Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 19.02.1960, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 19.02.1960, Blaðsíða 1
VERffflmflffliRinn XLIII. árg. Akureyri, föstudaginn 19. febrúar 1960 7. tbl. EINRÓMA MÓTMÆLI forystumanna verkalýðsfélaganna á Akureyri gegn gengislækkun og kjaraskerðingu Fyrir viku síðan, föstudaginn 12. þ. m., var haldinn sam eiginlegur fundur Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna á Akur eyri og stjórna allra verkalýðsfélaganna í bænum. Þar flutti Þórir Daníelsson, varaformaður Verkamannafélags Akureyr- kaupstaðar, framsöguerindi um efnahagsmálafrumvarp ríkis- stjórnarinnar, og síðan urðu nökkrar umræður um frumvarp- ið og þá kjaraskerðingu, sem í því felst. Enginn fundarmanna lýsti fylgi við frumvarpið, og í fundarlok var eftirfarandi áskorun til Alþingis samþykkt í einu hljóði: „Fundur Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna á Akureyri og stjórna verkalýðsfélaganna í bænum, haldinn 12. febrúar 1960, mótmælir harðlega frumvarpi ríkisstjórnarinnar um efnahagsmál, sem nú liggur fyrir Alþingi. Fundurinn lítur svo á, að ráðstafanir þessar feli í sér stór- felldari kjaraskerðingu en dæmi þekkjast um áður hér á landi og valdi auk þess miklum samdrætti í atvinnulífinu, sem aft- ur leiðir af sér atvinnuleysi. Fundurinn skorar því á Alþingi að fella framangreint frum- angreint frumvarp, en taka þess í stað upp stefnu áframhald- andi atvinnuuppbyggingar og batnandi lífskjara allrar þjóð- arinnar." Menntaskólaleikurinn 1960 er Eftirlitsmaður eftir N. Gogol. Leik- stjóri er Karl Guðmundsson. Sjá 3. síðu. Á myndinni hér að ofan sjást þrír leikenda á sviðinu: Borgarstjórinn (Jón Sigurðsson), þjónn „eftirlitsmannsins" (Karl Grönvold) og „eftirlitsmaðurinn" sjálfur (Pétur Einarsson). — Ljósmynd: Edvard Sigurgeirsson. — <lllltltlllllllllllllllllMMlltlil.......It......IIIMlllllMlMMIIJ I ER ÞAÐ RÉTT? I „Alþrru", sem út kom sl. \ miðvikudag, er m. a. rætt um \ efnahagsmálafrumvarp ríkis- \ stjórnarinnar. Þar spyr ritstjór- \ inn, hvað verði af hinum nýju \ álögum, og svarar sér síffan sjálfur: „Ekki renna þær út úr \ landinu, svo að ekki tapaðist l þetta fé úr íslenzkum vösum." i Og: „Það sem aðallega gerist | — er að gengisbreytingin færir \ fjármuni milli stétta innan þjóð | félagsins. ..." Þetta er alveg rétt með far- i ið. Peningarnir hverfa ekki úr i landinu, þeir verða áfram í ís- E lenzkum vösum, og það, sem \ að-allega gerist er, að fjármunir \ eru færðir milli stétta innan i þjóðfélagsins. En telja ritstjóri „Alþm." og | aðiir Alþýðuflokksmenn, að \ það sé rétt stefna að taka úr vbsum þeirra, sem minnst haía, \ og bæta í vasa þeirra, sem i mest hafa? Ósamræmi hjá bæjarstjórn Njóta menn ekki sama réttar um afgreiðslu Snemma á síðasta ári sótti einn af verkstjórum Akureyrarbæjar um nokkra hækkun launa sinna. Það vafðist fyrir bæjarstjórn og Norðan kaldi, 10 stiga frosf: Rafmagnslaust iiiiiiiiii)iiiiiiniiui)iiniiiiiiiiiiiiniiii(iiit)i)iMiiiiitiiii GYLFI: ENGAR ÁLÖGUR I „Alþm." á miðvikudaginn er endursögð ræða, sem Gylfi Þ. Gíslason ráðherra flutti á Alþingi í fyrri viku. Þar má m. a. lesa þetta: „Hver einasta króna, sem þeir greiða, sem ekki starfa við útflutningsframleiðsluna, fer til þeirra, sem þar starfa. Aílt tal um álögur á þjóðina er