Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 26.02.1960, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 26.02.1960, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 26. febrúar 1960 SAGT OG SKRIFAÐ Vegna efnahagsráðsfafana ríkisins verð ur mikill samdrállur verklegra fram- kvæmda hjá K. E. A. Frá aðalfundi Akureyrardeildar Aðalfundur Akureyrardeildar KEA var haldinn á þriðju- dagskvöldið. Þar flutti Jakob Frímannsson framkvæmdastjóri yfirlit um verzlunarreksturinn og helztu framkvæmdir kaup- félagsins á liðnu ári. Ekki kvaðst hann að þessu sinni, fremur en endranær á þessum tíma, geta gefið fullnægjandi upplýs- ingar um afkomu félagsins á liðnu ári, en veltan hefði aukizt minna en áður, og það benti til þess, að afkoman yrði ekki eins góð og á árinu 1958. „ALÞÝÐUMAÐURINN“ hneykslast mjög á því nú í vik- unni, að verkalýðsfélög og ýmis fleiri samtök manna, skuli hafa leyft sér þá ósvinnu, að senda Alþingi mótmæli gegn samþykkt gengislækkunarfrumvarpsins, og skuli hafa vogað sér að kveða upp úr með það, að þessi Iaga- setning væri ekki hagstæð al- þýðu manna og ekki líkleg til að verða þjóðinni í heild til góðs. Segir blaðið, að rnn svo róttæka breytingu sé að ræða á efnahags- kerfi þjóðarinnar, að ógerlegt sé fyrir almenning að skera úr um það, hvort breytingin sé hag- fcþd eða ekki, og atUJLr sjkyni bornir menn hljóti að sjá, að „engin íhugun né grimdvölluð skoðun“ geti legið að baki for- dæmingarsamþykktunum. En skín ekki í gegnum þessi skrif blaðsins, að það, sem við er átt, er þetta: Verkalýðurinn, sauðsvartur almúginn, á ekkert að vera að skipta sér af löggjaf- arstarfseminni. Hann hefur ekk- ert vit á þeim málum, það eru bara alþingismennimir og „sér- fræðingarnir“, sem vita, hvað er fyrir beztu. Verkalýðurinn á bara að taka við því, sem að hon- um er rétt, en ekki að reyna að hafa skoðun á málunum og allra sízt að láta álit sitt í ljósi á op- inberum vettvangi. -K Æ! SKÚTUSTAÐAHREPP- UR. — Og það eru fleiri en verkalýðurinn, sem að dómi þeirra hjá Alþýðuflokknum, eiga ekki að hafa skoðanir á opinber- um málum. Bændur eiga líka að þegja. Almennur fundur bænda í Skútustaðahreppi samþykkti í byrjun þessa mánaðar einarðleg mótmæli gegn gengislækkunar- frumvarpinu. — Alþýðublaðið skýrði frá þessarri samþykkt í smáklausu, og fyrirsögnin var eitt stórt Æ með háðsmerki á eftir. Var auðfundið, að Alþýðu- blaðinu fannst það lítt sæmandi, að búandkarlar norður í Mý- vatnssveit skyldu telja sig þess umkomna að leggja dóm á stjórnarathafnir háttsettra manna sunnan fjalla, í sjálfri Reykjavík. Það var blaðinu aðeins hláturs- efni. En minnast mættu þeir þess við Alþýiðublaðið, að norðan fjalla, og þá ekki sízt í Þingeyjarsýslu og Mývatnssveit, hafa alizt upp og átt heimili sín ýmsir þeir menn, sem borið hafa gæfu til að hafa farsælust áhrif á gang þjóðmálanna og oftar en einu sinni vísað leiðina þann veg, sem bezt var að fara. Og þó að forysta Alþýðu- flokksins telji sig nú yfir það hafna að taka mark á bændum og verkafólki, þá stafar það ekki af því, að þessar stéttir hafi glat- að heilbrigðri dómgreind sinni og hæfileikum til rökréttrar hugsunar, heldur af því að Al- þýðuflokkurinn hefur slitið tengslin við uppruna sinn og er ekki lengur baráttutæki alþýðu- stéttanna, heldur verkfæri1 skammsýnna og hugsjóna- snauðra gróðahyggjumanna. -K TVEIR ÞINGMENN Alþýðu- flokksins lögðu sig einkum fram um það á Alþingi, að mæla hinni nýju efnahagslöggjöf bót. Það voru þeir Gylfi Þ. Gíslason og Jón Þorsteinsson. Báðir töldu þeir hina nýju löggjöf hið mesta þing, en bar þó ekki vel saman um áhrif hennar, ef marka má frásögn „Alþm.“ af orðum þeirra. Samkvæmt þeirri frá- s‘gn, sagði Gylfi m. a., að „út- reikningar þessir (þ. e. stjómar- andstöðunnar) væru alger fjar- stæða og leiddu alls ekki í Ijós neinar álögur á þjóðina sem heild.“ Og ennfremur: „Allt tal um álögur á þjóðina er því hrein fjarstæða og blekking.