Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 01.04.1960, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 01.04.1960, Blaðsíða 1
VERKfllflfH XLIII. árg. Akureyri, föstudaginn 1. apríl 1960 13. tbl. Sérlrúarflokkurinn Vollar Jehúva leggur bann við, að mannslífum sé bjargaS með blóðgjöf Er rétt, að boðendur slíkra trúarafbrigða gangi bæ frá bæ og prediki kenningar sínar? í íslenzku dagblöðunum hefur a. m. k. tvisvar verið sagt frá því síðustu vikurnar, að börn í fjörrum heimsálfum hafi látið lífið af blóðmissi sakir þess, að foreldrar barnanna lögðu blátt bann við því, að lífi þeirra væri bjargað með blóðgjöf. í bæði skiptin átti þarna hlut að máli fólk, sem telzt til sér- trúarflokks þess, sem nefnir sig Votta Jehova. Vegna þess, að trúboðar frá sérstrúarflokki þessum hafa nokkuð látið á sér bera hér á landi hin síðari ár a. m. k., er rétt að víkja nokkuð nánar að þessum atburðum, þó að þeir hafi gerzt víðsfjarri ströndum okkar lands. Fyrst áhangendur þessa sértrúarflokks eru til hér á landi gætu atburðir eins og þeir, sem nú hafa gerzt í Banda- ríkjunum og Ástralíu, einnig komið fyrir hér, og er eins gott, að fólk geri sér grein fyrir því. En þeir atburðir, sem hér er átt við, urðu í nefndum löndum. í Bandaríkjunum dó fjögurra ára drengur vegna þess, að foreldrar hans neituðu að honum yrði gef- ið blóð, og honum blæddi því út á meðan beðið var úrskurðar dómara um að blóðgjöfin skyldi framkvæmd, þrátt fyrir bann foreldranna. Þetta gerðist í Kaliforníu, en síðan hefur þar verið kveðínn upp dómur, sem heimilar læknum að gefa börnum blóð án samþykkis foreldranna. í Ástralíu varð mjög hliðstætt atvik. Þar neitaði faðir tveggja ára barns, að því væri gefið blóð, er það lá fársjúkt á sjúkrahúsi. Þar, eins og í Bandaríkjunum, fór málið síðan fyrir dómstólana, VIÐREISN! Þegar gengislækkunarfrum- varpið kom fram var því logið að fólki, að helztu nauðsynjavör- ur, eins og kornvörur, kaffi og sykur, myndu lítið sem ekkert hækka í verði, þar sem þær yrðu t greiddar niður. Reynzlan ætlar nú samt að sýna annað, því að miklar hækkanir hafa þegar orð- ið á þessum vörum og eiga þó eftir að koma meiri hækkanir. Sem dæmi um þessar hækkan- ir má henda á, að 5 punda Clbs.) hveitipoki, sem fyrir gengisfell- inguna kostaði kr. 12.55, er nú kominn upp í kr. 18.30, og á þó enn eftir að hækka um eina til tvær krónur. Þannig verður hækkunin á hveitinu meira en 50%, og svipuð verður útkoman með aðrar matvörur. Og kjaraskerðingin verður ca. 3% segja stjórnarflokkarnir. og úrslitin urðu þau, að faðirinn var dæmdur fyrir morð, og jafn- framt því var úr því skorið, að framvegis skyldu læknar hafa fullan ákvörðunarrétt um það, hvenær blóðgjöf væri fram- kvæmd. Hér á landi er ekki vitað til þess, að atburðir sem þessir hafi átt sér stað, enda.mun það ekki venja lækna hér að leita álits foreldra um það, hvort lífi barna skuli bjargað með blóðgjöf. Hér mun blóðgjöf almennt talin svo sjálfsögð, ef hægt hægt er að bjarga með henni lífi einhvers, að litið er á hana, bæði af lækn- um og almenningi, sem sjálf- sagðan hlut. Þrátt fyrir það gætu hér komið fyrir atvik eins og að framan greinir. Það gæti komið fyrir, að foreldrar bönn- uðu lækni, án þess að hann leit- aði eftir áliti þeirra, að gefa barni þeirra blóð til að bjarga lífi þess. Það er reyndar að ís- lenzkum lögum skylda hvers manns að bjarga lífi annarra, ef hann hefur möguleika til, og sú skylda hvílir ,að sjálfsögðu ekki sízt á læknum, en samt kynnu að renna tvær grímur á suma lækna, ef foreldrar barns stæðu yfir þeim og bönnuðu að