Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 25.03.1960, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 25.03.1960, Blaðsíða 1
tfERKHinflÐURinn |ÞJÓÖVILJINN er dagblað islenzkrar al- þýðu. Á þeim örlágaríku tímum, sem nú eru fram- undan, verða allir að lesa ÞJÓÐVILJANN. XLIII. árg. Akureyri, föstudaginn 25. marz 1960 12. tbl. Xil.ÞING SðSÍALISTAFLOKKSINS Einar Olgeirsson endurkjörinn formaður flokksins og Lúðvík Jósefsson varaformaður XII. þing Sameiningarflokks alþýðu — Sósíalistaflokksins — var háð í Reykjavík um síðustu helgi. Þingið sátu um 120 fulltrúar frá 24 Sósíalistafélögum og Æskulýðsfylkingunni. Auk þess nokkrir áheyrnarfulltrúar. Er þetta fjölmennasta þing, sem flokkurinn hefur háð frá því að hann var stofnaður. Þinghaldið fór fram í húsa-1 kalda stríðsins. Nú hefur birt til kynnum flokksins að Tjarnargötu 20, og fór þingsetning fram þar síðdegis á föstudag. Formaður flokksins, Einar Olgeirsson, flutti þingsetningarræðu, og rakti þróun stjórnmálanna í landinu frá því að síðasta flokksþing var haldið í nóvember 1957. Hann benti á þá staðreynd, að á ýms- um sviðum hefur miðað í aðra átt, en æskilegt hefði verið, þar sem nú er tekin við völdum í landinu hreinræktuð afturhalds- stjórn, en því fylgdi þó sá kost- ur, að hér eftir yrði afturhaldinu erfiðara um að villa á sér heim- ildir. Hann hvatti fulltrúa til bjartsýni, og komst m. a. svo að orði: Við flokki okkar blasa miklir möguleikar, ef hann er fær um að móta rétta stefnu og framfylgja henni. f síðustu þing- kosningum auðnaðist Alþýðu- bandalaginu að auka fylgi sitt. Fólkið er að vakna. Einar vék einnig að ástandinu á sviði alþjóðamála, og taldi mun bjartara yfir á þeim vettvangi en verið hefði 1957: f nóvember 1957 stóð yfir eitt af hretum í alþjóðamálum. Fólkið eygir friðarvonina nær en nokkru sinni fyrr. Því valda yfirburðir sósíalismans yfir auðvaldsskipu- lagið. Á þessum degi, 18. marz, sigurdegi fyrstu verkalýðsbylt- ræður um skýrslu miðstjórnar og stjórnmálaályktunina allan þann dag, en lauk nokkru eftir miðnætti. Á sunnudag hófst fundur enn eftir hádegi, og voru þá mörg mál tekin til umræðu og af- greiðslu, og störfum þingsins lauk með kosningu miðstjórnar og flokksstjórnar á fjórða tíman- um aðfaranótt mánudagsins. — Einar Olgeirsson var einróma endurkjörinn formaður flokksins Leið íhaldsins til „betri líískjara": Gengislækkun, söluskattur, minni atvinna Sigursveinn D. Kristinsson. SIGURSVEINI ÞAKKAÐ Á þingi Sósíalistaflokksins um síðustu helgi var samþykkt með lófataki að senda Sigursveini D. Kristinssyni heillaóskir þingsins með þakklæti fyrir ómetanlegt framlag hans til menningarmála. Kom það fram í ræðum manna, að þar væri sérstaklega og jöfn- um höndum átt við hið frábæra starf hans að tónlistarmálum á Siglufirði og stofnun Sjálfsbjarg- arfélaganna. ingarinnar, Parísarkommúnunn- ar, fyrir 89 árum, skín sól sósíal- ismans bjartar en nokkru sinni áður. Er Einar hafði lokið setningar- ræðu sinni fór fram skipun kjör- bréfanefndar og nefndanefndar, og samþykkt var að senda Elísa- betu Eiríksdóttur, sem nú liggur á Landsspítalanum í Reykjavík, kveðju frá flokksþinginu með ósk um góðan bata henni til handa. Að loknu kvöldverðarhléi voru kjörbréf lesin og samþykkt og kosnir