Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 29.04.1960, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 29.04.1960, Blaðsíða 3
Föstudaginn 29. apríl 1960 VERKAMAÐURINN 3 fESÍAMifiUSI - vikablað - Kemux ut á Akureyri á föstu- Útgefandi er Sásial- strati 88. Sími 1516. Hit- stjáxi^Þorsteizm Jonatan|son BXaðið ©r prentað £ Prent- rerki Odds Biörnssonar B.f. ÞJÓÐIN FACNAR Sjóréttarráðstefnunni í Genf er lokið. Þeg- ar hún hófst var það von íslenzku þjóðarinn- ar, að þar yrði gerð einhver sú samþykkt, sem tryggði að við gætum verið óáreittir með okkar 12 mílna landhelgi og öðlast rétt, studdan alþjóðalögum, til að færa ennþá út fiskveiðitakmörkin á landgrunni íslands. En nú er ráðstefnunni lokið án þess að nokkur samþykkt hafi verið gerð, sem gildi hafi fyrir okkur. Við höfum ekki fengið það tryggt, að aðrar þjóðir virði landhelgi okkar eða fiskveiðilögsögu, og við höfum ekki feng- ið alþjóðlega viðurkenningu á rétti okkar til landgrunnsins. Samt íagnar þjóðin öll þeim úrslitum, sem á ráðstefnunni urðu. Ástæðan er sú, að það lá við borð, að verr færi og sam- þykktir yrðu gerðar, sem færu beinlínis í bága við okkar hagsmuni og gerðu okkur erf- iðara fyrir. Bretar og Bandaríkjamenn börðust af feikna hörku fyrir því, að samþykkt yrði sex mílna landhelgi og sex mílna fiskveiðiland- helgi að auki, en að innan þeirrar fiskveiði- landhelgi mættu þær þjóðir fiska áfram, sem það hefðu gert að undanförnu. Það var ekk- ert til sparað í ógnunum og mútum að fá nægt íylgi með þessarri tillögu, og þegar til lokaatkvæðagreiðslu kom, skorti aðeins eitt atkvæði á að þessi tillaga Bretanna og Banda- ríkjamanna næði fram að ganga. Þetta eina atkvæði, sem skorti, tryggði okkur óbreytt ástand, óbreyttan rétt að al þjóðalögum. Og það var miklu betri útkoma heldur en verið hefði, efcþessum ríkjum hefði tekizt að fá viðurkenningu ráðstefn- unnar fyrir því, að við værum í órétti með okkar 12 mílur og að ekki kæmi til greina, að við færðum fiskveiðilögsöguna ennþá út, hver nauðsyn, sem okkur kynni að virðast á því. Tillaga fjandmanna okkar féll og því íagnar þjóðin öll úrslitunum, enda þótt við fengjum ekki þá viðurkenningu, sem við ósk- uðum eftir. Og við höfum ennþá ríkari ástæðu til að fagna vegna þess, að við vitum, að tilraun Breta og Bandaríkjamanna nú til að fá sam- þykkt um sex plús sex mílur var úrslitatil- raun. Það vita nú allir, að framar þýðir ekki að reyna að fá neitt slíkt samþykkt. Öll þau ríki, sem nú þegar hafa 12 mílna landhelgi hafa hana áfram og fleiri bætast í hópinn Það er fullvíst, að á næstu sjóréttarráðstefnu hvenær sem hún verður haldin, 'verður fylk ing 12 mílna ríkjanna orðin stærri og öfl ugri. Þess vegna er sigurinn okkar nú og framvegis. En hitt þarf að taka til athugunar. hvort við eigum lengur að vera þekktir fyrir að vera í sérstöku vináttu- og hernaðarbanda lagi við þær þjóðir, sem mest hafa gert til að þrengja okkar rétt og möguleika tjl sjálf- stæðrar lífsbaráttu í þessu landi. Eigum við að kyssa iljar ræningjanna? Ef Bretar gera aftur innrás í fiskveiðiland helgi okkar eigum við hiklaust að svara með því að segja okkur úr Atlantshafsbandalag- inu. Við getum ekki verið í bandalagi við neitt það ríki, sem treður á rétti okkar og ógnar afkomumöguleikum þjóðarinnar. EININGARKONUR! Sækið allar útifundinn 1. maí. — Fylkjum liði í kröfugöngunni. — Hefjum volduga sókn til bættra lífskjara. STJÓRN EININGAR. AÐALFUNDUR SKÁKFÉLAGS AKUREYRAR verður haldinn föstudaginn 29. apríl kl. 8.30 e. h. í Gildaskála KF.A. TILHÖGUN: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Önnur mál. Félagar fjölmennið. STJÓRNIN. Frá Barnaskóla Akureyrar Skráning 7 ára barna (fædd 1953) fer fram í skólan- um föstudaginn 6. maí kl. 1 síðd. Frá skiptingu milli skólanna er skýrt á öðrum stað í blaðinu. Ef barn get- ur ckki mætt, þarf að tilkynna það. — Skólasýning verður sunnudaginn 8. maí kl. 1—6 síðd. — Skólaslit fara fram þriðjudaginn 10. maí kl. 2 síðd. Foreldrar velkomnir rneðan húsrúm leyfir. SKÓLASTJÓRI. Frá OddeyrarskóSanum Skólanum verður slitið 10. maí kl. 5 síðdegis. Skóla- vinna barnanna verður til sýnis sunnudaginn 8. maí kl. 2—5 síðdegis. Allir velkomnir. Inntökupróf barna, sem fædd eru 1953, fer fram í skólanum föstudaginn 6. maí kl. 3 síðdegis. Vorskól- inn hefst miðvikudaginn 11. maí kl. 9 árdegis. Geymið þessa auglýsingu. SKÓLASTJÓRI. AKUREYRINGAR - NÆRSVEITARMENN Höfum opnað sameiginlega rakarastofu að Hafnar- stræti 105 (áður rakarastofa