Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 12.02.1960, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 12.02.1960, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 12. febrúar 1960 Lílið reikningsdæmi A að gæta ráðherranna 1 frumvarpi ríkisstjórnarinnar um efnahagsmál stendur m. a.: „Sú aukning fjölskyldubóta og þær niðurgreiðslur á innfluttum neyzluvörum, sem að framan hefur verið lýst, munu draga mjög úr þeirri hækkun á vísitölu framfærslukostnaðar, sem breyt- ing gengisskráningarinnar að öðrum kosti hefði í för með sér. Er gert ráð fyrir, að hækkunin verði tæplega 3% í stað um það bil 13% ella. Af lækkuninni eiga 8,5% rót sína að rekja til aukn- ingar fjölskyldubóta, 1,6% til niðurgreiðslna á innfluttum vör- um og 0,2% til þess, að ríkis- stjórnin hefur í hyggju að fella niður námsbókagjald.“ Ekki er auðvelt að sjá, hvernig ríkisstjórnin hefur fengið það út, að kjaraskerðing vegna gengis- fellingarinnar yrði aðeins 13%. Hagstofan hefur reiknað út, að vöruverð hækki almennt um 25 —40%, svo að þetta kemur ekki vel heim og saman. En við skulum athuga kjara- skerðinguna lítillega með því að líta á krónutölur í frumvarpinu og greinargerð þess. Það á að hækka bætur trygg- inganna um kr. 152,5 miUj. Það á að auka niðurgreiðslur vöruverðs um 37,9 millj. og það á fella nið- ur tekjuskatt, sem nemur 75 millj. kr. Þetta eru þær ráðstaf- anir, sem frumvarpið boðar fólki til hagsbóta. Samtals eru þetta 265,4 millj. kr., sem þegnarnir eiga að fá, beint eða óbeint, frá ríkinu. En hvað á svo aftur að taka af þegnunum. Einn nýr skattur, almennnur söluskattur, á að skila til ríkisins 280 millj. kr., samkvæmt áætlun frumvarps ins. Það þýðir, að með þessum eina skatti ætlar ríkið að taka til sín stærri upphæð en nemur hækkun trygginganna, auknum niðurgreiðslum og lækkun tekju- skattsins. Er þá fljótséð, að ekk- ert af þessu kemur til með að vega neitt á móti áhrifum gengis- fellingarinnar. Það nægir ekki til að jafna metin á móti þessum eina skatti. Og auk söluskattsins á að hækka ýmis fleiri gjöld, sem leggjast á innfluttar vörur. Og vaxtahækkunin mun líka hafa áhrif á vöruverð til hækkunar. Það er því augljóst, að sam- kvæmt útreikningum ríkisstjóm- arinnar sjálfrar verður bein kjaraskerðing af völdiun gengis- fellingarinnar 13%. Flestir aðrir reikna aftur á móti með þeirri upphæð a. m. k. tvöfaldri. Það er ósvífin blekking og afkáraleg fölsun að reyna að halda því fram, að þær málamyndahags- bætur, sem ríkisstjómin boðar, vegi hið minnsta á móti gengislækkuninni. Sú upphæð, sem þegnarnir fá í sínar hendur frá tryggingunum, með niðurgreiðslum og lækkim tekjuskatts verður tekin tvöföld aftur í sköttum. Og svo leggst gengislækkunin af fullum þxmga á almenning. Fræðslu- og skemmti FUNDUR Fræðslu- og skemmtifundur á veg- um bindindissamtakanna á Akur- eyri verður haldinn í Borgarbíó nk. mánudagskvöld, kl. 9. Benedikt Bjarklind stórtemplar mætir á fundinum og flytur þar á- varp, Guðmundur Karl Pétursson yfirlæknir flytur erindi og Hjálmar Gíslason frá Reykjavík flytur gam- anþátt. Að síðustu mun svo Eðvarð Sigurgeirsson sýna kvikmyndir ný- lega teknar eða ósýndar áður opin- berlega. Nokkur skautamót hafa verið haldin inni á Hólmum í vetur, og hafa þar náðst ágætir árangrar, enda er nokkurn veginn víst, að hér eru fremstu skautamenn landsins. í vetur hafa nýir kraft- ar bætzt í hóp meistaranna. Á innanfélagsmóti hjá Skauta- félagi Akureyrar um fyrri helgi, náðu fyrstu menn betri tíma en gildandi íslandsmet eru á öllum vegalengdum, sem al- gengast er að keppa. Þess er þó skylt að geta, að aðstæður voru ekki í samræmi við ströngustu kröfur, og verða tímar þessir því ekki staðfestir sem ný met. En til gamans verða birtir hér - Aðalfundur Einingar Framhald af 1. siðu. En fyrir fundinum lágu boð frá Elísabetu þess efnis, að hún treysti sér ekki til þess að taka að sér formennsku félagsins áfram eins og sakir stæðu. í tilefni af því sendi fundurinn henni svohljóð- andi skeyti: „Aðalfundur Verkakvenna- félagsins Einingar 7. febrúar 1960 þakkar þér giftudrjúga formennsku í félaginu á fjórða áratug og ósérhlífna forystu í baráttu þess og hagsmunamál- um öllum. Við óskum þér skjóts og góðs bata og vonum, að félagið geti sem fyrst notið áframhaldandi krafta þinna og Ieiðsögu.