Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 01.04.1960, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 01.04.1960, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 1. apríl 1960 Álykfun 12. þings Sósíalistafl. um sjávarútvegsmál 12. þing Sameiningarflokks al- þýðu — Sósíalistaflokksins — telur sjávarútveginn og gengi hans vera eina meginstoð þess, hve greitt gengur að byggja upp og tryggja góð lífskjör almenn- ings í landinu og að svo muni það verða a. m. k. í náinni fram- tíð. Eftir gengisfellinguna 1950 tók við mikið kyrrstöðu- og hnignun- artímabil í siávarútveginum í samfellt sex ár. Mjög mikils vert var því, að sjávarútvegurinn var efldur mikið í valdatíð vinstri stjómar- innar. Ákveðin voru kaup margra fiskiskipa og sem svar- aði um 15% skipastólsins. Fiski- skipunum var haldið meira út til veiða en áður, og ný tækni hag- nýtt við veiðarnar, svo sem ný fiskileitartæki, betri veiðarfæri o. fl. Ný og fullkomin fiskiðjuver byggð, og mörg önnur búin nýj- um vélum og tækjum. Tekin upp ný stefna í afurðasölumálum með því að gera stóra sölusamn- inga til þriggja ára við Sovétrík- in og fleiri lönd, sem veittu sjáv- arútveginum aukið öryggi frá því sem áður var. Kjör sjómanna voru bætt verulega og hlunnindi þeirra aukin, svo sem skattfríð- indi, enda fjölgaði íslenzkum sjó- mönnum á skipunum jafnframt því, sem útlendum sjómönnum fækkaði stöðugt. Síðast, en ekki sízt, er útfærsla fiskveiðiland- helginnar í 12 mílur sem marka mun tímamót í sögu íslenzks sjávarútvegs. Af hinum nýju fiskiskipum voru um 20 þeirra, 140 til 250 rúml. ætluð til að hagnýta djúp- miðin út af Norður- og Norður- austurlandi, til að auka fram- leiðslu og atvinnu í sjóþorpun- um norðanlands. Og einnig voru þessi skip ætluð til sóknar frá Austfjörðum og miðunum við Austur- og Suðausturland. Þessi skip komu til Iandsins, og hafa flest skilað góðum árangri á hin- um stutta reynslutíma og aukið framleiðslu viðkomandi sjóþorpa mjög mikið. Er þessi árangur sér- staklega mikilvægur núi, þegar verið er að gefast upp við rekst- ur nokkurs konar strandferða- togara, sem áttu að Ieggja upp um kaup á nýjum togurum. Stendur þar autt skarð í upp- byggingu sjávarútvegsins á þess- um tíma. Þrátt fyrir hinn stóraukna afla og mikla árangur af starfinu á sjónum voru öll kjör sjómanna stórlækkuð með lögum Alþýðu- flokksstjórnarinnar í febrúar- byrjun 1959, og sækir nú aftur í það fyrra horf (frá 1953—55) að sjómenn fara í land af skipun- um og leitað er víða erlendis eftir mönnum á skipin. Hafa nú t. d. 8 til 9 af 43 togurum lands- ins legið bundnir í höfnum vegna skorts á sjómönnum. í kjölfar hinna nýju efnahagsráð- stafana ríkisstjórnarinnar er mikil ástæða til að ætla að erfið- ir tímar bíði nú mikils hluta sjávarútvegsins. Flokksþingið telur að eftirfar- andi verkefni séu nú aðkallandi að komið verði í framkvæmd til eflingar sjávarútvegi landsins: 1. Að kjör sjómanna verði bætt svo, að útvegurinn geti starfað stöðugt og eðlilega og öll íslenzku skipin eingöngu mönnuð íslenzk- um sjómönnum. 2. Að staðið verði áfram órjúf- andi vörð um 12 mílna fiskveiði- landhelgina og hún varin til hins ýtrasta. 3. Að vextir vegna uppbygg- ingar og reksturs útvegsins verði þegar lækkaðir í það, sem þeir voru áður, meðal annars svo að hægt verði að fullverka sem mest af aflanum. 4. Að ríkið setji á stofn verzlun með olíur og vélar með það fyrir augum að láta útveginum þessar vörur í té á sannvirði. 