Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 11.03.1960, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 11.03.1960, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 11. marz 1960 Hvað flýtur Bragi Sigurjónsson lengi á ósannindavaðli sínum? Svo ósvífnir og ófyrirleitnir geta menn orðið í málflutningi sínum, að þeir svífast einskis til að reyna að verja rangan mál- stað. Glöggt dæmi er sú ein- stæða framkoma Braga Sigur- jónssonar, er hann hefur í blaði sínu nú undanfarið leyft sér þá ósvífni, að margendurtaka raka- laus ósannindi um starfsemi okkar sósíalista í verkalýðsfélög- unum og misnotkun okkar á þeim, nú síðast er gerðar hafa verið á þeirra vegum samþykkt- ir gegn efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnarinnar. En út yfir tók, er hann flutti þessar ásakanir á hendur okkur í bæjarstjórn Ak- ureyrar þann 1. þ. m. Ósvífnin á sér sem sé engin takmörk. Bragi hefur haldið því fram margsinnis, að eg hafi brotið lög og reglur Fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna, er eg boðaði til þess fundar, er Fulltrúaráðið hélt með stjómum verkalýðsfé- laganna í bænum þann 12. febrú- ar sl. í síðasta blaði Verka- mannsins var þetta að vísu ræki- lega hrakið, en samt sem áður dylgjar Bragi með það, að hann hafi á sínum snærum þrjá menn, er eg hafi boðað fundinn, en ekki tilgreint fimdarefni. í viðtali við Braga í síma krafðist eg þess, að hann nefndi mér 'iöfn þr.ssarra manna, en þá brá svo við, að hann missti heyrnartólið ofan á símann. Þá hefur Bragi tvisvar sinnum haldið því fram í Alþýðurnann- inum, að 3 af 5 stjórnarmónnum Alþýðusambands Norðurlands hafi samþykkt mótmæli gegn efnahagsráðstöfunum ríkisstjórn- arinnar, og þessar sömu fullyrð- ingar fór hann með á bæjar- stjómarfundi. Eg krafðist þess þá þegar, að hann nefndi nöfn. Taugaóstyrkur lýsti Bragi því þá yfir, að þau sem samþykktina hefðu gert, væru: Tryggvi Helga- son, Óskar Garíbaldason frá Siglufirði og Þorgerður Þórðar- dóttir frá Húsavík. Óskar og Þorgerður eiga ekki sæti í mið- stjórn Alþýðusambands Norður- lands og hafa því ekki á þeim vettvangi gert neina samþykkt. Fylgja hér með yfirlýsingar frá þeim báðum: „Húsavík, 5. marz. Eg undirrituð lýsi ummæli Braga Sigurjónssonar mér til handa, framkomnum ó fundi bæjarstjórnar Akureyrar sl. þriðjudag, helber ósannindi, þar sem eg hefi aldrei átt sæti í stjóm ASN. Þorgerður Þórðardóttir.“ „Yfirlýsing. Þar sem mér undirrituðum er tjáð, að hr. ritstjóri Bragi Sigur- jónssonar hafi fullyrt, að eg hafi, ásamt þeim Þorgerði Þórðardótt- ur, Húsavík, og Tryggva Helga- syni, sjómanni, Akureyri, sem stjómarmeðlimur ASN, sam- þykkt andmæli gegn efnahags- málafrumvarpi ríkisstjómarinn- ar, vildi eg mega upplýsa: Eg er ekki í stjóm ASN og hef ekki séð þá félaga mína, Þorgerði og Tryggva, síðan hið „stór- merka“ efnahagsmálafrumvarp sá dagsins ljós, hef því ekki ásamt með þeim getað samþykkt eitt eður annað. Hins vegar hef eg leyft mér að taka, ásamt með félögum mín- um í Verkakvennafélaginu Brynju og Verkamannafélaginu Þrótti, Siglufirði, á sameiginleg- um fundi þessarra félaga, ejn- dregna afstöðu gegn nefndu frumvarpi. Siglufirði, 4. marz 1960. Óskar Garíbaldason.“ Það liggur því staðfest fyrir, að ummæli Braga eru ósönn, og ennþá furðulegri eru þau, þegar þess er gætt, að miðstjórn AN hefur enga samþykkt gert út af efnahagsráðstöfunum ríkisstjórn- arinnar, kannski er það að hans dómi misnotkun sósíalista á stjóm sambandsins. En það er mikil og herfileg misnotkun, sem Bragi fremur sem ritstjóri, og þó sérstaklega sem bæjarfulltrúi, að hann skuli ’.eyfa sér þá strákslegu fram- komu, bæði í blaði sínu og í bæjarstjórninni, að fara með svo rakalaus ósannindi, og það að vandlega yfirlögðu ráði, og full ástæða væri til, að hann bæðist afsökunar á þessu óskilj- anlega uppátæki sínu. Þeir, sem sæti eiga í miðstjórn AN eru: Tryggvi Helgason. for- seti, Björn Jónsson, Lárus Har- aldsson, Guðrún Guðvarðardótt- ir og Jón Ingimarsson. Þ. e. a. s. þannig var stjórnin kosin á síð- asta þingi sambandsins, sem haldið var á Akureyri 7.