“ í stjórn Einingar til næsta aðal- fundar voru þessar konur einróma kjörnar: Margrét Magnúsdóttir, form. Jónína Jónsdóttir, varaform. Guðrún Guðvarðardóttir, ritari. Margrét Steindórsdóttir, gjald- keri. Auður Sigurpálsdóttir, með- stjórnandi. Abæj arstjórnarfundi í gær var Guðmundur Guðlaugs- son endurkosinn fbrseti bæjar- stjórnar. í bæjarráð voru kosnir: Jakob Frímannsson, Bragi Sigurjónsson, Björn Jónsson, Helgi Pálsson og Jón G. Sólnes. Auk þess var kosið í um tvo tugi nefnda og urðu þar litlar breytingar á. beztu tímar í hverri grein: — í 500 metra hlaupi sigraði Björn Baldursson : 46,5 sek., í 1500 m. hlaupi Skúli G. Ágústs- son á 2 mín. 3,16 sek., í 3000 m. hlaupi Sigfús Erlingsson á 5 mín. 28,6 sek., í 5000 m. hlaupi Örn Indriðason á 9 mín. 31,8 sek. Eins og sjá má af þessu er sinn sigurvegarinn í hverri grein, og sýnir það, að hér er kappa val. ORKUVERÐ IÐNAÐURINN NJÓTI BETRI KJARA VIÐ RAFORKUKAUP. Á aðalfimdi Iðju var samþykkt þessi áskorun til rafveitustjórnar og bæjarráðs: „Aðalfundur Iðju, félags verk- smiðjufólks á Akureyri, haldinn 31. janúar 1960, skorar á raf- veitustjóm og bæjarráð að sam- þykkja lækkun á rafmagnsverði til iðnaðar í bænum, og ennfrem- ur, að verðskrá á daghitunar- og næturhitunartöxtiun verði lækk- uð og slitin úr tengslum við verð á kolum, þannig að verð á raf- magni verði samkeppnisfært við það eldsneyti, sem nú er mest notað til upphitunar íbúðarhúsa.“ TOGSKIPIN Sigurður Bjamason landaði 64 tonnum á Akureyri á mánudag. Björgvin landaði 65 tonnum á Dalvík sama dag. Björgvin og Sig. Bjarnason hafa áður landað rúmum 20 tonnum hvort. Ein af efnahagsráðstöfunum rík- isstjómarinnar á, sem kunnugt er, að verða sú, að hækka vexti stór- lega. Þó ber frumvarpið það með sér, að ríkisstjórnin treystir ekki á vaxtahækkunina eina til að ná þeim áhrifum til samdráttar í at- vinnulífinu, sem henni er ætlað, því að jafnframt á að setja ýmis önnur ákvæði til að draga úr út- lánum banka og sparisjóða. í því sambandi á m. a. að auka völd Seðlabankans stórlega. I fyrsta lagi á hann að ráða því, hversu háir vextirnir séu. í öðru lagi á Seðlabankinn að taka í sína umsjá nokkurn hluta af innlánsfé banka og sparisjóða og innlánsdeilda kaupfélaganna. Er það gert til þess að draga úr útlánum þessarra stofnana og framkvæmdum kaup- félaganna. í þriðja lagi á Seðla- bankinn að takmarka útlán til at- vinnulífsins með því að endur- kaupa ekki meira magn afurða- víxla en nú er. Geta þó allir sagt sér sjálfir, að atvinnuvegirnir þurfa á meira fé að halda, þegar allt, sem til rekstursins þarf, hrá- efni og rekstrarvörur, héfur stór- hækkað. En þetta, eins og annað, er miðað við það, að samdráttur verði. En enn er ótalið eitt atriði, sem Seðlabankinn á að annast. Hann á að gæta þess, að „ekki eigi sér stað útlánaaukning á árinu til rík- issjóðs fram yfir eðlilegar árstíða- þarfir“. Sem sagt: Vilhjálmur Þór á að gæta þess, að ráðherrarnir eyði ekki meiru úr ríkiskassanum en góðu hófi gegnir, eða kannski réttara sagt, ekki meiru en honum Filmía. — Á morgun kl. 3 e. h. verður sýnd í Borgarbíó myndin Nótt í Casablansa. Marxbræður. Á sunnudagiim kl. 4 verða fluttar í Ásgarði (af segulbandi) ræður þær, sem fluttar voru á fundi Alþýðubandalagsins í Austurbæjarbíó 4. þ. m. Ræðu- menn: Lúðvík Jósefsson, Bjöm Jónsson, Hannibal Valdimarsson og Einar Olgeirsson. Afmæli. — 10. þ. m. varð Ólaf- ur Guðmundsson, verkamaður í Hrísey, sjötugur. Hann var lengi formaður Verkalýðsfélags Hrís- eyjar. — Á mánudaginn, 15. fe- brúar, verður Gunnlaugur Ein- arsson, Fögruvöllum í Glerár- hverfi, 60 ára. — Miðvikudaginn 17. febrúar verður Jakob Jóns- son, Eiðsvallagötu 1, 60 ára. Námskeið þau, sem Æskulýðs- heimili templara og Skákfélagið auglýstu nýlega, hófust í gær. — Kennari er Freysteinn Þorbergs- son skákmeistari. — Ennþá er ekki fullskipað á námskeiðin, og verður næstu tvo daga tekið við nýjum nemendum. Þeir, sem kunna að hafa áhuga fyrir að vera með, eru beðnir að snúa sér til Freysteins Þorbergssonar í Varðborg. