Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 04.03.1960, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 04.03.1960, Blaðsíða 1
VERKHmflÐnn XLIII. árg. Akureyri, föstudaginn 4. marz 1960 ÞJÓBVILJINN er dagblað íslenzkrar al- þýðu. Á þeim örlagaríku límiim, sem nú eru fram- undan, verða allir að lesa ÞJÓÐVILJANN. 9. tbl. „Gegn betri vitund og samvizku" Körfuknattleikur Á morgun er væntanlegt hing- að til bæjarins keppnislið frá Körfuknattleiksfél. Reykj avíkur og keppir það við lið íþrótta- bandalags Akuryerar á laugar- dag kl. 4 og við A-lið KA á sunnudaginn kl. 3. Keppnin fer fram í íþróttahúsi Menntaskól- ans. Lið frá þessu sama félagi kom hingað á síðastliðnu ári og vann þá alla sína leiki, en fróð- legt verður að sjá hversu nú fer. Þá hefur verið ákveðið, að lið ÍBA taki þátt í íslandsmóti í körfuknattleik, sem fram fer í Reykjavík síðar í þessum mán- uði. Þar þetta alls 7 lið í tveim- ur riðlum, og vafalaust að sú þátttaka verði liði Akureyringa til mikils gagns og lyftistöng fyr- ir þessa íþróttagrein hér, sem því Bæjarfulltrúar íhalds og krata urðu sér til skammar og athlægis A fundi bæjarstjórnar Akureyrar síðastliðinn þriðjudag bar það til tíðinda, að meirihluti bæjarstjórnarinnar, full- trúar íhaldsins og krata, samþykktu þakkarávarp til ríkis- stjórnarinnar og meirihluta Alþingis fyrir árásirnar á af- komumöguleika bæjarbúa og annarra landsmanna. Frá aðalfundi Bílstjórafélags Ak. Jón B. Rögnvaldsson einróma endurkjörinn Tillagan var undirrituð af öll- um viðstöddum fulltrúum þessarra tveggja flokka og samþykkt af þeim gegn atkvæðum bæjarfull- trúa Alþýðubandalagsins og Fram sóknarmanna. Voru þannig sex at- kvæði með þakkarávarpinu en fimm á móti. Þeir, sem samþykktu þakkir íyrir alíar ilenginéarnar voru: Jón G. Sólnes, Helgi Páls- son, Ján Þorvaldsson, Gísli Jóns- son, Bjarni Sveinsson og Bragi Sigurjónsson. Jón Sóínes hafði orð fyrir til- miður hefur til þessa ekki hlotið lögumönnum og talaði af miklum verðskuldaða eftirtekt. móð. Lýsti hann því fyrst mjög Húsbygging Sjálfsbjargar má ekki slöívast Eins og flestum Akureyringum og fleirum mun kunnugt réðist Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á Ak- ureyri og nágrenni, í það stór- virki á síðastliðnu ári, að hefja byggingu myndarlegs húss, sem ætlað er að verða bækistöð fyrir starfsemi félagsins, félagsheimili og vinnuheimili fyrir fatlað fólk. Það bar óneitanlega miklum stórhug vitni, að þetta félag, svo ungt sem það er, skyldi ráðast í þessa framkvæmd, en félagsmenn irnir voru sannfærðir um, að ein- mitt þetta þyrftu þeir að gera til þess að félagið gæti náð þeim til- gangi, sem því er ætlaður. Þeir settu jafnframt traust sitt á fyrir- greiðslu og aðstoð þess opinbera, og í fullri vissu þess, að hálfnað er verk þá hafið er, var byggingin hafin. Og það reyndist vissulega rétt, að mikið er unnið, þegar af ins, og standa vonir til, að bæjar smáar, en safnast þegar saman kemur. Nú er orðið þröngt um fjárhag- inn og framkvæmdir liggja að mestu niðri af þeim sökum. En félagsmennirnir eru samt vongóð- ir um að úr rætist, þeir vita, að hér er unnið að góðu málefni og treysta því ósmeykir á góðra manna aðstoð. Leitað hefur verið í ýmsa