starfsmenn þingsins. For- seti þess var kjörinn Þóroddur Guðmundsson frá Siglufirði og varaforsetar þeir Eðvarð Sigurðs- son og Steinþór Guðmundsson úr Reykjavík. Þá barst skeyti frá Málfunda- félagi jafnaðarmanna í Reykja- vík, þar sem það þakkaði Sósíal- istaflokknum gott samstarf innan Alþýðubandalagsins og óskaði þinginu heillaríks starfs í þágu lands'og þjóðar. Að loknum formsatriðum og nefndakosningum flutti Einar Olgeirsson skýrslu miðstjórnar um starf flokksins og stefnu á liðnu kjörtímabili, árangurinn af samfylkingarbaráttu alþýð- unnar og næstu verkefni Sósíal- istaflokksins og Alþýðubanda- lagsins. Var ræða hans jafnframt framsöguræða fyrir því uppkasti að stjórnmálaályktun, sem miðstjórn lagði fyrir þingið. Á laugardaginn hófst þing- Jfundur eftir hádegi og stóðu um- Lúðvík Jósepesson. og Lúðvík Jósepsson varaformað- ur. Allir aðrir stjórnarmenn voru einnig einróma kjörnir. Allar samþykktir og ályktanir þingsins voru ennfremur afgreiddar með samhljóða atkvæðum. í þinglok áyarpaði þingforseti, Þóroddur Guðmundsson, þing- fulltrúa og þakkaði þeim ágæt störf og ágæta samvinnu, og for- maður flokksins flutti síðan lokaræðu, þar sem hann kvaðst fullviss um mikinn árangur af störfum þessa þings og hvatti fulltrúa, hvern og einn, til að hjálpast að því að gera flokknum kleyft að leysa þau stóru verk- efni, sem framundan biðu í þjóð- málabaráttunni. Þau verkefni væru stór og kannski dálítið erf- ið, en hann kvaðst samt trúa því, að flokkurinn væri nógu sterkur og þróttmikill til að leysa þau. Að lokum risu fulltrúar úr sæt- um og sungu alþjóðasönginn. Á mánudagskvöldið var haldið kveðjuhóf þingfulltrúa í Þjóð- leikhúskjallaranum, og var það hin ánægjulegasta samkoma. Söluskattsfrumvarpið illræmda var afgreitt sem lög frá Alþingi á þriðjudaginn, staðfest samdæg- urs af forseta og tók gildi þegar í stað. Þar með er komin til framkvæmda stórkostlegasta skattheimta, sem nokkru sinni hefur þekkzt í sögu þessarrar þjóðar. Eins og oftar, þegar verið er að leggja á nýja skatta, ber mönnum ekki vel saman um það, hversu miklu fé skatturinn muni skila. Ríkisstjórnin, sem vafa- laust reiknar mjög varlega tekj- urnar, gerir ráð fyrir, að með þessum skatti fáist 507 milljónir kr. á ári, aðrir nefna 610 milljón- ir og jafnvel ennþá hærri upp- hæðir. En jafnvel þó að reiknað sé með lægstu tölunni, 507 milljón- um, þá má bezt sjá um hve stór- fellda skattheimtu er að ræða, ef á það er litið, að þetta er hærri upphæð en allir tollar og skattar til ríkissjóðs voru á ár- inu 1956. Sé reiknað með því, að íslendingar séu 175 þús. verður söluskatturinn á hvert manns- barn, þó að aðeins sé reiknað með lægstu áætlunarupphæð, 2900 krónur, eða 14.500 kr. á hverja fimm manna fjölskyldu. Auk þessa ber svo að gera sér grein fyrir því, að sá söluskatt- ur, sem innheimtur verður af neytendum, verður til muna hærri en það, sem til skila kem- ur í ríkiskassann. Sú hefur alltaf orðið reyndin, og enginn efast um, að þannig verður það enn í dag. Það hefur mikið verið talað um skattsvik í sambandi við tekjuskatt og útsvör, og skal síð- ur en svo gert lítið úr því hér, en svo mikið er óhætt að fullyrða, að hvergi hafa þó átt sér stað meiri skattsvik en einmitt í sam- bandi við söluskattinn. Það er því engan veginn fjarstæðukennt að ímynda sér, að ef ríkiskassinn fær í sinn hlut 507 milljónir, þá verði í heild tekið af neytendum allt að 700 milljónum. 