Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 13.04.1960, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 13.04.1960, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Miðvikudaginn 13. apríl 1960 LEIKFÉLAG AKUREYRAR: ÍSLANDSKLUKKAN Á laugardaginn var frumsýndi Leikfélag Akureyrar íslands- klukkuna, leikrit Kiljans, sem sýnt var við opnun Þjóðleikhúss- ins, en hefur ekki verið sýnt annars staðar fyrr en nú. Hér verður ekki rakið efni þessa merka leikrits, enda mun það allkunnugt flestum, sem bækur lesa eða hafa áhuga fyrir góðum leikritum eða leiklist. En það þótti mörgum í allmikið ráð- izt hjá Leikfélagi Akureyrar, sem aðeins hefur á að skipa tak- mörkuðum hópi áhugamanna, þegar það var ákveðið að taka þetta stórverk til sýninga. Það óttuðust margir, að leikfélagið hefði nú sett markið of hátt. En sú hefur ekki orðið reyndin. Það er að vísu mörgu áfátt við þessa sýningu, sumir leikenda valda ekki hlutverkum sínum svo vel, sem æskilegt væri, eða hæfa ekki í hlutverkin, þó að um vana leikendur sé að ræða. En hvergi er þetta þó svo, að mjög alvarlegt geti talizt, og er vafa- laust ástæðan sú, að annarra og hæfilegra leikara hefur ekki ver- ið völ. Við því er ekkert að segja, þegar það bezta er ekki fyrir hendi, þá á að taka það næst- bezta, og vonandi hefur það ver- ið gert. Svo má heldur ekki gleyma því, að sumir leikendur skila sínum hlutverkum af mik- illi prýði. í heild var leikurinn, þrátt fyrir vankanta, sæmilega heilsteyptur, og það vel skilað, að sómi leikfélagsins hefur vexið af að taka þetta viðfangsefni til meðferðar. Sjálfsagt hefur sýningin verið betur úr garði gerð hjá Þjóðleik- húsinu, en þar eru' líka æfðustu leikarar landsins og öll aðstaða stórum betri og fullkomnari, en nokkurs staðar annars staðar. Þess vegna er ekki réttlátt að bera sýningu leiksins hér í ein- stökum atriðum saman við sýn- inguna þar. Hitt er e. t. v. eðli- legt, að þeir, sem þar sáu íslands- klukkuna, verði ekki yfir sig hrifnir af sýningunum hér, en fyrir aðra hefur leikurinn hér fullt gildi. Júlíus Oddsson fer með hlut- verk, sem flestum verður eftir- minnilegast Jón Hreggviðsson frá Rein. Júlíus hefur góða rödd til að taka að sér hlutverk Jóns, enda tekst honum oft vel, og þá bezt, þegar mest á reynir. En á frumsýningu bar talsvert á því, að hann kynni ekki textann nógu vel. Slíkt má ekki koma fyrir góða leikara í stórum hlutverk- um (reyndar ennþá síður í smá- um). Guðmundur Magnússon leikur Arnas Arnæus. Gerfi hans er gott, og maðurinn myndarlegur á sviði, eins og Arnas hlýtur að eiga að vera. En leikur hans er tilþrifalaus, skortir innri eld hins mikla áhugamanns. Og hefði ekki verið hægt að gera hann svolítið fullorðinslegri í andliti. Brynhildur Steingrímsdóttir leikur Snæfríði Björnsdóttur. — Leikur hennar er um margt góð- ur og jafnvel ágætur á köflum. Hún gerir greinilega það sem hún getur, en hún getur bara aldrei svarað hlutverkinu eins og áhorfendur hljóta að óska eftir, enda þarf mikið til að bera nafn- ið Snæfríður íslandssól. Jón Kristinsson leikur séra Sigurð, og skilar hlutverkinu mjög sómasamlega, einkum er á líður leikinn. Jón Þorsteinsson leikur lög- mann Eydalín og gerir það vel, þó að hann muni ekki vera van ur leiksviðinu. Jóhann Ögmundsson fer með tvö allstór hlutverk og skilar báð- um sæmilega. Sama er að segja um Kristján Kristjánsson, sem einnig fer með tvö hlutverk, og í hlutverki etasráðsins verður hann mjög eftirminnilegur. Sæmundur Andersen er nýliði á sviðinu hér og hefur þó verið