Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 18.03.1960, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 18.03.1960, Blaðsíða 4
VERKAMAÐURINN Föstudaginn 18. marz 1960 Akurevrar Frá fundi bæjarstjórnar Umræður um fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir yfirstandandi ár Bæjarstjóri, Magnús E. Guð- jónsson, tók fyrstur til máls í umræðunum um fjárhagsáætlun bæjarins á þriðjudaginn var. — Hann rakti þær breytingar, sem orðið hefðu á frumvarpinu frá því að það var lagt fram til fyrstu umræðu. Gat hann þess m. a., að ekki væri gert ráð fyrir neinum hækkunum af völdum efnahags- aðgerða ríkisstjórnarinnar öðrum en þeim, sem beinlínis væri bundið í lögum, að bæjarfélögin skyldu greiða, þ. e. aukið fram- lag til tryggingamála. Jón B. Rögnvaldsson tók fyrst- ur til máls af bæjarfulltrúum. Hann kvað afgreiðslu þessarrar fjárhagsáætlunar vera að sumu leyti einsdæmi. Það væri vitað, að allt verðlag ætti að stórhækka á næstu vikum og mánuðum, en samt væru engir liðir áætlunar- innar hækkaðir til að mæta þess- um auknu útgjöldum. Áætlunin væri því á sandi byggð að veru- legu leyti og samþykkt hennar, eins og hún lægi fyrir, myndi annað tveggja hafa í för með sér greiðsluþrot hjá bænum, sem þá yrði að bjarga með aukaniður- jöfnun útsvara, eða þá að svo mikill samdráttur yrði á verk- legum framkvæmdum hjá bæn- um, að hann yrði að segja upp mörgum þeim, sem hjá honum ynnu, og þeirra myndi sennilega bíða atvinnuleysi. Varaði hann mjög alvarlega við, að bærinn tæki upp þessa samdráttarstefnu, enda þó að fulltrúar stjórnar- flokkanna teldu hana nú sálu- hjálparatriði. Hann kvað það að vísu gott, að útsvör lækkuðu, en bezt væri þó að fagna þeirri lækkun varlega eins og allt væri í pottinn búið. Jón lagði síðan fram og skýrði nokkrar breytingartillögur við fjárhagsáætlunina: Tillögur um skiptingu Framkvæmdasjóðs til ákveðinna verkefni í samræmi við þær tillögur, sem hann, ásamt Jóni Ingimarssyni), hafði áður lagt fyrir bæjarráð, en ekki voru afgreiddar, tillögur um nið- urfellingu framlags til Ferða- málafélags Akureyrar og loks tillögu um 500 þús. kr. hækkun á framlagi til viðhalds og ný- bygginga á götum bæjarins, svo að ekki yrði um jafnmikinn sam- drátt að ræða á þeim fram- kvæmdum, eins og ella hlyti að verða vegna stóraukins kostnað- ar. Jón Ingimarsson talaði næstur og tók mjög í sama streng og Jón Rögnvaldsson um það, að áætlunin væri óraunhæf og gæti ekki staðizt. M. a. benti hann á það, að með öllu væri útilokað annað en að laun hækkuðu á ár- inu. Það væri útilokað, að nú- verandi laun gætu staðizt, þegar hleypt hefði verið af stað þeirri ógurlegu dýrtíðaröldu, sem nú stigi hærra og hærra með hverj- um degi. Það væri því alrangt að ganga þannig frá fjárhagsáætlun bæjarins, að hvergi væri gert ráð fyrir því að laun hækkuðu um einn einasta eyri. Jakob Frímannsson sagði, að nú væru alvarlegir tímar fram- undan, og þá ekki sízt fyrir út- gerðina. Hann kvað nauðsynlegt að eiga allmikið fé óbundið í Framkvæmdasjóði til að hlaupa undir bagga með Útgerðarfélag- inu, þegar á þyrfti að halda. — Hann sagðist því telja óvarlegt að lækka framlag til sjóðsins um 500 þús. kr., eins og meirihluti bæjarráðs hafði lagt til, og lagði fram tillögu um óbreytt framlag til sjóðsins og að því yrði ekki ráðstafað við afgreiðslu fjárhags- áætlunarinnar, nema 500 þús. kr. til væntanlegrar dráttarbrautar. Jón B. Rögnvaldsson talaði aft- ur og kvaðst ekki hafa reiknað með því, að nú þyrfti að ætla mikið fé til styrktar Útgerðarfé- laginu, þar sem honum hefði skil- izt, að gengisfellingin hefði ein- mitt verið gerð til þess að létta undir með útgerðinni, og ef það ekki reyndist rétt, að sú yrði raunin, þá myndi fara að verða erfitt að finna nokkur rök fyrir þeirri framkvæmd. E. t. v. væri það þó einnig blekking, að geng- isfellingin létti nokkuð undir með útgerðinni, og Jakob Frí- mannsson, sem