Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 06.05.1960, Side 1

Verkamaðurinn - 06.05.1960, Side 1
SÓSÍALISTAFÉLAG AKUREYRAR. UERKflmflDURltin Fundur n.k. sunnudagskvöld í Ásgarði. Björgvin Salomonsson mætir á fundinum. XLIII. árg. Akureyri, föstudaginn 6. maí 1960 18. tbl. Samvinnutryggingar endurgreiða 4.25 millj. kr. á þessu ári Sjóðir félagsins nema 85 millj. kr. MIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMMIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii lt|Mm,1,1,,,,,,,,mu,,,,,,!,,,!,,!,!!,,,!!!!!!!! jTF-rr «>*■* Frá útifundinum á Akureyri 1. maí. • II' IIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIMIIMMMIIIIIIII IIMIMMMIMIMMIMIMIIIIMIIMMMMIIIMIIMIIIMIIIMIMIIMIMIIIIIMMIIIIIIIMIMIIIIIIIMMIMIMIIIIIIIIMIII'IIMMi Útifundurinn l.maí fjölmennari en nokkru sinni fyrr AÐALKROFUR: MÆTUM DÝRTÍÐ MEÐ LAUNAHÆKKUN HVIKUM ALDREI FRÁ 12 MÍLUM Aðalfundur Samvinnutrygginga var haldinn á Akureyri 29. f. m. í upphafi fundarins minntist formaður félagsins, Erlendur Ein- arsson, forstjóri, Þórhalls Sig- tryggssonar, fyrrv. kaupfélags- stjóra, sem lézt 11. sept. sl., en Þórhallur hafði áður átt sæti í fulltrúaráði Samvinnutrygginga og verið endurskoðandi félagsins frá árinu 1953 til dauðadags. Fundarstjóri var kjörinn Jakob Frímannsson, framkvæmdastjóri, Akureyri, og fundarritarar Óskar Jónsson, fyrrv. alþm., Vík í Mýr- dal, og Steinþór Guðmundsson, kennari, Reykjavík. Formaður félagsins, Erlendur Einarsson, forstjóri, flutti skýrslu stjórnarinnar, en framkvæmda- stjórinn, Ásgeir Magnússon, skýrði reikninga félagsins og flutti skýrslu um starfsemina á árinu 1959, sem var 13. reiknings- ár félagsins. Heildariðgjaldatekjur félagsins á árinu námu tæplega 63.5 millj. króna, og höfðu aukizt um 3.5 milljónir frá fyrra ári. Tjónin námu röskum 54.3 milljónum, og höfðu aukizt um 14 milljónir. Stærsta tjónið nam 14.150.000.00, og mun það vera stærsta tjóna- upphæð, sem íslenzkt trygginga- félag hefur innt af hendi. Samþykkt var að endurgreiða þeim, sem tryggt höfðu hjá félag- inu kr. 4.255.426.00 í tekjuafgang, m. a. af brunatryggingum 10%, dráttarvélatryggingum 25% og skipatryggingum 6% af iðgjöld- um af þessum tryggingum árið 1959. Með þessari endurgreiðslu tekjuafgangs til hinna tryggðu hefur félagið endurgreitt samtals til tryggingartakanna frá því að byrjað var að úthluta tekjuaf- gangi árið 1949 kr. 21.990.034.00. Iðgjalda- og tjónasjóðir félags- ins námu í árslok kr. 85.125.000.00 og höfðu aukizt um rúmar 11.4 milljónir á árinu. Utlán félagsins í árslok námu tæpri 51 milljón. ANDVAKA. Jafnframt var haldinn aðal- fundur Líftryggingafélagsins And vöku. Á árinu gaf félagið út 274 ný líftryggingarskírteini, samtals að upphæð kr. 7.578.000.00. Ið- gjaldatekjur félagsins námu tæp- lega 3.6 millj. SEGJA UPP STÖRFUM Heyrzt hefur, að Ásgeir Valde- marsson hafi sagt upp starfi sem verkfræðingur Akureyrarbæjar. Einnig mun Marteinn Sigurðs- son hafa sagt upp starfi fram- færslufulltrúa. Samþykkt var að leggja kr. 255.000.00 í bónussjóð, og nemur hann þá kr. 16.575.000.00. í árslok voru í gildi 8860 líf- tryggingaskírteini, og nam trygg- ingastofninn þá rösklega 100 milljónum króna. Að loknum aðalfundi félag- anna hélt stjórnin fulltrúunum og nokkrum gestum hóf að Hótel KEA. Þar voru margar ræður fluttar, sungið og ræðzt við. Stjórnir félaganna skipa Er- lendur Einarsson, formaður, ís- leifur Högnason, Jakob Frímanns son, Karvel Ogmundsson og Kjartan Ólafsson frá Hafnar- firði. Framkvæmdastjóri félaganna er Ásgeir Magnússon, en auk hans eru í framkvæmdastjórn Bjöm Vilmundarson og Jón Rafn Guðmundsson. Akureyrarmót í körfu- knattleik var háð í þessum mánuði í íþróttahúsi Menntaskólans. Sig- urvegari varð A-lið KA, sem vann alla sína leiki. Úrslit í ein- stökum leikjum urðu annars þessi: A-lið KA vann ÍMA 84:38. A-lið KA vann Þór 67:47. A-lið KA vann B-lið KA 88:58. ÍMA vann B-lið KA 31:29. Þór vann ÍMA 60:52. B-lið KA vann Þór 55:53. Útifundur verkalýðsfélaganna á Akureyri 1. maí varð nú fjöl- sóttari en dæmi eru til áður, og kröfugangan varð einnig með fjölmennasta móti. Útifundurinn hófst við Verka- lýðshúsið kl. 14 í björtu og fögru veðri. í upphafi