því hrein fjarstæða og blekking, sagði ráðherrann." Sennilega er þetta einhver speki, sem ekki er öðrum skilj- anleg en hagfræðingum. Fyrir venjulega menn hljómar þetta eins og véfrétt. Eða hvernig má það vera, að krónurnar, sem taka á af þjóðinni, lendi hjá þeim, sem vinna að útflutngs- framleiðslunni, fyrst að skipta- verð til sjómanna á ekki að hækka, fastakaup sjómanna á ekki að hækka og kaup þeirra, sem vinna í frystihúsum eða aðra landvinnu í sambandi við útgerðina, á ekki að hækka? Og hvað verður um krónurnar, sem þeir, sem við útflutnings- framleiðsluna vinna, greiða? Það skyldi þó aldrei vera, að ráðherranum hafi orðið mis- mæli, og hann hafi ætlað að segja, að hver einasta króna, sem greidd væri, færi til þeirra, bröskuðu með útflutningsfram- Ieiðsluna og það, sem fyrir hana fengist. Það hefði þó allar götur verið nær sannleikanum. r Oviðunandi, að rafmagnið hverfi um leið og syrtir í lofti IIIMMMMIMMIM MlltllMMIMMI.....ii ii II III II III Á sunnudaginn versnaði veður á Norðurlandi, hvessti af norðri með snjóéljum og nokkru frosti. Þegar tilkynningalestur hófst í útvarpinu um kvöldið, barst íbúum á orku- veitusvæði Laxár sú orðsending, að búast mætti við að taka yrði upp skömmtun á rafmagni. Og þess var ekki langt að bíða. Strax um kvöldið varð rafmagnslaust á mestum hluta orkuveitusvæðisins. A mánudag var ástandið aðeins betra og var þá skammtað í 4 tíma í senn, fjóra tíma rafmagn, fjóra tíma rafmagnslaust. Á þriðjudag- inn hafði enn lagast nokkuð og þá síðdegis var unnt að aflétta skömmtuninni. Þetta ástand í rafmagnsmálun- um er vægast sagt áviðunandi. — Veturinn hefur verið öllum vetr- um mildaii, það sem af er, en þó hefur aldrei verið meira um iaf- magnstruflanir. Má næstum segja, að um leið og eitthvað syrtir í lofti, sérafmagnið horfið. — Raf- magnsleysið í vetur hetur valdið gífurlegu tjóni, sem aldrei verður reiknað til fulls. Auk þess tjóns, sem gerlegt er að meta í krónum, eru þess mörg dæmi, að fólk hef- ut hlotið varanlegt heilsutjón af völdum rafmagnsskortsins. Hvað sem tautar og raular verð- ur Laxárvirkjunarstjórn að sjá til þess, að á næsta sumri verði end- anlega gengið frá þeim fram- kvæmdum, sem unnið hefur verið að við upptök Mývatns. Rök- studdar vonir eru til, að þær verði IMMIIMMMMIIIIIIIMMMIIIIIMIIMHMIMI til nokkurra bóta, þegar þeim er að fullu lokið, en á því stigi, sem sú mannvirkjagerð er nú, hlýzt fremur illt en gott af henni. En þó að framkvæmdunum við upptök Laxár verði lokið, telja kunnugir, að með því verði ekki að fullu komið í veg fyrir duttlunga Laxár. Þess vegna verði að hraða því, sem mest má verða, að allar rneiri háttar rafvirkjanir landsins verði tengdar saman í eitt kerfi og geti ihver um sig bætt aðrar upp eftir því, sem á þarf að halda. Það er sú lausn þessarra mála, sem verður að fást, og hún getur orðið fleirum að gagni, en þeim, sem búa á veitusvæði Laxár. Og víst er, að Norðlendingar a. m. k. yrðu því fegnari, að svo sem 100 milljónum af þeim 800, sem ríkisstjórnin áformar að taka að láni á næstu mánuðum, yrði varið til að tengja rafveitur íandsins, fremur en til að fylla verzlanir af varningi, sem engir hafa efni á að kaupa. bæjarráði í fulla níu mánuði að veita erindi hans endanlega af- greiðslu. Var málið þó mikið rætt og á mörgum fundum, en