Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 08.04.1960, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 08.04.1960, Blaðsíða 3
Föstudaginn 8. apríl 1960 VERKAMAÐURINN 3 ?HÍ AHABUEII - vilcablað - Kemur út á Akureyri á föstu- dögum. Útgefandi er Sósíal- istafálag Akureyxax. Skrif- stofa blaðsins er í Hafnar- stræti 88. SÍmi 1516. Hit- st^ári Þorsteinn Jónatansson Iskriftarverð kr. 50.oo árg. Blaðið er prentað í Prent- verki Odds BjÖrnssonar h.f. SKATTAR 0G UTSVOR NÚ MUNU fram komin á Alþingi llest eða öll þau frumvörp, sem ríkisstjórnin lief ur gert ráð fyrir að flytja í sambandi við þær stórbreytingar á efnahagskerfi þjóðarinnar. sem verið er að koma í framkvæmd. Um þessi frumvörp ríkisstjórnarinnar má segja, að þar hefur hver vitleysan rekið aðra og hvert frumvarpið öðru verra og óhagstæðara öll um almenningi í landinu. Síðustu frumvörjíin, sem fram hafa kom- ið, og þau einu, sem ekki eru þegar orðin að lögum, eru frumvörp um breytingar á lög- um um tekjuskatt, lögum um útsvör og lög- um um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Samkvæmt frumvarpinu um tekjuskattinn verður hann stórlega lækkaður. Því myndu að sjálfsögðu allir fagna, ef ekki fylgdi sá böggull skammrifi, að Jiegar er búið að sam þykkja aðra skattheimtu í staðinn og marg- falda að vöxtum, J>ar sem söluskatturinn er. Og sá skattur verður heimtur af öllum án til- lits til afkomu og ástæðna, og kemur verst við stórar fjölskyldur og barnmargar. Tekju skatturinn var hins vegar ekki tilfinnanlegur fyrir almenna launj>ega, |>að var fyrst J>egar tekjurnar voru orðnar allháar, að hann nam talsverðri upphæð. Nú verður honum alveg létt af almennum launatekjum, en sá léttir vegur aðeins örlítið á móti söluskattinum. En hátekjumenn munu aftur á móti stórgræða á lækkun tekjuskattsins og fá útgjöldin vegna söluskattsins að fullu bætt og kannski rúmlega j>að. Maður með algengustu verka mannatekjur fær afnuminn skatt, sem nemur fáeinum hundruðum króna, en hátekjumað- ur fær sinn skatt lækkaðan um |>úsundir króna og tugi Jjúsunda, J>egar um mjög háar tekjur er að ræða. Þannig miðar þessi breyt- ing á tekjuskattinum, eins og aðrar efna hagsráðstafanir nú, að J>ví að gera þá fátæku fátækari og þá ríku ríkari. Breytingarnar á útsvarslöggjöfinni eru margar hinar furðulegustu og eins og breyt ingarnar á tekjuskattslöggjöfinni sízt til J>ess fallnar að létta hlut J>eina, sem erfiðast eiga eða minnstar hafa tekjur. Nú á J>að ekki lengur að vera hlutverk sveitarstjórna og niðurjöfnunarnefnda að ákveða eftir hvaða reglum útsvör skuli lögð á, heldur á Aljnngi að lögfesta útsvarsstiga og ekki einn fyrir allt landið heldur þrjá mismunandi. Og samkvæmt }>eim á í Reykjavík ekki að leggja útsvar á lægri tekj ur en kr. 25 þús., en í öðrum kaupstöðum á að leggja á tekjur J>ó að }>ær séu ekki nema 15 J>úsund. Þetta J>ýðir t. d., að hér á Akur eyri verður nú lagt útsvar á marga, sem áður liafa ekki þurft að bera það, því að á sl. ári t. d. var ekki lagt hér á minni tekjur en kr 20 þúsund. Um þverbak keyrir þó í káup túnum og sveitum, því að þar á að leggja útsvar á tekjur, J>ó að J>ær séu ekki hærri en 3 }>úsund kr. Er erfitt að skilja, hvers vegna á að mismuna fólki svona eftir því, hvar á landinu það á heima. En alvarlegast af öllu er J>ó, að nú á að strika J>að út, að útsvörum verði „jafnað nið- ur eftir efnum og ástæðum", heldur skal nú lagt á eftir bláköldum tölum einum saman. Sonur okkar ELÍAS, er lést 1. þ. m., verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju laug- ardaginn 9. apríl kl. 2 e. h. Guðrún Guðmundsdóttir, Bjarni Þorbergsson. Innilegar þakkir til allra þcirra, er auðsýndu okkur samúð við andlát og jarðarför EMILÍU SIGURÐARDÓTTUR frá Brettingsstöðum. Hjartans þökk. Vandamenn. PASKAEGGIN er sjálfsagt að kaupa hjá okkur. VERÐ VIÐ ALLRA HÆFI. NYLENDUVORUDEILD OG UTIBUIN Californiu Rúsínur fást nú í öllum búðum vorum. NYLENDUVORUDEILD NYKOMIÐ: Skyrtuflónel - köflótt - VEFNAÐARVORUDEILD