Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 26.02.1960, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 26.02.1960, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 26. febrúar 1960 Verkamenn á Akureyri mófmæla því, að fluff verði burfu eina at vinnufyrirtækið, sem ríkið rekur í bænum Þess hefur áður verið getið hér í blaðinu, að uppi væru ráðagerðir um að flytja Tunnuverksmiðju ríkisins á Akur- eyri úr bænum og setja hana upp á Dagverðareyri í húsum þeim, sem þar standa frá dögum síldarvinnslunnar þar, en hafa nú verið rúin öllum vélum. Þess hefur einnig verið getið, að mál þetta kom til um- ræðu á aða'lfundi Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar, og fundurinn lagðist ákveðið gegn hugsanlegum flutningi verksmiðjunnar, en samþykkti svohljóðandi tillögu: „Aðalfundur Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar, haldinn 24. janúar 1960, lýsir eindreginni andstöðu við hugs- anlegan flutning Tunnuverksmiðju ríkisins brott frá Akur- eyri til Dagverðareyrar. Felur fundurinn stjórn félagsins að kynna Síldarútvegs- nefnd þessa skoðun félagsins og þau rök sem til hennar liggja. Einnig heitir fundurinn á bæjarstjóm Akureyrar að vera vel á verði um hagsmuni bæjarins þetta varðandi.“ Skömmu eftir fundinn samdi verksmiðjuna ásamt stóru og stjórn Verkamannafélagsins grein argerð af félagsins hálfu í sam- ræmi við framanskráða tillögu og sendi hana til Síldarútvegsnefnd- ar, bæjarstjórnar, ráðherra þess, sem mál Tunnuverksmiðjanna heyra undir, og nokkurra fleiri aðila. Til þess að kynna mönnum al- mennt skoðun Verkamannafélags- ins á þessu máli, fer umrædd greinargerð hér á eftir. GREINARGERÐ VERKA- MANNAFÉLAGS AKUR EYYRARKAUPSTAÐAR. Um leið og Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar sendir Síld- arútvegsnefnd og öðrum viðkom- andi aðilum mótmæli aðalfundar félagsins gegn þeirri ráðagerð að flytja Tunnuverksmiðju ríkisins frá Akureyri til Dagverðareyrar, vill félagið gera nánari grein fyrir þeim ástæðum, sem liggja til þessarra mótmæla, en þær telur félagið nauðsynlegt að athugaðar verði áður en endanleg ákvörðun verður tekin um flutning verk- smiðjunnar. Félagið telur, að saman fari, að starfræksla tunnuverksmiðju á Dagverðareyri verði til mikilla muna óhagkvæmari fyrir verka- mennina, sem í verksmiðjunni koma til með að vinna, og einnig í mörgum greinum óhagstæðlari fyrir afkomu fyrirtækisins heldur en að reksturinn verði áfram á Akureyri og þar búið að verk- smiðjunni eins og nauðsynlegt er. Skal nú gerð grein fyrir þessu áliti, en fyrst sagt í mjög stuttu máli frá tunnuverksmiðjurekstrin- um á Akureyri. Til tunnuverksmiðjureksturs var stofnað á Akureyri af einstakling- um (Espholinsbræðrum) um 1923, en 10 árum síðar keypti Akureyrarbær verksmiðjuna og rak hana í allmörg ár. Var þá starfsemi verksmiðjunnar aukin og komst framleiðslan upp í 50— 60 þús. tunnur á vetri, enda var tunnusmíði eitt helzta úrræði bæjarins til varnar atvinnuleysi, sem var mikið á þeim árum, en um 50 verkamenn höfðu vetrarat- vinnu við tunnusmíðina. Eftir að lög voru sett 1945 um tunnuverksmiðjur ríkisins á Akur- eyri og Siglufirði, keypti ríkið góðu geymsluhúsi fyrir tunnuefni. -— Var kaupverðið aðeins um 140 