Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.04.1960, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 22.04.1960, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 22. apríl 1960 Tryggvi Helgason sextugur Tryggvi Helgason og frú Sigríður Þorsteinsdóttir. Myndin var tekin á hcimili þeirra að Eyrarvegi 13 á afmælisdegi Tryggva sl. þriðjud. Tryggvi Helgason er orðinn sextugur. Þeir sem eru jafn- gamlir öldini eru teknir að reskj- ast. Snáðamir, sem léku sér í fjönun fiskiþorpanna á skútuöld- inni og fóru til sjós í þann mund er vélaöldin gekk í garð í útgerð- inni, hafa flestir lagt skipum sín- um í naust, eftir langa útivist og harða. En ný kynslóð heldur á mið, búin glæsilegum farkosti, jafn harðsækin þeirri eldri, en betur fædd og klædd, hærri vexti, djarfari í fasi, fyllri vitund- ar um mátt sinn og megin og þjóðfélagslegt mikilvægi sitt. — Þessi kynslóð er mótuð af tækni- þróuninni og verkalýðshreyfing- VINNAN Fyrsta hefti Vinnunnar, tímarits ASÍ, á þessu ári er komið út. Heftið er 24 lesmálssíður. Þar skrifar Hannibal Valdimarsson m. a. grein er hann nefnir: Varanleg lausn á vanda íslenzkra efnahagsmála er áð- eins ein: Aukin framleiðsla. Hanni- bal skrifar einnig Drög að sögu verkalýðssamtaka á Bíldudal, langa grein með mörgum myndum. Af- mælisgreinar eru í tilefni af 25 ára afmadum Iðju f Reykjavík og Fé- lags bifvélavirkja og rakin í stuttu máli saga þessara félaga. Þá er greinin Samstarf verkamanna og bænda leysti mikinn vanda. Rakin eru aðalatriði gengislækkunarlag- anna, og margar fréttaklausur og smágreinar eru frá starfi verkalýðs- hreyfingarinnar innanlands og er- lendis, og loks er að nefna grein um hvíldartíma og orlof verkafólks. Á Akureyri er aðalútsala Vinn- unnar á skrifstofu verkalýðsfélag- anna í Strandgötu 7. unni, og sumir líta hana tvíráð- tun augum, aðrir sjá í henni von okkar lands. Tryggvi Helgason hefur frá bernsku verið bundinn sjónum og sjósókn órjúfandi böndum. Hann hefur sótt til fiskjar á alls konar fleytum, frá árabátum til togara, siglt á hættusvæðum á styrjaldarárunum, þolað vos og erfiði við hvers konar störf á fiskiskipum um tugi ára og auk þess unnið í landi við flest þau störf, sem að útvegi lúta. Verið verkstjóri við netagerð, metið fisk, stjórnað útgerð. Og ætíð hefur hugurinn verið opinn fyrir því sem betur mátti fara, nýjum úrræðum og framförum. Ágætar gáfur, stálminni og hugarró hafa hjálpast að því að safna dýrmæt- um sjóði þekkingar um íslenzkan sjávarútveg og sjómennsku. Og síðast, en ekki sízt, um lífskjör fiskimannanna og lífsviðhorf. Þessum sjóði þekkingar og mikillar lífsreynslu hefur Tryggvi Helgason varið til þess að berjast fyrir betri framtíð íslenzkrar sjó- mannastéttar og allrar verkalýðs- hreyfingarinnar. Það hefur verið hans ólaunaða lífsstarf, sem flest annað hefur orðið að víkja fyrir, jafnvel vinnan fyrir daglegu brauði. Og það er þetta ómetan- lega starf, sem hefur fyrir löngu skipað Tryggva Helgasyni sæti meðal fremstu foringja íslenzkr- ar verkalýðshreyfingar. Um og fyrir 1930 höfðu norð- lenzkir fiskimenn efnt til félags- skapar með sér, en samtökin áttu erfitt uppdráttar og árangur varð minni í fyrstu en vonir stóðu til. Skjót umskipti urðu í þeim efn- um, er Tryggvi Helgason tók við forustunni í Sjómannafélagi Norðurlands, er þá hét svo. — Undir hans forustu hlaut það eld- skírn sína í verkfallinu 1936, þeg- ar kauptrygging hlutasjómanna var í fyrsta skipti knúin fram. — Á þeim sigri, sem þá vannst, hafa bátasjómenn síðan byggt kjara- samninga sína í vaxandi mæli. — Þar urðu söguleg umskipti í kjaramálum íslenzka fiskimanna, sem vart munu ofmetin. Allt frá þessum tíma