Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 19.02.1960, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 19.02.1960, Blaðsíða 3
Föstudaginn 19. febrúar 1960 VERKAMABURINN LEIKFÉLAG M. A. 1960 EFTIRLITSMAÐUR Höfundur: Nikolai Gogol Þýðandi: Sigurður Grímsson Leikstjóri: Karl Guðmundsson Eitt hundrað og fjórtán ár eru liðin frá því að leikrit Gogols, Eftirlitsmaður, var fyrst sett á svið. Þá í heimalandi höfundar, í höfuðborginni Pétursborg. Sjálfur zarinn var viðstaddur og skemmti sér vel. En það voru ekki allir ánægðir með verkið. Það vakti þegar mikla andúðaröldu, svo sterka, að höfundurinn sá sér þann kost vænstan að flýja land. Og hver var ástæðan? Hún var sú, að með leikriti þessu var stungið á viðkvæmu kýli. Þar var umbúða- laust drengin fram í dagsljósið spilling embættismannastéttarinn- ar, mútuþægni og heimskuhroki. Embættismönnum rússneska keis- araveldisins þótti nærri sér höggv- ið, enda ekki vafi, að svo var til ætlast frá höfundar hálfu. Já, spillt hefur hún verið emb- ætitsmannastéttin í Rússíá, segja menn nú, þeir hafa vissulega átt það skilið að fá á baukinn. Og viðbrögð embættismannanna eftir sýningu leiksins sanna réttmæti þessarra orða: „Sannleikanum verður hver sárreiðastur." En hefur þá ádeila leiksins misst gildi sitt á þessum 114 ár um? Eða finnast ennþá heimskir og hrokafullir embættismenn, sem hegða sér eins og fólkið sé til fyrir þá en ekki þeir fyrir fólkið? Finn- ast þess ennþá dæmi, að lögunum sé hagrætt, ef peningar eru annars vegar eða gjafir góðar? Er það alltaf manngildi og hæfileikar. sem úrslitum ræður, þegar valið er í ábyrgðarstöður? Það er bezt að hver svari fyrir sig. En þegar horft er á leik þennan, nú 114 ára gamlan, verður þess alls ekki vart, að hann hafi misst af gildi sínu, gamanið og ádeilan nýtur sín til fulls, og það þó að við eigum heima hér á íslandi, en leikurinn sé miðaður við íbúa Rússaveldis á keisaratímanum. — Þetta er sígilt verk. Búningar og framkoma er að vísu nokkuð á annan veg, en við eigum að venjast, en það gerir að- eins þá mynd, sem við fáum sterkari, og afkáraháttur og heimska embættismannanna er eðlilega ýkt. Það eru góðar skop- myndir alltaf. Það er nemendur Menntaskól- ans, undir stjórn Karls Guðmunds- sonar leikara, sem nú hafa sett þennan sígilda gamanleik á svið hér á Akureyri. Og þeim hefur tekizt það vel, svo vel, að með ólíkindum er. Frumsýningin var á sunnudags- kvöldið. Það var ekki aðeins, að hún tækist slysalaust, heldur var hún stór sigur fyrir það unga fólk, sem þarna kemur fram, flest í fyrsta skipti á leiksviði. Og frum- sýningin bar þess einnig vitni, að leikstjórinn hefur unnið sitt verk sg vandvirkni og alúð. Fremst á sviðinu í Samkomu- húsinu má venjulega á leiksýning- um sjá kúlu dálitla, eða réttara hálfkúlu upp úr gólfinu. Leik- hússgestir vita, að undir þessarri kúlu situr hvíslarinn, sá, sem á að minna leikendur á, ef þeir muna ekki, hvað þeim ber að segja, kunna ekki hlutverk sitt nógu vel. En á sýningunni á sunnudags- kvöldið var þessi kúla horfin. Það hafði verið settur hleri í gólfið, þar sem hvíslarinn er vanur að leynast. Svo mikið var öryggi þessarra ungu leikenda, svo vel kunnu þau hlutverk sín, að hvísl- aranum hafði verið sagt upp. Það var ekki þörf fyrir þann starfs- mann. En það er ekki aðeins, að leik- endurnir kunni „rullurnar". Þær