Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 01.04.1960, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 01.04.1960, Blaðsíða 4
VERKAMAÐURINN Föstudaginn 1. apríl 1960 Furðulegt lómlæli um framkvæmdir í byggingamálum Byggir Akureyrarbær engar íbúðir í sumar? Það er öllum þeim kunnugt, sem eitthvað fylgjast með störf- um bæjarstjórnar Akureyrar, að síðustu árin hefur hvað eftir annað verið rætt innan bæjar- ráðs og bæjarstjórnar um þá þörf, sem á því er, að bæjarfé- lagið byggi íbúðarhúsnæði fyrir þá bæjarbúa, sem í verstum húsakynnum búa og ekki hafa neina möguleika til að komast í betra húsnæði af eigin rammleik. Samþykktir hafa verið gerðar í bæjarstjórn um framkvæmdir í þessum málum, en til þessa hef- ur setið við samþykktirnar ein- ar. Framkvæmdir hafa engar orðið. Ekki er fyllilega ljóst, hvað það er, sem raunverulega veldur, en full ástæða er til að ætla, að einungis sé um að kenna tregðu meirihluta bæjarstjórnar og sumra starfsmanna bæjarins. Saga málsins. Hér skal í stuttu máli rakið, hver gangur þessarra mála hefur verið hjá bæjarstjórninni: í desember 1958 fluttu bæjar- fulltrúar Alþýðubandalagsins til lögu um að hafizt yrði handa um byggingar íbúða til útrýmingar heilsuspillandi húsnæði á árinu 1959 og að á fjárhagsáætlun yrði hálf milljón króna ætluð til þeirra framkvæmda. Tillögunni var vísað til bæjarráðs, en í framhaldi af henni var ákveðið að kanna, hversu mikil brögð væru að heilsuspillandi húsnæði í bænum. Ekki fékkst tekið inn á fjárhagsáætlun framlag til byggingaframkvæmda. Á fundi bæjarrráðs 26. febrúar var tekin fyrir skýrsla um heilsuspillandi húsnæði, undir- rituð af bæjarverkfræðingi, byggingaíulltrúa, heilbrigðisfull- trúa og héraðslækni. Þeir höfðu skoðað 20 íbúðir og töldu 11 af þeim óíbúðarhæfar og heilsu- spillandi. Samþykkti bæjarráð þá að leggja til við bæjarstjórn, að hún hefði forgöngu um bygg- ingu 4 til 6 íbúða til útrýmingar heilsuspillandi húsnæði gegn því, að aðstoð fengist samkvæmt IV. kafla laga nr. 42 frá 1957, þ. e. framlag frá ríkinu, helmingur á móti framlagi bæjarins. Á fundi bæjarstjórnar 14. apríl 1959 var svo samþykkt að hefja þá þegar undirbúning að bygg- ingu sex íbúða raðhúsa við Vanabyggð á vegum bæjarins á grundvelli lagaákvæða um út- rýmingu heilsuspillandi húsnæð- is. Byggingafulltrúa og bæjar- verkfræðingi var falið að ganga frá teikningum og útboðslýsing- um og öllum undirbúningi skyldi hraðað svo, að framkvæmdir gætu hafizt um vorið. Fyrir fundi bæjarstjórnar 19. maí lá bréf frá bæjarverkfræð- ingi, þar sem hann kveður lítil líkindi til vegna anna á skrif- stofunni, að hægt verði að ljúka í tæka tíð undirbúningi að byggingu raðhúss miðað við að það yrði byggt um sumarið. Var þá bæjarstjóra falið að kanna möguleika á kaupum fokheldra íbúða í raðhúsum eða annars konar fjölbýlishúsum, sem byggð yrðu á annarra vegum en bæjar- ins. Eftir þetta var hljótt um mál- ið í fyrrasumar. Það var ekkert byggt og ekkert keypt af öðrum. í byrjun desember þótti bæj- arfulltrúum Alþýðubandalagsins tími til kominn að fara aftur að hreyfa málinu, með það þá fyrir augum, að hægt yrði að nota vet- urinn til undirbúnings og síðan yrði byggt á komandi sumri. — Tillaga þeirra var þannig: „Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkir að láta nú þegar hefja undirbúning að íbúðabyggingum á vegum bæjarins með það fyrir augum, að á næsta ári verði byggðar eigi færri en átta íbúðir til útrýmingar heilsuspillandi húsnæði. Sérstaklega skal at- hugað um, hvort ekki muni heppilegra