5. Að unnið verði kapsamlega að því, að á næstu 10 árum verði byggðar — eftir fyrirfram gerðri áætlun — „lokaðar" hafn- ir í öllum þeim veiðistöðum, sem vel liggja við fiskimiðum, og veitt verði stóraukið fjármagn til hafnarframkvæmda frá því sem verið hefur. 6. Að haldið verði stöðugt áfram að byggja upp fiskiskipa- stól landsins. Að sendir verði á vegum ríkisins einn til tveir vel reyndir sjómenn til að vera með í einni eða fleiri veiðiferðum á svokölluðum „skuttogurum" til er hafi meðal annars það hlutverk að annast leit nýrra fiskimiða, gera tilraunir með nýjar gerðir veiðarfæra, tækja, véla og v'innu- aðferða, bæði á sjónum og við verkun aflans í landi, fyrir- komulagi á fiskiskipurríj gerð nýrra og betri fiskikorta o. fl. til umbóta á sjávarútveginum", og verði þessarri stofnun séð fyrir hæfilegum skipakosti í þessi verkefni. 10. Að hlutatryggingarsjóður verði efldur og lögunum um hann breytt í samræmi við fengna 10 ára reynslu síðan hann tók til starfa, svo að sjóðurinn verði betur fær um að leysa af hendi nauðsynlegt hlutverk sitt fyrir útveginn. AKTLn tFl 1»' II, ,', l\ afla til vinnslu á ýmsum þess-lað kanna sem bezt hvort skip af arra staða. Einnig er það mikils- vert að hagnýta fiskimiðin svo sem kostur er allt í kringum landið, og vinnslumöguleikana, í stað þess að auka stöðugt sóknina á miðin við Suðvesturland. Arangur af uppbyggingu sjáv- arútvegsins á þessum stutta tíma, er þegar farinn að færa þjóðinni ríkulegan ávöxt. Afla- magnið í heild hefur aukizt um 30%. Einnig hefur íslenzka sjó- mannastéttin sett nýtt aflamet með því að skila í land fullum 100 lestum af fiski fyrir hvern mann sem veiðarnar stunduðu sl. ár. Jafnframt því að þessi góði ár- angur er metinn réttilega, er þó líka mikil ástæða til að víta þau brigð samstarfsflokka í vinstri stjórninni, sem urðu á því að staðið væri við gerða samninga þeirri gerð muni henta fyrir ís- lenzkan útveg. Ef athugun þessi leiðir í ljós að svo sé, þá verði á næsta ári tveir nýjir svokallaðir „skuttogarar" keyptir, svo að ís- lendingar geti sem fyrst aflað sér eigin reynslu um hæfni slíkra skipa fyrir aðstæður hérlendis. 7. Að niðursuðuiðnaður fyrir fiskafurðir verði stóraukinn og að verulegur hluti af síldarfram- leiðslunni verði lagður niður í dósir til sölu erlendis. Verði nið- ursuðuverksmiðjum veitt hag- kvæm lán til bygginga og véla- kaupa. 8. Að lán úr Fiskveiðasjóði til skipakaupa verði veitt fyrir 80% af kostnaðarverði skipanna og 85% af byggingarkostnaði skipa, sem byggð eru innanlands. 9. Að komið verði á stofn „Tæknistofnun sjávarútvegsins", Fermingarmessa í Akureyrar- kirkju n.k. sunnudag kl. 10 f. h. Sálmar nr.: 590 — 648 — 594 — 591 — 203. — K. R. Félag jazzáhugamanna. Nýlega var stofnað hér á Akureyri félag jazzáhugamanna. Að stofnuninni stóðu nokkrir hljóðfæraleikarar og fleiri áhugamenn um þessi mál. Tilgangurinn með stofnun félagsins er, að vinna að auknum skilningi manna á jazzmúsik, og að gefa félagsmönnum kost á fræðslu og kynningu á þessari tegund tónlistar. Fyrsti fundur félagsins verður næstkomandi laugardag kl. 3 e. h. í Alþýðu- húsinu. Efni fundarins verður sem hér segir: Inntaka nýrra fé- laga, lifandi tónlist, plötukynn- ing, erindi, plötugetraun og kvikmyndasýning. Filmía. Á laugardag sýnir Filmía Manninn frá Aran í Borg- arbíó. Hún fjallar um líf fólksins á eynni Aran undan