Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 11.03.1960, Qupperneq 1

Verkamaðurinn - 11.03.1960, Qupperneq 1
VERKHlflÐURinn | ÞJÓÐVILJINN er dagblað íslenzkrar al- þýðu. Á þeim örlagaríku tímum, sem nú eru fram- undan, verða allir að lesa ÞJÓÐVILJANN. XLIII. árg. Akureyri, föstudaginn 11. marz 1960 10. tbl. Fjárhagsaællun A ku re vra r ka u pslaða r afgreidd í næslu viku Bæjarfulltrúar Alþýðubandalagsins flytja tillögur uni skiptingu Framkvæmdasjóðsins Fjárhagsáætlun fyrir Akureyrarkaupstað árið 1960 verður væntanlega afgreidd á næsta íundi bæjarstjórnarinnar, sem haldinn verður á þriðjudaginn kemur. Afgreiðslu áætlunar- innar var frestað í janúar vegna þess, að ekki var þá vitað með vissu, hverjar myndu verða þær ráðstafanir í efnahags- málum, sem samþykktar yrðu á Alþingi, en vitað, að þær myndu hafa í för með sér mikla röskun á efnahagskerfinu og að óhjákvæmilegt yrði að taka tillit til þeirra við afgreiðslu fjárhagsáætlana hjá kaupstöðum og öðrum sveitarfélögum. að áætluninni, sem lagt Sú varð líka útkoman, eins og allir vita nú, að ráðstafanir rík- isvaldsins koma til með að valda stórfelldum hækkunum á öllum kostnaði og af þeim sökum verð- ur ekki umflúið að hækka veru- lega útgjaldaliði fjárhagsáætlun- arinnar og til þess að ekki verði rekstrarhalli verður þá jafn- framt að hækka áætlunina tekju megin. Hækkunin tekjumegin hlýtur öll að koma á útsvörin að frátaldri þeirri upphæð af sölu- skatti, sem boðað hefur verið, að bæjarfélögin verði látin fá í sinn hlut. En þessi söluskattshluti verður ekki meiri en svo að vegi á móti svo sem einum þriðja hluta þess, sem fjárhagsáætlunin hlýtur að hækka miðað við sömu starfsemi og framkvæmdir og áður var gert ráð fyrir. Það er þess vegna alveg víst, að mikil hækkun hlýtur að verða á út- svörunum umfram þá hækkun, sem gert var ráð fyrir í frum- 600% hækkun Ein afleiðing verðhækkana og skattpíningarstefnunnar er sú, að síma- og póstgjöld hafa stórhækk- að. Hækkunin er þó mjög misjöfn á einstökum gjöldum, en kemst upp í það að vera 6 til 700%, en það er á burðargjöldum blaða. Þannig hækkar t. d. það gjald, sem Verkamaðurinn þarf að greiða hverju sinni fyrir þau blöð, sem send eru með pósti út fyrir Akur- eyrarbæ, úr kr. 16.80 í rúmar 100 krónur, eða um meira en 600%. Það skal viðurkennt, að gjaldið var mjög lágt, en minna má líka gagn gera en hækkun en sex hundruð prósent. varpi var fram í janúar, en þá var gert ráð fyrir hækkun útsvara frá fyrra ári kr. 1 milljón og 750 þús., eða 8,7%, og þó er víst, að raunveruleg hækkun á útgjöld- um bæjarins verður miklu meiri. Ef t. d. verður gert ráð fyrir því, að launagreiðslur hækki ekki á árinu, má öllum ljóst vera, að það fær ekki staðizt. Hvað svo sem ríkisstjómin segir, þá er útilokað, að ekki verði mjög miklar hækkanir á krónutölu launa á þessu ári. Annað er blátt áfram óhugsandi, þegar svo stórfelldri verðbólguöldu hefur verið hrundið af stað, sem raun ber vitni. Brcytingartillögur fulltrúa Alþýðubandalagsins. Bæjarlulltrúar Alþýðubanda- lagsins hafa flutt tvær breyting- artillögur við fjárhagsáætlunar- frumvarpið. Þær eru þessar: 1. Styrkur til Ferðainálafélags Akureyrar falli niður. 