Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 08.04.1960, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 08.04.1960, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 8. apríl 1960 VINNAN tímarit Alþýðusambands íslands fæst í lausasölu á skrif- stofu verkalýðsfélaganna og þar er einnig tekið á móti nýjum áskrifendum. í Vinnunni er m. a. að finna kauptaxta verkalýðs- félaganna um land allt. SKRIFSTOFA VERKALÝÐSFÉLAGANNA, Strandgötu 7, Akureyri. — Sími 1503. TILKYNNING NR. 8/1960. Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi há- marksverð á smjörlíki frá og með 1. apríl 1960: í heldsölu......... kr. 12.00 í smásölu, með söluskatti .... — 13.40 Reykjavík, 31. marz 1960. VERÐLAGSSTJÓRINN. TILKYNNING NR. 9/1960. Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi há- marksverð á eftirtöldum vörum sem hér segir: Kaffi brennt og malað, frá innlendum kaffibrennslum: í heildsölu ............. kr. 38.85 pr. kg. I smásölu, með söluskatti . — 46.00 pr. kg. Kaffibætir: í heildsölu ............. kr. 18.85 pr. kg. í smásölu, með söluskatti . — 23.00 pr. kg. Reykjavík, 31. marz 1960. VERÐL AGSST JÓRIN N. TILKYNNING NR. 10/1960. Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi há- marksverð á fiski í smásölu og er söluskattur innifal- inn í verðinu: Nýr þorskur, slægður: með haus .................. kr. 2.20 pr. kg. hausaður .................. — 2.70 pr. kg. Ný ýsa, slægð: með haus .................. kr. 2.90 pr. kg. hausuð .................... — 3.60 pr. kg. Ekki má selja fiskinn dýrari, þótt hann sé þverskorinn í stykki. Nýr fiskur (þorskur og ýsa) Flakaður án þunnilda ...... kr. 6.20 pr. kg. Ný lúða: Stórlúða ................. kr. 14.50 pr. kg. Stórlúða, beinlaus......... — 16.50 pr. kg. Smálúða, heil ............. — 9,40 pr. kg. Smálúða, sundurskorin ..... — 11.40 pr. kg. Saltfiskur (miðað við 1. flokks fullþurrkaðan fisk, að frádreginni niðurgreiðslu ríkissjóðsj: Heildsöluverð ............. kr. 5.85 pr. kg. Smásöluverð ............... — 7.80 pr. kg. Verðið helzt óbreytt, þótt saltfiskurinn sé afvatnaður og sundurskorinn. . Fiskfars ........... ...... kr. 10.00 pr. kg. Reykjavík, 31. marz 1960. VERÐL AGSST JÓRIN N. - Glæsilegir hljómleikar (Framhald af 1. síðu.) snillings — og þó voldugri og gædd meira lífi og meiri hlýju en nokkur fiðla. Að þessum þætti loknum söng hún aukalag: Dansinn eftir Rossini, létt eins og fiðrildi væri að dansa í sól- skini. Eftir stutt hlé hófst síðari þátt- ur hljómleikanna, en það voru tíu ljóðalög, tékknesk, pólsk, ís- lenzk og rússnesk. íslenzku lögin voru þjóðlögin Fífilbrekka og Ólafur og álfamærin, radds. af dr. Páli ísólfssyni, sungin á rúss- nesku. Það er ekki vafamál, að þó að Kazantséva eigi fáa eða enga jafningja í flutningi óperusöngva með miklu tónaflúri, nær þó list hennar hæst í Ijóðasöngnum. Hún er gædd þeim fágæta hæfileika, að geta látið áheyr- andann á einu augabragði skynja heilan heim hinna margbreyti- legustu tilfinninga mannssálar- innar, látið hann sjá sýnir. Hún túlkar jafnt sárustu kvöl og dýpstu sorg, fögnuð, sælu og gleði. Þó fannst mér gleðin — gleðin yfir lífinu, ljósinu og feg- urðinni vera sterkasti þátturinn í list hennar. Að loknum þessum tíu Ijóða- lögum söng hún þrjú aukalög, þar á meðal Bí bí og blaka á ís- lenzku með ágætum framburði. Taísía Mérkúlova sannaði það nú, ekki síður en