hefur Tryggvi Helgason verið formaður Sjómannafélags Akureyrar og hinn óumdeildi foringi norð- lenzkra sjómanna. Og nú um lagt skeið hefur ekki þótt svo ráðum ráðandi um málefni ís- lenzkra sjómanna, að Tryggvi Helgason væri þar ekki til kvaddur af verkalýðssamtökun- eða stjórnarvöldum þegar verka- lýðshreyfingin hefur haft einhver áhrif á þeim vettvangi. Um fjölda ára hefur hann átt sæti í samn- inganefndum verkalýðshreyfing- arinnar um sjómannakjör og hygg eg, að á engan sé hallað, þótt fullyrt sé að jafnan er mest lá við hafi forustan hvílt á hon- um. Við samningaborðið gegnt harðdrægum viðsemjendur hafa hæfileikar, víðtæk þekking, stöð- lyndi og óbilandi ró, reynzt verka lýðshreyfingunni giftudrjúgir og oft ráðið úrslitum um framgang mála. Hér eru engin tök á að rekja þau margvíslegu og mikilvægu störf, sem Tryggvi Helgason hef- ur unnið í þágu íslenzkrar sjó- mannastéttar og verkalýðshreyf- ingar, en það er trúa mín að saga hvorugra verði svo rakin síðustu áratugina, að nafn hans komi þar ekki oft til sögunnar. Kemur þar ekki einasta til þátt- ur hans í mótun hinna beinu launakjara, heldur og starf hans að undirbúningi löggjafar um hin mikilverðustu réttindamál sjó- mannastéttarinnar, svo sem líf- eyrissjóð togarasjómanna o. fl., að ógleymdu því gagnmerka stai'fi, sem hann hefur unnið síð- ustu árin í Atvinnutækjanefnd og ýmsum fleiri nefndum. Hér verða heldur ekki rakin störf Tryggva sem forseta Al- Alþýðusambands Norðurlands allt frá stofnun þess 1947 og til þessa dags, né heldur forusta hans fyrir verkalýðshreyfingunni á Akureyri í bæjarstjórn Akur- eyrar um nær tveggja áratuga skeið, en hvort tveggja væri efni í langt mál og fróðlegt. Eg full- yrði aðeins, að það var mikið lán fyrir norðlenzka verkalýðshreyf- ingu og fyrir alþýðuna á Akur- eyri sérstaklega, að Tryggvi Helgason valdi sér hér verksvið og viðfangsefni. Eg veit að vísu, að hvar sem hann hefði dvalið Frá Knattspyrnuráði Akur- eyrar. KVIKMYNDASÝNING í Lóni sunnudaginn 24. apríl kl. 2 e. h. — Sýndar verða fimm knattspyrnumyndir. manndómsárin, hefði hann valizt til forustu í verkalýðshreyfing- unni sakir hæfileika sinna og mannkosta, ósérplægni sinnar og áhuga, en eg dreg mjög í efa að verkalýðshreyfingin hér væri það, sem hún nú er, án hans og enn meira að bein og óbein áhrif hennar á atvinnulega þróun bæj- arins okkar hefði orðið svo af- drifarík og heillavænleg, sem raun hefur orðið á. (Framhald á 3. síðu.) ÞRÍBURAFÆÐINC Síðastl. föstudag fæddust Kristínu Hjálmarsdóttur og Sigurbirni Sveinssyni, járnsmið, þríburar á Fjórðungssjúkrahús- inu hér í bæ, og er það fyrsta þríburafæðingin á þeirri stofn- un. Þríburarnir fæddust allir lif- andi, en veikburða og aðeins 6 merkur hver um sig, 2 drengir og 1 stúlka. 1960 - 1961 50 vinningar á mánuði. Tvær ibúðir og tvær bifreiðir útdregnar mánaðarlega. Aðrir vinn- ingar: Húsbúnaður fyrir 5—10 þúsund hver. Endurnýjunarverð kr. 30.oo Ársmiði kr. 360.oo. Sala á nokkrum miðum, sem losnað hafa hefst 19. apríl. UMB0Ð Á N0RÐURLANDI: HÚSAVÍK: Jónas Egilsson, Kaupfél. Þingeyinga. GRENIVÍK: Kristín Loftsdóttir. SVALBARÐSEYRI: Skúli Jónasson, Kaupfélaginu. AKUREYRI: Finnur Daníelsson. Afgreiðsla: Hafnarstræti 96. Sími 2265. HJALTEYRI: Helga Helgadóttir. DALVÍK: Jóhann G. Sigurðsson, bóksali. HRÍSEY: Pétur Hólm. ÓLAFSFJÖRÐUR: Randver Sæmundsson. SIGLUFJÖRÐUR: Gestur Fanndal. GRÍMSEY: Magnús Símonarson. HOFSÓS: Þorsteinn Hjálmarsson. SAUÐÁRKRÓKUR: Pétur Jónasson. SKAGASTRÖND: Páll Jónsson, skólastjóri. BÓLSTAÐAHLÍÐ, Langadal: Guðm. Klemensson. BLÖNDUÓS: Hjálmar Eyþórsson. HVAMMSTANGI: Björn Guðmundsson.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.