Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 26.02.1960, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 26.02.1960, Blaðsíða 1
ÞJÓÐVILJINN er dagblað íslenzkrar al- þýðu. Á þeim örlagaríku tímum, sem nú eru fram- undan, verða allir að lesa ÞJÓÐVILJANN. XLIII. árg. Akureyri, föstudaginn 26. febrúar 1960 8. tbl. Rikisstjórnin og alþingismenn íhalds og krata hafa lýst stríði á hendur verkalýðslireyfingunni ÞESSARI ÁRÁS VERÐUR AÐ HRINDA Frumvarp ríkisstjórnarinnar um efnahagsmál, gengislækkun, stóraukna skattheimtu, vaxtahækk- un, takmörkun útlána, tvöföldun erlendra skulda, afnám vísitöluuppbóta á laun o. fl., var afgreitt sem lög frá Alþingi fyrir réttri viku síðan. Með samþykkt þessa frumvarps hefur ramm- asta afturhald landsins lagt til úrslitaatlögu við al- þýðuna til að fá úr því skorið, hvort eigi að ráða meiru hagsmunir hins vinnandi fjölda í kaupstöð- um, kauptúnum, sjávarþorpum og sveitum þessa lands eða hagsmunir fárra stórgróðamanna. Framundan liljóta að vera hörð átök milli al- þýðunnar og burgeisastéttarinnar. Á úrslitum þeirra átaka veltur það, hvort hið vinnandi fólk um land allt, fólkið, sem skapar þjóðartekjurnar, á framvegis að njóta ávaxtanna af erfiði sínu, eða hvort fámennur hópur auðmanna á að taka til sín bróðurpartinn af þeim auði, sem af vinnu alþýð- unnar sprettur. Máttur peninganna er mikill, en máttur sam- taka alþýðu er meiri. Þess vegna getur alþýðan hrlmdið þessari árás auðvaldsins og hlýtur að gera það. Sú árás, sem með samþykkt efnahagsmálafrumvarps ríkis- stjórnarinnar hefur verið gerð á lífskjör íslenzks alþýðufólks er stórfelldari en áður hefur átt sér stað í sögu þjóðarinn- ar. Á síðustu áratugum hafa verið unnin hér slík stórvirki í uppbyggingu atvinnuveg- anna, við byggingu varanlegra íbúðarhúsa, á sviði samgöngu mála, menntamála og yfirleitt á flestum sviðum þjóðlífsins, að íáheyrt mun með nokkurri annarri þjóð. Jafnframt hef- ur atvinnuleysi verið að kalla útrýmt og sívaxandi þjóðar- tekjur lyft þjóðinni á hærra lífsstig en flestum öðrum þjóðum Evrópu. Það er tvenn,t, sem fyrst og fremst má þakka það, hversu góðum lífskjörum við höfum náð: í fyrsta lagi auðugum fiskimið- um og dugnaði íslenzkrar sjó- mannastéttar, sem dregið hef- ur meginhluta þjóðarauðsins upp úr djúpum hafsins, og í öðru lagi öflugum verkalýðs- samtökum, sem háð hafa harða baráttu fyrir kjörum og réttindum verkafólks og með þeirii baráttu orðið }>að ágengt, að misskipting auðs- ins hefur ekki orðið jafn til- finnanleg hér og í flestum öðrum Jieim löndum, þar sem auðvaldsskipulagið ræð- ur. Engin sérstök óáran eða að- vífandi ógæfa hefur nú dunið yfir þjóðina. Aflamagn það, sem sjómennimir hafa flutt að landi hefur vaxið hröðum skrefum síðustu árin og þar með þjóðartekjurnar. Og þær hafa raunar vaxið meira en sem nemur auknu aflamagni, því að við höfum komið upp vinnslustöðvum og verk- smiðjum, sem gera fiskinn verðmætari útflutningsvöm en áður var. Og þó að hér sé einkum talað um sjávarút- veginn, vegna þess að hann er sú undirstaða, sem batn- andi lífskjör hafa öðru frem- ur byggzt á, þá væri rangt að gleyma því, að landbúnaður- inn og iðnaðurinn eiga líka sinn hlut að aukningu þjóð- arteknanna með þeim stór- felldu framförum og fram- leiðsluaukningu, sem orðið hefur hjá þessum atvinnu- greinum. Þess vegna mælir allt með ‘því, en ekkert á móti, að lífskjörin geti enn haldið áfram að batna. En þrátt fyrir þetta taka ráðamenn þjóðarinnar þá ákvörðun, að nú skuli lífsstig þjóðarinnar lækkað, og það ekkert smávegis. Að svo miklu leyti, sem gerlegt er að reikna út þá kjaraskerðingu, sem nú er fyrirhuguð, nemur hún varla minna en 20 til 25%, og þó allar líkur til, að hún verði miklu stórfelldari með því, að atvinnuleysi haldi innreið sína í landið. Þessi stórfellda árás á lífs- kjörin á sér engin eðlileg rök og verður ekki skýrð nema á einn veg: Burgeisastéttin þor- ir ekki að bíða lengur með að leggja til úrslitaatlögu við al- þýðu landsins um yfirráð yfir þjóðarauðnum. Það er hlutur burgeisastéttarinnar, auð- manna og stórbraskara, sem nú á að stækka. Þeir hafa, og hafa haft, töglin og hagldim- ar innan Sjálfstæðisflokksins Nú hefur þeim einnig tekizt að véla forystulið