að byggja þriggja til fjögurra hæða „blokkhús" frem- ur en raðhús og Ieitað álits skipulagsnefndar bæjarins um staðarval fyrir slíkt hús. Skal þessarri rannsókn hraðað svo sem framast er unnt, og jafnskjótt og ákveðið hefur verið, hvers konar hús verður byggt, skal hæfum mönnum falið að gera af því teikningar og verði þær til það snemma, að hægt verði að hef ja framkvæmdir snemma á næsta vori." Tillögunni fylgdi greinargerð, þar sem m. a. var bent á, að leita yrði til annarra en fastra starfs- manna bæjarins um undirbún- ing, ef þeir gætu ekki sinnt því verkefni í tæka tíð. TSfllögunná ásamt greinargerð var vísað til bæjarráðs og hefur síðan ekki af henni heyrzt. Þegar gengið var frá fjárhags- áætlun bæjarins fyrir yfirstand- andi ár fluttu bæjarfulltrúar Al- þýðubandalagsins enn tillögu um að ætlað yrði fé til bygginga íbúða, en sú tillaga hlaut aðeins atkvæði þeirra tveggja. Bæjar- fulltrúar íhalds, krata og Fram- sóknar greiddu allir gagnat- kvæði. Þannig standa málin í dag, og virðast a. m. k. ekki lengra á veg komin en á sama tíma í fyrra. — Ennþá ætti þó að vera tími til að ljúka hauðsynlegum undirbún- ingi, ef vilji er fyrir hendi. Þörfin er ærin. Stundum heyrist sagt, að svo mikið hafi verið byggt í bænum síðustu árin, að það sé alveg óþarft, að bærinn sé nokkuð að byggja, það sé til nóg af góðu húsnæði fyrir alla. En þrátt fyr- ir allar byggingarnar á undan- förnum árum, þá er þetta ekki rétt. Fjölmargar fjölskyldur búa ennþá í húsakynnum, sem sumir borgarar bæjarins myndu ekki geta hugsað sér að dvelja í næt- urlangt, hvað þá lengur. Og flestar þessar fjölskyldur eru þannig settar efnalega, að þær hafa enga möguleika til að kom- ast í betra húsnæði af eigin rammleik. Þær eru dæmdar til að vera alltaf í lakasta húsnæð- inu, nema því aðeins, að bæjar- félagið komi til aðstoðar eins og því raunar ber skylda til. Með því, að svo mikið yrði byggt, að verulegt framboð yrði á leigu- húsnæði, væri þó hugsanlegt, að einnig þessar fjölskyldur gætu komizt í eitthvað skárra hús- næði en nú er, en þær verða þó alltaf í því húsnæði, sem verst er. Og svo er á það að líta, að nú stöðvast næstum allar bygginga- framkvæmdir á vegum einstakl- inga. Samt verður að gera ráð fyrir því, að einhver fólksfjölgun verði í bænum, og segir það sig sjálft, að litlar úrbætur verða með húsakynni, en hins vegar miklar líkur til að fleiri en nú verði að sætta sig við híbýli, sem alls ekki geta talizt boðlegir mannabústaðir. Það verður því ennþá meira knýjandi nú en áður, að bæjar- félagið taki sér fyrir hendur að byggja yfir þá, sem ekki hafa sjálfir möguleika til þess. Eigi slíkar byggingar á vegum bæjar- ins eitthvað að komast af stað í sumar, má ekki lengur dragast, að hafinn sé undirbúningur, og ætti bæjarráð að sjá sóma sinn í því að taka þessi mál til með- ferðar nú þegar. í Framkvæmda- sjóði bæjarins eru 500 þús. kr. frá fyrra ári, sem ekki hefur ver- ið ráðstafað. Sýnist rétt, að það fé verði notað til að byrja með. Frá ríkinu (Húsnæðismálastjórn) á að fást helmingur kostnaðar- verðs. í fyrra lá fyrir loforð um 350 til 500 þús. kr. á því árí, og varla ætti það að verða minna á þessu ári. A fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir ríkisfrainlagi til útrýmingar heilsuspillandi hus- næði að upphæð kr. 3.800.000.00. Það er að vísu lækkun um kr. 200 þús. frá fyrra ári (samkvæmt samdráttarstefnunni), en á það ber að líta, að á undanförnum árum hefur ekkert af þessu fé komið hingað og Reykjavík ein hefur gleypt svo til allt