Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 13.05.1960, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 13.05.1960, Blaðsíða 1
VERKfllflÐURintl HAPPDRÆTTI ÆF. Þeir, sem starfa að sölunni, eru beðnir að gera sem fyrst skil fyrir selda miða. — Verum dugleg við söluna. Tökum fleiri miða. ÆFA. XLIII. árg. Akureyri, föstudaginn 13. maí 1960 19. tbl. ISLANDSKLUKKAN Um síðustu helgi auglýsti Leikfélag Akureyrar síðustu sýningar á fslandsklukkunni eft- ir Halldór Kiljan Laxness. Hús- fylli var á þeim sýningum. Nú hefur það ráðist, að leikur- inn verði sýndur ennþáeinusinni næstk. sunnudag. Var það eink- um vegna þess, að Laxness, sem dvalið hefur erlendis í vetur, er nú kominn heim og ætlar að koma hingað norður til að vera viðstaddur þessa síðustu sýningu Islandsklukkunnar hér, fyrst hann gat ekki verið viðstaddur frumsýningu. Leiksýning þessi verður því eins konar viðhafnarsýning og trúlega ráðlegt fyrir þá, sem ætla að vera viðstaddir hana að reyna að tryggja sér aðgöngu- miða í tíma. Þessar myndir voru tekn- ar fyrir nokkrum árum í niðursuðuverksmiðju K. Jónsson & Co. A. mynd- inni til hægri eru Krist- ján Jónsson framkv.stj. og Hjalti Eymann verk- stjóri að skoða nýveidda síld, sem á að fara að vinna úr. — Nú á að stór- auka afköst verksmiðj- unnar. Nýtt hús er í byggingu og nýjar vélar væntanlegar. Og í Tékkó- slóvakíu býður mikill markaður. SPEIDEL-MYNDIN verður sýnd í Alþýðuhús- inu kl. 9 í kvöld. — Eina almenna sýningin á Akur- eyri. Flugdreki á Ráðhústorgi Allmiklar umræður urðu á síðasta bæjarstjórnarfundi um framkvæmdirnar á Ráðhússtorgi, einkum um það, hvernig gengið skyldi frá útlínum Torgsins. Eins og frá var sagt hér í blaðinu á föstudaginn, er ætlunin að koma fyrir bílastæðum norðan Torgs- ins og austan og verður sniðið af því til þess að koma stæðum þessum fyrir, en bílunum á að leggja þar þvert við götuna. Á þrem hornum Torgsins eiga svo að koma geirar út úr því til að afmarka bílastæðin. Verður þessi blettur þannig mjög ankannaleg- ur í laginu, ekki ólíkur flug- dreka, eins og Jón Ingimarsson komst að orði á bæjarstjórnar- fundinum, aðeins vantaði spotta með nokkrum bréfslaufum í eitt hornið. Nokkrir bæjarfulltrúa bentu á það, að auk þess, hvað Torgið ljókkaði við að vera gert svona einkennilegt í laginu, þá skapað- ist af þessum bílastæðum mjög aukin slysahætta, þar sem jafn- an yrði að aka bílunum af stæð- unum annað hvort aftur á bak eða beint inn í umferðina og væri það allt annað, en ef bílum er lagt samhliða útlínum Torgs- ins eins og nú er gert að sunnan og norðan. Jón Ingimarsson og Gísli Kon- ráðsson fluttu tillögu um, að út- línur Torgsins yrðu réttar af og gengið frá þeim í líkingu við það, sem áður var. Sú tillaga var felld með 6 atkvæðum gegn 4, en hornótta skipulagið með slysa- hættunni samþykkt með 6 at- kvæðum gegn 3 (Jón Ingimars- son, Jón B. Rögnvaldsson og Gísli Konráðsson). Eftir þessi úrslit geta bæjarbú- ar reiknað með því, að innan tíSar verði gengið frá