af- greiðslan drógst á langinn vegna þess, að því var mjög haldið fram, að það skapaði hættulegt fordæmi gagnvart öðrum starfsmönnum bæjarins, ef laun þessa manns væru hækkuð. I byrjun þessa árs sótti einn af skrifstofumönnum bæjarins óform lega um launahækkun, mun hafa gefið í skyn, að hann hætti störf- um nema laun hans yrðu hækkun. Hækkunin var þegar í stað sam- þykkt af bæjarráði og bæjarstjórn, en enginn minntist á hættulegt fordæmi. En um leið og hækkunin til skrifstofumannsins var ákveðin var samþykkt að láta koma til framkvæmda hækkun á launum verkstjórans, sem áður er getið. Virðist þannig, sem hækkunin til skrifstofumannsins hafi gefið for- dæmi um hækkun til verkstjórans, sem löngu áður sótti um hana. I lok nóvembermánaðar sl. sótti bæjarfógeti um, að vinnutími lög- regluþjóna á Akureyri yrði styttur til samræmis við vinnutíma stétt- arbræðra þeirra í Reykjavík, en samkvæmt gildandi samningi eiga lögregluþjónar hér að hafa sömu laun og kjör og lögregluþjónar í Reykjavík. Það virtist því nánast aðeins formsatriði að samþykkja Framhald á 4. siðu. Varðskipið Óðinn í heimsókn Undanfarið hefur nýja varð- skipið Óðinn verið á hringsiglingu um landið, svo að landsbúum gæf- ist kostur á að skoða það í helztu höfnum. Hér kom það 11. febrúar sl. og var þá boð inni um borð fyr- ir bæjarfógeta, bæjarstjórn og ýmsa fleiri gesti. Þá ávarpaði Pét- ur Sigurðsson, forstjóri Landhelg- isgæzlunnar, gesti með ræðu, en Sigurður M. Helagson, settur bæj- arfógeti, þakkaði með ræðu og bar fram heillaóskir fyrir hönd bæjar- búa. Daginn eftir var skipið sýnt al- menningi og gáfu skólar bæjarins frí frá kennslu, svo að nemendur gætu skoðað skipið. Var það mikill fjöldi manna, er skoðaði skipið, unz það lét úr höfn á hádegi þann 12. febrúar. Skákmenn iðka íþrótt sína af kappi Friðrik Olafsson væntanlegur í heimsókn Það hefur verið mikið að gera hjá akureyrskum skákmönnum, það sem af er þessu ári, æfingar, námskeið og keppnismót. Skákþing Norðlendinga hófst í janúar og lauk 7. febrúar. Þar voru 28 keppendur í þremur flokkum. I meistaraflokki urðu úr- slit þau, að þrír keppenda urðu jafnir í efstu sætunum, og liggur því fyrir þeim að heyja úrslita- keppni um titilinn Skákrneistari Norðurlands. Þessir þrír eru Jó- hann Snorrason og Margeir Stein- grímsson af Akureyri og Jónas Mf R sýnir skemmtilega litkvik- mynd, sem heitir Karneval-nótt, kl. 4 á sunnudaginn. M. F. í. K., Akureyrardeild, heldur félagsfund fimmtudaginn 25. þ. m. kl. 8.30 e. h. að Hótel KEA (Rotarysal). Aðalfundar- efni: Eiríkur Sigurðsson skóla- stjóri flytur erindi um fræðslu- löggjöfina og hliðstæð mál. — Stjórnin. Afmæli. Aðalgeir Kristjánsson, Hafnarstræti 17, er 65 ára í dag. — Frú Helga Guðmundsdóttir, Holtagötu 8, verður 60 ára 23. þessa mánaðar. Verðlaunaþraut Skákfélags- blaðsins. — I SkákfélagsblaSinu, sem út kom fyrir jólin, var heitið 200 kr. í verðlaun fyrir rétta lausn á skákþraut, sem þar birt- ist. Þrjár réttar lausnir bárust, og var dregið um þær. Upp kom nafn Sigurvins Jónssonar, Norð- urgötu 12, og getur hann vitjað verðlaunanna til gjaldkera Skák- félagsins, Kjartans Jónssonar á skrifstofu KEA. — Skákfél.' Ak. Filmía. — Engin sýning á Framhald á 4. síðu. morgun. Næsta sýning 27. febr.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.