Valda og Bigga). — Fljót og góð afgreiðsla. SIGVALDI SIGURÐSSON, INGVI FLOSASON, HARALDUR ÓLAFSSON. SKRÁNING atvinnulausra karla og kvenna fer fram, lögum samkvæmt, dagana 2., 3. og 4. maí n. k. í Vinnumiðlunarskrifstofu Akureyrar, Strand- götu 7, II. hæð. Akureyri, 22. apríl 1960. VINNUMIÐLUN AKUREYRAR Símar 1169 og 1214. „Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá44 Það fer ekki hjá því við lestur greinarinnar í Al- þýðumanninum, „Ekki er fríður flokkurinn“, eftir Braga Sigurjónsson, að maður fær góða yfirsýn um hugarfar og innra ástand mannsins. Það má með sanni segja, að: „Af gnægð andans mælir munnurinn." Enda mun honum ekki hafa fundizt, að hann með sinni háfleygu illkvittni og takmarkaða sannleika væri að bera á borð fyrir lesendur Alþýðumannsins neina andlega grænjaxla þann daginn. Vegna þess, hve Bragi beinir orðum sínum og til- vitnunum sérstaklega til mín, er eg tilneydd að svara með nokkrum orðum, þó að dregist hafi nokkuð á langinn. Það er sem sé augljóst mál, að tilgangur hans er sá, að leiða athygli lesenda frá sjálfum sér og sínu rök- þrota öngþveiti, en benda á mig, sem eitthvert við- undur, sem hafi orðið mér til skammar með minni umræddu yfirlýsingu. Þannig fer honum, sem manninum er tekur í hálm- stráið, hann grípur í pilsfaldinn, og hyggst með því fleyta sér yfir foraðið, en ætlar mér að standa eftir í aurnum. I þetta skipti mun hann þreifa á því, að pils- faldurinn er afsleppari en reynzlan hefur kennt hon- um. Þegar Bragi hefur svalað sinni pólitísku fanatík með því að birta nöfn okkar 10 af 11, sem fundinn sátu, og benda á okkur sem sérstæð afbrigði um flokksþjónkun, og fullyrða, að við höfum ekki í nafni hinna ýmsu stéttarfélaga komið saman, bætir hann við: „En svo er það enn, hvort þessi ágæti fundur var nokkru sinni haldinn.“ Þarna er sem sé hundurinn grafinn. Á bæjarstjóm- arfundi, sem haldinn var á Akureyri í marzmánuði, sagði Bragi, að 3 af 5 kommúnistum úr stjórn AN hefðu skotizt saman og gert ályktun, sem birt hefur verið frá stjórnarfundi AN. Þetta eru ummæli Braga Sigurjónssonar mér til handa, sem eg lýsi yfir að séu ósannindi, og eg enduitek það, að eg á ekki sæti í stjórn á sama bekk og þeir 5 stjórnarmenn, sem hann virðist eiga við. Eg er hins vegar ein meðal þeirra 10, sem kalla má til utan af landinu til skrafs og ráða- gerða um þau mál, sem til umræðu og afgreiðslu kunna að koma milli þinga, en þing er haldið annað hvort ár. Við stjórnarkjör eru 5 stjórnarmeðlimir kosnir algerlega sérstaklega, og hafa þeir forgöngu um framkvæmdir og allt starf sambandsins milli jinga, eins og stjórnir allra félagssamtaka gera. Hjá hinum ýmsu stéttarfélögum er forystustarfinu sann veg háttað, að 2 eða fleiri ( eftir meðlimafjölda félaganna) eru tilnefndir til starfs með stjórninni, er það þá kallað trúnaðarráð og er formaður viðkom- andi félags formaður þess. Þegar svo ber við, að ræða þarf aðkallandi mál milli funda, kallar formaður sam- an trúnaðarráðsfund, og hefur þá fundurinn fullt lagalegt umboð til að gera þær ráðstafanir, sem þurfa þykir og samkomulag næst um. Það er kannski öruggara að taka það fram, að þetta er því aðeins gert, að ekki sé tími til að ná saman félagsfundi. Á sama hátt getur forseti AN kallað saman þá 4 menn, sem með honum voru kosnir til að hafa forgöngu um stjórnarstörf, og þá einnig okkur 10, sem úti á land- inu búum, þegar honum þykir ástæða til. Og það var gert í umrætt skipti. Og vegna þess, að Bragi hefur sérstaklega óskað eftir að fá nánari upplýsingar um þennan fund, vil eg segja honum eftirfarandi: Það var sent út skriflegt fundarboð og þar í birt dagskrá fundarins og óskað eftir því, að við, sem til var talað, ræddum dagskrár- efnið á félagsfundi, hvert í sínu félagi, og leituðum þannig álits viðkomandi félaga um þau mál, er til umræðu yrðu á fundinum. Persónulega get eg svarað því til, að eg hélt bæði stjórnarfund og félagsfund um dagskrána og fór með skriflega ályktun frá félagi mínu um afstöðu þess. Og eg þekki ekki nokkurn mann, sem myndi gera veður út af því, eins og þá var og nú er háttað við- horfi til lífsafkomu og hagsmuna íslenzkrar alþýðu, þó að komið sé saman og rætt og athugað, hvað hægt er og hvað heppilegast er að gera. Enda segir mér hugur um, að þetta hafi aðeins verið inngangur að því, sem koma skal, og þá vil eg nú biðja allar góðar vættir að vera vel á verði um jafnvægi Braga. (Framhald á 4. síðu.)

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.