flugdreka- myndinni á Ráðhússtorgi, en því miður mun sú mynd ekki verða mörgum til sannrar ánægju. Niðursuðuverksmiðja í byggingu K. Jónsson & Co. reisa myndarlegt verk- smiðjuhús og fá nýjar vélar Um allmörg ár hefur fyrirtækið K. Jónsson & Co. starfrækt litla niðursuðuverksmiðju á Oddeyrartanga, sem aðallega hef- ur fengizt við niðursuðu smásíldar til sölu á innanlandsmark- aði. Nú hefur fyrirtækið ákveðið að auka mjög starfsemina með tilliti til útflutningsframleiðslu, hafin er bygging mynd- arlegs verksmiðjuhúss og fest hafa verið kaup á nýjum vélum. Blaðið -hafði í vikunni tal af Kristjáni Jónssyni framkvæmda- stjóra og fékk hjá honum þessar upplýsingar: Hið nýja verksmiðjuhús verð- ur ca. 500 fermetrar að stærð, stálgrindahús, en jafnframt verða gömlu verksmiðjuhúsin notuð. Allar vélar verða keyptar nýjar frá Noregi, hefur þegar verið gengið frá kaupum á þeim og þær koma til landsins með fyrstu ferð, sem fellur. Norski vélaverkfræðingurinn Carl Sundt-Hansen hefur verið ráðu- nautur fyrirtækisins um undir- búning og aðstoð við kaup og val véla. Hann dvaldist hér á landi mánaðartíma í fyrra á veg- um K. Jónsson & Co. og Marz Trading Co. og kynnti sér þá all- ar aðstæður. Það er sami verk- fræðingurinn og nú er að koma Bygging elliheimilis á Ak. hefst í sumar Byggt verður eftir uppdráttum Jóns G. Agústs- sonar og Sigtryggs Stefánssonar A fundi bæjarstjórna(r Akur- eyrar 10. þ. m. var endanlega samþykkt, að bygging elliheimil- is í bænum skuli hef jast á þessu sumri. Jafnframt var samþykkt, að byggt verði eftir tillöguupp- dráttum þeim, sem Jón G. Agústsson og Sigtryggur Stef- ánsson, starfsmenn bæjarins, gerðu í vetur og greint var all- nákvæmlega frá hér í blaðinu 13. f. m. Bygginganefnd elliheim- ilisins hafði áður samþykkt til- lögur þessar fyrir sitt leyti. Samkvæmt þessu verður elli- heimilið þannig, að íbúðir vist- manna verða í mörgum smáhús- um, en í allstórri aðalbyggingu verður miðstöð fyrir allar sam- eiginlegar þarfir, eldhús og geymslur, borðsalur, vinnuher- bergi o. fl. í þessarri aðalbygg- ingu, eða kjarnahúsi, verða einn- ig nokkur vistmannaherbergi svo og íbúð forstöðumanns. Bygg- ingu smáhúsanna verður þannig háttað, að í sumum verða litlar íbúðir með öllu tilheyrandi fyrir eldri hjón, en í öðrum eins og tveggja manna vistherbergi. Byggingar þessar verða reistar á svæðinu vestan Þórunnarstræt- is, milli Alfabyggðar og Golfvall- arins. I þeim byggingum, sem ákveðið er að hefja vinnu við í sumar, mun verða húsnæði fyrir 50 vistmenn. En síðar er ætlunin að auka við byggingarnar þannig að alls verði rúm fyrir 100 vist- menn. Jafnframt því ,að bæjarstjórn ákvað að haíizt skyldi handa um framkvæmdir, ákvað hún að fela bygginganefnd elliheimilisins, sem starfað hefur að undirbún- ingnum, að hafa með höndum stjórn framkvæmdanna. I bygg- inganefndinni eru: Magús E. Guðjónsson, Jóhannes Hermund- arson, Stefán Reykjalín, JónasG. Rafnar og Ingibjörg Halldórs- dóttir. til landsins á vegum Iðnaðar- málastofnunarinnar. Hin