falið vandasamt verk, hlutverk Jóns Grindvíkings. En hann þarf ekki að sjá eftir að hafa reynt þá glímu. Hann hefur staðið sína prófraun vel. Andskota Grind- víkingsins, Jón Marteinsson, leik- ur Jón Ingimarsson, og nær góð- um tökum á hlutverkinu. Þó var hann beztur, þegar hann birtist fyrst í glugganum. Hlutverkin í íslandsklukkunni eru um 30 talsins og er ekki rúm til að rekja þau öll hér. Þau eru mismunandi stór og mismunandi vandasöm, en mörg hinna smærri hlutverka eru mjög vel af hendi leyst. Er í því sambandi ekki sízt að nefna Jón Þeofílusson, sem Kjartan Ólafsson leikur; mann, sem misst hefur glæpinn, leikinn af Sigurði Kristjánssyni, og Guttorm Guttormsson leikinn af Ama Val Viggóssyni. Ennfremur móðir Jóns á Rein, sem Kristín Konráðsdóttir leikur, og Guðríði ráðskonu, sem leikin er af Jón- ínu Þorsteinsdóttur. Og loks er að geta Sigurðar Kristjánssonar í hlutverki séra Þorsteins. Það er lítið hlutverk, en mjög vel af hendi leyst. Og Sigurveig Jóns- dóttir stendur sig gott sem kona Arnæusar, þó að hún þyrfti kannski ekki að vera alveg svona ljót. Búningar hæfa hlutverkunum yfrileitt vel, og eru margir þeirra fengnir að láni frá Þjóðleikhús- inu, en aðrir saumaðir hér. Svið- skiptingar eru margar, því að þættir eru alls 21, en skiptingar ganga mjög greiðlega. Þrátt fyrir það stendur leikurinn yfir í hálf- an fimmta tíma. Leikstjóri er Ragnhildur Stein- grímsdóttir. Verður ekki annað sagt en að hún hafi staðið sig vel. Aðeins hvarflar það að manni, að í sumum tilfellum hefði val leikara kannski getað tekizt betur, en um það er þó ekkert hægt að fullyrða. En í heild hefur Leikfélag Ak- ureyrar unnið mikið afrek með því að setja þetta stórverk á svið. Þ. Hvað verður í Genf? Undanfarnar vikur hefur hér á landi verið fylgzt af miklum áhuga með fréttum frá sjóréttar- ráðstefnunni í Genf. Sennilega hafa íslendingar aldrci fylgzt jafnvel með því, sem fram hefur farið, á nokkurri alþjóðaráð- stefnu. Og þetta eru ekki undur, svo mikla þýðingu hefur það fyr- ir okkur, hvað ákveðið verður eða ekki ákveðið á þessarri ráð- stefnu. f upphafi hennar gerðum við okkur nokkrar vonir um, að fylgjendur 12 mílna Iandhelgi yrðu í svo miklum meirihluta, að hugsanlegt væri, að samþykkt yrði sú regla. Það hefði verið okkur mikill ávinningur og stór- sigur, ef ekki hefði jafnframt verið ákveðið, að fiskveiðilög- saga mætti aldrei vera stærri. — En nú virðist það úr sögunni, að vonir séu til, að 12 mílna reglan nái samþykki. Veldur þar mestu um, að Bandaríkjunum hefur tekizt að véla nokkrar þjóðir, sem áður höfðu lýst stuðningi við 12 mílur til að fallast á sína till. um 6 plús 6. Þessa tillögu hefð- lun við líka getað samþykkt, ef ekki fylgdi sá böggull með, að á ytri 6 mílunum eiga þær þjóðir, sem þar hafa fiskað á liðnum ár- um að fá að halda áfram að fiska um ákveðið árabil a. m. k. Þetta getum við aldrei samþykkt og það var þungu fargi létt af þjóð- inni í gær, þegar utanríkisráð- herrann, Guðmundur f. Guð- mundsson, lýsti því yfir á ráð- stefnunni, að fsland greiddi at- kvæði gegn þessarri tillögu. — Þetta var auðvitað sjálfsögð yfir- lýsing, en það létti fargi af þjóð- inni, vegna þess, að margir hafa óttast það mjög, að þessi maður skyldi vera aðalfulltrúi okkar á ráðstefnunni. Þetta er maður, sem þjóðin ekki treystir. En þess ber að gæta, að hann er ekki eini sendimaður okkar í Genf. Við megum ekki og getum ekki undir nokkrum kringumstæðum samþykkt eða viðurkemit í fram- kvæmd nokkurn afslátt frá 12 mílna fiskveiðilögsögunni. Og