Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 01.04.1960, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 01.04.1960, Blaðsíða 3
Föstudaginn 1. apríl 1960 VERKAMAÐURINN 3 TBEnHIHRIlIS - vikublað - Eemur út á Akurejri á föstu- Útgefandi er Sosíal- ig Akureyrar. Skxif- blaðsins er £ . Þorsteim Jðnatansson islcriftarverð 3er. 50.oo arg. Blaðið ©r prentað £ Prent- verki Odda Björnssonar h.f. t. *«*. í í 'tb.* HÆTTUSPIL ÁHRIFIN a£ efnahagsráðstöfunum íhalds- kratastjórnarinnar eru nú farin að koma í ljós, ekki aðeins í viðskiptum hér innanlands, heldur einnig í viðskiptum okkar við aðrar þjóðir. Og árangurinn af þeim virðist ekki ætla að verða glæsilegri á þeim vettvangi en í innanlandsviðskiptunum. Þannig lítur nú út fyrir, að strax í fyrstu lotu eigi að koma fyrir kattarnef miklu af þeim viðskiptum, sem við höfum átt við Austur-Evrópuríkin á undanförnum árum og hafa reynzt okkur mjög hagstæð vegna þess, að þar höfum við getað selt flestar fram- leiðsluvörur okkar á góðu verði og að mestu eftir hendinni, þannig að ekki hafa safnast birgðir af óseljanlegum vörum í landinu. En viðskipti við vöruskiptalöndin byggj- ast að sjálfsögðu á því, að við kaupum þaðan vörur fyrir þær, sem við seljum þangað. En nú er boðað, að veita eigi heildsölum leyfi til að kaupa vörur yfirleitt hvar sem þeim sjálfum dettur í hug og án tillits til þess, hvort þau lönd, þar sem vörurnar eru keypt- ar, vilja aftur kaupa okkar vörur. Til þess að koma á þessani breytingu í utanríkisverzlun- inni voru stóru eyðslulánin tekin erlendis. Með þeim á fyrst í stað að greiða þær vörur sem við kaupum af löndum, sem ekki vilja kaupa af okkur fyrir jafn mikla upphæð gjaldeyris og við eyðum til kaupa hjá þeim. En ekki er annað líklegra en að afleiðingin verði sú, að í landinu hrúgist upp miklar miklar birgðir framleiðsluvara, sem við ekki getum selt eða þá aðeins fyrir mjög lágt verð. Gæti þá svo farið, að illt yrði ástandið, þegar búið er að eyða stóru lánunum. Á þriðjudaginn var mátti lesa í sjálfu Al- þýðublaðinu, öðru aðalmálgagni ríkisstjóm- arinnar, fyrstu fréttimar af því, hversu nú horfir í afurðasölumálunum. Þar var frá því sagt, að hætta væri á því, að setja yrði í gúanó allt að 20 þúsund tunnur af freðsíld, vegna þess að tekið hefði fyrir sölu hennar til Aust- ur-Evrópu. — Gjaldeyrisverðmæti þessarrar síldar mun nema um það bil 12 milljónum króna. Einnig var upplýst, að ef ekki rættist úr um sölu freðsíldarinnar myndi ekki verða af neinum vorsíldarveiðum, en með því töp- uðust gjaldeyrisverðmæti sem nema tugum milljóna miðað við undanfarin ár. Upplýsingar þessar komu fram í viðtali við Sturlaug Böðvarsson útgerðarmann á Akranesi, og upplýsti liann jafnframt, að ástæðan fyrir sölutregðunni myndi vera sú, að dregið hefði verulega úr innflutningi frá vöruskiptalöndunum í Austur-Evrópu. Inn- flytjendur myndu vera að bíða eftir væntan- legum frílista og héldu að sér höndum um vörukaup að austan á meðan. En afleiðingin væri svo sú, að ekki væri unnt að selja vör- urnar austur, þetta ætti ekki aðeins við um lreðsíldina, heldur væri einnig farið að gæta sölutregðu með freðfisk og fiskimjöl. Þetta er sem sagt fyrsti árangurinn af „frjálsu verzluninni“. En hvar stendur þjóð- in, þegar hún hefur glatað mörkuðum fyrir framleiðsluvörumar. BÆJARGJALDKERASTARF Starf bæjargjaldkera lijá Húsavfkurbæ er laust til um- sóknar. Laun samkv. VII launaflokki (cirka kr. 6200— 6300 mánaðarlaun). Umsækjandi þarf að hafa góða þekkingu á bókhaldi og vera vanur skrifstofustörfum. Umsóknarfrestur er til 23. apríl n. k. Nánari upplýsingar veitir bæjarstjóri. BÆJARSTJÓRINN í HÚSAVÍK. Frá Vmnumiðlunarskrifstofunni: Frarnboð: Stúlkur til heimilis- og barnagæzlu á kvöldin. 6 kaupakonur (ungar) frá maílokum. Eftirspurn: 6 ráðskonur, á sveitaheimili og með vinnuflokkum. Tvenn hjón á sveitaheimili (sumar- eða ársráðning, gjarna með börn). 3 stúlkur á Kristnesshæli (1 vön strax, 2 frá maí- lokum). VINNUMIÐLUNARSKRIFSTOFA AKUREYRAR Strandgötu 7. — Símar 1169 og 1214. TILKYNNING NR. 6/1960 Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi há- marksverð á brauðum í smásölu: Rúgbrauð, óseydd, 1500 gr........... kr. 6.70 Normalbrauð, 1250 gr................ — 6.70 Séu nefnd brauð bökuð með annarri þyngd en að of- an greinir, skulu þau verðlögð í hlutfalli við ofangreint verð. Á þeinr stöðum, sem brauðgerðir eru ekki starfandi, má bæta sannanlegum flutningskostnaði við hámarks- verðið. Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verðið vera kr. 0.20 hærra en að framan greinir. Söluskattur er innifalinn í verðinu. Reykjavík, 24. marz 1960. VERÐLAGSSTJÓRINN. Til fermingargjafa: SKRIFB0RÐ, mikið úrval SNYRTIB0RÐ, margar gerðir K0MMÓÐUR, 3ja og 4ra skúffa PLÖTUSPILARASKÁPAR FRANSKAR K0MMÓÐUR BÓKAHILLUR, með og án glers RÚMFATASKÁPAR SKRIFBORÐSSTÓLAR ARMSTÓLAR VEGGTEPPI o. m. fl. Allt með gamla verðinu. BÓLSTRUÐ HÚSGÖGN H. F. Hafnarstrœti 106. — Simi 1491. Fylgist með tímanum Vel menntaður api, sem slapp frá pólskum sirk- usflokki, er var á ferð um Tel Aviv, lék þar laus- um hala í þrjá sólarhringa unz hann loks náðist aftur og var lokaður inni í búri sínu. En á meðan hann gekk laus tókst honum að ræna fjölmarga ís- skápa í íbúðum í borginni. Apanum hefur greinilega verið kunn orðin sú staðreynd, að það eru ekki allir ávextir fastir á trjám, hann fór því í kæliskápana og tæmdi þá af eplum, appelsínum og banönum. Hann var ekki í neinum vandræðum með að komst inn í húsin, opn- ir gluggar komu honum alveg að sömu notum og opnar dyr. Vel siðaður þjófur Þessi saga gerðist á Manhattan í sjálfri New York. Þjófurinn eldroðnaði og varð skelkaður mjög, þegar húsmóðirin, frú Margaret Wortsmann, kom allsnakin út úr baðherberginu og truflaði hann á svo óvenjulegan hátt við að leita í íbúðinni. En þjófsi áttaði sig þó fljótt, og mælti: „Viljið þér gera svo vel að klæða yður í nauðsynlegustu föt, svo að eg geti bundið yður og tekið peninga yðar?“ Frúin hlýddi, hún fór í baðkápu og þjófur- inn batt hana vendilega áður en hann hvarf á brott með 2.000 kr. í peningum og 7 þúsund króna virði í skartmunum. Stórvirkir þjófar Þjófar, sem eins og flestir stéttarbræður þeirra, starfa um nætur, hafa framið umfangsmeiri þjófn- að á Adríahafsströnd ítalíu, á milli borganna Ra- venna og Ancona, en algengt er að stéttin ráðist í. Ströndin er þarna fögur og eftirsótt af ferðamönn- um og sumardvalarfólki, en þjófarnir hafa á köfl- um rænt mestu af sandinum. Margvíslegur útbún- aður hefur verið reyndur til að stöðva þjófana og koma í veg fyrir að þeir kæmust með tæki sín til strandarinnar, en allt án árangurs. Þjófamir selja byggingamönnum á ítalíu sand- inn dýrum dómum. Á einstökum stöðum hefur ver- ið ekið burtu allt að 10.000 kúbikmetrum. Það er svo sem hægt að stela fleiru en gulli og gimstein- um, og satt bezt að segja munu menn hér skilja svona þjófnað betur, því að hér hefur það ýmsa góða menn hent að stela sandi og grjóti. Það er bara í svo smáum stíl hjá okkur, að ekki er orð á hafandi. Hvað varð um nefið? í borginni Dusseldorf gerðist það í fyrra mán- uði, að 31 árs ökumaður var handtekinn og ákærð- ur fyrir að hafa bitið nefið af opinberum embætt- ismanni að skyldustörfum. Ökumaðurinn hafði gerzt rostafullur inni á veitingakrá eftir að af- greiðslumaðurinn neitaði honum um meiri veiting- ar. Lögregluþjónn var kvaddur á vettvang, en öku- maðurinn réðist á hann, hafði hann undir og beit af honum nefið. Lögregluþjónninn liggur nú á sjúkrahúsi, þar sem reynt verður að festa á hann gerfinef. Talar með falskri tungu I Aachen í Þýzkalandi var tungan skorin úr manni vegna krabbameins í henni. Nú hefur gerfi- tunga verið grædd í munn hans í staðinn, og hann er sem stendur að læra að tala með henni. Maður- inn er 66 ára, en honiun miðar þó nokkuð áfram við námið. Skurðlæknirinn telur góðar vonir um árangur af aðgerðum sem þessarri. Gæti þá svo farið, að flest færi að verða falskt í munnum manna. Notkun eiturs Eitt sinn var það á fundi, þar sem danski þing- maðurinn Slengerik talaði, að kona ein hrópaði til hans af miklum æsingi: — Ef þér væruð maðurinn minn, þá gæfi eg yð- ur inn eitur. Slengerik svaraði þegar í stað: — Kæra frú, ef þér væruð konan mín, þá myndi eg taka það sjálfur.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.