Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 25.03.1960, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 25.03.1960, Blaðsíða 3
Föstudaginn 25. marz 1960 VERKAMAÐURINN 3 VERKAMABURIH - vikublað - Kemur út á dögum. Útgei'andi er istafllag Akxtreyrax. Slcrif- stofa blaðsins er £ Hafnar- etræti 88. SÍmi 1516. Rit- st^ári Þorsteinn Jánatansson Iskriftarverð kr. 50.oo arg. Blaðið ©r prentað í Brent- STÓRFISKALEIKUR RÁÐSTEFNAN í GENF FYRIR VIKU síðan hófst í Genfarborg alþjóðaráðstefna á vegum Sameinuðu J)jóð- anna, sem ætlað er það hlutverk að ákvarða víðáttu landhelgi eða setja reglur um há- mark hennar. Ráðstefnu þessa má raunar skoða sem framhald haflagaráðstefnunnar, sem haldin var í Genf fyrir tveimur árum síðan, en þá náðist ekki samkomulag um það atriði sem mestu máli skipti, a. m. k. fyrir okkur ís- lendinga, þ. e. víðáttu landhelgi eða fisk- veiðilögsögu. — Til þess að samþykktir frá ráðstefnunni öðluðust gildi sem alþjóðalög þurfti 2/z atkvæða. Svo er einnig nú. Engu er hægt að spá á þessu stigi, hvort nokkur til- lega muni hljóta svo mikið fylgi. Þó mun al- mennt talið, að 12 mílna landhelgi muni nú hljóta stuðning fleiri ríkja en áður og að til- lögur um Jjrengri landhelgi muni alls ekki geta náð jafnmiklu atkvæðamagni. Spurn- ingin er því, hvort 12 mílna landhelgin muni hljóta nægjanlegt fylgi til þess að hún verði gildandi að alþjóðalögum. Skömmu eftir hina fyrri Genfarráðstefnu tókum við íslendingar þá ákvörðun að færa út fiskveiðilandhelgi okkar í 12 mílur. Hinn 30. júní 1958 undirritaði Lúðvík Jósepsson, J)áverandi sjávarútvegsmálaráðherra, reglu- gerð J)ar um, og hinn 1. sept. sama ár tók hin nýja fiskveiðilandhelgi gildi. Hún hlaut J>eg- ar í upphafi opinbera viðurkenningu nokk- urra ríkja og viðurkenningu annarra í fram- kvæmd. Aðeins Bretar hafa neitað að virða Jæssa landhelgi okkar. Við höfum ekki haft mátt til að reka J)á út fyrir fiskveiðitakmörk- in vegna J)ess, að brezka herveldið sendi her- skipaflota sinn gegn okkur, og síðan hefur kalt stríð verið háð allt í kringunr land okk- ar. Nú bindum við vonir okkar um fullnað- arsigur við ákvarðanir ráðstefnunnar í Genf. Fyrir okkur skiptir það öllu máli hver fiskveiðilandhelgin verður. Hin almenna landhelgi skiptir ekki máli fyrir okkur. En mörg ríki, einkum stórveldin, leggja mest upp" úr almennu landhelginni, og sum þeirra, sem treg eru til að færa almennu landhelgina út, vilja ekki heldur samþykkja að fiskveiðilandhelgin verði færð út í 12 míl- ur. Þau óttast, að verði almenna landhelgin ekki ákveðin jafnhliða, verði næsta skrefið að færa hana einnig út. Þessi ríki tala því um að ákveða almennu landhelgina 6 mílur og heimila síðan fiskveiðilandhelgi aðrar 6 mílur, en sá böggull fylgir skammrifi, að ætl- ast er til, að á ytri 6 mílunum megi þær þjóð- ir fiska áfram, sem það hafa gert að undan- förnu. Við getum því ekki samjrykkt Jressa tillögu og enga tillögu, sem ekki gerir skil yrðislaust ráð fyrir því, að landhelgin megi vera allt að 12 mílum. Slíka tillögu hafa Sovétríkin þegar flutt í Genf. Við hljótum að greiða henni atkvæði, en spurningin er: Verða þau ríki nógu mörg, sem það gera? Fyrir nokkrum vikum bárust þau uggvænlegu tíðindi út um heiminn, að vart hefði orðið við ókunnan kafbát í Nýjaflóa við Argentínu. Herskipaflota landsins var boðið út og eins loftflota til að knýja hinn ókunna kafbát upp á yfirborðið og mynni flóans var lokað með kafbátagirðingu. Miklar sögur voru sagðar í heimsfréttunum af þessarri hrika legu viðureign og flotaforingjar Argentínu tilkynntu, að kafbát- urinn hefði verið laskaður. Það var ekki farið dult með að hér væri rússneskur kafbátur á ferðinni og meðal annars fullyrti íslenzka ríkisútvarpið að svo væri, en fullyrti jafnframt, að þegar hann yrði tilneyddur að gefast upp