sem betur fer eru engar líkur til að þessi illa tillaga Bandaríkj- anna nái samþykki ráðstefnunn- ar fremur en tillaga um 12 mílur. Það eru nú mestar líkur til að í Genf nái að þessu sinni engin tillaga þeim meirihiuta, sem þarf til fullnaðarsamþykkis. Og úr því að 12 mílur ekki fást sam- þykktar, þá hljótum við að una því bezt, að ekkert verði sam- þykkt. Við njótum vaxandi sam- úðar og skilnings í baráttu okkar fyrir verndun fiskimiðanna kring um landið, og það verður minni ásókn á miðin hér eftir þessa ráð stefnu en áður. Það er ósennilegt, að Bretar taki aftur upp her- skipaleikfimi sína hér við strendumar, og ef þeir gera það ekki, þá erum við senn búnir að vinna fullnaðarsigur. Afmæli. — Næstk. þriðjudag verður Tryggvi Helgason, for- maður Sjómannafélags Akureyr ar, sextugur. 1. maí-nefnd. Fundur á morg- un, fimmtudag kl. 2 í Ásgarði. Sósíalistafélagið hefur spila- kvöld í Ásgarði annað kvöld. FERMINGARBÖRN f Á skírdag D r e n g i r : Björn Einarsson, Hríseyjargötn 21. Gunnar Njálsson, Víðivöllum 2. Heiðar V. Kondrup, Hvannav. 2. Helgi H. Steinþórsson, Brekkug. 31. Ingimar T. Harðarson, Munkaþ. 16. Jón Þorst. Ragnarsson, Þrúðvangi Jakob Jónasson, Ásvegi 29. Jón Kr. Valdimarsson, Aðalstræti 21. Jóngeir Magnússon, Lækjargötu 2. Kristinn H. Jóhannsson, Ránarg. 9. Kristján J. Jóhannesson, Eyrarv. 33. Kristján V. Skarphéðinsson, Hmst. 2. ólafur Ingi Hrólfsson, Strandg. 25. Pálmi Geir Jónsson, Oddeyrarg. 23. Pétur Torfason, Eyrarvegi 25. Sigtryggur Jónsson, Lækjargötu 2. Sigurður J. Sigurðsson, Hafnarstr. 77. Sigurður V. Valdimarsson, Mþvst. 30. Snorri Pétursson, Hamarstíg 12. Svavar H. Jóhannsson, Spitalaveg 11. Unnar Halldór Ottesen, Sólvangi. Vöggttr Jónasson, Víðivöllum 10. Þorsteinn Þorsteinsson, Norðurg. 60. S t ú 1 k u r : Alda Pálsdóttir, Hafnarstræti 81. Auður Stefánsdóttir, Byggðaveg 136. Auður V. Friðgeirsdóttir, Skólastíg 9. Birna H. Jónasdóttir, Norðurg. 54. Edda Aspar, Löngumýri 11. Erna Pétursdóttir, Glerárgötu 6. Filippía Þ. Hallgrímsdóttir, Grfg. 5. Guðlaug K. Árnadóttir, Hafnarst. 81. Jónína G. Júlíusdóttir, Fjólugötu 14. Halldóra Steindórsdóttir, Strg. 51. Hugrún Hólmsteinsd., Bjarmastíg 5. Margrét J. Guðmundsd., Hlíðarg. 6. Ragnheiður Jónsd , Byggðav. 101 D. Sigfríður Þorsteinsd., Norðurg. 60. AKUREYRARKIRKJU Sigriður Aradóttir, Hafnarstræti 92. Sigrún Kristjánsdóttir, Hmstr. 22. tílfhildur Rögnvaldsd, Munkaþv. 22. Valdís B. Þorkelsd., Munkaþv. 33. Þórdís Lára Berg, Strandgötu 29. Á annan í páskum D r e n g i r : Aðalsteinn Tryggvason, Sólvöllum. Ágúst Ellertsson, Eyrarveg 7 A. Björvin Björgvinsson, Hmstr. 19. Björn J. Jónsson, Gránufélagsg. 4. Björn Sigurðsson, Skólastíg 11. Gestur I. Pálsson, Víðivöllum 6. Hjalti Árnarson, Löngumýri 16. fvar Sigurjónsson, Hvannavöllum 6. Kristleifur Meldal, Hafnarstr. 49. Lcifur Guðmundsson, Hafnarstr. 64. Stefán Karl Jónsson, Hafnarstr. 53. Stefán Þór Jónsson, Fífilbrekku. Stefán S. Þórisson, Klettaborg 3. Viðar Stefánsson, Hafnarstræti 81. Ævar Ragnarsson, Oddagötu 3. S t ú 1 k u r : Alda Þórðardóttir, Munkaþvstr. 1. Bergljót Rafnsdóttir, Hafnarstr. 107. Björg Karlsdóttir, Hafnarstræti 67. Gísla S. Vigfúsdóttir, Eiðsvallag. 8. Halld. K. Gunnarsd., Kringlum. 27. Heiða B. Pétursdóttir, Eiðsvallag. 1. Kristjana Larsen, Skólastíg 5. Nanna G. Ásmundsd., Aðalstr. 23. Nína Kr. Þórðard., Hrafnagilsstr. 19. Margrét H. Hallsdóttir, Framnesi. Ólína E. Leonardsdótir, Þingvstr. 1. Ólöf Björnsdóttir, Þingvallastræti 1. Sigríðnr Sigurðardóttir, Munkaþv. 