stjórnarmaður í Útgerðarfélaginu, hefði þegar séð í gegnum þá blekkingu. Þá benti Jón á það í sambandi við framlagið til Framkvæmda- sjóðs, að útsvarsgreiðendum væri lítil virðing sýnd með því að tekið væri af þeim svo og svo mikið fé með útsvarsálögum án þess að jafnhliða væri gerð grein fyrir því, á hvem hátt fénu yrði varið, heldur bara sagt: Við leggjum þetta í sérstakan sjóð og notum það svo í eitthvað og eitt- hvað eftir því sem okkur dettur í hug seinna á árinu. Gísli Jónsson kvað það merki- legast og athyglisverðast við áætlunina, að nú kæmi fram nýr tekjustofn, serri sveitarfélögin hefðu lengi barizt fyrir að fá og af þeirri ástæðu væri hægt að lækka útsvörin. Ekki gat hann þess, að bæjarbúar verða sjálfir að borga margfalt til þess að fá þennan nýja tekjustofn. Jón G. Sólnes sagði, að þessi fjárhagsáætlun væri að því leyti einsdæmi, að nú yrðu margar hækkanir frá fyrra ári, en samt lækkuðu útsvörin. Hins vegar væri ekki undarlegt, þó að bæj- arfulltrúar Alþýðubandalagsins væru með eitthvert nagg. Verka- maðurinn hefði breitt út fleiri síður um það, að nú keyrði um þverbak með hækkanir, en svo stæðu þeir bara andspænis því, að útsvörin lækkuðu. Ef þeir teldu áætlunina óraunhæfa, hefðu þeir átt að flytja tillögur um hækkanir, en þeir hefðu alls ekki notað sinn tillögurétt til þess í tíma. Sagðist Sólnes ekki vita, hvaða „sýrurannsóknir“ ætti að hafa í sambandi við þetta, og þó að Jón Ingimarsson og flokksbræður hans töluðu um kauphækkanir og vildu með þeim reyna að eyðileggjaj þær efnahagsráðstafanir, sem gerðar hefðu verið að undanförnu, þá mætti ekki taka mark á slíku, og hann vissi ekki, „hversu ekta það hefði verið af bæjarstjórn." Um Framkvæmdasjóðinn sagði Sól- nes, að hann bæri fyrst og fremst að skoða sem n.k. ábyrgðarfé gagnvart skuldbindingum bæjar- sjóðs við Ú. A., um áætlunina í heild mætti segja, að hún væri eftir atvikum mjög skynsamleg nú, þegar reynt væri að stöðva verðþennsluna og brjóta blað í þróun efnahagsmálanna. Jón B. Rögnvaldsson lýsti því yfir, að hann hefði talið svo sjálf sagt, að bæjarráð, myndi breyta einstökum liðum áætlunarinnar með tilliti til þeirra stórfelldu hækkana, sem framundan væru, að hann hefði ekki látið sér til hugar koma að bera fram tillög- ur um breytingar einstakra liða af þeim ástæðum. En nú þegar bæjarráð hefði ekki gert þetta, hefði hann flutt tillögu um hækkun á framlagi til verklegra framkvæmda með það fyrir aug- um, að ekki yrði jafnmikill sam- dráttur og ella á þeim lið, scrn sízt mætti verða samdráttur á. Jón Þorvaldsson stóð upp og lýsti því yfir, að allt til þessa hefði hann verið því mótfallinn, að bærinn kostaði byggingu skíðahó(tels Ferðamálajfélagsins, en nú hefði honum snúizt hugur á fundinum og myndi greiða at- kvæði með þeirri fjárveitingit. Helgi Pálsson talaði fyrir til- lögum er hann flutti um lántök- ur að upphæð 1 millj. kr. til að halda áfram framkvæmdum við slökkvistöðvarbygginguna og bygginguna við íþróttavöllinn. Tillögur þessar, sem stungu mjög í stúf við aðrar tillögur íhaldsins, voru samþykktar með 10 sam- hljóða atkvæðum. Ámi Jónsson greiddi ekki atkvæði. Jón Ingimarsson talaði aftur og ræddi einkum um söluskatt- inn, sem virtist vera sumum bæjarfulltrúum sérstakt fagnað- arefni. Kvaðst Jón ekki geta skil- ið fögnuð þeirra yfir því, að lagður væri 16,5% söluskattur á allar innfluttar vörur og svo aft- ur 3% þar á ofan í smásölunni. Þó að svolítið brot af þessum skatti ætti að koma í bæjarsjóð- inn, þá ættu bæjarbúar og aðrir eftir að súpa seyðið af þeim hækkunum, sem í vændum væru, og myndi varla þykja það gott. Kaupkröfur farmanna Sjómannafélag Reykjavíkur hefur nýlega afhent atvinnurek- endum kröfur sínar um bætt kjör til handa farmönnum. Er þar farið fram á sem næst 35% hækkun á fastakaupi háseta og hliðstæðar eða meiri kröfur á öðrum liðum. SAGT OG SKRIFAÐ „ÍSLENDINGUR“ sagði 4. þ. m., að bæjarfulltrúar