eru ekki fluttar fram sviplaust og tilfinningalaust, heldur af lifandi áhuga og leikf jöri, og víða af þeim tilþrifum og sannri list, að hvaða leikarar sem væru gætu talið sig fullsæmda af. Þessir kátu og fjör- ugu menntaskólanemendur skila áhorfendum því, sem framast er hægt að ætlast til af þeim, sem ekki hafa numið leiklist eða stundað hana árum saman. Leikendur í Efitrlitsmanni eru alls 20 í 22 hlutverkum. Það er ástæðulaust að fara að reyna að telja upp kosti og galla á leik hvers um sig, en ekki verður hjá því komizt að nefna sérstaklega þá tvo, sem með stærstu hlutverk- in fara. Þeir voru báðir í Mennta- skólaleiknum í fyrra, en hafa nú enn aukið við hróður sinn. Það er Jón Sigurðsson, sem leikur borgar- stjóra í rússneskum smábæ, og Pétur Einarsson, sem leikur ungan skrifstofumann' á ferðalagi, en embættismennirnir í þorpi borgar- stjórans taka hann fyrir eftirlits- mann frá stjórninni, og af því verður gaman mikið, en áhyggjur hjá embættismönnum þorpsins, sem óttast eftirlitsmanninn. Það er mikill þróttur í leik Jóns, og vex eftir því, sem á líður, og hon- um tekst ágætlega í síðasta atrið- inu, en einmitt þá reynir mest á getu hans og hæfileika til túlkun- ar. Pétur er næstum að segja eins og fæddur í það hlutverk, sem hann fer þarna með, og tekst prýðilega sá skapbrigðaleikur, sem hlutverkið krefst. Af öðrum leik- endum er sérstök ástæða til að nefna Iðunni Steinsdóttur. Hún segir ekki margt á sviðinu með orðum, en þeim mun meira með snjöllum svipbrigðum, sem hljóta að vekja eftirtekt. En þó að ekki sé fleiri leikenda sérstaklega getið hér, er þó almennt prýðilega með hlutverkin farið. Það hefur mikið verið hlegið í Samkomuhúsinu í þessarri viku, og þannig verður það áfram á meðan sýningar á Eftirlitsmanni standa. Þetta er gott innlegg af hálfu menntaskólanema til leik- listar- og skemmtanalífs bæjarins. Þ. Leikendur og hlutverk í Menntaskólaleiknum Jón Sigurðsson, borgarstjóri. Aðalbjörg Jónsdóttir, kona hans. Iðunn Steinsdóttir, dóttir þeirra. Þröstur Olafsson, fræðslufulltr. Margrét Erlendsdóttir, kona hans. Þorleifur Pálsson, héraðsdóm- ari. Þorsteinn Geirsson, heilbrigðis- fulltrúi. Jón Sæm. Sigurjónsson, póst- meistari. Gunnar Sólnes, jarðeigandi. Guðmundur Sigurðsson, jarð- eigandi. Pétur Einarsson, ritari í stjórn- arráðinu. Karl Grönvold, þjónn hans. Ola Aadnegard, lögreglustjóri. Hreinn Pálsson, Svistúnov. Gunnar Arnason, kaupmaður. Magni Steinsson, kaupmaður. Kristinn Jóhannesson, kaupm. Kristín Halldórsdóttir, járn- smiðskona. Margrét Eggertsdóttir, liðsfor- ingjaekkja. Laufey Þorbjarnardóttir, vika- stúlka. Magni Steinsson, veitingam. Barði Þórhallsson, lögreglu- þjónn. Áttatíu þúsund larþegar Árið 1959 fluttu flugvélar Flugfélags íslands h.f. rúmlega áttatíu þúsund farþega, í áætlunarflugi milli landa, innan- lands og í leiguflugi. Flugvélar félagsins fóru samtals Kaupmannahafnar. Póstflutningar Of f1..~f«_!X £ '•___________________ '-----_."___ri.-j__•_______„ -11! .__ J > . Dóttir borgarstjór- ans (Iðunn Steinsdóttir) og „eftirlitsmað- urinn" (Pétur Einarsson). 