frlands- strönd og er talin góð. Sjálfsbjörg heldur skemmti- fund sunnudaginn 3. apríl kl. 3.30 e. h. í Alþýðuhúsinu. — Félagar, fjölmennið. — Stjórnin. Minningarspjöld. Kvenfélagið Hlíf hefur látið gera smekkleg minningarspjöld. Þau verða til sölu í Bókaverzlun Jóhanns Valdemarssonar og hjá frú Lauf- eyju Sigurðardóttur, Hlíðargötu 3. Ágóði minningarspjaldanna gengur til barnaheimilisins í Pálmholti. — Stjórnin. Togararnir frá Akureyri eru nú allir á veiðum. Þrír þeirra lönduðu um síðustu helgi: Kald- bakur á laugardag 130 lestum, en Harðbakur og Svalbakur á mánudag ca. 150 og 120 lestum. Spilakvöld hjá IÐJU Iðjuklúbburinn verður í kvöld, föstudag I. apríl kl. 8.30 í Alþýðuhúsinu. Spiluð Eélagsvist, góð kvöldverðlaun. Dans á eftir. Hljómsveit hússins leikur. Helena syngur með hljóm- sveitinni. — Fjölmennið. Skemmtið yk'kur. HVERGI MEIRA FJÖR. STJÓRNIN. Úr skýrslu Sjómanna- og gesta- heimilis Siglufjarðar Stúkan Framsókn á Siglufirði hefur nú starfrækt Sjómanna- og gestaheimili Siglufjarðar í 21 ár. I skýrslu um starfsemina á sl. sumri er m. a. þessar upplýsing- ar að finna: Heimilið starfaði frá 18 .júní til ágústloka og var opið daglega frá 10 f. h. til 23.30 e. h. Veiting- ar voru framreiddar og dagblöð og tímarit lágu frammi til lestr- ar, ennfremur höfðu gestir píanó og orgel til afnota, svo og töfl og spil. Annast var um móttöku og sendingu bréfa, peninga og sím- skeyta. Lesstofuna heimsóttu margir, lásu blöð og bækur og skrifuðu bréf. Var þar oft þröngt á landlegudögum. I bókasafni heimilisins eru nú 2300 bindi, 200 voru keypt á ár- inu. Lánaðar voru bækur í skip, allt að 10 í einu, og einnig voru bækur lánaðar til verkafólks í landi. 36 skipshafnir fengu bæk- ur að láni, og alls voru lánuð út 630 bindi. Aðsókn var mikil að böðum heimilisins og komust oft færri að en vildu. Alls voru bað- gestir 1844. Gestafjöldi alls varð 5380, þar af 3420 í júlí og 1960 í ágúst. Husakynni heimilisins voru þau sömu og áður, en þau eru nú orðin mjög ófullnægjandi og lé- leg, svo að óhjákvæmilegt er, að fram fari endurbygging og gagn- gerð viðgerð. En erfið fjárhagsaf- koma hefur háð starfseminni hin síðari ár. Þó hafa margar skips- hafnir og nokkrir útgerðarmenn fært heimilinu góðar gjafir, og námu þær á síðasta ári alls kr. 22.910.00. Frá ríkissjóði fékk heimilið 10.000.00 kr. styrk, frá Siglufjarðarkaupstað 2 þús. og frá Stórstúku íslands 5 þúsund kr. Fyrir alla þessa aðstoð kann stjórn heimilisins hlutaðeigend- um beztu þakkir. Tapað 25. marz tapaðist veski með peningum í á leið frá Stór- holti 12 að íþróttahúsinu. Vinsamlegast skilist gegn fundarlaunum á Lögreglu- varðstofuna. Reiðhjól Sjónaukar Bakpokar Svefnpokar Tjöld Myndavélar Myndaalbúm Veiðistengur o. m. 11. Gjörið svo vel og lítið í gluggana. JARN- OG GLERVÖRUDEILD SKRIFSTOFUSTÚLKA Stúlka getur fengið starf í skrifstofu landssímans á Ak- ureyri 1. maí n. k. Umsóknir sendist mér fyrir 15. apríl n. k. SÍMASTJÓRINN. FRÁ LANDSSÍMANUM Þar sem ákveðið hefur verið að stækka sjálfvirku stöð- ina á Akureyri um 500 númer, á næstu vikum, eru þeir sem hafa pantað síma góðfúslega beðnir að endurnýja pöntun sína fyrir 15. apríl n. k. Nýjum símapöntunum verður veitt móttaka á skrif- stofunni kl. 10—16 daglega. SÍMASTJÓRINN. Nú er grátur fregur Nýjar gamanvísur undir vinsælum lögum. Komnar í allar bókabúðir. Utgefandi

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.