Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 19.02.1960, Síða 4

Verkamaðurinn - 19.02.1960, Síða 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 19. febrúar 1960 Eiga íslenzkir verkamenn að hafa hálf laun á við það, sem lægst er í Bandaríkjunum? Með þessu frumvarpi, sem nú liggur fyrir Alþingi, er gerð ægilegasta árásin á lífskjör íslenzkrar alþýðu, sem nokkru sinni hefur verið gerð í einum áfanga. íslenzk alþýða hefur byggt upp launakjör með harðri baráttu, sem með löngum vinnutíma og með öruggri, mikilli vinnu hafa gefið henni sæmileg lífskjör. Það, sem auðvaldið er að gera með þessu frumvarpi, það er að hrinda íslenzkri alþýðu úr þeirri stöðu, sem hún hefur aflað sér með áratuga baráttu, þannig að við íslendingar stöndum ekki lengur sem ein sú alþýðustétt, sem fremst standi í veröldinni. Með hverju gerir auðvaldið þetta? Launakjörin verða skert þannig með gengislækkuninni, að hér eftir verðum við miklu lægri heldur en allir launþegar í sambærilegum greinum í nágrannalöndunum, við förum niður fyrir flest lönd Evrópu. Við skulum bera okkur saman við Bandaríkin. Nú segir ríkisstjómin, að það sé rétt gengi, sem eigi að skrá á íslandi, dollarinn 38 krónur. 1947 hafði Dagsbrúnarmaður sama kaup í dollurum eins og hafnarverkamaður í New York, 1 dollar og 40 sent. Nú hafa stáliðnaðarmennirnir með meira en þriggja mánaða verkfalli í Bandaríkjunum aflað sér kaups, sem er rúmir þrír dollarar á tímann, þ. e. yfir 100 íslenzkar krónur. Ríkisstjórnin segir að hún sé að skrá rétt gengi. Hvað er lægsta tímakaupið, sem til er í Bandaríkjunum? Lægsta tímakaupið, sem til er í Bandaríkjunum, er fyrirskipað með lögum, vegna þess að það átti að vernda menn, sem engin samtök höfðu gegn arðráni auðmanna. Lægsta tímakaupið er einn dollar á tímann, og Eisenhower forseti sagði nýlega í útvarpsræðu, að það væri of lágt, það þyrfti að hækka það upp í einn dollar 25 sent. — Þetta er kaup, sem er sett til þess að vernda fátækustu svert- ingjana í suðurríkjum Bandaríkjanna. Það er rúmar 38 krónur á tímann og Eisenhower finnst það of lágt. En íslenzkir Dags- brúnarmenn eiga að hafa 20 krónur, helminginn af því, sem lægst launuðu svertingjar í Bandaríkjunum hafa, og íslenzku ríkisstjórninni finnst það víst fullhátt. Hér sjáum við í reyndinni leið Sjálfstæðisflokksins til betri lífskjara. Hér sjáum við hvað orðið er eftir af Alþýðuflokknum og hans stefnu. (Úr ræðu Einars Olgeirssonar 4. þ. m.). fe^wS^frfrSfrK^^M^^^^^ySSftœEííííííííííííííííííííííííííííííííííaS1 - Ósamræmi hjá bæjarstjórn Framhald af 1. síðu. þetta. En bæjarstjórn hefur ekki ennþá samþykkt það, heldur var erindið saltað hjá bæjarráði og bíður þess, að lokið verði endur- skoðun launasamþykktar. En hinn 27. fyrra mánaðar sæk- ir einn lögregluþjónninn, yfirlög- regluþjónn, um launahækkun og bílstyrk. Á bæjarstjórnarfundi 9. þ. m. er hvort tveggja samþykkt. Ekkert gert með það, þó að bent væri á endurskoðun launasam- þykktarinnar. Ekkert mat skal hér lagt á rétt- mæti þeirra launahækkana til ein- stakra starfsmanna bæjarins, sem hér hefur verið getið. Enginn þeirra hefur búið við nein óóhfs- laun. En það er misræmið í af- greiðslu þessarra erinda eða um- sókna um kjarabætur, sem vert er að vekja athygli á, og þó er sú saga ekki fullsögð ennþá. Yfirlög- regluþjóni er veitt launahækkunin frá þeim tíma, er hann var fastráð- inn. Hann fær því launahækkun fyrir marga mánuði, sem liðnir eru áður en hann sækir um launa- hækkunina. Skrifstofumaðurinn fær hækkunina frá síðustu ára- mótum eða frá þeim tíma er hann sækir uin hana. Verkstjórinn fær