6181 flugferð a árinu og voru a lofti 8585 klst. Áætlunarflugi var haldið uppi til sömu staða erlend- is og innanlands. Fargjöld héldust þau sömu allt árið. Fleiri leigu- ferðir voru farnar en nokkru sinni fyrr, einkum til Grænlands, fyrir aðila sem þar hafa atvinnurekst- ur. Ennfremur voru farnar fimm leiguferðir til 'Ikateq á austur- strönd Grænlands með skemmti- ferðafólk íslenzkt og erlent. Engin slys urðu á farþegum eða flug- áhöfnum félagsins á árinu. INNANLANDSFLUG. Farþegar á innanlandsflugleið- um urðu 51.271, en voru 56.045 árið áður, og nemur fækkunin 8.5%. Fluttar voru 1140 lestir af vörum og minnkuðu þeir flutning- ar um 22.9%. Póstflutningar juk- ust hins vegar verulega, fluttar voru 183 lestir, og er aukningin 26.3%. Farnar voru 4478 flugferð- ir innanlands og flugvélar félags- ins voru 3967 klst. á lofti á innan- landsflugleiðum. Nýting innan- landsflugvélanna er betri en í fyrra sökum færri flugtíma. Til flutninga innanlands voru notaðar flugvélar af gerðunum DC—3 Katalina, DC—4 og Vickers Vis- count. MILLILANDAFLUG. I áætlunarferðum milli landa fluttu „Faxarnir" 23.156 farþega, en 19.350 árið áður. Þessi glæsi- lega aukning, sem nemur 19.7 af hundraði, á m. a. rætur sínar að rekja til stóraukinna flutninga fé- lagsins á flugleiðum milli staða er- og vöruflutningar milli landa juk- ust einnig að mun. Fluttar voru 55.2 lestir af pósti á móti 47.1 í fyrra, aukning 17%, og 251 lest af vörum á móti 234 sl. ár. Aukning nemur 7.2%. Með tilkomu 55% yfirfærzlugjaldsins, sem kom til framkvæmda á miðju ári 1958, dró allmjög úr ferðalögum og bera skýrslur um flutninga þess ljósan vott. Af þeim sökum var ákveðið að fjölga ekki ferðum milli landa sumarið 1959 frá því sem var árið áður. Þrátt fyrir færri ferðir er um mjög verulega aukningu á flutning- unum að ræða, sem að ofan grein- ir, árið 1959. Liggur í augum uppi að nýting millilandaflugsins er mjög góð. Alls fóru flugvélar Fiugfélags Islands 1300 flugferðir á árinu í éætlunarfrugi milli landa og voru á lofti í þeim ferðum 3287 klst. Til áætlunarflugs notaði félagið Viscount skrúfuþotur, auk þess sem Sólfaxi fór nokkrar ferðir. LEIGUFLUG. Sem fyrr segir voru farin fleiri leiguflug á vegum félagsins á ár- inu en nokkru sinni fyrr. Flest voru leiguflugin farin til Græn- lands, en einnig til nokkurra staað á Spáni, til Frakklands og Norður- landa. Flugferðir vegna þessa voru 403 á árinu og fluttir voru 6339 farþegar, en fyrra ár voru farþegar í leiguflugi 4839. Aukning nemur 29.6%. Flugtímar í leigufluginu voru 1256. Flest leiguflugin voru framkvæmd með Skymastervél, en Viscount skrúfuþotur, DC—3 lendis, t. d. milli Glasgow og og Katalina fóru nokkrar ferðir, TILKYNNING frá Félagsmálaráðuneytinu Að marggefnu tilefni tilkynnist hér með, að heimild til endurgreiðslu úr sparimerkjabókum er bundin við gift- ingu eða að menn hafi náð 26 ára aldri. Undanþágur þær sem skattayfirvöldum er heimilt að veita eru yfir- leitt aðeins veittar frá þeim degi að um þær er beðið, eða frá þeim tíma að aðstaða hefir skapazt til þess að verða undanþágunnar aðnjótandi. 10. febrúar 1960. Félagsmálaráðuneytið. AÐALFUNDUR AKUREYRARDEILDAR K.E.A. verður haldinn að Hótel KEA þriðjudaginn 23. þ. m. og hefst kl. 8.30 e. h. Kosnir verða á fundinum 2 menn í deildarstjórn til þriggja ára og 2 varamenn til eins árs, 1 maður í fé- lagsráð og 1 til vara, 83 fulltrúar á aðalfund Kaupfélags Eyfirðinga og 28 til vara. Listum til fulltrúakjörs ber að skila til deildarstjóra í síðasta lagi laugardaginn 20. þ. m. DEILDARSTJÓRNIN.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.