Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 18.03.1960, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 18.03.1960, Blaðsíða 1
UERKHmHDURinn ÞJÓÐVILJINN er dagblað íslcnzkrar al- þýðu. A þeim örlagaríku tímum, sem nú eru fram- undan, verða allir að lesa ÞJÓÐVILJANN. XLIII. árg. Akureyri, föstudaginn 18. marz 1960 11. tbl. TILLOGUR Alþýðubandalagsins í bæjarstjórn Á fundi bæjarstjórnar Ak- ureyrar á þriðjudaginn, þegar fjárhagsáætlun bæjarins fyrir þetta ár var til lokaafgreiðslu, lagði Jón B. Rögnvaldsson fram eftirfarandi tillögur: „Bæjarstjórn samþykkir, að af framlagi til Framkvæmda- sjóðs verði tilskilið, að kr. 1.000.000.00 renni til byggingar togaradráttarbrautar." Tillagan vai felld með 9 at- kvæðum gegn 2. „Bæjarstjórn samþykkir, að tekinn verði upp á fjárhags- áætlun nýr liður: Til íbúða- bygginga til útrýmingar heilsuspillandi húsnæði kr. 500.000.00. Framlag til Fram- kvæmdasjóðs lækki um sömu upphæð." Tillagan vr\r felld með 9 at- kvæðum gegn 2. „Bæjarstjórn samþykkir, að bundið verði í fjárhagsáætlun yfirstandandi árs, að af fram- lagi til Framkvæmdasjóðs skuli kr. 1.000.000.00 varið til kaupa á togurum eða öðrum fiskiskipum." Tillagan var felld með 9 at- kvæðum gegn 2. „I.iður X, g'ajtnagerð og skipulag, hækki um kr. 500.000.00, er skiptist til helm- inga á undirliði 4 og 5." (Þ. e. viðhald vega og nýjar götur.) Tillagan var felld með 9 at- kvæðum gegn 2. „Styrkur til Ferðamálafélags Akureyrar, liður XIII, undir- liður 15, falli niður." Tillagan var felld með 9 at- kvæðum gegn 1. Allir fulltrúar íhaldsins, kratinn og Framsóknarmenn- irnir sameinuðust um að fella þessar tillögur, og sýndu með því hug sinn til framkvæmda á vegum bæjarins. Þessi mynd er af Helga Fló- ventssyni, nýja bátnum, sem kom til Húsavikur í byrjun mánaðarins. — Innsett í annað hornið er mynd af skipstjóran- um, Hreiðari Bjarnasyni. Skip og skipstjóri stunda nú veiðar frá Keflavík, og í fyrsta róðrinum kom báturinn með meiri fisk að landi en aðrir gerðu þann dag. Jónas Halldórsson skák- meistari Norðurlands Þá eru loksins fengin úrslit í keppninni um titilinn Skák- meistari Norðurlnads 1960. Eins og menn minnast urðu þrír keppendanna efstir og jafnir að 0 vinningum á Skákþingi Norð- lendinga í vetur, þeir Jóhann Snorrason, Margeir Steingríms- son og Jónas Halldórsson. Var ákveðið, að þeir skyldu síðar keppa til úrslita um meistaratit- ilinn. Sú keppni hófst hér fyrir nokkru. í fyrstu atrennu urðu allar skákirnar jafntefli, en í annarri umferð bar Jónas Hall- dórsson sigur úr býtum, hann vann Jóhann og gerði jafntefli við Margeir, Jóhann vann Mar geir. Jónas Halldórsson er því Skák- meistari Norðurlands 1960. Jónas er kornungur maður frá Leys ingjastöðum í Austur-Húnavatns- sýslu. VAXANDI AFLI Afli hefur mjög glæðst að und- anförnu, bæði hjá togurunum og togbátunum, sem veiðar stunda hér fyrir Norðurlandi og leggja afla sinn upp í Ólafsfirði, Hrísey og Dalvík, t. d. landaði Sigurður Bjarnason í Hrísey í vikunni 111 tonnum úr einni veiðiferð. Kaldbakur landaði hér í hrað- frystihúsið á miðvikudag og fimmtudag ca. 250 tonnum og Harðbakur var væntanlegur í nótt, einnig með góðan afla. — Svalbakur hefur verið í Slipp í Reykjavík, en er væntanlegur næstu daga og heldur þá strax á veiðar. Sléttbakur er á veiðum. Fjárhagsáællun bæjarsjóðs Akureyrar er í heild óraunhæf Ekkert tillit er tekið til þeirrar miklu útgjalda- aukningar, sem hlýtur að verða vegna gengis- lækkunarinnar, söluskattsins og vaxtaokursins Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Akureyrar var endanlega sam- þykkt á fundi bæjarstjórnarinnar sl. þriðjudag. Niðurstöðu- tölur fjárhagsáætlunarinnar tekna- og gjaldamegin eru kr. 25.208.700.00, eða rúmlega þremur milljónum króna hærri en í áætlun liðins árs. Útsvör eru nú áætluð kr. 17.772.700.00, og lækkra frá fyrra ári um 5,7%, eða röska milljón króna. BRETINN Á UNDANHALDI Englendingar hafa nú gefizt upp við að láta herskip sín halda vörð um togara sína að ólögleg- um veiðum innan íslenzkrar landhelgi. Sl. þriðjudagskvöld tilkynntu herskipin ensku togur- unum, að þeir yrðu ekki lengur verndaðir innan landhelgi ís- lands og héldu síðan á brott. — Togararnir fóru einnig allir út fyrir línu, enda þó búast megi við, að þeir reyni