Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 13.04.1960, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 13.04.1960, Blaðsíða 1
VERKHmflffliRinn XLIII. árg. Akureyri, miðvikudaginn 13. apríl 1960 15. tbl. Ritstj.: Þorsteinn Jónatansson. Útg.: Sósíalistafélag Akureyrar. Skrifstofa Hafnarstræti 88. Sími 1516. Áskriftarverð kr. 50.00 árg. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Vonir lil aS bygging elliheimilis á Ak- ureyri hefjist í sumar Bygginganefnd hefur skilað ákveðnum tillögum Bygginganefnd Elliheimilis Akureyrar, sem kosin var af bæjar- stjórn í apríl 1958, hefur nú skilað til bæjarstjórnar ákveðnum til- lögum varðandi staðsetningu, fyrirkomulag, byggingaframkvæmdir og rekstur væntanlegs elliheimilis. Tillögur þessar eru nú til með- ferðar hjá bæjarráði, og verði ekki langur dráttur á afgreiðslu þeirra þar eða stórbreytingar gerðar, ætti bygging elliheinúlisins að geta hafizt á komandi sumri. STAÐETNING OG FYRIRKOMULAG. Tillögur byggingarnefndarinn- ar gera ráð fyrir, að elliheimilið verði byggt á ca. 15000 m^ lóð vestan Þórunnarstrætis og sunn- an Álfabyggðar. Aðalinngangur og innakstur á svæðið er hugsað- ur frá Austurbyggð. Gert er ráð fyrir, að byggð yrði ein aðalbygging, sem í til- lögunum nefnist kjarnahús, en herbergi og íbúðir vistmanna yrðu aðallega í smáhúsum um- hverfis kjarnahúsið. Tveir af starfsmönnum bæjarins, bygg- ingafræðingarnir Jón G. Ágústs- son og Sigtryggur Stefánsson, hafa gert tillöguuppdrætti í sam- ræmi við þessa hugmynd, og í greinargerð byggingarnefndar- innar með tillögum sínum og til- löguuppdráttum byggingafræð- inganna, er fyrirhuguðum bygg- ingum þannig lýst, að gert sé ráð fyrir: ,,a) Kjárnahúsi tæplega 200 £er- metra að flatarmáli, 2ja hæSa. Kjallari yrSi undir nokkrum hluta hússins, þar sem yrðu mið- stöðvar- og þvottaherbergi og geymslur. Á neðri hæð yrði eldhús m/tilh. geymslum og snyrtingum, borðsalur og vinnuherbergi, sem síðar mætti taka til stækkunar á borðsal. Inngangur og anddyri er í einnar hæðar útbyggingu á vest- urhlið. Á efri hæð yrði íbúð for- stöðukonu eða-manns og 6 vist- mannaherbergi. Rúmmál ca. 1600 rúmmetrar. b) Visimannahús. Gert er ráð iyrir 5 slíkum húsum á svæðinu. Eru þau einnar hæðar H-laga þ. e. tvær herbergjaálmur. I hvorri álmu eru 2 einstaklingsherbergi og tvö tveggja manna herbergi, ásamt baði og W. C, þannig að í hverju húsi yrðu 8 herbergi, sem rúmuðu 12 manns. Milli álmanna cr komið fyrir setustofu 2 býtibúrum, and- dyri og geymslum. Flatarmál hvers húss er 166 m". Rúmmál ca. 450 rúmmetrar. c) Ibúðir fyrir eldri hjón. Gert er ráð fyrir raðhúsafyrirkomulagi. 4—6 íbúðir yrðu í hverju (einnar hæðar) húsi. I hverri er stofa, svefn- herbergi með innbyggSum skápum, lítið eldhús, bað m/tilheyrandi, geymsla og anddyri. Flatarmál hverrar íbúðar 32.5 fermetrar. Rúmmál ca. 100 rúmmetrar. d) Vinnustoja. Gert er ráð fyrir að hún yrði reist í framtíðinni. fyrirkomulag enn óákveðið." Gert er ráð fyrir því, að í fram- tíðinni yrði hægt að stækka kjarnahúsið og koma þar fyrir til viðbótar herbergjaálmu, en í þeim húsum, sem tilgreind eru í tillögunum hér að framan, er áætlað að koma megi fyrir ná- lægt 100 vistmönnum, og er þá miðað við 4 raðhúsalengjur. BYGGT í AFÖNGUM. Aðalfundur Sósíalistafélags Ak. í tillögum nefndarinnar er gert ráð fyrir, að byggingarinnar yrðu reistar í tveimur áföngum, og yrði þá í fyrri áfanga, sem miðað er við, að byrjað yrði á í sumar: Kjarnahúsið, 3 vistmannahús og ein raðhúsasamstæða. í þessum