á hljómleikum MÍR á síðastliðnu hausti, að hún er afburðagóður píanóleikari og listakona, fyllilega samboðin hinni miklu söngkonu, enda var samstarf þeirra með miklum ágætum. Var hennar þáttur í þessum ógleymanlegu hljómleik um ómetanlegur. Það hefði verið mikill fengur að heyra hana flytja einleikslög. Áheyrendur fögnuðu listakon- unum mjög ákaft og innilega, hrifnir, glaðir og undrandi. Þær hlutu fagra blómvendi. Þessir góðu gestir gegna þýð- ingarmiklu hlutverki, sem aldrei verður ofmetið. Þeir eru boðber- ar ljóss og fegurðar, skilnings og vináttu, — boðberar friðarins. En boðun hans er þýðingarmesta starfið á þessari jörð. Áskell Snorrason. Fermingarmessa í Akureyrar kirkju n.k. sunnudag kl. 10 f. h. Sálmar nr.: 590 — 648 — 594 591 — 203. Messað í Lögmannshlíðarkirkju kl. 2 e. h. á pálmasunnudag. Sálmar nr.: 579 — 25 — 143 4 — 203. — P. S. Slysavarnafélagskonur, Akur- eyri. Deildin minnist 25 ára afmælisins með hófi að Hótel KEA laugardaginn 23. apríl. — Konur þær, sem hafa hugsað sér að taka þátt í samsætinu, eru því beðnar að skrifa sig með gesti, fyrir páska, á lista, sem liggja frammi í Bókabúð Jóhanns Valdemax-ss., Skórverzl. Hvann- Valdemarss., Skóverzl. Hvann- Stjórnin. AÐALFUNDUR FLUGFÉLAGS ÍSLANDS H.F. verður haldinn í Kaup- þingssalnunn, Pósthússtræti 2, Reykjavík, föstudaginn 6. maí n. k. kl. 14.00. I) A G S K R Á : 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Aðgönigumiðar að fundinum verða afhentir liluthöf- um á skrifstofu félagsins Lækjargötu 4, dagana 4. og 5. inaí n. k. STJÓRNIN. BIFREIÐ TIL SÖLU Tilboð óskast í bifreiðina A—400, sem er sendiferða- bifreið af Dodge-gerð, smíðaár 1952. Upplýsingar um bifreiðina gefur yfirlögregluþjónninn. Tilboðunr sé skilað til undirritaðs í síðasta lagi kl. 12 á 'hádegi mið- vikudaginn 13. apríl n. k. BÆJARFÓGETINN Á AKUREYRI. TILKYNNING NR. 11/1960. Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi há- marksverð á benzíni og gasolíu og gildir verðið hvar sem er á landinu: 1. llenzín, hver lítri............... kr. 4.00 2. Gasolía: a. Heildsöluverð, liver smálest ... — 1335.00 b. Smásöluverð úr geymi, hver lítri — 1.30 Heimilt er að reikna 5 aura á líter af gasolíu fyrir út- keyrslu. Heimilt er einnig að reikna 16 aura á líter í af- greiðslugjald frá smásöludælu á bifreiðir. Sé gasolía og benzín afhent í tunnum, má verðið vera 21/2 eyri hærra liver olíulítri og 3 aurum hærri hver benzínlítri. Ofangreint hámarksverð gildir frá og með 1. apríl 1960. Söluskattur er innifalinn í verðinu. Reykjavík, 31. marz 1960. VERÐL AGSST JÓRIN N. TILKYNNING NR. 12/1960. Innflutningsskrifstofan liefur ákveðið eftirfarandi há- marksverð á brauðum í smásölu: Franskbrauð, 500 gr.................... kr. 4.30 I leilhveitibrauð, 500 gr................ — 4.30 Vínarbrauð, pr. stk...................... — 1.15 Kringlur, pr. kg......................... — 12.80 Tvíbökur, pr. kg......................... — 19.20 Séu nefnd brauð bökuð með annarri þyngd en að of- an greinir, skulu þau verðlögð í hlutfalli við ofangréint verð. Heimilt er þó að selja sérbökuð 250 gr. franskbrauð á kr. 2.20, ef 500 gr. brauð eru einnig á boðstólum. Á þeim stöðum, sem brauðgerðir eru ekki starfandi, má bæta sannanlegum flutningskostnáði við hámarks- verðið. Reykjavík, 31. marz 1960. VERÐLAGSSTJÓRINN.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.