hækkunina einnig frá síðustu ára- mótum, en þá voru níu mánuðir liðnir frá því að hann sótti um hækkun. Þetta mætti eins orða þannig, að bærinn hagar sér þann- ig gagnvart starfsmönnunum, að einn verður að bíða eftir hækkun, annar fær hana þegar hann biður um hana, þriðji fær hana áður en hann biður um hana. Það þætti ekki góð móðir, sem þannig út- deildi brauði til barna sinna. Og svo eru það „svörtu börnin“, þau, sem alveg eru höfð útundan. Hvernig skyldi bæjarstjórn ætla sér að verja það, að svara erindi lögregluþjónanna, eða bæjarfó- geta vegna þeirra, engu á sama tíma og hún afgreiðir tafarlaust er- indi yfirmanns þeirra? Hvers vegna er mönnum gert svona mis- hátt undir höfði? Og hver skldu verða viðbrögð bæjarstjórnar, ef lögregluþjónarnir fylktu liði og gengu á fund hennar einhvern daginn og gerðu kröfu til þess að fá leyfi frá störfum í svo sem einn mánuð til að mæta þeim tíma, sem þeir hafa unnið lengur á viku hverri að undanförnu en starfsbræðurnir í Reykjavík, enda þó að kjörin eigi að vera hin sömu? Það skal viðurkennt, að það orkar alltaf tvímælis, hvort bær- inn á að víkja frá ákvæðum launa- samþykktarinnar um greiðslur til einstakra manna eða starfshópa, en hitt verður ekki um deilt, að við gerðar samþykktir og samn- inga ber að standa. Þess vegna hafa engir þeirra, sem að framan er getið, hafa meira til síns máls en einmitt lögregluþjónarnir, því að þeir hafa ekki verið að fara fram á neinar breytingar á um- sömdum launum eða kjörum, held- ur aðeins, að staðið væri við það, sem áður hefur verið samið um. - Shákíþróttin Framhald af 1. siðu. Halldórsson, Húnvetningur. Þeir hlutu hver um sig 8 og hálfan vinning. Einn keppenda, Frey- steinn Þorbergsson skákmeistari, hafði þó hærri vinningatölu, eða 9 vinninga, en þar sem hann er ekki Norðlendingur, heldur keppti sem gestur á mótinu, telzt hann ekki með, þegar úrslit eru reiknuð. Námskeið. I byrjun síðustu viku hófst skákkennsla á vegum Skákfélags Akureyrar og Æskulýðsheimilis templara. Kennari er Freysteinn Þorbergsson og kennir hann bæði yngri og eldri skákmönnum á nám- skeiðum þessum. Kennslan fer fram í Varðborg og eru nemendur allmargir. Friðrik teflir fjölskák. Þá er ákveðið, að Friðrik Ólafs- son stórmeistari komi hingað til bæjarins um helgina í boði Skák- félagsins og tefli fjölskák við bæj- arbúa og nærsveitamenn á sunnu- daginn. Fer sú keppni fram í Landsbankasalnum og hefst kl. 2 e. h. Verður þar öllum heimil þátt- taka meðan húsrúm leyfir, en þeir, sem hyggjast taka þátt í keppn- inni, eru beðnir að mæta hálftíma fyrir auglýstan byrjunartíma. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Jóna Sig- urðardóttir Ámasonar og Sigurð- ur Hjartarson nemandi í M. A. Bazar og kaffisölu heldur Kvenskátafélagið „Valkyrjan" að Hótel KEA, næstk. sunnud. kl. 3. Akureyringar! Komið og gerið góð kaup og drekkið síðdegis- kaffið hjá skátunum. Hljómsveit spilar. MÍR Kvikmyndasýning sunnudaginn 21. febrúar kl. 4 e. h. í Ásgarði. Karnevahnótt Skemmtileg mynd í litum. Aðgangur kr. 10.00. Allir velkomnir. AKUREYRARDEILD MÍR. SOKKABUXUR úr bómull kr. 66.00 úr rayon kr. 98.00 úr ull kr. 110.00 úr crepe-nylon kr. 198.00 VERZL. ÁSBYRGI GEISLAGÖTU 5 Spilakvöld hjá Iðju IÐJUKLÚBBURINN verð- ur n. k. sunnudagskvöld kl. 8.30 e. h. í Alþýðuhúsinu. Spiluð verður félagsvist. Mjög góð verðlaun. Dans d eftir. Hljómsveit hússins leikur. Helena syngur með hljómsveitinni. Félagar og aðrir velunnarar félagsins fjölmennið og mætið stundvíslega. STJÓRNIN ;f$íííííííís5ííííííííí$$íííí«íí«íííííííííííí$íí$ííííí^^ Eiga íslenzkir sjómenn að vera lægst launaðir