Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 29.04.1960, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 29.04.1960, Blaðsíða 1
uERKflmneuRinn 1. maí-nefndin óskar eftir ungiun stúlkuin eða stálp- uðiun börnum til að selja merki dagsins, mætið i Verkalýðshúsinu kl. 10 f. h. 1. maí. XLIII. árg. Akureyri, föstudaginn 29. apríl 1960 17. tbl. •......IIMIHMIIIIIMIIIIII........I.......I.......IIIMI.........I.......IMII.......IIIIIIIIIMMIIII1MIIIII......11III1111111111111 M IIII • £ - I Ávarplrá 1. maí-nefnd | verkalýðsf élaganna á Akureyri Við, sem skipum 1. maí-nefnd verkalýðsfélaganna hér í bæ viljum beina eftirfarandi orðum til almennings, í tilefni dagsins: Öll verkalýðsfélögin í bænum standa sameinuð og samstillt að undirbúningi og framkvæmd hátíðahaldanna 1. maí. Allir innan samtakanna eru aðilar að þeim, og bera því félagslega og persónulega ábyrgð í sambandi við daginn. Það er eindregin áskorun okkar til félagsmanna, og annarra þeirra, sem eiga samstöðu með alþýðusamtökunum, að þeir sýni það með þátttöku í útifundinum, kröfugöngunni og skemmtunum dagsins, að þeir vilji gera 1. maí glæsilegan hátíðis- og baráttudag akureyrskr- ar alþýðu. Og þó að hátíðahöldin eigi fyrst og fremst að sýna samhug og styrk félagssamtaka okkar þennan dag, má hitt ekki gleymast, að 1. maí er fjáröflunardagur Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna á Akur- eyri, og getur, ef vel er unnið, fært okkur feti nær þeim þráða áfanga, að glæsilegt og fullkomið alþýðuhús rísi af grunni hér í bæ. Þá viljum við leggja áherzlu á það, að 1. maí er baráttudagur al- þýðunnar. Þar á að koma skýrt fram styrkleiki og máttur samtak- anna, vilji þeirra í nútíð og framtíð og kröfur bornar fram undir merkjum félaganna, með fólkið — fjöldann — að brjóstvörn og bakhjalli. Nú eru að ýmsu leyti erfiðir tímar og horfur uggvænlegar. Ríkisvaldið hefur gripið til aðgerða, sem hafa í för með sér meiri kjaraskerðingu fyrir allan almenning í landinu, en dæmi eru til um áratugi. — Skefjalaus dýrtíð flæðir nú yfir, í kjölfar gengislækkunarinnar, án þess að launþegar hljóti nokkrar dýrtíðarbætur á laun sín. Fyrirsjáanlegur er mikill samdráttur í flestum greinum atvinnulífsins — og atvinnuleys- ið, hinn versti fjandi verkafólksins, dokar á næsta leiti. Láns- fjárkreppa er skipulögð af valdhöfunum, og vaxtaokur hefur verið lögleitt í peningastofnunum, með þeim afleiðingum, að margir láglaunamenn, sem hafa á undanförnum árum lyft grettistaki að byggja yfir sig og sína, kikna nú undir vaxta- byrðum og sjá ekki leið til að standa í skilum. Allt eru þetta svo alvarlegir hlutir, að alþýðusamtökin hljóta að mótmæla þeim kröftuglega 1. maí. íslenzkar vinnustéttir hafa unnið dyggilega og heilshugar að uppbyggingu landsins, til sjávar og sveita, á umliðnum áratugum, vitandi vel hvað gera þurfi og til hvers var unnið. Fyrir dugnað og framsýni alþýðunnar hefur landið verið byggt og ræktað, og þjóðin sótt fram til bættra lífskjara og betri daga. Við neitum að snúa til baka. Hver og einn, sem unnið hefur hörðum höndum að þessari uppbyggingu, veit, að hann hefur ekki lifað í neinum vellyst- ingum hingað til, en hann hefur unnið landi sínu og þjóð sinni til að lífskjör bötnuðu, en versnuðu ekki, — og í anda þeirra áforma vinnur hann áfram. Við mótmælum kreppustefnu og kjaraskerð- ingu — og mótmælum öll. Munum það, að kjara- og hugsjónabarátta íslenzkrar al- þýðu er ævarandi — því að mönnunum munar, annað hvort af tur á bak, ellegar nokkuð á leið, — og það er okkar helgasta skylda að hopa aldrei, en vaka sífellt á verðinum. Með það heit í huga fylkjum við liði 1. rriaí, fyrir friði, jafnrétti og bræðralagi. Fjölmennum á útifundinn og í kröfugönguna. Sækjum skemmtanir dagsins. Berum merki hans Heil og sameinuð til hátíðar. (Undirskriftir, sjá bls. 4.) RæSumenn á útifundinum 1. maí Guðm. J. Guðmundsson. Jón Sigurðsson. Björn Jónsson. HÁTÍÐAHÖLDIN 1.MA Dagskrá fyrsta maí-hátíðahalda verkalýðsfélaganna á Akur- eyri verður með svipuðu fyrirkomulagi nú og verið hefur undanfarin ár, en þó hafa verið gerðar nokkrar breytingar og aukið við samkomuhaldið. Hér fer á eftir yfirlit yfir dag- skrána eins og hún er fyrirhuguð: UTIFUNDUR verður við Verkalýðshúsið og hefst hann kl. 2 með leik Lúðra- sveitar Akureyrar undir stjórn Jakobs Tryggvasonar. Því næst setur Jón Ingimarsson, formaður Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna, hátíðahöldin, en síðar flytja ræður: 1. Guðmundur J. Guðmundsson, starfsmaður verkamannafélags- ins Dagsbrúnar. 