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna og stjórnir verkalýðsfélaganna í bænum halda sameiginlegan fund í kvöld í Ásgarði. Rætt verður um efnahagsmálafrumvarp ríkis- stjórnarinnar. (Vilhjálmi) gott þykir. Er það fljótséð, að eftir þessar ráðstafan- ir verður Vilhjálmur Þór nokkurs konar einræðisherra um peninga- mál þjóðarinnar. „Yfir litlu varstu trúr, yfir mikið muntu settur verða.“ NÝJAR ÁLÖGUR NÝR ÚTSVARSSTIGI Enda þó að ekki sé reiknað með því í fjárlagafrumvarpinu, sem nú hefur verið lagt fyrir Alþingi, að neinir útgjaldaliðir þurfi að hækka vegna hækkaðs kaups, er gert ráð fyrir því, að flestir út- gjaldaliðir hækki eitthvað vegna gengisfellingarinnar, og sumir mjög mikið. Sama verður að sjálfsögðu uppi á teningnum með útgjaldaliði bæjarfélaganna, þeir hljóta einn- ig að hækka af sömu ástæðum, og auk þess alveg sérstaklega vegna hækkaðra greiðslna til Al- mannatrygginganna. Víst er, að sá hluti, sem bæjarfélögunum er ætlaður af söluskattinum, verður aðeins sem dropi í hafið til að mæta þeirri heildaraukningu, er verður á útgjöldum bæjarfélag- anna. Það má því reikna með því, og er raunar þegar vitað, að miklar hækkanir hljóta að verða á þeim gjöldum, sem bæjarfélögin inn- heimta af íbúunum á hverjum stað. En þau gjöld eru fyrst og fremst útsvörin. Útsvörin hækka. Nema? Fjármálaráðherrann sagði við fyrstu umræðu um fjár- lagafrumvarpið, að útsvörin ættu ekki að hækka. Og hann sagði meira. Hann sagði, að í ráðuneyt- inu hjá honum væri verið að reikna út útsvarsstiga, sem bæj- ar- og sveitarfélög ættu að fara eftir. Þeir áttu að vera tveir, annar einkum ætlaður kaupstöð- unum en hinn sveitunum. Þannig má vera, að fjármálaráðherrann ætli sér að ákveða þessa útsvars- stiga þannig, að ekki verði hækk- anir á útsvörunum. En hvað ger- ist þá? Ef þetta er ætlim fjármálaráð- herrans er alveg augljóst, að bæjarfélögin verða að draga mjög saman allar verklegar fram- kvæmdir og þar með talið gatna- gerð og viðhald. Flestir liðir aðr- ir en verklegar framkvæmdir, eru svo fastbundnir, að þeir verða með engu móti lækkaðir. En það væri auðvitað í samræmi við samdráttarstefnu ríkisstjóm- arinnar að þessi leið yrði farin, og með því móti væri stigið stórt skref til þess að ná því marki, sem sýnilega er stefnt að: At- vinnuleysi verkafólks. Það vita allir, að það er hreint neyðarbrauð að þurfa að hækka útsvörin. Það er líka neyðarbrauð að þurfa að draga saman þá at- vinnu, sem bæjarfélögin hafa veitt. En í þá úlfakreppu ætla stjómarflokkarnir nú að koma bæjarfélögunum að verða að fara aðra hvora þessa leið, eða báðar, hækka útsvörin og draga úr at- vinnunni. Allt er það illt. Fjársöfnun Eins og alþjóð er kunungt, fórust tveir sjómenn af mótorbátnum Maí TH 194 21. október síðastl. Báðir þessir menn áttu fyrir fjölskylduin að sjá. Við undirritaðir höfum ákveðið að beita okkur fyrir fjársöfnun til handa ekkjum hinna látnu sjómanna. Er það einlæg ósk okkar, að vel verði brugðist við í þessu efni, ekki sízt þar eð dánarbætur frá tryggingum eru í slíku tilfelli, sem þessu, aðeins kr. 19.000.00 í stað kr. 90.000.00, þegar bátar, er sjómenn farast af, eru yfir 12 smálestir. Húsavík, 31. janúar 1960. Vernharður Bjamason, Páll Kristjánsson, Jóhannes Jónsson, Þorvaldur Ámason. Verkamaðurinn hefur tekið að sér, að veita framlög- um til söfnunar þessarrar móttöku og koma þeim til for- stöðumanna söfnunarinnar. Akureyringar beztu skautamenn landsins

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.