Alþýðu- bandalagsins „hefðu ekki látið sig muna um“ að greiða atkvæði gegn því, að bæjarfélögin fengju hluta af söluskatti, að fjölskyldu- bætur yrðu hækkaðar, að tekju- skattur af almennum launatekj- um yrði afnuminn, að elli- og örorkulífeyrir yrði hækkaður. Þrátt fyrir þessi ummæli íhalds- blaðsins hefur trúlega fáum komið til hugar að leggja trúnað á það, að bæjarstjómin hér á Akureyri hafi verið látin greiða atkvæði um framangreind atriði, enda er fjarri því, að svo hafi nokkru sinni verið. Öll þessi atr- iði eru mál löggjafarvaldsins, þ. e. Alþingis. í bæjarstjórn Akur- eyrar voru aðeins greidd at- kvæði um það, hvort fagna skyldi gerðum löggjafarvaldsins á sviði efnahagsmálanna og lýsa stuðningi við stefnu ríkisstjóm- arinnar í þeim máliun. En á bæjarstjómarfundi á þriðjudaginn var voru greidd at- kvæði um ákveðnar tillögur um fjárveitingar til framkvæmda á vegum Akureyrarbæjar. Þar réðu atkvæði bæjarfulltrúanna úrslitum um samþykkt og þar með framvindu ákveðinna mála. Þá voru m. a. greidd atkvæði um það, hvort leggja skyldi meira fé úr Framkvæmdasjóði bæjarins en áður hefur verið til byggingar togaradráttarbrautar og flýta þannig fyrir því, að af framkvæmdum verði í því nauð- synjamáli, sem bygging slíks mannvirkis hér er. Gegn þessu greiddu allir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins atkvæði. — Þeir greiddu líka atkvæði gegn því, að varið yrði fé úr Fram- kvæmdasjóðnum til íbúðabygg- inga á vegum bæjarins til út- rýmingar heilsuspillandi hús- næði, þeir greiddu atkvæði gegn því, að fé úr Framkvæmdasjóðn- um yrði varið til kaupa á togur- um eða öðrum fiskiskipum og þeir greiddu atkvæði gegn því, að aukið yrði framlag til gatna- gerðar í bænum, báru meira að segja sjálfir fram tillögu um, að það yrði minnkað. „íslendingur“ getur því væntanlega sagt frá því í dag, að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi greitt atkvæði gegn því, að byggð verði dráttarbraut fyrir togara, að byggð verði íbúðarhús, að keyptir verði togarar eða önnur fiskiskip og að endurbættar verði götur bæjarins. „ALÞÝÐUMAÐURINN" ræddi í fyrri viku um það, að hætta gæti verið á því, að verkföll yrðu á næstunni eða í vor, og auðvit- að verða það pólitísk verkföll að dómi „Alþm.“. Það blað virðist ekki geta skilið það, að verka- fólk neyðist kannski til að grípa til verkfallsvopnsins til að tryggja sér, að það fái fyrir vinnu sína nægjanlegt til kaupa á daglegu brauði. Eftir að blaðið hefur rætt nokkuð um þessi hugsanlegu verkföll, og það í allt annað en vinsamlegum tón í garð verkafólks og verkalýðsfélaga, segir svo: „En hvernig á ríkisstjórnin að svara pólitískum verkföllum, verði þeim beitt? Hér verður því haldið fram, að áhrifaríkasta leiðin sé að rjúfa umsvifalaust þing, og láta þjóð- ina skera úr um það í þingkosn- ingum, hvort hún vill freista þess að koma efnahagsmálum sínum á kjölinn með aðferðum þeim, er ríkisstjórnin hefur nú markaði, eða ganga fram af hengifluginu með kommúnistum, Hermanni og Eysteini." Góðum borgaraj þessa bæjar, sem um fjölda ára hefur fylgt Alþýðuflokknum að málum, varð að orði, þegar hann hafði lesið þetta: „Hvað er að Braga, hann hlýtur að vera eitthvað bilaður? Það yrðu víst andskoti mörg at- kvæði, sem þeir fengju, ef þeir færu að bjóða sig fram núna.“ NYKOMIÐ TÖSKUR VESKI POKAR INNKAUPATÖSKUR Mikið úrval. VERZL. ÁSBYRGI TILKYNNING FRÁ SKATTSTOFU AKUREYRAR Þeir Akureyringar á aldrinum 16—26 ára, sein ekki hafa þegar lagt fram sparimerkjabækur sínar á skattstofunni, eru hér með áminntir um að sýna þær fyrir 31. þ. m. Vakin skal athýgli á 2. ’málsgr. 18! gr. reglugerðar ura skyldusparnað, en þar segir: „Þeim, sem vanrækja að mæta, láta mæta eða senda sparimerkjabók sína samkv. 17. gr. án lögmætra forfalla skal gert að greiða 200 króna gjald.“ Akureyri, 16. marz 1960. SKATTSTJÓRINN Á AKUREYRI.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.