fram- kvæma blóðgjöf eða einhverja aðra læknisaðgerð. Þá kemur upp spurningin hvort megi s,n meira réttur foreldra yfir barni sínu eða skylda læknisins til að reyna, hvað sem tiltækilegast er, til bjargar. Ef tvísýnt er t. d. um það, hvort blóðgjöf kemur að gagni til að bjarga lífi barns kynni hér að verða um álitamál að ræða. Það er því fyllilega tíma bært, að sett verði í íslenzk lög skýr ákvæði um þetta atriði, svo að fyrirbyggt verði, að atburðir eins og þeir, sem getið er hér að framan geti nokkru sinni komið fyrir hér á landi. Einhverjir kynnu að segja, að hér á landi væru ekki slíkir for- eldrar, að þeir bönnuðu, að reynt væri að bjarga Hfi barns þeirra. En á meðan til er í landinu fólk, sem aðhyllist sérstrúarskoðanir,- sem telja blóðgjafir syndsamleg- ar, þá er hættan alltaf fyrir hendi. Og þó myndi hættan fyrst verða alvarleg, ef einhverjir áhangendur þessarra sértrúar- hópa gerðust sjálfir læknar. Að Framhald á 4. siðu. Símahappdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Námskeið í bóka- safnsfræðum Samkvæmt tilkynningu frá fræðslumálaskrifstofunni er vænt anlegur hingað til lands á veg- um upplýsingaþjónustu Banda^ ríkjanna Magnús K. Kristoffersen bókavörður, mikill áhugamaður og fræðari um almenningsbóka- söfn. Hann heldur námskeið í Reykjavík dagana 22. til 28. apríl fyrir bókaverði og áhugamenn um störf og starfsskilyrði al- menningsbókasafna. Dagana 5. til 10. maí heldur hann sams konar námskeið á Akureyri í húsa- kynnum íslenzk—ameríska fé- lagsins. Kristoffersen þessi er danskur að ætt og uppruna og flytur erindi sín á dönsku Um síðustu helgi dvaldist Sveinbjörn Finnsson, fram- kvæmdastjóri Styrktarfélags lam aðra og fatlaðra í Reykjavík, hér í bænum og skýrði hann blaða- mönnum þá m. a. frá því, að nú væri félagið að fara af stað í þriðja sinn með símahappdrætti til styrktar starfsemi sinni, og yrðu miðar seldir í Reykjavík, Hafnarfirði, Keflavík og á Akur- eyri eða alls staðar, þar sem sjálfvirkar símastöðvar eru. Áð- ur hafa miðar aðeins verið seldir í Reykjavík og Hafnarfirði. Verð hvers happdrættismiða er kr. 100.00, og er sölu þeirra hag- að þannig, að um ákveðinn tíma hafa símanotendur forkaupsrétt að miða með þeirra símanúmeri, en að þeim tíma liðnum eru mið- ar seldir hverjum sem vera vill. Útgefnir miðar eru jafnmargir númerum sjálfvirku stöðvanna. Ágóðanum af happdrætti þessu ver Styrktarfélagið til að greiða halla af rekstri æfingastöðvar þeirrar, sem það hefur rekið í Reykjavík frá því í ársbyrjun 1956, og einnig til að standa straum af kostnaði við rekstur sumardvalarheimilis fyrir fötluð börn. Sú starfsemi hófst í fyrra og gaf góða raun. Auk teknanna af happdrættinu hefur Styrktar- félagið fastar tekjur af sölu eld- spýtnastokka með merki félags- ins, en tekjur af þeim hafa num- ið um hálfri milljón króna á ári. í æfingastöð félagsins í Rvík hafa um það bil 600 sjúklingar notið einhverrar aðstoðar og æf- inga frá því að hún tók til starfa, og að jafnaði eru 40 til 50 sjúkl- ingar til meðferðar í einu. Hefur starfsemi æfingastöðvarinnar orð ið mörgum til ómetanlegrar hjálpar. Er því full ásætða til að veita Styrktarfélaginu þann stuðning, sem hægt er, því að ennþá á það sínu hlutverki að gegna, enda þó að þeir tímar hljóti að koma áður en langt um líður, að opinber sjúkrahús taki við þeirri starfsemi, sem æfinga- stöðin nú hefur með höndum, en Sjálfsbjargarfélögin við annarri starfsemi Styrktarfélagsins. Þau eru hinn rétti aðili til að veita forstöðu og hafa forystu fyrir hvers konar málum, sem að gagni mega koma fyrir fatlað