar. — Eg sé að leikendurnir og starfsfólkið hafa mjög gaman af þessu. Hefur þú ekki líka gaman af að vinna með þeim? — Alveg sérstaklega gaman. Það er ágætt að vinna með þess- um hóp. Þetta er svo kátt og fjör- ugt fólk, ákaflega sveigjanlegt og lætur vel að stjórn. Svo eru þau líka svo hugmyndarík. Þau hafa komið með margar góðar upupá- stungur í sambandi við sviðsetn- inguna. Og eg hef aldrei vitað leik- ara jafnsnögga að læra og þau eru þessi. Það kann að vera, að ein- hverjir finnist hjá Þjóðleikhúsinu, sem standa þeim á sporði, en þessi hafa líka fleira að læra. En auð- vitað eru þau í æfingu, alltaf að læra. — Heldurðu, að það séu ein- hver álitleg leikaraefni í þessum hóp? — Eg gæti vel trúað því, að mikill fengur væri að mörgum þeirra, ef þau vildu leggja leiklist- ina fyrir sig. En annars er alltaf erfitt að dæma um slíkt. Þau virð- ast a. m. k. hafa mikla ánægju af þessu, og áhuginn er alveg ódrep- andi. En nú skulum við koma og fá okkur kakó. Á meðan við Karl höfum setið að rabbi hafa Menntskælingar flestir lokið við að drekka sitt kakó eða mjólk og eru aftur komnir fram á sviðið. En það er ekki sezt um kyrrt og beðið þess, að Karli þóknist að fara aftur að skipa fyrir. Á svipstundu er heill kór tekinn til starfa og það er sungið fullum hálsi, og öðru hvoru sézt dansspor stigið. Þegar hlé verður á söngnum eru sagðir skemmtilegir brandarar eða ein- stakar setningar úr leiknum og hláturinn dunar. Hér er enginn lífsleiði sjáanlegur eða sá drungi, sem oft fylgir þeim, sem vinna leiðinleg skyldustörf. Hér er það gleðin og óspillt æskufjör, sem ræður ríkjum. Hvert andlit ljómar af áhuga og heilbrigðri lífsnautn. Og það verður engin breyting, þegar leikstjórinn birtist aftur. Það setur enginn upp sútarsvip eða brynjar sig til varnar gegn honum. Hann er einn af hópnum, góður félagi í góðum félagsskap. Síkvikur hleypur hann fram og aftur, færir til borð eða stól, leið- beinir og lagfærir. Og allir taka ábendingum hans, sem sjálfsögð- um hlut. Það er bros á allra vör- um, nema rétt þegar efni leiksins býður leikendum að vera alvarleg- ir. Áhorfendur brosa alltaf eða hlæja fullum hálsi. Það er komið miðnætti, þegar leikstjórinn og síðustu leikendum- ir yfírgefa Samkomuhúsið. Að morgni bíða kennslustundimar, misjafnlega skemmtilegar kannski, vonandi þó bæði gagnlegar og skemmtilegar, en þegar líkur þeim, sem á stundaskránni standa, bíða aftur skemmtilegustu kennslu stundirnar, leikæfingamar. Þá skrópar enginn. Og í næstu viku munu bæjarbú- ar sækja góðar kennslustundir hjá Menntskælingum, þegar sýningar á Eftirlitsmanni hefjast. NOKKUR ORÐ UM HÖFUNDINN Nikolai Gogol, höfundur leik- ritsins Eftirlitsmaður, fæddist í Rússlandi árið 1809. Hann varð aðeins 43 ára. Dáinn 1852. En þó að ævi hans yrði ekki lengri skrifaði hann mörg ritverk, sög- ur og leikrit, sem eru svo vel gerð og athyglisverð fyrir margra hluta sakir, að hann verður alla tíð talinn í fremstu röð rúss- neskra skáldjöfra nítjándu aldar- innar. Og þó ber að geta þess, að sex eða sjö síðustu æviárin dvaldi hann landflótta og sinnis- veikur og skrifaði þá ekkert, sem teljandi gildi hefur. Öll helztu ritverk sín skrifaði hann á árun- um 1832 til 1836, og má af því sjá, að afköst hans hafa verið ótrú- leg. Meðal samtímamanna Gogols voru þeir Púskín og Turgenev, og voru þeir Púskín og Gogol sérstaklega samrýmdir og miklir aðdáendur hvers annars. Púskín var drepinn 1837, og það mun hafa átt sinn hlut í því, að Gogol hélt ekki andlegri heilsu. Hann var þá sjálfur orðinn landflótta og þegar við það bættist, að bezti vinurinn, fyrirmynd og ráðgjafi, var fallinn, varð það honum meira áfall en svo, að hann biði þess bætur. En til þess að sýna, hverjum augum samtímaskáld litu Gogol, skulu hér tilfærð orð Turgenevs eftir dauða Gogols: „Gogol er dá- inn. Hver er sú rússnesk sál, er ekki finnur til af þessum orðum? Já, hann er dáinn, þessi maður, sem við nú höfum rétt, þann rétt, sem dauðinn hefur veitt okkur, til að kalla mikilmenni, maður, sem heilt tlmabil í bók- menntum okkar verður kennt við, maður, sem við miklumst af, sem einum hinna miklu snillinga okkar.“ Þau verk Gogols, sem frægust hafa orðið, eru Dauðar sálir og Eftirlitsmaður. Gogol hóf að rita Eftirlitsmann- inn árið 1834 og 19. marz 1836 Framhald á 3. siðu. A myndinni hér til hliðar sjást leikendur, leikstjóri og starfsfólk við Menntar- skólaleikinn 1960. — Leik- stjórinn sézt á miðri mynd- inni og við hlið hans Ámi Kristjánsson, kennari, sem hefur aðstoðað eftir þörf- um við allan undirbúning.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.