þús. kr. Einnig lét bærinn verksmiðjunni í té stórar lóðir við verksmiðjuna og sérstök kjör um hafnargjöld viðkomandi fram- leiðslu verksmiðjunnar. Einnig voru framkvæmdar allmiklar end- urbætur á innstu hafnarbryggj- unni, eingöngu til afnota fyrir verksmiðjuna. Síðan ríkið keypti verksmiðj- una hafa verið gerðar á henni allmiklar endurbætur. Þak verk- smiðjuhússins að mestu endurnýj- að og byggð ný viðbygging úr steini fyrir gjarðaframleiðslu o. fl. Undanfarin ár hefur verksmiðjan verið starfrækt 4-—6 mánuði á vetri og hafa 30—35 verkamenn haft vetraratvinnu við hana. Þegar nýtt verksmiðjuhús var keypt fyrir verksmiðjuna á Siglu- firði (1946), var einnig samið um kaup á stálgrindahúsi fyrir verksmiðjuna á Akureyri, sem átti að rúma 45—50 þús. tunnur. Kaup á þessu geymsluhúsi fyrir Akureyrarverksmiðjuna voru aft- urkölluð, þegar Síldarútvegsnefnd tók við stjórn verksmiðjunnar, 1947. Hafa því allar tunnur, sem smíðaðar hafa verið á Akureyri, verið geymdar úti, og sum árin hefur hluti þeirra verið óseldur til næsta árs og stórskemmst við geymsluna. Tunnurnar frá verk- smiðjunni hafa verið seldar til notkunar á Hjalteyri, Dalvík, Hrísey, Ólafsfirði, Húsavík og oftast eitthvað á Akureyri, einnig hefur sum árin eitthvað verið selt til Austfjarða og jafnvel Suður- lands. 9 Nú eru uppi ráðagerðir hjá Síldarútvegsnefnd um að ríkið kaupi gömlu síldarverksmiðjuhús- in á Dagverðareyri, flytji vélar tunnuverksmiðjunnar á Akureyri þangað og starfræki verksmiðj- una þar. Við viljum í því sam- bandi benda á nokkur mjög mikil- væg atriði, sem mæla gegn því, að horfið verði að þessu ráði. 1. Dagverðareyri er um 12 km. frá Akureyri og hluti af leiðinni er fremur snjóþungur og lokast oft fyrir bílaumferð. Má því gera ráð fyrir miklum aukakostnaði vegna daglegs flutnings verka- manna til og frá vinnu og þá jafn- framt meiri og minni kostnaði við snjómokstur til að halda leiðinni •opinni. Þá má einnig gera ráð fyr- ir miklum aukakostnaði til greiðslu vinnulauna 30—35 verka manna á leiðinni til og frá verk- smiðjunni, sem í ótíð gæti orðið mjög tafsamur flutningur. Þá verður ennfremur að gera ráð fyr- ir, að verksmiðjan þyrfti að halda uppi matreiðslu á staðnum að ein- hverju leyti með ekki lakari kjör- um fyrir verkamennina en tíðkast t. d. við vega- og brúagerð á veg- um ríkisins. Mundi allt þetta að sjálfsögðu kosta fyrirtækið mikið fé. Þá mundi það einnig verða verkamönnum mikill kostnaðar- auki að geta ekki farið, eins og nú er, heim til miðdegisverðar. Þá verður einnig að gera ráð fyrir, að vinna falli niður að meira eða minna Ieyti, þegar stórhríðar ganga. 2. Gert er ráð fyrir því í áætl- unum Síldarútvegsnefndar, að hægt verði að nota gömlu bryggj- una á Dagverðareyri til að skipa upp við hana tunnuefninu og tunn- unum út. Þetta teljum við mikla bjartsýni. Gera verður ráð fyrir að íslenzku farmskipin flytji tunnuefnið til landsins, aðallega að vetrarlagi. Ekkert skjól er við bryggjuna á Dagverðareyri í suð- og austlægari átt, en mörg farm- skipin allstór (allt að 3 þús. lest- ir). Bryggjan er gömul tré- bryggja, sem stórfé mundi kosta að gera við og styrkja nægilega til slíkra afnota. Verður því að telja allvíst, að allt efni til verksmiðj- unnar