Alþýðu- flokksins til fylgis við sig. — Með því hefur þeim tekizt að tryggja sér nauman mexri- hluta á Alþingi. Það tæki- færi á nú að nota og nota vel. Það á að þjarma svo að al- þýðustéttunum, að burgeisa- stéttin geti ömgglega haldið sínum illa fengna hlut um langa framtíð. En ef alþýðan er samsillt, einhuga og ákveðin, þá þurfa þessi áfonn ekki að verða að vemleika, og þau mega ekki verða það. Þessarri árás verð- ur að hrinda. Ályktun miðstjórnar A. S. í. gerð á fundi 17. febrúar 1960 Miðstjórn Alþýðusambands ís- lands hefur verið beðin umsagnar um frumvarp ríkisstjórnarinnar um efnahagsmál. Miðstjórnin hef- ur nú kynnt sér frumvarpið og rætt það á fundi sínum — og leggur eindregið til, að það verði fellt. Rök miðstjórnar ASI fyrir þess- arri afstöðu eru meðal annars þessi: HVÍTA BÓKIN: Kjör þeirra, sem mestrar bóta- aukningar munu njóta, verða sem næst óbreytt Blöð stjórnarflokkanna hafa að undanförnu þrástagast á því, að bætur almannatrygg- inganna yrðu stórauknar og kjör aldraðs fólks, öryrkja og barnmargra fjölskyldna bætt verulega. Einkum hefur verið látið mikið af þeirri kjarabót, sem gamla fólkið yrði aðnjótandi. Enda þó að flestir hafi tek- ið þessi skrif með nokkurri varúð og verið vantrúaðir á kjarabætur til nokkurs aðila, þegar annars á að fram- kvæma stórkostlegustu kjara- skerðingu, sem þekkzt hefur, þá hefur þó varla farið hjá því, að einhverjir hafi hugsað sem svo, að eitthvað hljóti þó að vera til í þessu. Og rétt er það, að bæturn- ar eiga að hækka talsvert að krónutöiu, en sú hækkun mun þó alls ekki gera meira en að vega á móti þeirri hækkun, sem verður á fram- færslukostnaði, þannig að kjör þessa fólks verða í bezta falli ekki verri en þau eru í dag. í hvítu bókinni, sem gef- in var út fyrir almannafé og dreift inn á hvert heimili, eru tekin af öll tvímæli um þetta. Þar stendur, eftir að taldar hafa verið upp þær gagnráðstafanir, sem gerðar verði til að draga úr áhrifum gengislækkunarinnar, að áhrif þeirra verði þau, að „kjör þeirra, sem mestrar bóta, aukningar munu njóta hjá al- mannatryggingunum, þ. e. • aldraðs fólks, öryrkja og fjöl- skyldna með 3 börn eða fleiri, verði sem næst óbreytt.“ Og fyrst að þetta er sagt í „hvítu bókinni", sem er áróðursrit til að gylla ráð- stafanir ríkisstjórnarinnar og meirihluta Alþingis, þá er áreiðanlega óhætt að slá því föstu, að útkoman verður ekki betri, en þar er sagt. Skrif stjórnarblaðanna um bætt kjör aldraðs fólks og ör- yrkja eru þannig blekkingar einar. Jafnvel „hvíta bókin“ ber vitni gegn þeim. 1. Með frumvarpi þessu, ef að lög- um yrði, er samningsbundinn réttur launþega til hækkandi kaups í vaxandi dýrtíð sam- kvæmt vísitölu afnuminn með lagaboði. 2. Allir viðurkenna, að mikil verð- hækkunaralda skelli yfir. þjóð- ina á næstu vikum og mánuð- um, vegna þeirrar stórkostlegu gengislækkunar, sem í frum- varpinu er ákveðin, og margra annarra ákvæða frumvarpsins, 3. Þegar launastéttunum er ætlað að bera allar verðhækkanir bótalaust, jafngildir það mikilli kauplækkun, enda mundi kaup íslenzkra verkamanna vera orð- ið miklu lægra en stéttarbræðra þeirra í nálægum löndum, eftir gengislækkunina. 4. Réttmæti slíkrar kjaraskerð- ingar verður ekki varið, þar sem kaup verkafólks er nú þeg- ar svo lágt, að illgerlegt verður að teljast, að framfleyta meðal- fjölskylda á tekjum 8 stunda vinnudags. 5. Enn ranglátari er þó slík árás á lífskjör launastéttanna nú, þeg- ar þess er gætt, að þjóðartekj- urnar hafa vaxið á seinustu ár- um, og fyllstu rök mæla því með hækkandi launum. 6. Mjög alvarlegum augum lítur miðstjórnin einnig á þau ákvæði frumvarpsins, sem miða að samdrætti atvinnu og fram- kvæmda í landinu. — Þar koma beinar afleiðingar gengis- lækkunarinnar fyrst til greina. Verðhækkun byggingar- efnis mun t. d. strax draga úr byggingarstarfsemi í iandinu og torvelda kaup og öflun at- vinnutækja. Hækkaðir vextir auka samdrátt atvinnulífsins enn meir. Og svo er smiðshögg- ið rekið á stöðvunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar í atvinnu- málum með lánabanni því, sem sett er á bankana, þegar allur atvinnurekstur hlýtur að krefj- ast aukins lánsfjár, ef. ekki Framhald d 4. sifíu.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.