1. Sóley Hansen, Glerárgötu 2. Svanhvít Jónsdóttir, Byggðaveg 93. Sveinbjörg S. Aðalsteinsd., AðaTst. 16. - Bygging elliheimilis á Akureyri Framhald. af 1. síðu. Ráðgert er, að í íbúðum þeim, sem áætlaðar eru fyrir eldri hjón, fari matseld fram í hverri íbúð fyrir sig ,en þeir, sem búa í vistmannahúsunum (í eins og tveggja manna herbergjum) neyti matar í borðsal kjarna- hússins. Þá er að sjálfsögðu gert ráð fyrir, að hinir eiginlegu vist- menn fái þjónustu og aðra fyrir- greiðslu frá aðalhúsinu, starfs- fólk ræsti vistmannahúsin og hafi eftirlit með þeim. Nú munu vera fyrir hendi um það bil 2 millj. kr. til að hefja framkvæmdir með, en það er það fé, sem bæjarstjórn hefur lagt til hliðar til elliheimilisbyggingar og svo elliheimilssjóður Kvenfé- lagsins Framtíðarinnar. Um fjár- útvegun að öðru leyti er ekki ákveðið ennþá, en Tryggingastofn un ríkisins hefur gefið vilyrði fyrir láni allt að 20% kostnaðar, og minna má á, að fyrir Alþingi liggja nú tvö frumvörp, sem gætu haft nokkra þýðingu í þessu sambandi, ef samþykkt verða. Annað þeirra gerir ráð fyrir, að ríkið styrki byggingar elliheimila á sama hátt og sjúkrahúsa, en hitt frum- varpið gerir ráð fyrir, að Erfða- fjársjóður láti eitthvert fé til elliheimila. En þó að ekki sé að svo komnu tryggt allt það fé, sem til bygg- ingarinnar þarf, ætti það ekki og má ekki verða til þess, að ekki verði þegar í sumar hafizt handa um þessar byggingaframkvæmd- ir, enda leggur bygginganefndin einróma til, að svo verði gert. — Tillögur hennar komu fyrir fund bæjarstjórnar á þriðjudaginn, en var vísað til bæjarráðs til nán- ari athugunar og ákvörðunar um einstaka liði, en allir þeir bæjar- fulltrúar, sem til máls tóku, lýstu samþykki sínu við fram- komnar tillögur í öllum megin- atriðum. Ber því að vona, að bæjarráð afgreiði málið frá sér fljótlega ,svo að ekki verði nein óþarfa bið á, að hægt verði að fara að vinna að endanlegum teikningum og síðan hafizt handa um byggingu þeirra húsa, sem gert er ráð fyrir í fyrri áfanga. - Flugbjörgunarsveitin Framhald af 1. síðu. sjá Björgunarsveitarinnar væri algert lágmark. Mætti þá hafa hana í snjóbílnum að vetrarlagi, en væntanlegri „trukk“-bifreið á sumrum. Margsinnis hefur verið eftir því leitað, að fá slíka stöð, en ennþá hefur hún ekki feng- izt. En þessi stöð, sem yrði sams konar og á síðustu árum, hafa verið settar í fjölmarga langferða bíla, er næstum að segja ómiss- andi, og lítt skiljanlegt að láta Björgunarsveitina sitja á hakan- um um að fá talstöð, en þessar talstöðvar eru settar upp hjá Landssíma íslands. Góður útbúnaður og góðar gjafir. Annars er Flugbjörgunar- sveitin nú orðin vel búin að ýms- um tækjum og áhöldum og fær væntanlega áður en langt um líður fastan samastað til geymslu á eignum sínum, þar sem hægt verður að koma þeim fyrir, svo að fyrirvaralaust sé hægt að grípa til þeirra, þegar á þarf að halda. Enda er nauðsynlegt, að svona útbúnaður sé jafnan í góðu lagi og aðgengilegur. Margar góðar gjafir hefur Flug- björgunarsveitin fengið og styrk frá bæjarsjóði Akureyrar. Er óhætt að slá því föstu, að það fé, sem henni þannig áskotnast hef- ur verið og verður vel notað, enda er Sveitin nú betur búin en hún hefur nokkru sinni áður verið og færari um að gegna sínu hlutverki. En ennþá vantar, og það nauðsynlega, kraftmikinn bíl, sem hægt er að fara með á vegleysur, og góða talstöð í hann. Og svo þurfa meðlimir Björgun- arsveitarinnar jafnan að við- halda og efla kunnáttu sína og æfingu í störfum.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.