áfanga kæmist upp húsnæði fyr- ir 50 vistmenn, og í lauslegri kostnaðaráætlun er gert ráð fyr- ir, að þessi fyrri áfangi myndi kosta kr. 4.225.000.00, og er þá reiknað með, að rúmmetrinn í fullbyggðu húsi kosti kr. 1.250.00. Síðari áfangi yrði mun ódýrari, þar sem kjarnahúsið væri þá komið upp. Hann er á sama hátt áætlaður kr. 2.630.000.00. Þar við bættist svo frágangur á lóð, girð- ingar o. s. frv. Þarna er því samtals gert ráð fyrir heildarkostnaði að upphæð IVz millj. kr., fyrir utan kostnað við vinnustofu. Vegna síhækk- andi byggingakostnaðar nú verð- ur að vísu að gera ráð fyrir að kostnaður verði talsvert meiri, en allt bendir til þess, að á þenn- an hátt verði elliheimilinu komið upp fyrir tiltölulega lítið fé. Enda er það svo, þó að ótrúlegt k'unni að virðast fljótt á litið, að miklu ódýrara verður að reisa elliheimilið í mörgum tiltölulega litlum húsum en að koma því fyrir í einni stórri byggingu. T. d. fékk bygginganefndin í fyrra tillöguteikningu frá skrifstofu húsameistara ríkisins, þar sem gert var ráð fyrir einni stórri byggingu, og þar var bygginga- kostnaður áætlaður ca. 140 þús. kr. á hvern vistmann, en eftir til lögum þeim, sem lýst var hér að framan, er kostnaðurinn á hvern vistmann áætlaður 73 þús. kr. eða sem næst helmingi lægri. KOSTIR ÞESSA FYRIRKOMULAGS. Um kosti smáhúsabygginganna segir svo í greinargerð bygg- inganefndarinnar: „Nefndin telur, að þetta fyrir- komulag í uppbyggingu elliheim- ilis hafi marga kosti fram yfir eina (stóra) byggingu. og telur nefndin þessa þá helztu: 1) Lœgri byggingarkoslnaður á hvern vistmann, þannig að með þessu byggingarfyrirkomulagi mætti ætla, aS hægt væri aS spara í hús- næSi fyrir 60—100 vistmenn um \i/2 millj. króna. 2) Vegna lægri byggingarkostn- aSar yrSi hægt með þessu fyrir- komulagi aS byggja yfir fleira fólk fyrir það fé sem til ráðstöfunar yrði. 3) Hægt er að byggja heimilið upp í áföngum, smátt og smátt eftir því sem fé væri fyrir hendi (t. d. 2 álöngum, svo sem ráð er fyrir gert) og taka það í notkun þegar fyrsti (fyrri) áfanginn er til- búinn og jafnvel bæta við einu og einu húsi, eftir því sem þörf krefði og fé væri til. 4) Minni húsin ættu að geta verið vistlegri og heimilislegri og minni stofnunarbragur á þeim en einni stórri byggingu. Gamla fólk- iS ætti þarafleiSandi aS una hag sínum betur í slíkum vistarverum og finna síður til 'innilokunar- kenndar'." Framhald á 4. síðu. Sósíalistafélag Akureyrar hélt aðalfund sinn sl. föstudagskvöld. Stjórn félagsins var einróma end- urkjörin, en hún er þannig skipuð: Eyjólfur Árnason, formaður, Þorsteinn Jónatansson, varafor- Blaðstjórn Verkamannsins var einnig endurkjörin: Björn Jóns- son, Eyjólfur Árnason og Einar Kristjánsson. Að loknum aðalfundarstörfum fluttu Eyjólfur Árnason og Þor- steinn Jónatansson skýrslu um störf 12. flokksþingsins, en að ræðum þeirra loknum var fundi frestað, þar sem orðið var áliðið kvölds. Verður því bráðlega haldirin annar fundur og þar rætt um störf og ályktanir '. flokksþingsins. Eyjólfur Arnason. maður, Ingólfur Árnason, gjald- keri, Guðmundur Snorrason, rit- ari, Tryggvi Helgason, Guðrún Guðvarðardóttir og Rósberg G. Snædal meðstjórnendur. Varamenn í stjórn: Þórir Daníelsson, Jóhannes Hermund- arson, Sigtryggur Helgason, Rögnvaldur Rögnvaldsson og Friðrik Kristjánsson. HÆKKUN Vegna mjög vaxandi kostnað- ar við útgáfu blaða hafa bæði dagblöð og vikublöð séð sig til- neydd að hækka auglýsingataxta og áskriftargjöld. Pappír hefur þegar hækkað í verði um 70% og