“ En samkvæmt sömu heimild sagði Jón Þorsteinsson m. a.: „Það er engum vafa undirorpið, að þessar efnahagsráðstafanir hafa í för með sér kjaraskerð- ingu fyrir þjóðina.“ Þarna bcr þeim illa saman flokksbræðrunum og forsvars- mönnum þessarrar ólánslöggjaf- ar, og fara þó hvorugur rétt með. Sannleikurinn er sá, að þessar ráðstafanir fela í sér miklar álögur og stórfellda kjara skerðingu fyrir allan almenning, en sé þjóðin tekin sem heild verður kjaraskerðingin engin að svo stöddu, því að þjóðrjrtekj- urnar verða hinar sömu, þar til samdrátturinn í atvinnulífinu fer að segja til sín. Þetta vita verkamenn á Akureyri og bænd- ur í Mývatnssveit), að er rétt, hvað svo sem „spekingamir" syðra segja. Og þeir vita líka á Akureyri og í Mývatnssveit, að það er ekki jafnaðarstefna, sem nú er verið að framkvæma, haldur ójafnaðarstcfna. Það á að auka á misskiptingu teknanna. -K HEYRZT HEFUR, að AI- þýðuflokkurinn muni innan tíð- ar taka um það formlega ákvörð- un, að hann telji sig ekki Iengur verkalýðsflokk og játa það opin- berlega, að hann sé horfinn frá öllum sósíalisma og jafnaðar- stefnu. Flokkurinn mun þó sennilega halda sama nafni, en aðallega gefa sig út fyrir að vera flokkur cmbættismanna og ann- ars millistéttafólks. Ýmsir af framámönnum flokksins munu telja, áð fylgi flokksins meðál verkafólks sé nú orðið svo lítið, að ekki svari kostnaði, atkvæða- lega séð, að hugsa um hagsmuni þess. En með því, að flokkurinn gerist sérstakur fulltrúi sívax- andi embættismannastéttar, telja framámenn hans líkur til, að flokkurinn minnki ekki frá því sem orðið er, og að jafnvel séu talsverðar líkur til að hann stækki; gera þeir einkum ráð fyrir að það yrði þannig, að Sjálfstæðisflokkurinn klofni og talsverður hluti hans, sennilega undir forystu Gunnars Thorodd- sen, gengi í hinn sérstaka emb- ættismannaflokk. Framkvæmdastjórinn kvað um- setningu félagsins hafa aukizt um 20% árið 1958, en á síðasta ári væri auknnigin aðeins 5— 10%. í aðalverzlunardeildunum jókst umsetningin um 10% að meðaltali, en sumum deildum varð þó meiri aukning, þannig jókst sala Stjörnu apóteks um 18%, Raflagnadeildar, Blómabúð- ar og Skipasmíðastöðvar um 20%, Þvottahússins Mjallar um 25% og mest varð aukningin hjá Sápu- verksmiðjunni Sjöfn, 40%, en það er framleiðsla málningar, sem þar veldur mestu um. Innlendar afurðir. Framleiðsla landbúnaðarvara til innleggs hjá félaginu stóð Ým- ist í stað miðað við fyrra ár eða drógst nokkuð saman. Þannig var slátrað hjá félaginu um það bil 5000 fjár færra en 1958 og ullar- innlegg minnkaði mikið. Fram- kvæmdastjórinn kvað fækkun sláturfjár einkum stafa af því, að bændur hefðu sett fleira fé á vet- ur en áður vegna hins hagstæða heyskaparsumars. Framleiðsla jarðepla og sala var óbreytt. — Mjólkurinnlegg jókst um 2,1%. Sala landbúnaðarafurða hefur gengið mjög vel, svo að birgðir eru ekki meiri en öruggt má telja að seljist. Hjá Mjólkursamlaginu eru nú nær engar birgðir, ekkert smjör og lítið af ostum ,en undan- farin ár hafa oft verið miklar birgðir þessarra vara. En sam- dráttur í mjólkurframleiðslu sunnanlands hefur haft þessi áhrif. Framkvæmdastjóri gat þess, að 25% af kindakjötsframleiðslu hjá félaginu seldist sem hangikjöt og væri það félaginu mjög hagstætt. Sú fyrirspurn kom fram, hvort ekki myndi líka unnt að selja hangikjöt til útlanda, en fram- kvæmdastjóri var ekki bjartsýnn á það, taldi að seint myndi ganga að kenna útlendingum að neyta þess, jafnvel þó að ýmsum félli það vel, er þeir brögðuðu það á ferðalögum hér. Móttaka sjávarafurða var held- ur meiri en áður. Mest varð aukning saltfiskframleiðslu á Ar- skógsströnd og í Hrísey, en einn- ig nokkur aukning hjá hrað- frýstihúsum félagsins í Hrísey og á Dalvík. Heildarframleiðsla hrað frystra flaka varð í Hrísey 750 þús. pund og á Dalvík 690 þús. pund. Saltfiskur, sem félagið fékk til sölumeðferðar var 736 lonn og skreið 40 tonn. Framleiðsla fiskimjöls 400 tonn. Verklegar framkvæmdir