nýja verksmiðja verður sérstaklega miðuð við niðursuðu smásíldarinnar og vélamar eru spesíal-vélar fyrir vinnslu henn- ar. Áætlað er, að hægt verði að vinna úr 60 til 80 tunnum síldar á dag, en úr því magni eiga að fást 30 til 40 þúsund dósir. — f gömlu verksmiðjunni hefur fram leiðslan mest orðið 15 þús. dósir. Starfslið yrði 60—70 manns, miðaS við fullan gang. Dósir undir framleiðsluna verða ekki gerðar hér að svo stöddu, en Kristján kvað það myndi verða næsta verkefnið að fá dósapressu, svo að ekki þyrfti að kaupa dós- irnar tilbúnar. Útflutningur. Síðustu tvö árin hafa K. Jóns- son 8: Co. sent nokkurt magn riiðursoðinnar smásíldar til prufu til Tékkóslóvakíu og þar virðist vera fyrir hendi mikill markaður. Strax eftir að fyrsta prufan var send barst pöntun í 9 þús. ks. ársfjórðungslega eða 900 þús. dósir á ári. Annars staðar hefur ekki verið athugað ná- kvæmlega um markaðshorfur, en verður gert, þegar hægt er að fara að bjóða vöruna til sölu. — Þess má geta, að í fyrra fluttu Norðmenn út niðursoðna smásíld fyrir 50 millj. norskra króna, en hráefnið hér mun a. m. k. jafn- gott og sennilega betra. Góð aðstaða. Niðursuða smásíldar er hvergi stunduð annars staðar hér á landi, enda er aðstaða hér sér- staklega góð. Engin leið er að fást við þessar veiðar fyrir opnu hafi, og síldin, sem fer í niður- suðu verður að vera átulaus, en hér er auðvelt að losna við átuna með því að geyma síldina stuttan tíma í lásum. En slíks eru auð- vitað ekki tök, nema þar sem sjór er kyrr innfjarða. Bezti veiðitíminn er jafnan yf- ir sumarið, og einkum fyrri- hluta sumars, en annars er síldin hér allt árið, þó að hún leiti stundum nokkuð út í fjörðinn, allt út til Hríseyjar, og verði mismunandi mikið vart. Nú sem stendur virðist mjög mikið síld- armagn hér innzt í firðinum. Framhald á 4. siðu. Illllllllllllllllllllllll Þjóðhagsleg villa Aðalfundur Kaupfél. Þing- eyinga var haldinn í fyrri viku. Þar var m. a. samþykkt með samhljóða atkvæðum svofelld tillaga frá stjórn fé- lagsins: „Aðalfundur K. Þ., haldinn í Húsavík dagana 5.—6. maí 1960, mótmælir sem freklegri frelsisskerðingu og þjóðhags- legri villu, þeirri ákvörðun Seðlabankans, er hann hefur bréflega tilkynnt K. Þ., að innlánsdeild félagsins skuli skila bankanum til bindingar hluta af því fé, er félagsmenn- irnar afhenda um stundarsak- ir innlánsdeildinni og þar með sínu eigin félagi til reksturs- þarfa meðan þeir geta komist af án þess vegna annarra nauðsynja sinna. Valdboðið er fram kemur í nefndri tilkynningu frá Seðla- bankanum, telur fundurinn jaðra við brot á friðhelgi eignaréttarins, þó að það hafi stoð í vanhugsaðri heimildar- löggjöf, og flutning fjárins frá landsbyggðinni til höfuðborg- arinnar, þó í ríkisbankann sé, telur hann öfugstreymi fyrir jafnvægi í byggð landsins. Skorar fundurinn því á stjórn Seðlabankans að end- urskoða afstöðu sína í þessum efnum." .'MlllUltiiiiitn....................iiiiiini

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.