ráttir í þeirri von, að fá fé til byggingarinnar, m. a. til Al- þingis, og eru mestar vonir bundnar við það, að þingmenn hlaupi hér myndarlega undir bagga og veití ríflegan styrk til byggingarinnar. Það er margt styrk af ríkisfé, en fátt á þó meh'i siðferðilegan rétt til að njóta styrkveitingar þaðan, en einmitt framkvæmdir, sem þessi. Auk þess hefur verið leitað til bæjar- átakanlega, hvernig „efnahagslífi þjóðarinnar hefði verið að blæða út" og hvernig stjórnarflokkarnir hefðu nú bjargað málunum í heila höfn á allra síðustu stundu. Þá kvað hann það eitt hið mikilvæg- asta atriði hinna nýju aðgerða, og það, sem öðru fremur baeri að fagna, að „kapphlaupið milli kaupgjalds og verðlags verður nú stöðvað í landinu." En þvi næst sagði hann, að ekki yrði komist hjá allmiklum verðhækkunum. Og loks kvað hann sérstaka ástæðu til að fagna hinum nýja söluskatti af því að bæjarfélögin ættu að fá hluta af honum. Jón Ingimarsson talaði næstur. Hann hóf mál sitt á því að benda á, að með því að samþykkja þessa tillögu gerði bæjarstjórnin sig að athlægi í allra augum, og þá myndi afsannast sú kenning Mánudagsblaðsins, að Akureyr- ingar kynnu ekki að hlæja. Nú hlytu þeir að hlæja að bæjar- stjórninni sinni. Síðan rakti hann ýmis atriði gengislækkunarlag- anna og sýndi fram á hversu óþyrmilega væri með þeim þjarmað að kjörum almennings. Framhald á 4. síðu. Aðalfundur Bílstjórafélags Ak ureyrar var haldinn á mánudags kvöldið. Þar fór fram stjórr""' kosning, og var Jón B. Rögnvald^- son einróma endurkjörinn formað- ur félagsins. Aðrir stjórnarmenn voru kosnir Baldur Svanlaugsson, Anton Valdimarsson, Björn Brynj- ólfsson og Davíð Kristjánsson. stað er komið, jafnvel þó að sum- um kunni að hafa þótt stórhugur- inn og bjartsýnin einum um of. Nú er verkið hálfnað og vel það. Húsið, sem stendur við Hvannavelli 10, reis af grunni á liðnu sumri og varð fokhelt fyrir áramót. Meginhluta þess fjár- magns, sem þegar er komið í húsið, fékk félagið frá Erfðafjár- sjóði, að nokkru sem styrk, en meira þó að láni. En félagið sjálft hefur einnig getað lagt talsvert til byggingarinnar, og er það bæði að þakka fórnfúsu starfi félags- mannanna og því, að margir hafa rétt því hjálparhönd og fært því góðar gjafir, sumar stórar, aðrar fulltrúar reynist félaginu vel. — Ekki er heldur ósennilegt, að ýmsir einstaklingar eða fyrirtæki sjái sér fært að veita félaginu stuðning. Þó að ekki sé um stór framlög að ræða munar það fljótt. Húsið, sem á að verða framtíð- arheimili Sjálfsbjargar er 13x15 m. að grunnfleti, en síðan er ætl- unin að stækka það um 6x15 m. Með tilkomu þessa húss skapast alveg ný aðstaða fyrir margt af því fólki, sem vegna fötlunar sinnar getur ekki stundað al- menna vinnu, og þess vegna má það ekki koma fyrir, að húsbygg- ingin strandi nú, þegar hún er svo vel á veg komin. Kristján Vigfússon JON B. ROGNVALDSSON form. Bílstjórafél. Akureyrar. I trúnaðarráð félagsins hlutu kosningu Ragnar Skjóldal, Guð- jón Njálsson, Haddur Júlíusson og Friðgeir Valdimarsson. Skuldlaus eign félagsins um síð- ustu áramót nam 130 þús. kr. og hafði vaxið um liðlega 19 þús. kr. á árinu. EFNAHAGSLÖGUM MÓTMÆLT. I tilefni af hinni nýju efna- hagsmálalöggjöf Alþingis