mundi austur-þýzki fáninn dreginn að húni og mundi þá ekkert alvarlegt, alþjóðlegt vandamál af þessu rísa, þar sem Argentína viðurkenndi ekki til- veru Austur-Þýzkalands. Frétt þessa hefur útvarpið vafalaust gripið kolhráa eftir einhverri vinsamlegri fréttastofn un, sennilega útvarpi hinnar brezku „vinaþjóðar‘‘ okkar. En áhöfn hins dularfulla kaf- báts reyndist furðulega þrjózk. Þrátt fyrir djúpsprengjuregnið gafst hún ekki upp. Argentínustjórn sendi fyrir- spurnir til allra flotavelda heims um það, hvort hugsanlegt væri, að þau ættu þennan traustbyggða kafbát, sem sprengjur fengu ekki grandað, en ekkert þeirra vildi við hann kannast. Næst flutti útvarpið okkur þau tíðindi, að á strönd Nýjaflóa hefði fundizt lík froskmanns hræðilega lemstrað! Átti það að vera kafbátsmaður, sem sendur hefði verið til að gera við kaf- bátinn, en djúpsprengjur grand- að honum. Hafði þá hinn orrustu glaði argentínski floti þó getað drepið einn mann. Engin ein- kenni fundust á líkinu,sem sýndu þjóðerni hins látna. Argentínsk stjórnarvöld sögðu síðan, að fregn þessi væri lygimál og er það vafalaust rétt, nema að svo illa hafi til tekizt, að um hafi verið að ræða innlendan frosk- mann, sem verið hafi í kynnis- ferð í flóanum. Þar næst flutti útvarpið okkur þau geigvænlegu tíðindi, að nú væru kafbátarnir orðnir tveir og fimm biðu átekta úti fyrir. Hafði kafbátur hætt sér inn á flóann til hjálpar hinum nauðstadda kaf báti, sem enn virti djúpsprengj- urnar að vettugi og kom meira að segja upp til að hlaða geyma sína í miðju djúpsprengjuregn- inu. Nú voru góð ráð dýr. Og stjórnarvöld Argentínu voru ekki lengi að finna ráðið. Þau sneru sér til Bandaríkj- anna, sem áttu öflugri djúp- sprengjur og reyndari foringja og báðu um aðstoð. Og Banda- ríkin voru fljót til, eins og þau eru vön, þegar einhver vinaþjóð er stödd í vanda af þessu tagi. Þau sendu sínar öflugustu djúp- sprengjur og reyndustu liðsfor- ingja til að stjórna aðförum. Og nú var öflugum, bandarískum djúpsprengjum dreift um Nýja- flóa eftir fyi-irsögn bandarískra stríðsmanna. Og mikil mergð fiska, allt frá hornsílum til há- karla, var drepin. En kafbáturinn gafst ekki upp. Nú fóru að renna tvær grímur á almenning í Argentínu. Hann fór að halda að hér væri ekki allt með felldu. Og getgátur um, hvað hér væri á ferðinni, voru margvíslegar. Sú viturlegasta, sem frá hefur verið sagt, var, að hér væri um óvenju lífseigan hval að ræða, en sú háfleygasta, að þetta væri geimfar frá öðrum hnetti og átti það að hafa hrapað í Nýjaflóa og hringsólaði nú þar. En eftir að Bandaríkin hófu stríðið gegn kafbátnum, hefur verið hljótt um þessar hemaðar- aðgerðir. Sennilega hafa þeir izt að þeirri niðurstöðu, að verið væri að hafa þá að fíflum og axl- að sín skinn og haldið heim í fússi með djúpsprengjur sínar. En ríkisútvarpið skuldar okk- ur niðurlag sögunnar. Mættum við biðja um það? Hér hefur enginn kafbátur verið á ferðinni, ekki heldur hvalur og því síður Marzbúar. Hér var aðeins um klaufalega, sviðsetta leiksýningu að ræða. Argentískir flotaforingjar hafa sótt það fast, að fá auknar fjár- veitingar til að efla flotann. Til að herða á fjárveitingarvaldinu settu þeir þennan leik á svið. Slíkt hafa þeir brallað áður. En argentísk stjórnarvöld hafa orðið að athlægi um allan heim og brosað er að Bandaríkjamönn um fyrir að láta hafa sig að ginningarfíflum. (Grein þessi er með Bessaleyfi tekin upp úr Austurlandi 11. marz.) Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju n.k. sunnudag kl. 2 e. h Sálmar nr.: 16 — 25 — 21 — 670 og 201. — K. R. MÍR sýnir síðasta hluta Gorkí- myndarinnar í Ásgarði kl. 4 sunnudaginn. Karlakór Akureyrar hefur hlutaveltu í Alþýðuhúsinu sunnudaginn kl. 3. Afmæli. -— Næstk. þriðjudag 29. marz, verður Jón Pálsson Aðalstræti 32, sjötíu og fimm ára Frá Sálarraimsóknarfélaginu á Akureyri: Fundur verður hald- inn n.k. mánudag, 28. þ. m., kl. 9 e. h. í Landsbankasalnum. Erindi og tónlist. Skíðamót í Vaðlaheiði. Næstk. sunnudag verður haldið hið svo' kallaða Stórhríðarmót. — Keppt verður í svigi, öllum flokkum, og stórsvigi í drengjaflokkum. Þátt- tökutilkynningar berist Halldóri Ólafssyni fyrir föstudagskvöld Farið verður frá Ferðaskrifstof- unni kl. 10 f. h. — S. R. A. Ferðafélagið fer skíðaferð Kaldbak 27. marz n.k. Þátttaka tilkynnist Álfheiði Jónsdóttur Skóverzlun M. H. Lyngdal. Ástandið á prestsetrinu Þessi saga gerðist í Danmörku fyrir allmörgum árum. Ungur prestur, sem einnig gaf sig að stjórnmál- um, lenti á milli tannanna á fólki einmitt þegar kosningabarátta stóð fyrir dyrum. Honum gramdist setta, en missti þó ekki kjarkinn. Fólk sagði, að hann gerði sér svo títt um unga og fagra ráðskonu, sem hann hafði, að hann væri alltaf á eftir henni, )ó að viðkunnanlegra væri, að hann gerði eitthvert hlé á elskulegheitunum, a. m. k. í rökkrinu. Ákaf- astai- í upplýsingaþjónustu sóknarinnar í þessu máli voru meyjar þær, sem fyrir löngu voru komn- ar á giftingaraldur og höfðu mænt vonaraugum til hins unga guðfræðings strax og hann kom í sókn- ina. Kannski væri hægt að koma ráðskonunni í burtu, á meðan tími væri og ekkert óhapp hefði gerzt, og þá var aftur hægt að taka upp frjálsa samkeppni. Presturinn sá, að embætti hans var þarna í hættu og auk þess þingmennskan, sem hann hafði gert sér vonir um, og þegar slúðrið náði hámarki ákvað hann að hefja varnarbaráttu. Daginn eftir lásu sóknarbörn hans með undrun og spenningi þessa auglýsingu í blaði staðarins: Fundur í Samkomuhúsinu mánudaginn 2. marz kl. 20. Umræðuefni: Astandið á prests- setrinu. — Sóknarpresturinn. Þessi lokkandi auglýsing hafði tilætluð áhrif. Allir, sem ferðafærir voru, söfnuðust saman í Sam- komuhúsinu. Frá kl. 20 til 20.15 lét fólk sér nægja að horfa hvað á annað. Frá 20.15 til 20.30 heyrðist hver af öðrum segja vaxandi röddu: En presturinn? Hvar er presturinn? Kl. 20.45 var biðin orðin óþol- andi og framámenn mynduðu sendinefnd, sem hélt yfir á prestssetrið til þess að spyrjast fyrir um orsök þess, að presturinn skyldi ekki vera mættur. Verið gat, að hann — hann snerist nú í svo mörgu hefði gleymt, að hann hafði boðað til fundar. Kannski hafði hann veikzt. Sendinefndin hitti prest við beztu heilsu á skrif- stofu hans. Og þar urðu þessi orðaskipti: — Presturinn hefur boðað til fundar í kvöld í Samkomuhúsinu? - Já. - En presturinn hefur ekki mætt. - Nei. - Hvernig ber að skilja það? Kemur presturinn ekki? — Nei. — Það skiljum við ekki. Geta menn boðað til fundar án þess að mæta þar sjálfir? Presturinn setti upp sitt blíðasta bros og lauk viðtalinu með þessarri athugasemd: - Já. Eg hef ekkert skrifað um það, að eg ætl- aði að vera viðstaddur í Samkomuhúsinu. Eg ósk- aði aðeins eftir, að þið fengjuð tækifæri til að tala út um ástandið á prestssetrinu, og það verður auð- veldast fyrir ykkur, þegar eg er ekki viðstaddur. Verið þið sæl. Eftir þetta heyrðist enginn tala um ástandið á prestssetrinu. Já eða nei Á framboðsfundi í Danmörku áttust tveir þing- menn við, og hét annar Tange en hinn Slengerik. Umræður urðu allharðar og eitt sinn krafðist Tange þess, að Slengerik svaraði ákveðinni spurn- ingu með já eða nei. Tagne gerði sig ekki ánægðan með svar- Slenge- riks. — Slengerik fer í kringum efnið, komið þér með ákveðið svar, já eða nei. — Er það skoðun yðar, að alltaf sé hægt að krefjast slíks svars? spurði Slengerik. — Já, það tel eg skilyrðislaust. — Má eg þá fyrst koma með gagnspurningu? — Já, látið hana bara koma, sagði Tange. — Nú, jæja þá, þá spyr eg yður, Mads Peter Tange: — Eruð þér hættir að misþyrma konunni yðar?

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.