fólk, og þau hafa sýnt það með því, hversu glæsilega þau hafa hafið feril sinn, að þau verða fær um að gegna þessu hlutverki og hafa þrótt til að sinna því af þeim kjarki og dug, sem nauð- synlegt er, að fyrir hendi sé. Og engir vita betur, en fatlaða fólk- ið sjálft, hvar skórinn kreppir í hverju tilfelli. HETJAN PÉTUR Pétur er maður nefndur, al- þingismaður Sigurðsson. Hann var á framboðslista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík í haust og hlaut kosningu til þings. Síðan kynnir hann sig jafnan sem Pét- ur alþingismann, og er ekkert athugavert við það, fyrst maður- inn er alþingismaður, áður hét hann Pétur sjómaður. Það var auðvitað ekki nærri eins fínt, en gott þó í vissum tilfellum. Pétur þessi nýtur þeirrar hamingju í ríkum mæli, að hann þjáir ekki minnimáttarkennd. Nefndur Pétur var einn af ræðumönnum þeim, sem Heim- dallur, félag ungra Sjálfstæðis- manna tefldi fram á kappræðu- fundi við Æskulýðsfylkinguna, sem efnt var til í Reykjavík sl. þriðjudagskvöld. Þá gerðist sá atburður, að Ingi R. Helgason, sem talaði af hálfu Fylkingar- manna, bað Pétur að vera með- flutningsmann að tillögu, er hann hafði samið, og var'á þessa leið: „Sameiginlegur fundur Æsku- lýðsfylkingarinnar og Heimdall- ar, haldinn í Sjálfstæðishúsinu þriðjudaginn 29. marz, fordæmir harðlega þann opinbera fjand- skap gagnvart íslenzku þjóðinni og þann beina stuðmng við ódæðisverk Breta í íslenzkri landhelgi, sem fólginn er í til- lögu Bandaríkjanna á yfirstand- andi sjóréttarráðstefnu Samein- uðu þjóðanna, og skorar eindreg- ið á fulltrúa fslands á ráðstefn- unni að hvika hvergi frá núver- andi 12 mílna fiskveiðilögsögu fslands." Ingi tók það strax fram, að hann myndi því aðeins óska eft- ir, að tillagan yrði borin upp, að um hana væri full samstaða af hálfu fundarboðenda. Sú sam- staða reyndist ekki fyrir hendi. Pétur sjómaður, Pétur alþingis- maður, neitaði að skrifa undir, og þar með var tillagan úr sög- unni. Hann reyndist svo sem hetja, Pétur alþingismaður. Starfsfræðsludagur á sunnudag Auk viðtala verða kvikmyndasýningar og heimsóknir á vinnustaði Fyrir þremur árum gekkst Æskulýðsheimili templara á Ak- ureyri fyrir starfsfræðsludegi á Akureyri. Nú hefur verið ákveðið að Æskulýðsheimilið gangist fyrir öðrum starfsfræðsludegi hér n.k. sunnudag. Mun Ólafur Gunnars- son sálfræðingur skipuleggja daginn og stjórna þeirri fræðslu, sem þar verður veitt. Er gert ráð fyrir að veita ungu fólki ýmsar upplýsingar um atvinnugreinar, svo sem iðnað, sjómennsku, verzlun o. fl. Munu menn úr við- komandi starfsgrein gefa upplýs- ingar, og getur unga fólkið valið starfsgreinar eftir eigin vild til að spyrja um. Auk viðtalanna verða nú kvik- myndasýningar í sambandi við starfsfræðsluna, og ennfremur verður farið í heimsóknir á ein- staka vinnustaði. Starfsfræðslan fer fram í Barnaskóla Akureyrar og hefst klukkan 2, en gert ráð fyrir að lokið verði um kl. 4. Unglingar utan Akureyrar eru jafnvel- komnir og unglingar úr bænum. Aðsókn að starfsfræðsludegin- um var allgóð, er hann var hald- inn hér fyrir þremur árum. í Reykjavík hefur starfsfræðslu- dagur verið árlega hin síðustu ár og aðsókn verið sívaxandi og langsamlega mest að þessu sinni, en þá var starfsfræðsludagurinn þar síðastliðinn sunnudag. Þá komu þar einnig stórir hópar unglinga utan Reykjavíkur. 3 PRÓSENT. f dag hækkar allt vöruverð (nema á vatni og mjólk) um 3 prósent, og í sumum tilfellum miklu meira. Viðreisnin er í full- um gangi, og kratar og íhalds- menn allir ánægðir.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.