voru þessar helztar á liðnu ári: Lokið var við að byggja ofan á norðurhluta kjötgeymslu fryáti- hússins á Oddeyrartanga og kom- ið þar fyrir frystihólfum, sem leigð eru út. Á Gleráreyrum var byggð vörugeymsla og frysti- geymsla á Hauganesi. Þá var hafin vinna við mikla stækkun frystihússins á Dalvík og lokið við undirstöður. Gerðar voru miklar lagfæring- ar og endurbætur á Hótel KEA, Þvottahúsið Mjöll fékk ný og góð húsakynni, þar sem áður var kar- töflugeymsla við Skipagötu, en geymsluklefum í gamla frystihús- inu var breytt í kartöflugeymslur. Nú hljóta framkvæmdir að dragast saman. I sambandi við framkvæmdir félagsins á yfirstandandi ári benti framkvæmdastjórinn á, að nú yrði óhjákvæmilegt að mikill samdráttur yrði vegna efnahags- ráðstafana Alþingis og ríkisstjórn- ar, nú virtist öllum ætlað að leggjast í dvala og eyða ekki neinu, og hvort sem gott þætti eða ekki, myndi ekki um annað að gera en gera sér að góðu að draga saman seglin í bili. Hann kvað þó ráðið, að hafizt yrði handa um byggingu útibús í VANN 90% Friðrik Olafsson, stórmeistari í skák, kom hingað til bæjarins á laugardaginn á vegum Skákfélags Akureyrar og tefldi fjölskákir og blindskákir að Lóni á sunnudag- inn. Tefldi hann fjölskákir við 41 og samtímis 3 blindskákir. Urslit fjölskákanna urðu þessi: Friðrik vann 35, gerði 4 jafn- tefli, en tapaði 2, eða vann sam- tals rúmlega 90% skákanna. Þeir, sem unnu Friðrik, voru: Jónas Stefónsson og Margeir Steingrímsson. Jafntefli gerðu: Anton Sölva- son, Davíð Gíslason, Ólafur Krist- jánsson og Randver Karlesson. Blindskákirnar fóru þannig, að Friðrik tapaði tveim, en ein varð jafntefli. Þeir sem unnu voru: Anton Magnússon og Jón Ingi- marsson, en Steinþór Helgason gerði jafntefli. Glerárhverfi og a. m. k. hafnar undirbúningsframkvæmdir að byggingu útibús á Syðri-Brekk- unni. Einnig hefði félagsstjórnin áhuga fyrir, að haldið yrði áfram nýbyggingu frystihússins á Dal- vík, en óvíst væri þó, hvort svo gæti orðið. Akureyrardeild. Deildarstjóri, Ármann Dal- mannsson, skýrði svo frá, að fé- lagsmenn í deildinni hefðu um áramót verið 2465 og hefði fjölg- að um 37 á árinu. Séreign deild- arinnar nam um áramót rúmum 100 þús. kr., en deildarstjórn sam- þykkti nýlega að gefa úr sjóðnum kr. 3 þús. til Minningarsjóðs Þor- steins Þorsteinssonar og 3 þús. kr. til Matthíasarfélagsins á Ak- ureyri. Tryggvi Þorsteinsson og Har- aldur Þorvaldsson voru endur- kjörnir í deildarstjórn og Erling- ur Davíðsson í félagsráð. Þá voru og kjörnir 83 fulltrúar á aðalfund KEA. Ævi Gorkís á kvikmynd MÍR á Akureyri hefur fengið til sýningar kvikmynd, eða öllu heldur myndir, sem gerðar eru eftir sjálfsævisögu hins fræga, rússneska rithöfundar, Maxim Gorkí. Myndirna reru þrjár, og heitir sú fyrsta Barnæska, önnur Hjá vandalausum og sú þriðja Háskólar mínir. Þessar myndir verða sýndar í Ásgarði næstu þrjá sunnudaga. Hin fyrsta, Barnæska Gorkís, á sunnudaginn kl. 4 Myndir þessar þykja sérstaklega vel gerðar. Þess má geta, að sjálfsævisaga Gorkís hefur komið út á íslenzku, og má ætla, að þeir, sem hana hafa lesið, hafi ekki sízt óhuga fyrir að sjá þessar myndir. - Ályktun A. S í. Framhald af 1. slðu. á að leiða til mikils afturkipps og samdráttar. Fær miðstjórnin ekki annað séð, en að með þessu sé atvinnu- leysinu — geigvænlegasta ógn- valdi alþýðuheimilanna — boðið í bæinn, áður en langt um líður. Miðstjórn Alþýðusambands ís- lands skorar á Alþingi íslendinga að fella þetta skaðræðisfrumvarp og heitir á alla meðlimi samtak- anna að sameinast í baráttunni, sem nú hlýtur að hefjast gegn af- leiðingum þess, en fyrir bættum lífskjörum hins vinnandi manns. FILMÍA SÝNIR: Hinir fordæmdu Á morgun kl. 3 sýnir Filmía á Akureyri fræga, franska kvik- mynd, sem fengin hefur verið sér- staklega til landsins til að sýna hana hér, og sýningin hér í Borg- arbíó á morgun verður eina sýn- ingin hér á landi.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.