2. Framlagi til Framkvæmdasjóðs verði skipt í þrjá liði, sem orð- ist þannig: Til togaradráttarbrautar kr, 1.000.000.00. Til íbúðabygginga til útrým- ingnr heilsuspillandi hús- næði kr. 500.000.00. Til togarakaupa 1.500.000.00 Fyrri liðurinn þarfnast ekki mikilla skýringa, enda hefur það oft áður verið rakið hér í blað- inu, hversu fjarri lagi það hlýt- ur að teljast, að bærinn leggi ár- lega stórfé til hótelbyggingar hér uppi í Hlíðarfjalli, en þeir, sem telja sig eiganda þessarrar byggingar leggi lítið eða ekkert af mörkum. Um Framkvæmdasjóðinn var nokkuð rætt í blaðinu fyrir skömmu síðan, og skal það að- eins endurtekið, að óverjandi er, að bærinn leggi árlega milljónir króna í þennan sjóð án þess að jafnhliða sé ákveðið, hvernig fénu verði varið. Fé sjóðsins hef- ur á undanförnum árum mest verið varið til að lána Útgerðarfé laginu og halda því þannig gang andi. Ef í einhverju má marka orð ríkisstjórnarinnar og reikni- meistara hennar, ætti ekki að þurfa þess nú eftir gengisfelling- Framhald d 3. síðu. ENNÞÁ NY SKATTHEIMTA OG MEIRA DYRTIÐARFLÓÐ í gær lagði ríkisstjómin íram á Alþingi áður boðað frum- varp um söluskatt, en svo brá við, þegar fmmvarpið sá dags- ins ljós, að miklar breytingar höfðu verið gerðar frá því, sem áður hafði verið boðað. Nú kemur í ljós, að auk hins almenna 3% söluskatts, sem leggja skal á alla selda vöm og þjónustu, á að tvöfalda sölu- skatt á innfluttar vömr, og þó rúmlega það. Þessi söluskattur hefur verið 7,7% en á nú að verða 16,5%, og er áætlað, að hann færi ríkiskassanum 176 milljónir króna í tekjur. Þetta veldur því að sjálfsögðu, að ennþá verður stórfelld hækkun á söluverði allra erlendra vara frá því, sem áður hafði verið gert ráð fyrir. Lítur út fyrir, að seint þyki nóg aðgert í þeim efnum. Söluskatturinn á innflutninginn er lagður á innkaupsverð að viðbættum flutningskostnaði og öllum öðmm kostnaði, þar með taldir allir tollar. Sagt er, að þessi hækkun skattsins, sem nú er ákveðin, eigi aðeins að gilda til næstu áramóta, en hver skyldi trúa því, að þessi skattheimtustjórn sleppi aftur nokkru af því, sem hún byrjar að taka til sín. Heildampp- hæð söluskattsins á innfluttar vömr er áætluð 330 milljónir kr. á ári og almenni söluskatturinn 280 millj. Þannig verður heildarskattheimta ríkisins með söluskatti yfir 600 milljónir króna árlega. Munar um minna. „Fyrir gamlan friðarsinna er ánægjulegt að lifa á árinu 1960" VIÐTAL VIÐ DR. ANDREU ANDREEN Hingað til Akureyrar kom nú í vikunni heimsþekkt sænsk vísindakona, dr. med. Andrea Andreen. Hún kom hingað í boði Menningar- og friðarsamtaka íslenzkra kvenna og flutti erindi á almennum fundi, sem Akureyrardeild þessarra sam- taka boðaði til og haldinn var á miðvikudagskvöldið. Fund- urinn var haldinn í tilefni af hinum alþjóðlega baráttudegi kvenna, sem er 8. marz. En einmitt í ár er liðin hálf öld frá því að konur ákváðu að gera þennan dag að alþjóðlegum baráttudegi sínum. Rétt þegar blaðið var að fara í prentun í gær var hringt frá pósthúsinu og skýrt frá því, að borizt hefði tilkynning frá póst- málastjórninni um að væntanleg væri ný reglugerð um blaðburða- gjöldin, og myndi eitthvað verða di'egið