2. Jón Sigurðsson, bóndi í Yzta- felli. 3. Björn Jónsson, formaður Verkamannafélags Akureyrar- kaupstaðar. KRÖFUGANGA. Að útifundinum loknum verð- ur farin kröfuganga um nokkrar götur bæjarins. Bornir verða borðar með áletruðum aðalkröf- um dagsins, einnig fánar verka- lýðsfélaganna, íslenzkir fánar og hinn alþjóðlegi fáni verkalýðsins. Lúðrasveitin leikur fyrir göng- unni. BARNASKEMMTANIR. Um það bil, sem útihátíðahöld- unum lýkur, eða kl. 3.30 e. h., hefjast barnaskemmtanir á tveim ur stöðum í bænum. Önnur verð- ur í Samkomuhúsi bæjarins, og þar verður dagskráin þessi: 1. Upplestur, Þórgunnur Snædal. 2. Söngur með gítarundirleik. 3. Gamanleikur (Naglasúpan). 4. Töfrabrögð. 5. Gamanvísur, Hjálmar Gislason frá Reykjavík. 6. Kvikmynd. Hin barnasamkoman verður í Alþýðuhúsinu og dagskrá á þessa leið: 1. Töfrabrögð. 2. Gamanvísur. 3. Kvikmynd. 4. Dans. DANSLEIKIR. Þá gengzt 1. maí-nefnd fyrir al- mennum dansleik í Alþýðuhúsinu að kvöldi 1. maí. Þar syngur Helena Eyjólfsdóttir með hljóm- sveitinni og Hjálmar Gíslason skemmtir með gamanvísum. Einnig stendur 1. maí-nefnd fyrir tveimur dansleikjum kvöld- ið fyrir 1. maí. Verður annar þeirra í Alþýðuhúsinu, en hinn í Landsbankasalnum og verða þar einkum eldri dansarnir. Hjálmar Gíslason skemmtir þessum dansleikjum. á báðum MERKJASALA. Merki dagsins, 1. maí-merki, verða seld á götum bæjarins all- an daginn og rennur ágóði af sölu þeirra til væntanlegrar félags- heimilisbyggingar verkalýðsfélag- anna, einnig annar hagnaður, sem verða kann af hátíðahöldunum. Þó að ekki blási nú byrlega um að leggja í byggingaframkvæmdr ir, þá er orðið svo knýjandi nauð- syn, að verkalýðssamtökin hér í bænum eignist veglegt félags- heimili, að það má ekki dragast lengi að hafizt verð handa um byggingu þess, og hver króna, er safnast í sjóð til þeirrar fram- kvæmdar, flýtir fyrir því, að sú bygging rísi. Sjóslys í Ólafsfirði Axel Pétursson fórst með báti sínuni Það slys varð í Ólafsfirði að- faranótt sl. laugardags, að lítill trillubátur fórst á leið í róður og með honum einn maður, Axel Pétursson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Ólafsfjarðar. Axel heitinn fór seint á föstu- dagskvöld af stað frá Ólafsfirði einn á trillubát sínum og ætlaði í fiskiróður á mið við Grímsey. Tveir dekkbátar fóru nokkru síðar af stað og héldu á sömu mið, en urðu aldrei varir við bát Axels. Er hann var ekki kominn að landi kl. 4 á laugardag var tekið að undrast um hann og leit hafin á sjó og síðar einnig úr lofti, og sást þá brak undir Hvanndalabjargi, sem talið var vera úr bátnum. Var þá talið víst, að vélarbilun hefði orðið í bátnum eða eitthvað annað hefði komið fyrir, og hann rekið upp í bjargið, en vegna sjógangs var ekki hægt að komast á staðinn þá þegar. Hefur síðan verið gengið dagilega á fjörur, eftir því, sem fært hefur verið, og á miðviku- dagskvöldið fannst lík Axels heitins í svonefndum Vogum vestan Ólafsfjarðar. .Haugasjór var um nóttina, er Axel heitinn hélt af stað, en veður hægt. Axel Pétursson var 48 ára að aldri, sérstaklega traustur og dugmikill maður. Hann laetur eft- ir sig konu og sex börn. Frá 1. maí-nefndinni 1. maí-nefnd verkalýðsfélag- anna hvetur alla til að kaupa og bera merki dags- ins. 1. maí-nef ndin vill minna samborgarana á að flagga 1. maí og setja með því há- tíðasvip á bæinn. 1. maí-nefndin hvetur alla til að sækja útifundinn 1. maí og sækja vel samkom- ur verkalýðsfélaganna. 1. maí-uefndin minnir á barnasamkomurnar í Sam- komuhúsi bæjarins og Al- þýðuhúsinu. Góð skemmt- un, bæði fyrir börn og full- orðna.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.