allra fiskimanna í Evrópu? Hafi sú fullyrðing, að íslenzkir launamenn búi við einhver beztu kjör, sem þekkjast, haft við rök að styðjast fram til þessa, er jafn víst, að hún verður hið fáránlegasta öfugmæli, ef sá óskapnaður, sem nú hefur fæðzt af núverandi samstjórn Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðuflokksins, fær tekið á sig gerfi laga og réttar. Um þessar mundir eru staddir hér á landi samningamenn fyrir færeyska sjómenn, sem hér starfa nú eða hafa í huga að starfa hér á íslenzku fiskiskipunum. Skjólstæðingar þeirra, sem taldir munu vera meðal nægjusömustu sjómanna, sem sækja á norður- höf, hafa látið sér detta í hug að setja fram þá kröfu að fá tryggingu fyrir yfirfærslu á 1500 dönskum krónum til lífsfram- færis fjölskyldna sinna meðan þeir sækja hér sjó fyrir íslenzka útvegsmenn. En þetta er sú upphæð, sem Norðmenn, Englend- ingar og fleiri þjóðir tryggja þeim undir sömu kringumstæðum. Hér hefur þessi krafa valdið hinum mesta úlfaþyt, jafnvel úr ólíklegustu áttum. Og er það alfrægt, er formaður svonefnds sjómannasambands hefur krafizt þess, að þeim sendimönnum færeyskra sjómanna, er slíkar kröfur hefðu uppi, yrði tafarlaust vísað úr landi. Og það, sem hneyksluninni hefur valdið, er ein- faldlega þetta: Eftir þá gengisfellingu, sem nú er ákveðin, verður slík krafa, sem nú þykir sjálfsögð með Norðmönnum og Englendingum, ósamrýmanleg þeim kjörum, sem íslenzkir sjómenn nú búa við. 1500 danskar krónur munu þá samsvara 8750 íslenzkum krón- um. Enginn íslenzkur togarasjómaður getur nú gert sér nokkra von um að ná þeirri upphæð, hvað þá að komast nálægt því að hafa þá upphæð aflögu, þegar persónulegum þörfum er fullnægt. Kauptrygging bátasjómanna nær ekki helmingi þeirrar upp- hæðar, þegar frá eru dregnar einkaþarfir. Þannig verður þá komið kjörum íslenzkrar sjómannastéttar eft- ir að Alþýðuflokksstjórnin hefur í byrjun síðastliðins árs rænt 25 aurum af hverju fiskkílói, sem kemur í hlut sjómannsins, með lagaboði og eftir að lögfest hefur verið binding fiskverðsins í 166 aurum, enda þótt fiskverð til útvegsmanna muni að öllum líkindum hækka nokkuð á fjórðu krónu. Islenzku sjómennirnir, sem taldir eru draga að landi allt að sjöfalda veiði móts við þá erlendu menn, sem næstir koma, eiga þannig að una því, að kjör þeirra hrapi í það, að verða hin lægstu meðal allra fiskveiði- þjóða Evrópu. Vilji þeir ekki una því, að búa við sína 166 aura fyrir hvert kíló fisks, þótt útvegsmenn fái 50% hækkun og allt verðlag í landinu hækki meira en nokkur dæmi eru áður til, þá skal það kosta átök, þar sem ríkisvaldinu verði beitt án minnstu hlífðar og handhafar þess munu einskis svífast. Þannig á að knésetja íslenzku sjómannastéttina, harðsæknustu og afkastamestu fiski- menn heimsins, og skipa þeim á neðsta bekk, hvað launakjör snertir meðal fiskveiðimanna í gervallri Evrópu. (Ur ræðu Björns Jónssonar í Austurbæjarbíó í Rvík 4. þ. m.) MENNTASKÓLALEIKURINN 1960 EFTIRLITSMAÐURINN eftir N. GOGOL Sýningar: Laugardag og sunnudag kl. 8 e. h. Aðgöngumiðar í Samkomuhúsinu daglega kl. 3—8 e. h. Sími 1073. UTSVOR í Akureyrarkaupstað 1960 Ákveðið hefir verið eins og undanfarin ár, að innheimt verði fyrirfram upp í útsvör 1960, sem svarar hehningi útsvars hvers gjaldanda árið 1959. Fýrirframgreiðsluna ber að greiða með 4 afborgun- um og eru gjalddagar 1. marz, 1. apríl, 1. maí og 1. júní, sem næst 12i/£% af útsvari 1959 hverju sinni, þó svo að greiðslur standi jafnan á heilum eða hálfurn tug króna. Akureyri, 12. febrúar 4960. BÆJARRITARINN.

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.