var svo- hljóðandi tillaga samþykkt með samhljóða atkvæðum nær allra fundarmanna: „Aðalfundur Bílstjórafélags Ak- ureyrar, haldinn 29. febrúar 1960, varar mjög alvarlega við þeirri stefnu í efnahagsmálum, sem upp hefur verið tekin með samþykkt svonefnds efnahagsmálafrumvarps á Alþingi fyrir fáum dögum. — Fundurinn lítur svo á, að fram- kvæmd þessarra laga muni hafa í för með sér svo mikinn samdrátt í atvinnulífinu og kjaraskerðingu, að óviðunandi sé. Alveg sérstaklega mótmælir fundurinn þeim stórfelldu álög- um, sem lagðar eru á bílstjóra- stéttina umfram hinar almennu álögur. Sú mikla hækkun á inn- kaupsverði bíla og almennum rekstrarkostnaði, sem nú verður, þar sem gengislækkunarhækkun- in ein er ekki látin nægja, stefnir afkomumöguleikum bílstjórastétt- arinnar í beinan voða. Það verður ekki sagt, að bílstjórum hafi hing- að til verið hlíft við álögum af hálfu hins opinbera, en nú keyrir um þverbak." GÓÐUR GESTUR í næstu viku er vætanleg hing- að til bæjarins, í boði Menning- ar- og friðarsamtaka íslenzkra kvenna, góður gestur frá Sví- þjóð, dr. Andrea Andreen, vara- forseti Alþjóðasambands lýðræð- issinnaðra kvenna og einn af stjórnendum Heimsfriðarráðsins. Hún flytur hér erindi á almenn- um fundi, sem Akureyrardeild MFÍK hefur boðað til í Alþýðu- húsinu á miðvikudagskvöldið. Dr. Andrea Andreen er læknir að menntun og starfaði lengi að læknisstörfum. Hún átti um skeið sæti í stjórn sænska Rauða krossins og hefur á marg- víslegum vettvangi barizt gegn vopnajburði og styrjöldum. Hin síðari ár hefur hún alveg helgað starfskrafta sína réttinda- og baráttumálum kvenna, og þá al- veg sérstaklega baráttunni fyrir afvopnun og friðsamlegri lausn deilumála. Vinsfri menn sjálfkjörnir í Verka- mannafélagi Raufarhafnar Aðalfundur Verkamannafélags Raufarhafnar var haldinn fyrir nokkru. Aðeins einn listi kom fram til stjórnarkjörs og varð hann því sjálfkjörinn. Stjórnin er þannig skipuð: Kristján Vigfússon form., Páll Árnason varaform., Lárus Guð- Jóhannesson gjaldkeri og Karl Guðmundsson meðstjórnandi. Allt eru þetta eindregnir vinstri menn og ríkir nú ágæt eining í félaginu og félagsmenn ákveðnir í að láta ekki sitt eftir liggja til þess að hrinda þeirri gífurlegu árás, sem nú hefur ver- ið gerð á lífskjör verkamanna og mundsson ritari, Friðmundur | annarra launþega. ENGIN ATVINNA Ólafsfirði, 1. marz. Hér hafa verið stöðugar ógæft- ir og hefur ekki verið farið á sjó í þrjár vikur. Sá eini fiskur, sem á land hefur komið, er af Haf- þóri, sem landaði hér fyrir nokkru 15 tonnum og 6 til 7 tonnum á laugardaginn, og fór þetta í hraðfrystihúsið. Engin atvinna er nú á neinu sviði fyrir verkafólk. Snjólétt hefur verið á okkar mælikvarða og mjólkurflutning- ar gengið eðlilega úr sveitinni, og til marks um það má geta þess, að bændur hafa flutt mjólk og annan varning á bílum sínum, þeir sem þá eiga, svo að segja í allan vetur, en síðustu dagana hafa þeir þó þurft að nota hesta og sleða. Fátt er hér til tilbreytni. Fjöl- sóttur hjónadansleikur var hald- inn um fyrri helgi og nú á laug- ardaginn hélt Rotaryklúbbur Ólafsfjarðar árshátíð sína, sem var fjölmenn og góður rómur gerður að.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.