framvegis að stelast inn fyrir línu, eins og enskir togarar hafa jafnan reynt hér við land. En þá verður auð- veldara að ná þeim, þegar her- skipir eru ekki lengur annars vegar. Af enskra hálfu er því haldið fram, að þeir háfi hætt herskipa- verndinni til þess að hafa betri vígstöðu á haflagaráðstefnunni, sem nú er hafin í Genf. Verður þó varla séð, að aðstaða þeirra sé nokkru betri þó að þeir hætti að stela á meðan ráðsteinan stend- ur. Enda mun það sönnu nær, að raunveruleg ástæða sé sú, að þeir séu orðnir fullþreyttir á hernaði sínum hér og hafi nú fundið tylliástæðu til að hætta honum um sinn a. m. k. Er því full ástæða til að fagna sigri. Þó að hér sé ekki um endanlegan sigur í landshelgisstríðinu að ræða, þá er þetta stórsigur. Áður en áætlunarfrumvarpið kom til 2. umræðu fjallaði bæj- arráð um það og gerði nokkrar tillögur til breytinga, sem allar voru samþykktar af bæjarstjórn, en þær voru helztar, að inn kem- ur nýr tekjuliður, sem er hluti bæjarins af söluskatti, áætlaður 2,8 millj. kr. á árinu, hækkun verður á fjárveitingum til trygg- inga- og framfærslumála, alls 530 þús., framlag til Framkvæmda- sjóðs lækkar um 500 þús. og lækkun á heildarupphæð útsvara verður 2 millj. 738 þús. kr. frá því, sem var í upphaflegu áætl- uninni. Tillagan um lækkun framlags til Framkvæmdasjóðs var samþykkt með 6 atkv. íhalds og Braga, en Framsóknarmenn- irnir greiddu atkvæði gegn lækk uninni og fulltrúar Alþýðu- bandalagsins greiddu ekki at- kvaeði. ....... . . :.;_•..; .. . Tillögur Alþýðubandalagsins um skiptingu á fé Framkvæmda- sjóðsins hlutu ekki samþykki í bæjarráði, og annars staðar hér á síðunni er greint frá, hverjar móttökur þær hlutu, er þær voru aftur teknar upp í bæjarstjórn lítið breyttar. En þær, ásamt öðrum tillögum fulltrúa Alþýðu- bandalagsins, voru allar felldar. í umræðum á bæjarstjórnar- fundinum á þriðjudaginn lögðu bæjarfulltrúarnir Jón B. Rögn- valdsson og Jón Ingimarsson mikla áherzlu á það, að fjárhags- áætlunin í heild væri óraunhæf og myndi valda mjög miklum samdrætti um atvinnu og fram- kvæmdir hjá bænum og auk þess væri stórhætta á því, að síðar á árinu yrði að grípa til þess neyð- arúrræðis að láta fara fram auka- niðurjöfnun útsvara. Gagnrýndu þeir það mjög ákveðið, að ekki skyldi neitt tillit vera tekið til þeirra stórfelldu hækkana á út- gjöldum, sem sú dýrtíðaralda, sem nú hefur verið steypt yfir þjóðina, hlýtur að hafa í för með sér fyrir bæjarfélagið jafnt sem einstaklinga. Auk þeirra vöru- verðshækkana, sem nú eru að verða fullljósar, bentu þeir á, að óhjákvæmilega hlytu- að verða miklar hækkanir á almennu kaupgjaldi. Á 4. síðu blaðsins er nánar sagt frá gangi umræðna á fundinum. Við atkvæðagreiðslu um fjár- hagsáætlunina í heild greiddu fulltrúar Alþýðubandalagsins ekki atkvæði, en Jón Rögnvalds- son gerði grein fyrir afstöðu sinni á þessa leið: „Eg greiði fjárhagsáætlun fyrir Akureyrarkaupstað árið 1960 ekki atkvæoi af eftirfarandi ástæðum: Eg tel áætlunina í heild óraunhæfa, þar sem ýmsir útgjaldaliðir hennar hljóta að fara Iangt fram úr áætlun vegna þeirra aðgerða í efnahagsmálum, sem ýmist haf a þegar verið sam- þykktar eða gert er ráð fyrir, að samþykktar verði á Alþingi næstu daga. Ennfremur er eg ósammála afgreiðslu ýmissa þýð ingarmikillt liða í áætluninni, svo sem því, að lagt sé mikið fé í svonefndan Framkvæmdasjóð án þess að jafnhliða sé ákvcðið, hvernig því verði ráðstafað." Góður loðnuaf li á Húsavík Húsavík 16. marz. — Hér hef- ur verið indæl veðrátta að und- anförnu og gæftir góSar. Fiskafli hefur þó verið lélegur, en mikið hefur aflast af loðnu og hefur Fiskiðjusamlagið keypt hana til frystingar. Rauðmagaveiði hefur einnig verið ágæt, og Fiskiðju- samlagið kaupir þann afla einn- ig. Menn eru að vona, að fisk- ganga komi í kjölfar loðnunnar. XII. ÞING Sósíalistaflokksins Tólfta þing Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins — verður sett í Reykjavík kl. 4 í dag. Þingið sækir fjöldi fulltrúa frá Sósíalistafélögunum víðs vegar um land. Sósíalistafélag Akureyrar sendir 9 fulltrúa á þingið. Sumir þeirra fóru suður í gær, en hinir fara í dag. Gert er ráð fyrir, að þingfundir verði á laugardag og sunnudag og þingslit á sunnudagskvöld.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.