úr þessarri miklu hækk- un. Er vonandi, að rétt reynist VERKFALL I EYJUM? Samningar um fiskverð til sjó- manna standa nú yfir í Vest- mannaeyjum. Sjómannafélögin þar hafa boðað verkfall á báta- flotanum frá og með næsta mánudegi, hafi samningar þá ekki tekizt. Blaðinu er ekki kunnugt, hverjar kröfur sjó- menn í Eyjum hafa sett fram, né heldur hvort líkur eru til að samningar náist áður en til verkfalls kemur. Frá Leikfélagi Akureyrar. — Allra síðustu sýningar á Ævin- týri á gönguför verða á laugar- dags- og sunnudagskvöld. Aðgöngumiðasími er 1073. Dr. Andrea Andreen er lækn- ir og líffræðingur að menntun og doktor í læknisfræði frá Karol- inska Institutet í Stokkhólmi. — Frá 1925 til 1953 stjómaði hún rannsóknarstofnuninni Kliniska centrallaboratoriet í Stokkhólmi, sem varð undir hennar stjórn að umfangsmikilli stofnun. En jafn- hliða læknis- og vísindastörfum sinum hefur hún um áratuga- skeið starfað ötullega að rétt- inda- og menningarmálum kvenna, og þá alveg sérstaklega verið óþreytandi í baráttu fyrir málstað friðarins, og fyrir störf sín á þeim vettvangi hefur hún hlotið heimsfrægð og verið falin ýmis trúnaðarstörf fyrir alþjóða- samtök kvenna. Hún er einn af varaforsetum Alþjóðasambands lýðræðissinnaðra kvenna og á sæti í stjórn Heimsfriðarráðsins. Verkamaðurinn notaði tæki- færið á meðan dr. Andreen dvaldi hér í bænum og náði tali af henni stundarkorn. Enda þótt hún sé nú nokkuð farin að reskj- ast er hún enn snör í hreyfing- um og ákveðin í öllu fasi. Það er auðfundið eftir að hafa hlustað á hana tala nokkra stund, að þarna er á ferð mikilhæf kona með ákveðnar skoðanir á vanda- málum mannlífsins, og svo brennandi áhuga, að augljóst er, að hún mun ekki þreytast á að berjast fyrir áhugamálum sínum á meðan henni endast kraftar og heilsa. Fyrsta spurningin, sem blaðið biður dr. Andreen að svara er á þessa leið: Þú ert varaforseti Al- þjóðasambands lýðræðissiiuiaðra kvenna. Hvaða störf hefur þetta samband einkum með höndum eða hver eru stefnumið þess? — Varaforsetar Alþjóðasam- bandsins eru margir. Eg er einn þein-a, og sá eini, sem heima á á Norðurlöndum. Þetta samband var stofnað 1. des. 1945 á meðan áhrif annarrar heimsstyrjaldar- innar á hugi fólks voru enn ekki tekin að kulna, og einmitt þessi áhrif samstilltu konur um allan heim til að taka upp sameigin lega baráttu fyrir varanlegum friði. Þetta samband er með öllu óháð stjórnmálaskoðunum eða Dr. med. Andrea Andreen. stjórnmálaflokkum og meðlimir þess eru frá flestum löndum í öllum heimsálfum. Þó eru með- limimir tiltölulega miklu fleiri frá kommúnistaríkjunum, eink- um Kína, þar eru samtökin mjög útbreidd. Alls eru innan vébanda Alþjóðasambandsins margir tug- ir milljóna kvenna, og hafa unn- ið mjög gott starf. Þegar við höldum þing sambandsins mæta þar jafnan fulltrúar frá 60—70 löndum. Aðalmarkmið Alþjóðasam- bandsins er í þremur liðum: Að tryggja konum um allan heim fullt jafnrétti í stjórnmálum og félagsmálum, eða á sérhverjum vettvangi lífsins. Að tryggja vel- ferð barnanna, og síðast, en ekki sízt, að tryggja varanlegan frið í heiminum. (Framhald á 4. síðu.)

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.