framlag- ið. Um það höfum við ekki við neina að sakast nema okkur vegna þess, að hér hefur bærinn ekkert gert til þess að geta orðið aðnjótandi framlags af þessu fé, en þar sem að við höfum ekkert af því fengið, ættum við nú að hafa möguleika til að fá nokkuð stóran hlut. Og ef svo vel tækist, að við fengjum meira en 500 þús. kr., þá á að vera fé í Fram- kvæmdasjóði, sem hægt væri að taka til að leggja á móti. En ef bæjarstjórn lætur þetta ár einnig líða án þess að nokkuð verði aðhafst um íbúðarbygging- ar á vegum bæjarins, þá verður það meirihluta bæjarstjórnar- innar til ævarandi skammar og minnkunar. Sértrúarflokkurinn Vottar Jehova Framhald af 1. síðu. vísu má vera, að lög séu þannig úr garði gerð, að þeir gætu ekki fengið læknisréttindi, og von- andi er svo, því að ella væri blátt áfram hætta á fjöldamorð- um vegna þess, að ekki væri gert það, sem unnt væri að gera og gert er af venjulegum lækn- um til að bjarga mannslífum, sem eru í hættu. íslendingar eru almennt taldir í hópi bezt menntuðu og upplýst- ustu þjóða heims, og af þeirri ástæðu eru áreiðanlega minni líkur til þess, en víða annars staðar, að skoðanir sértrúarhópa eins og þessarra Votta Jehova nái að fésta rætur hér. En þrátt fyrir það hafa þó sendiboðar þessarra safnaða erlendis fundið hér einhvern jarðveg fyrir skoð- anir sínar, ella myndu þeir ekki vera aS flækjast hér ár eftir ár. En svona sértrúargrillur eiga ekkert skylt við raunverulegan kristindóm. Boðorð Krists var að bjarga en ekki að eyða, lækna en ekki að deyða, enda sækja post- ular sértrúarsafnaðanna ekki rök fyrir málflutningi sínum í orð eða verk Krists heldur vé- fréttlegar setningar í fornaldar- bókmenntum Gyðinga. En í sambandi viS þetta alvar- lega mál, sem hér hefur verið rætt, vaknar sú spurning, hvort það sé rétt, að leyft sé hömlu- laust, að erlendir boSendur slíkra trúarafbrigða, sem hér hefur vef- iS getiS, fái að dveljast í landinu og leitast við að telja menn á sitt mál. Því fylgja hættur, eins og hér hefur verið bent á, þó að mikið traust verði að leggja á það, að fslendingar séu svo skyn- samir og vel menntaðir, að þeir leggi ógjarna lag sitt við shka trúarboðendur. En það væri einnig nokkur ástæSa til að leggja hömlur á starfsemi þessa fólks í landinu, að trúboðar sem þessir, sem ganga hús úr húsi og leitast við að troða skoðunum sínum upp á fólk, eru flestir hvimleiSir og valda tíðum trufl- un á heimilisfriði, þegar þeir fara ekki á brott, þó að enginn vilji við þá tala. Þetta fólk hefur ekkert atvinnuleyfi hér á landi og dvelst hér oft á vafasömum forsendum, svo að ekki sé meira sagt. Og fyrir þá trú, sem ekki setur lífið öðru ofar, höfum við enga þörf, alls enga. Til fermingargjafa: STEINHRINGAR ARMBÖND BURSTASETT ERMAHNAPPAR ERMAHNAPPAR m. bindisklemmu MYNDAVÉLAR o.fl. FRANC MICHELSEN Úra og skartgripaverzlun Kaupvangsstræti 3 . Sími 2205 Fyrirlestur um skrúðgarða Þriðjudaginn 5. apríl kl. 8.30 að Hótel KEA flytur ÓLI VALUR HANSSON, ráðunautur Búnaðarfél. tslands, erindi um skrúðgarða og ræðir meðal annars um skipu- lag þeirra, ræktun blóma og trjágróðurs og sýnir skugga- myndir. — Hér gefst unnendum skrúðgarða tækifæri á að afla sér fróðleiks og leiðbeininga áður en vorstörfin hefjast. — Frjálsar umræður á eftir. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Stjórn Fegrunarfélagsins. Alþýðuhúsið, Akureyri AÐALFUNDUR Samkomuhússfélags verkalýðsfélaganna á Ak- ureyri verður haldinn í Alþýðuhúsinu n. k. mánudagskvöld, kl. 8.30. Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.