Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.04.1960, Side 1

Verkamaðurinn - 22.04.1960, Side 1
VERKfllflÐUR Hlll Ritstj.: Þorsteinn Jónatansson. Útg.: Sósíalistafélag Akureyrar. Skrifstofa Hafnarstræti 88. Sími 1516. Áskriftarverð kr. 50.00 árg. XLIII. árg. Akureyri, föstudaginn 22. apríl 1960 16. tbl. Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Eiga hótanir og mútur að ráða úrslitum á sjóréttarráðstefnunni í Genf? Island getur aldrei samþykkt minna en 12 mílur Nú líður óðum að lokum landhelgisráðstefnunnar í Genf, og þær fréttir, sem þaðan hafa borizt síðustu dagana, eru fjarri því að vera hagstæðar málstað okkar íslendinga. Ennþá er þó ekki séð, hver úrslitin verða. í nefnd hlaut tillaga Bandaríkjanna og Kanada um 6 plús 6 mest fylgi, og nú er talið hugsanlegt, að sú tillaga verði sam- þykkt. Það hefur verið unnið af miklu kappi á bak við tjöld- in að undanförnu, og alveg vafalaust, að þar hefur ver- ið beitt ýmsum meðulum, sem lítið eiga skylt við heiðarleika eða frjálsa samninga. Nú eru það hótanir, ógnanir og mútur, sem Bandaríkjamennirnir treysta á til að fá sitt fram. Það er ráðið, sem gripið er til, þegar önnur duga ekki, og hér uppi á íslandi verðum við að vona, að slík ráð dugi ekki heldur. Heyrzt hefur, að takizt Bandaríkjamönnum og Bretum ekki að tryggja 6 plús 6 það fylgi, sem þarf til samþykktar, verði ráðstefnunni e. t. v. frestað til hausts. Til hvers skyldi sá frest- ur verða notaður? Til þess að gera ógnanirnar alvarlegri og múturnar stærri. Bandaríkin ætla að kaupa sér stuðning, og ef þau ekki geta komið þeirri verzlun í kring nú þegar, þá vilja þau fá frest til að verzla. En hvað sem gerist í þessum máulm, hvað sem samþykkt kann að verða á ráðstefnunni í Genf eða ekki samþykkt, þá megum við hér heima aldrei slaka á kröfunni um óskoraða 12 mílna fiskveiðilögsögu, og hana verðum við að verja eftir því sem við höfum getu til. Verði í Genf gerð samþykkt um ein- hvern „sögulegan rétt“, getum við aldrei gerzt aðili að þeirri samþykkt. Enda vitum við, að fyrir slíkri samþykkt er raun- verulega ekki meirihlutavilji á ráðstefnunni, hvað þá fylgi tveggja þriðju. En margar þjóðir greiða slíkri tillögu atkvæði af því að hún er bundin tillögu um almenna landhelgi, sem þær þjóðir vilja samþykkja. Og svo koma atkvæði þeirra þjóða, sem nú er verið að ógna og múta. Atkvæði þeirra ráða úrslitum, ef tillagan um 6 plús 6 verður samþykkt. Samþykkt sem þannig er fengin, verður markleysa í augum allra heiðar- legra manna, og því eðlilegt, að hún verði að engu höfð. Is- lendingar verða a. m. k. að vera þeir menn, að virða slíka sam- þykkt að vettugi. BJÖRGÚLFUR Síðastliðinn sunnudag kom til Dalvíkur nýtt fiskiskip, er hlotið hefur nafnið Björgúlfur. Þetta er 250 lesta skip, síðast í röðinni af þeim 12 skipum þeirrar stærðar, sem vinstri stjórnin á sínum tíma samdi um smíði á í Austur- Þýzkalandi. Eigandi skips þessa er Útgerðarfélag Dalvíkur (Dal- víkurhreppur, KEA og Sigfús Þorleifsson), en það félag á einnig Björgvin, sem var eitt hið fyrsta þessarra skipa til landsins. Skipstjóri á Björgúlfi er Helgi Jakobsson, en ákveðið er, að á síldveiðum í sumar verði Bjarni Jóhannesson, hinn mikli afla- kóngur, með skipið. NARFI, RE 13 Á föstudaginn var, föstudaginn langa, kom