—8. júní 1958. En þar sem Lárus er ekki lengur meðlimur Sveinafélags járniðnaðarmanna getur hann ekki lengur átt sæti í sljórninni og tekur því varamaður sæti hans. Það er rétt að upplýsa Braga um þetta, svo að hann geti logið upp á rétta stjómar- menn í næsta blaði. ÞAKKARÁVARPIÐ. Og þá kemur að síðasta ósann- indaþvæli Braga. Hann segir í blaði sínu sl. þriðjudag, að eg undirritaður og bæjarfulltrúi Jón Rögnvaldsson, höfum verið á móti því, að hækkaðar yrðu bótagreiðslur Almannatrygg- inga, einnig á móti afnámi tekju- skatts og að hluti af söluskatti renni til bæjar- og sveitarfélaga. Hið sanna er, að þegar bæjar- fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykktu í bæjarstjórninni sitt fræga þakkarávarp til ríkis- stjórnarinnar fyrir gengisfeiling- arlögin og vaxtahækkunina, ásamt fulltrúa Alþýðuflokksins, Braga Sigurjónssyni, þá greidd- um við Alþýðubandalagsfulltrú- arnir atkvæði gegn þakkarávarp- inu. Atkvæðagreiðsla um hækkun bóta frá Almannatryggingunum o. fl. var ekki framkvæmd á fundinum, eins og Bragi gefur í skyn, en eins og allir vita, eru ákvarðanir um slíkt teknar á Al- þingi. En í þessu sambandi er vert að rifja það upp, að á sl. sumri lá fyrir Alþingi frumvarp um stórfellda hækkun á hvers konar bótum Almannatrygginga, vandlega undirbúið af nefnd, sem vinstri stjórnin hafði kjörið til þess, og það var einhuga vilji hjá þingmönnum Alþýðubanda- lagsins og Framsóknar að sam- þykkja það sem lög á sumar- þinginu. En hvað skeður? Al- þýðuflokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn hindruðu þá sam- þykkt frumvarpsins og hafa því skaðað öryrkja, gamalmenni o. fl. um þúsundir króna á ári. Eg veit, að það er hart fyrir Braga að búa við þessi sannindi, að það eru einmitt hans menn, sem lengst hafa hindrað nauðsynleg- ar lagfæringar á almannatrygg- ingunum. Þó að bætur frá Almanna- tryggingum verði nú hærri að krónutölu en ráðgert var í sum- ar, verður það allt og meira til tekið aftur með þeirri miklu dýr- tíð, sem Alþýðuflokkurinn í sam vinnu við auðmenn landsins er nú að leiða yfir þjóðina. Það finnst okkur Alþýðubandalags- mönnum ekkert fagnaðarefni, og sjáum enga ástæðu til að þakka ríkisstjórninni það, þó að hún rétti öldruðu fólki fimmtíu krón- ur á sama tíma og hún tekur af því hundrað krónur. Við sjáum heldur ekki ástæðu til að fagna því, að niður sé felldur tekjuskattur, þegar óbeinir skattar eru margfaldaðir í staðinn og skattheimtan kemur þannig ennþá verr við alþýðu manna, og þá sérstaklega barn- margar fjölskyldur. Sömuleiðis er það okkur ekk- ert fagnaðarefni að lagður sé á nýr, ranglátur milljónaskattur, jafnvel ekki, þó að einhver smá- hluti hans komi aftur til bæjar- félagsins. Verkalýðurinn hefur alltaf barizt gegn söluskatti, og beitt áhrifum sínum til að fá hann numinn úr gildi, en nú verður þessi skattur margfaldað- ur og lagður á allar vörur, hverju nafni sem nefnast, og hann mun rýra árskaup verka- fólks um 1500 til 2000 krónur á ári. Bragi telur sýnilega, að hann sýni mikla vitsmunalega yfirburði með því að samþykkja þakkarávarp fyrir þennan skatt, og hann virðist telja það hags- bót fyrir okkur Akureyringa að láta innheimta hér í bæ sölu- skatt, 'sem nemur rúmlega 10 milljónum á ári, til þess að geta aftur þegið 1,5 til 2 milljónir. — Þvílík stjórnvizka. En betra hefði verið, að Bragi hefði haft glóru til að verjast íhaldsbeizlinu, sem lagt hefur verið við hann, því að hér eftir verður hann leiddur eins og þurs til hverra óhæfuverka, sem vinna þarf fyrir auðstéttir lands- ins, en til tjóns fyrir málstað al- þýðuhreyfingarinnar á íslandi. Jón Ingimarsson. Kartöflupólitík Ríkisstjórnin fékk í haust og í vetur ýmsa útlenda „sérfræð- inga“ til að kynna sér ástand í efnahags- og atvinnumólum þjóð- arinnar, og veita ráðleggingar í sambandi við efnahagsmálalög- gjöfina, sem þá var í undirbún- ingi. Út af fyrir sig er það eitt, að fá útlendinga til að leggja á ráðin í efnahagsmálum algert glapræði og stórvítavert. Af því getur ekki gott leitt, enda voru ráðlegg- ingar