blaðburðargjöld póstsins um ca. 350%. Auglýsingaverð Akureyrar- blaðanna hefur verið ákveðið kr. 20.00 hver dálkssentimeter, en af stærri auglýsingum eða föstum viðskiptum verður ehis og áður gefinn 20% afsláttur. Söluskatt- ur er innifalinn í verðinu, en blöðum hefur nú verið gert að greiða söluskatt af auglýsingun- um. Áskriftarverð Verkamannsins verður ekki hækkað á þessu ári umfram þá 10 kr. hækkun, sem ákveðin var um síðustu áramót. LausasÖluverð hækkar í kr. 1.50. Flugbjörgunarsveil Akureyrar eflist aS tækjum og útbúnaSL en vantar þó enn góSan bíl og lalslöS Það hefur verið hljótt um Flugbjörgunarsveitina á Akur- eyri að undanförnu, enda hefur, sem betur fer, lítið þurft til hennar að leita nú um sinn. En enginn veit, hvenær óhapp ber að höndum, enginn veit, hvenær slys kunna að vilja til fjarri al- faravegum. Slíkt getur hent á sólbjörtum sumardegi og einnig, og ekki síður, þegar veðurguð- irnir eru í sínum versta ham. En einmitt vegna þess, að eng- inn veit fyrir, hvenær þörf kann að verða fyrir aðstoð vélbúinnar björgunarsveitar, þarf hún alltaf að vera til taks og öll hennar björgunartæki í íagi. Og þau tæki, sem slík sveit þarf að hafa til umráða, eru mörg og marg- vísleg, því betri og fullkomnari sem slík tæki eru, þeim mun meiri von er um, að góður árang- ur verði af störfum björgunar- sveitinnar, þegar á þarf að halda. Og það er ekki nóg að fara að útvega tækin eða annan útbún- að, þegar kalhð er komið. Það þarf að vera hægt að ganga að slíku á vísum stað. hann og gefið alla vinnu við smíðina, mest af efni til hans er einnig gefið. Skilningur manna á þeirri nauðsyn, sem það er, að vel fær björgunarsveit sé jafnan til stað- ar, hefur mjög vaxið hin síðari ár, og ekki sízt hér nú upp á síð- kastið vegna stórslysa, sem orð- ið hafa í nágrenninu. Flugbjörgunarsveit Akureyrar eignaðist í fyrravetur fyrstu bif- reið sína til notkunar í björgun- ar- og leitarferðum. Það var snjó- bíll, sem Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík afhenti hingað. Þessi bíll hefur reynzt vel, það lítið hann hefur verið notaður. En í honum er mjög takmarkað rúm fyrir fólk eða farangur. Þess vegna hefur nú verið smíðaður vandaður sleði, yfirbyggður með blæjum og alveg lokaður, sem hægt er að tengja aftan í snjóbíl- inn og hann dregur léttilega, a. m. k. í sæmilegu færi. 1 sleðan- um er hægt að koma fyrir fern- um sjúkrabörum, eða allt að 10 manns sitjandi. Er því að sleða þessum mikill fengur, enda virð- ist smíði hans hin vandaðasta, en það eru-nokkrir starfsmenn BSA- verkstæðis, sem hafa smíðað Vantar sterka „trukk"-bifreið. En svo gott sem það er og nauðsynlegt að geta komizt leið- ar sinnar á vélknúnu farartæki, þegar snjór teppir leiðir venju- legum bifreiðum, þá er ekki síð- ur nauðsynlegt að hafa gott far- arartæki til að komast á um vegi og vegleysur, þegar jörð er auð. Öruggustu farartæki í slíkum til- fellum eru traustbygvðar bifreið- ar með véldrif á öllum hjólum. Slíkar bifreiðir þarf Flugbjörg- unarsveitin að eignast, a. m. k. eina og helzt tvær. Hafa þegar verið gerðar tilraunir til að fá slíka bifreið með góðum kjörum, en þær hafa ennþá ekki borið árangur. Ber að vona, að úr ræt- ist á næstunni, og ætti ekki að þurfa að dragast lengi, ef allir hlutaðeigendur sýna málinu full- an og verðskuldaðan skihiing. Og svo þarf talstöðvar. Annað er það, sem Sveitina skortir enn tilfinnanlega, en það eru talstöðvar. Ein talstöð í um- Framhald á 4. siðu.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.