fundarins lék Lúðrasveit Akureyrar, en Jón Ingimarsson, formaður 1. maí- nefndar, flutti stutt setningar- ávarp. Síðan fluttu ræður: Guð- mundur J. Guðmundsson, starfs- maður Verkamannafél. Dags- brúnar í Reykjavík, Jón Sigurðs- son, bóndi í Yztafelli, og Björn Jónsson, formaður Verkamanna- félags Akureyrarkaupstaðar. Öll- um var ræðumönnum afbragðs- vel tekið. Kaflar úr ræðunum eru birtir á annarri síðu blaðsins. Að útifundinum loknum hófst kröfugangan. Var gengið frá Verkalýðshúsinu um Strandgötu, Skipagötu, Kaupvangsstræti, Hafnarstræti, Brekkugötu, Gránu félagsgötu, Norðurgötu og Strandgötu að Verkalýðshúsinu. Aðalkröfurnar, sem bornar voru í göngunni voru kröfur um kjarabætur vegn efnahagsráð- stafana stjórnarvaldanna og krafa um, að aldrei verði hvikað frá 12 mílna landhelginni, og af kröfum, er sérstakar væru fyrir þetta bæjarfélag, mun krafan um togaradráttarbraut nú hafa verið sú eina. Síðdegis voru barnaskemmtan- ir á vegum 1. maí-nefndar í Sam- komuhúsinu og Alþýðuhúsinu og um kvöldið dansleikur í Alþýðu- húsinu. Kröfugangan, útifundurinn og önnur hátíðahöld tókust með ágætum, og fjölmennið á úti- fundinum og í kröfugöngunni sýndi það ótvírætt, að launþegar á Akureyri hyggjast ekki láta sitt eftir liggja til að vinna aftur það, sem stjórnarvöldin hafa nú af þeim rænt með hverri kjara- skerðingunni á fætur annarri. Meiri einhugur betri samstaða. Hvarvetna á landinu, þar sem blaðið hefur fregnir af, kom nú í ljós hinn 1. maí, að einhugur verkafólks og samstaða er nú meiri og betri en oftast áður. — Árásir auðvaldsins hafa þjappað fólkinu saman til varnar og sókn- ar í kjarabaráttunni. í Reykjavík var t. d. kröfugangan og útifund- urinn með allra fjölmennasta móti, og virðist það síður en svo hafa dregið úr aðsókn, að full- trúar þeirra félaga, sem lúta stjórn krata eða íhaldsmanna neituðu að taka þátt í undirbún- ingi eða standa að sameiginlegu ávarpi. Ræðumenn á útifundin- um í Reykjavík voru Hannibal Valdimarsson og Eðvarð Sigurðs- son. ÁVARP frá Mæðrastyrksn. Akureyrar. Góðir Akureyringar! Ef þið hafið aflögu föt, eru þau góðfúslega þegin hjá Mæðra- styrksnefnd Akureyrar. — Skrif- stofa nefndarinnar í Strandgötu 7 er opin á þriðjudögum kl. 4.30 —6.30. Einnig taka undirritaðar konur á móti gjöfum til nefndar- innar: Ingibjörg Eiríksdóttir, Ásabyggð 17. — Margrét Antons- dóttir, Austurbyggð 8. — Sólveig Einarsdóttir, Páls-Briemsgötu 20. — Guðrún Melstað, Bjarmastíg 2. — Guðrún Jóhannesdóttir, Sand- vík, Glerárhverfi. — Soffía Thor- arensen, Strandgötu 25. — Ingi- björg Benediktsdóttir, Strand- götu 13. — Guðný Magnúsdóttir, hjúkrunarkona við Barnaskólann. Hvað er að gerast á Ráðhússtorgi? Fyrir nokkrum vikum síðan komu menn með skóflur og haka á Ráðhússtorg og fóru að grafa, síðan kom jarðýta og ámokstursskófla ásamt vörubílum. Og miklu af jarðvegi var ekið burt. Jæja, nú á þá loksins að fara að ganga almennilega frá Torginu, sögðu menn, hverir við aðra. Fæstir virtust þó vita, hvað ætti að gera, en sumir sögðu, að það ætti að púkka utan grasblettsins, steypa stétt út við götuna og helluleggja svo allt nema grasblettinn. Þetta létu menn sér gott líka og fylgdust af áhuga með gangi framkvæmdanna. En nú hafa menn síðustu'dagana séð, að steypta stéttin á ekki að koma út við götubrún, a. m. k. ekki að norðan eða austan, og að það á ekki að helluleggja alltTorgið og gera það þokkalegt. Nú er það upplýst, að það á að sneiða af þessum litla bletti bæði að norðan og austan og hafa þar bílastæði. Þessi litla vin á ekki að vera friðhelg fyrir bílum. Samt eru fá ár síðan bílstjórar á BSO voru reknir þaðan með bíla sína, og engum þótti koma til mála að hafa Torgið fyrir bílastæði. En nú eiga bílarnir að koma aftur á jaðrana, og liversu langt skyldi þá verða, þar til þeir leggja undir sig blettinn allan. Fegrunarfélagið hefur þegar mótmælt því, að svona verði farið með þennan blett, sem gæti verið fallegur og bæjar- prýði. Ef fleiri vilja verða til þess að mótmæla þessarri ráðstöf- un, þá þurfa þau mótmæli að berast fljótt. En ennþá ætti að vera tími til að bjarga Torginu, ef bæjarbúar hafa áhuga fyr- ir því.

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.