þeirra margar hinar furðu- legustu, svo sem það bjargráð, sem frægt er orðið, að þjóðin skyldi alveg hætta að rækta kar- töflur. En gerðir stjórnarflokkanna í efnahagsmálunum bera margar sterkan keim af þessu bjargráði, og er jafnvel erfitt að trúa því, að íslenzkir menn hafi samið sumar greinar efnahagsmálalaganna nýju, svo mjög skín þessi kar- töflupólitík þar í gegn. Það er ekki langt síðan, að varla heyrðist sú ræða hjá nokkr- um stjórnmálamanni, að ekki væri talað um „jafnvægi í byggð landsins“, þetta og hitt þurfti að gera til að „skapa jafnvægi í byggð landsins". Allir flokkar kepptust um að nota þetta slag- orð, og fyrst þeir voru allir sam- mála um, að þetta jafnvægi væri æskilegt, þá er varla hægt að ef ast um, að svo hefur verið og er enn. Enda munu fáir finnast, sem telja rétt, að heilir landshlutar leggist í auðn vegna þess, að um stundarsakir sé arðvænlegra að búa á einhverju öðru landshorni. Vinstri stjórnin gerði ýmislegt til þess að gera slagorðið um jafn- vægi í byggð landsins að veru- leika, og það með svo góðum ár- angri að flóttinn til Reykjavíkur stöðvaðist. Ungt fólk, sem farið var að trúa því, að hvergi væri lífvænlegt í þessu landi nema í höfuðstaðnum eða næsta ná- grenni, fékk á ný trú á lífið og framtíðina í sínum heimabyggð- um. Þau ráð, sem vinstri stjórnin einkum beitti til þess að koma á jafnvægi og stöðva fólksflutning- ana frá Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum til Faxaflóasvæð- isins voru tvenns konar. Annars vegar að stuðla að uppbyggingu nýrra atvinnutækja í þessum landshlutum og endurbótum þeirra, sem fyrir voru. Þetta var gert með því að beina auknu fjár- magni til þessarrá staða og með því að ríkið, bæði beint og óbeint, örfaði eða átti frumkvæði að auknu og fjölþættara atvinnulífi. Hins vegar var þetta gert með því, að skapa þeim, sem unnu að framleiðslustörfum sambærilegar tekjur við það, sem annars stað- ar gerðist. Var það einkum gert með því að greiða fiskimönnum, útgerðarmönnum og vinnslustöðv- um sérstakar uppbætur (venju- lega nefndar sérbætur) á smáfisk, verðminni fisktegundir og fisk veiddan á vissum árstíma. Þessar sérbætur urðu til þess að lyfta mjög undir útgerðina á ýmsum stöðum, þar sem ella voru miklar líkur til að hún hefði lagzt niður. En efnahagslöggjöfin nýja, út- búin af innlendum og erlendum „sérfræðingum" hugsar ekki fyrir neinu jafnvægi. Síður en svo. Nú eru margvíslegar ráðstafanir gerðar til að stöðva uppbyggingu atvinnuveganna og koma í veg fyrir nýjar framkvæmdir. Og það á meira að segja að ganga svo langt, að taka hluta af því fé, sem kann að koma inn í banka, spari- sjóði eða innlánsdeildir kaupfé- laganna úti um land, og flytja það suður til Reykjavíkur. Peningar hafa lengi verið „afl þeirra hluta, sem gera skal“. Og þegar pening- arnir eru teknir og fluttir til Reykjavíkur, er hætt við, að fleira komi á eftir, hver svo sem afleiðingin verður. Og hvað sérbæturnar snertir er sömu sögu að segja. Þær eru lagðar niður, þeirri jöfnun að- stöðumunar kippt burtu, og smá- bátaútgerðinni í ótal verstöðvum teflt í algera tvísýnu. En einmitt sú útgerð hefur skilað hlutfalls- lega mestum gjaldeyri til þjóðar- búsins. Og leggist smábátaútgerð- in niður að miklu eða öllu hljóta þeir fiskimenn, sem við hana hafa unnið að flytjast ásamt fjölskyld- um sínum þangað sem meira er að hafa í augnablikinu. En vafa- samur hagnaður kynni það að verða. Svona er jafnvægisstefna íhaldsstjórnarinnar, sem nú situr að völdum. Svona eru ráð þeirra manna, sem aðeins kunna að reikna með þurrum tölum, en þekkja ekki mannlega hugsun eða mannleg viðbrögð. Svona er kar- töflupólitíkin. AÐALFUNDUR AKUREYRARDEILDAR MÍR verður haldinn í Ásgarði í kvöld, föstudag, kl. 8.30. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á ráðstefnu MÍR. 3. Sýnd kvikmyndin Eftirlitsmaður, sem gerð er eftir samnefndu leikriti Gogols, er nýlega var sýnt hér af menntaskólanemendum. Nýir félagar velkomnir á fundinn. STJÓRN AKUREYRARDEILDAR MÍR.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.