500 milljónir, eða 700 milljón- ir, þetta eru stórar tölur, og sér hver og einn í hendi sér, að af- leiðingin verður feiknarleg verð- bólga í landinu. Samt sem áðúr er ekki gert ráð fyrir af hálfu stjórnarvalda, að launþegum verði bætt með hækkuðum laun- um. Þau eiga að vera óbreytt. Vísitalan er þurrkuð burtu. Hún skal ekki lengur vera launþegun- um sú vörn gegn kjaraskerðing- um, sem áður var. Allar álögur skulu greíddar án bóta. Stjórnarandstaðan á Alþingi beitti sér mjög ákveðið gegn þessarri lagasetningu og gífur- legu skattheimtu, en stjórnarlið- ið knúði hana fram í krafti síns litla meirihluta á þingi. Þetta, eins og aðrar álögur á þjóðina, sem nú hafa verið samþykktar og eru að koma til framkvæmda, eru afleiðingar þess, að meirihluti þjóðarinnar fól íhaldsflokkunum, Sjálfstæðisflokknum og Alþýðu- flokknum, umboð sitt við síðustu Alþingiskosningar, valdi leið íhaldsins til „betri lífskjara". — Þetta er sú leið í framkvæmd. BARNASKEMMTUNIN. Um siðustu helgi héldu skóla- börnin í Barnaskóla Akureyrar hina árlegu skemmtun sína til ágóða fyrir ferðasjóð sinn. Var skemmtunin margtekin og mjög vel heppnuð. — Skemmtiatriði voru mörg og fjölbreytt og skemmtunin öll skólanum, nem- endum og kennurum til sóma. Frá Islandsmóti í körf u- knattleik Sjö lið frá 6 félögum taka þátt í íslandsmóti í körfuknattleik, er stendur nú yfir í Reykjavík. — Keppt er í tveim riðlum. Akur- eyringar tóku nú þátt í mótinu í annað sinn og hafa lokið keppni sinni. Kepptu þeir við K. F. R., A-lið, sl. föstudag og töpuðu með 81: 44 stigum, og á sunnu- daginn við Ármann og töpuðu með 58 : 44 stigum. För þessi var hin ánægjulegasta og hafa Akur- eyringarnir lært mikið á henni. Oréttlátasti skattur, sem hugsazt getur Þegar söluskattsfrumvarpið var til meðferðar í efri deild Alþing- is skilaði Björn Jónsson ýtarlegu nefndaráliti og flutti margar breytingartillögur við frumvarp- ið. Allar tillögur hans voru felldar. Hér fer á eftir síðasti hlutinn af nefndaráliti hans: „Þeirri gífurlegu nýju skatt- heimtu, sem með frv. þessu er fyrirhuguð, og því flóði dýrtiðar, sem af henni leiðir, er skellt yfir almenning í landinu í skjóli þess, að lögbannað hefur verið, að launamenn fái aukna dýrtíð borna uppi að nokkru með verð- lagsuppbótum á laun. Söluskatt- urinn er auk þess lagður alger- lega jafnt á brýnustu,nauðþurftir sem óþarfa eyðslu og kemur því harðast niður á þeim, sem sízt skyldi, þeim, sem áður höfðu ekki meira en til hnifs og skeið- ar. Hann er því einn óréttlátasti skattur, sem hugsazt getur, og þó alveg sérstaklega við þær að- stæður, sem nú hafa skapazt eft- ir gengisfellinguna og eftir af- nám vísitólunnar. Auk þess er löggjöfin sjálf illa undirbúin, fel- ur i sér miklar hættur á gerræði, skattsvikum og hvers kyns spill- ingu. Loks er stofnað til víðtækr- ar skriffinnsku, bæði í hvers konar atvinnurekstri og verzlun og í skattheimtukerfi ríkisins, sem reynast mun ahnenningi og þjóðinni allri dýr áður en lýkur. Eg er andvígur þessu frv. og legg til, að það verði fellt."

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.