yrði að skipast upp á Akur- eyri og flytjast á bílum til verk- smiðjunnar. Þegar tunnur yrðu svo seldar til Austur- eða Suður- lands, yrði aftur að flytja þær á bílum til Akureyrar til útskipun- ar. Allt þetta myndi hafa mikinn aukakostnað í för með sér frá því, sem nú er. 3. Síldarverksmiðjuhúsin á Dag- verðareyri eru þannig, að mikið fé mundi kosta að gera þau svo úr garði, að sæmileg vinnuskil- yrði yrðu þar fyrir tunnusmíði. Húsin eru einföld og byggð fyrir sumarstarfsemi. Endurnýja yrði alla raflagnir. Mikið mætti endur- bæta verksmiðjuna á Akureyri fyrir allt það fé, sem í þessar breytingar yrði að leggja. Gert er ráð fyrir, að síldar- þrærnar yrðu notaðar fyrir tunnu- geymslu, og að byggð yrðu þök yfir þrærnar, en þessi tunnu- geymsla er talin aðalástæðan fyr- ir ráðagerðum um flutning verk- smiðjunnar. Þó að þarna sé til staðar gólf og 2—3ja metra háir timburveggir, álítum við það smá- vægilegar ástæður til þess að geta ráðið nokkru um staðsetningu slíkrar verksmiðju. Vafalaust kostar miklu minna að byggja tunungeymsluhús á síldarþrónum á Dagverðareyri, heldur en að byggja nýtt frá grunni, en hentug tunnugeymsla verður þetta ekki. Gólfið er með miklum halla og mun fyrirhafnarsamara og dýr- ara að koma fyrir tunnum þar og taka þær þaðan, heldur en í húsi, sem byggt væri með þessa notkun fyrir augum. En slíkt geymsluhús er það, sem verksmiðjureksturinn hefur alltaf vantað öllu öðru fremur. 4. I tunnuverksmiðjunni eru nær 20 vélar, sem sumar hverjar hafa mjög mikinn snúningshraða. Mjög áríðandi er, að verksmiðjan hafi greiðan aðgang að viðgerða- verkstæði, sem mjög oft þarf að leita til meðan vinnan er í fullum gangi. Gefur auga leið, hvað slík- ar viðgerðir yrðu tafsamari og dýrari en nú er, ef verksmiðjan yrði flutt. Margt fleira mætti telja, sem styður mótmæli félagsins. Er t. d. fátt eitt nefnt af því óhagræði, sem verkamenn þeir, sem við verksmiðjuna vinna, kæmu til með að hafa af flutningi hennar, en að sjálfsögðu ber að taka fullt tillit til þess, þegar um staðsetn- ingu stórs atvinnufyrirtækis er að ræða. Verkamannafélag Akureyrar- kaupstaðar vill að lokum vænta þess, að allar aðstæður verði vel og gaumgæfilega athugaðar áður en horfið verður að því ráði að flytja frá Akureyri það eina at- vinnufyrirtæki, sem ríkið rekur hér í bæ. Fær félagið ekki séð, að í slíku efni geti það nokkru ráðið, að til eru í nágrenni bæjarins gömul verksmiðjuhús, rúin vélum og. eigendum sínum arðlaus. Fé- lagið væntir þess aftur á móti, að ekki dragist lengur úr hömlu að byggja við verksmiðjuna hér á Akuréyri tunnugeymsluhús, og að betur verði að henni búið á allan hátt en verið hefur. SJÓMENN, ATHUGIÐ! Stórfelld verðlækkun á SJÓSTÖKKUM VÖRUHUSIÐ H. F. Að venju eru BOLLURNAR beztar frá Brauðgerð Kr. Jónssonar & Co. Bolludagurinn er á mánudaginn. STRIGASKÓR uppreimaðir. Ótrúlega lágt verð. Nr. 31, 32, 33, 34, 35 kr. 32.00. Nr. 40, 41, 42, 43, 44, 45 Póstsendum. Nr. 36, 37, 38, 39 kr. 36.00. kr. 40.00. TILKYNNING Athygli innflytjenda og smásöluverzlana er hér með vakin á tilkynningu um ný verðlagsákvæði, sem birt verður í Lögbirtingablaðinu í dag. Reykjavík, 25. febrúar 1960. Verðlagsstjórinn.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.