TILKYNNÍNG NR. 14/1900 Innflutningsskrifstofan hefur í dag. ákveðið, að verð hverrar seldrar vinnustundar Iijá eftirtöldum aðilum megi hæst vera sent hér segir: Bifreiðaverkstœði, vélsmiðjur, blikksmiðjur og fnfju- lagni ngarrnenn. Sveinar .... Aðstoðarmenn . Verkamenn . . Verkstjórar .... — 44.90 Söluskattur er innifalinn í verðinu og skal vinna, sem er undanþegin söluskatti þessum vera <>dýrari sem því nemur. Dagvinna Eftirvin na N(eturvinna kr. 40.80 56.55 72.70 - 33.20 46.00 59.15 - 32.50 45.05 57.95 - 44.90 62.20 79.95 Það verður aldrei upplýst Hann slangraði eftir götunni snemma morguns á leið heim eftir mikla drykkju. Allt í einu stað- næmdist hann, en ruggaði þó mjög. Samt tókst hon- um að finna vindlingapakka í vasa sínum og kom einum vindlingi vel fyrir milli vara sinna, en eld- spýtnaleit varð árangurslaus. Þá sá hann mjólkur- póst koma eftir götunni, og úr munni hans hékk logandi vindlingur. .Heyrðu, manni. Gæti eg — nei, heyrðu, viltu vera svo góður að gefa mér eld?“ kallaði sá fulli. „Sjálfsagt,“ svaraði hinn, og rétti fram sinn vindling. „Mér finnst eg hafa séð þig einhvern tíma áður,“ sagði sá fulli, þegar honum hafði loks tekizt að fá eld í vindlinginn. „Það getur svo sem verið,“ svaraði mjólkurpóst- urinn. „Hitti eg þig ekki einu sinni í Ameríku?“ „Nei, ekki mig, þangað hef eg aldrei komið.“ „Ekki eg heldur. En þá er líka spurningin, já, stóra spurningin er, hvaða tveir náungar voru það, sem hittust í Ameríku?" Vafasöm leit Lögregluþjónn, sem var á götuvakt að næturlagi, rakst á blautan og forugan mann, sem skreið á fjór- um fótum eftir götunni og starði án afláts til jarðar. „Hvað er að?“ spurði lögregluþjónninn vingjarn- lega, „hefurðu týnt einhverju?“ Maðurinn leit upp, gaut blóðhlaupnum augum á lögreglumanninn, en kraup ennþá á hnjám og höndum: „Ja-á, hræðileg óheppni, eg missti túkall.“ „Slæmt var það. Hvernig vildi þetta til?“ „Gat á vasanum. Þetta kom sér alveg bölvan- lega.“ „Og heldurðu, að þú hafir einmitt misst túkall- inn hérna?“ „Nei. Eg missti hann þarna á horninu við næstu götu.“ „Hvernig dettur þér þá í hug að leita hérna?“ „Nú, það er miklu bjartara en yfir á horninu." Aumingja pabbi Skipasrníðastöðvar: Dagvinna Eftirvinna N Æturvinna Sveinar kr. 40.65 56.35 72.45 Aðstoðarmenn - 32.25 44.70 57.45 Verkamenn - - 31.55 43.75 56.30 Verkstjórar - 44.70 62.00 79.70 Reykjavík, 1. apríl 1960. VERÐ LAGSSTJ ÓRINN. Það var á fögru sumarkvöldi, að áldraður Þjóð- verji sat ásamt yngsta syni sínum inni á þorps- kránni. Faðirinn hafði fengið sér vænan skammt af heimabrugguðu öli, en var að vara soninn við af- leiðingum ofdrykkju. „Drekktu aldrei of mikið, sonur sæll. Það er góðra manna háttur, að hætta, þegar þeir hafa feng ið nóg. Það er niðurlægjandi að drekka sig fullan.“ „Já, pabbi, en hvernig á eg að vita, hvenær eg hef fengið nóg, eða hvenær eg verð fullur?“ Þá benti gamli maðurinn með fingrinum og sagði: „Sérðu þessa tvo menn, sem sitja þarna yfir í horninu. Ef þú sæir fjóra menn þarna, þá gætirðu verið viss um, að þú værir orðinn fullur.“ Drengurinn starði lengi yfir í hornið, en loks sagði hann lágt og varfærnislega: „Já, pabbi, en — en — það er bara einn maður þarna.“ Vandlætingasamur prestur lét ekkert tækifæri ónotað til að áminna menn, er hann hitti undir áhrifum áfengis og vara þá við víninu, og lagði þá oft mikla áherzlu á, hversu hann tæki nærri sér að sjá ölvaða menn. Eitt sinn hitti hann ungan mann, mjög drukkinn, og hóf þegar að tala um fyrir honum: „Ungi maður, ef þú vissir, hve mjög það særir hjarta mitt, að sjá þig á almannafæri í svona hræði- legu ástandi, þá myndir þú aldrei framar láta áfengisdropa inn fyrir þínar varir.“ Ungi maðurinn starði um stund drukknum aug- um á prestinn og virti hann vel fyrir sér. En síðan glaðnaði yfir honum, og hann sagði hátt og hressi- legi: „Jæja, góði, þér ferst! Stendur þarna með flibb- ann hnepptan aftan á hálsinum!"

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.