til landsins stærsti togari, sem fslendingar hafa eignast til þessa. Er hann nýsmíð- aður í Vestur-Þýzkalandi og hef- ur hlotið nafnið Narfi. Hann ber cinkennisstafina RE 13. Eigandi er Guðmundur Jörundsson út- gerðarmaður í Reykjavík. Akureyrarkirkja: Messað a sunnudaginn kemur kl. 10,30 f. h. Sálmar nr. 510, 512, 190, 511, 506. Lögmannshlíðarkirkja: Mess- að kl. 2 e. h. Sálmar nr. 507, 176, 506,186, 1. Karlakór Akureyrar heldur afmælissöngva í Nýja-Bíó í kvöld kl. 9 og á sunnudaginn kl. 2 e. h., en kórinn átti þritugsafmæli á liðnum vetri, og hélt þá upp á það með myndarlegri afmælishátíð. Söng- stjórar í kvöld og á sunnudaginn verða Áskell Snorrason og Áskell Jónsson, einsöngvarar Jóhann Kon- ráðsson og Jósteinn Konráðsson og undirleikari Kristinn Gestsson. Kórinn hefur æft af kappi í vetur og margir nýir og góðir söngmenn bætzt í hópinn. Má því gera ráð fyrir góðri skemmtun, en lögin eru eftir innlenda og erlenda höfunda og i tilefni afmælisins cru flest þeirra valin eftir eldri söng- skrám kórsins frá ýmsum tímum. — Myndin hér að ofan var tekin af kórnum nú í vikunni. • Ljósmynd: Kristján Hallgrímsson. Kínversk bréfklippulist. Gleöilegt sumar! Byggingahappdrætti Æ. F. Æskulýðsfylkingin hefur nú farið af stað með myndarlegt happdrætti í því skyni að safna fé í byggingasjóð Fylkingarinnar. En Æskulýðsfylkingin hefur nú sett sér það mark, að reisa í Reykjavík viðunandi húsakynni fyrir starfsemi sína, þar sem m. a. yrði stór samkomusalur, sem notaður yrði fyrir allar meiri háttar samkomur Fylkingarinn- ar, Sósíalistaflokksins og Al- þýðubandalagsins. En skortur á húsnæði fyrir stærri samkomur háir nú mjög starfseminni og nauðsyn, að úr verði bætt. Sala happdrættismiða fer fram um land allt. Utan Reykjavíkur fá viðkomandi héruð eða kjör- dæmi verulegan hluta af því, sem inn kemur, til eigin ráðstöf- unar. Sums staðar verður því varið til byggingaframkvæmda á hinum einstöku stöðum, en ann- ars staðar varið til að halda uppi erindrekstri Alþýðubandalagsins eða blaðaútgáfu. Hér í Norður- landskjördæmi eystra er ætlun- in, að mest af því, sem kemur í hlut kjördæmisins af happdrætt- ishagnaði, renni til að standa straum af erindrekstri innan kjördæmisins. Slíkur erindrekst- ur er mikil nauðsyn í svo víð- lendu kjördæmi, en jafnframt kostnaðarsamur, og af litlum sjóðum að taka. Allir velunnarar Alþýðubandalagsins ættu því að taka höndum saman um að gera árangurinn af sölu þessarra happdrættismiða sem beztan. — Hver seldur miði þýðir meiri er- indrekstur og betra samband um allt kjördæmið. Vinningar í Happdrætti Æ F eru þessir: 1. Flugfar fyrir tvo á Ólympíu- leikana í Róm, báðar leiðir, kr. 20.000.00. 2. Borðstofuhúsgögn, kr. 16.000.00. 3. Flugfar fyrir tvo til Ham- borgar, báðar leiðir, kr. 15.326.00. 4. Dagstofuhúsgögn kr. 14.500.00. 5. Skemmtibátur úr plasti kr. 14.000.00. I. Flugfar fyrir tvo til Kaup- mannahafnar, háðar leiðir, kr. 13.444.00. 7. Svefnherbergishúsgögn, 13.200.00. kr. 8. Norðurlandsferð fyrir tvo með m.s. Heklu kr. 11.400.00. 9. Vegghúsgögn, kr. 10.000.00. 10. Far fyrir tvo með m.s. Gull- fossi til Kaupmannahafnar, báðar leiðir, kr. 8.280.00. 11. Segulbandstæki, kr. 8.000.00. 12. Skrifborð og stóll, kr. 6.000.00.

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.