Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.05.1960, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 20.05.1960, Blaðsíða 1
UERKflmnDURinn HAPPDRÆTTI ÆF. Þeir, sem starfa að sölunni, eru beðnir að gera sem fyrst skil fyrir selda miða. — Verum dugleg við söluna. Tökum fleiri miða. ÆFA. XLIII. árg. Akureyri, föstudaginn 20. maí 1960 20. tbl. Byggð verði bókhlaða Á fundi bæjarstjórnar Akur- eyrar 12. apríl fluttu þeir Gísli Jónsson, Gísli Konráðsson, Jón Nýtt skipulag í fundargerð skipulagsnefndar Akureyrar frá 27. og 28. apríl má m. a. lesa þetta: „Skipulagsstjóri lagði fram frumdrög að breytingum af skipulagi miðbæjar og suður- hluta Oddeyrar og var sá upp- dráttur ræddur. Allmiklar, róttækar breyting- ar eru gerðar á skipulaginu skv. frumdrögum þessum, Glerárgata t. d. breikkuð allmikið til aust- urs, Gránufélagsgata felld niður á hluta, svo og Lundargata, Grundargata og e. t. v. Hríseyj- argata syðst. Strandgatan breikkar allmjög suður og gert er ráð fyrir bygg- ingum og hafnarmannvirkjum á breiðu svæði sunnan hennar. Fundurinn athugaði tillögu þessa og er sammála um að nauð synlegt sé að ræða uppdráttinn nánar og að hraða beri að taka endanlega ákvörðun um skipu- lag nefnds svæðis, þar sem vitað er að unnið er að undirbúningi að stórbyggingum á svæðinu, eft- ir eldri tillöguuppdráttum, sem nú þarfnast endurskoðunar. Skipulagsstjóri mælti eindreg- ið með því á fundinum að bæjar- stjórn samþykkti nú þegar, áð engar byggingar yrðu leyfðar á nefndu svæði, þar til endanlega verður gengið frá skipulagi svæðisins. Nefndin mun í nánustu fram- tíð einbeita sér að því að hraða gerð varanlegs skipulags á nefndu svæði með hinum ýmsu nefndum bæjarins." Bæjarstjórn staðfesti fundar- gerð þessa á síðasta fundi sínum, og mun það þýða, að ekki verði leyfðar neinar byggingar á suð- urhluta Oddeyrarinnar, fyrr en gengið hefur verið frá hinu nýja skipulagi. En vonandi hugsa skipulags- nefndir og skipulagsstjórar, svo og bæjarstjórn, sig vel um, áður en ákveðið verður að byggingar skuli reistar meðfram Strand- götunni að sunnan. Með því að byggja ekki við Strandgötuna að sunnan eru möguleikar til að gera þessa götu alveg óvenjulega fallega og skemmtilega. f uppfyllingu sunn- an götunnar á að gróðursetja trjáraðir og leggja gangstíga í milli þeirra og eftir sjávarbakk- anum. Þá yrði þessi spölur n\eð- fram götunni friðsæll og eftir- sóttur fyrir gönguferðir ungra sem aldinna og meiri bæjarprýði, en flestir aðrir bæir á landinu hafa möguleika til að veita sér. Ingimarsson og Bragi Sigurjóns- son svohljóðandi tillögu: „Bæjarstjórn samþykkir að minnast hundrað ára afmælis bæjarins m. a. með þeim hætti að láta reisa hús yfir Amtsbóka- safnið á Akureyri. Verði undir- búningi hraðað svo sem unnt er og að því stefnt, að framkvæmd- ir verði hafnar á hundrað ára af- mælinu." Tillögunni var vísað til bæjar- ráðs til athugunar. Bæjarráð lagði til, að tillagan yrði sam- þykkt, og á fundi bæjarstjórnar á þriðjudaginn var hún sam- þykkt með atkvæðum allra bæj- arfulltrúa. Hundrað ára afmæli Akureyr- arkaupstaðar er árið 1962, hinn 29. ágúst. Mun því ekki veita af tímanum til undirbúnings þessu máli, ef framkvæmdir eiga að vera hafnar fyrir þann tíma. Nemendatónleikar Tónlistarskólans A morgun kl. 2 og á sunnudag- inn kl. 5 gefst Akureyringum kostur á að sjá og heyra nem- endur Tónlistarskóla Akureyrar á nemendatónleikum í Lóni. f Tónlistarskólanum hefur í vetur, eins og að undanförnu, verið kennt á píanó og orgel, auk tónfræðikennslunnar, en auk þess bættist í vetur við kennsla á blásturshljóðfæri. A tónleikunum á laugardaginn koma fram 16 nemendur úr hópi hinna yngri nemenda og sýna getu sína. Aðgangur verður þá ókeypis meðan húsrúm leyfir. A sunnudaginn koma fram 8 ncmendur, sem lengra eru komn- ir, og verður aðgangur þá seldur vægu verði. Þess er að vænta, að bæjarbú- ar fjölsæki tónleika þessa. Það verður þeim sjálfum til ánægju og hinum ungu nemendum til uppörfunar. Skólastjóri Tónlistarskólans er Jakob Tryggvason. S jálfvirkt símasamband við Reykjavík Samkvæmt upplýsingum, sem Póst- og símamálastjórnin hefur nýverið látið Reykjavíkurblöð- unum í té, eru allar líkur til þess að eftir tvö til þrjú ár verði tekið upp sjálfvirkt símasamband milli Reykjavíkur og Akureyrar, þannig að hægt verði að velja á símatæki hér símanúmer í Reykjavík, alveg á sama hátt og innanbæjarnúmer. Ætlunin er að nota radíósamband á ultra- stuttbÆylgjum ásamt þeim línu- samböndum, sem fyrir hendi eru. Síðastliðið sunnudagskvöld lauk sýningum Leikfélags Akureyrar á sjónleiknum fslands- klukkunni eftir Halldór Kiljan Laxness, og var höfundur viðstaddur sýninguna. Að sýningunni lokinni var Laxness kallaður upp á sviðið, og Þórarinn Björnsson skólameist- ari flutti honum ávarp fyrir hönd leikhússgesta og leikfélagsins. Fór Þórarinn miklum viðurkenn- ingarorðum um skáldið og benti m. a. á það, að Laxness hefði sannað það, að íslendingum væri ekki nauðsynlegt að skrifa verk sin á erlendum þjóðtungum til þess að þau næðu eyrum annarra þjóða, ef verk þeirra á annað borð væru nógu góð og þess verð að hljóta frægð meðal annarra þjóða. Laxness þakkaði ávarpið og Leikfélaginu fyrir að hafa boðið honum að vera viðstaddur þessa sýningu. Hann komst m. a. svo að orði, að eftir sýninguna væri hann sannfærðari um það en nokkru sinni áður, að það væru ekki aðeins laun- aðir atvinnumenn í höfuðstaðnum, sem sköpuðu list og mcnningu í þessu landi, heldur og ekki siður áhugasamt og ósérplægið fólk um land allt. Leikstjórinn, Ragnhildur Steingrímsdóttir, færði skáldinu blómakörfu frá Leikfélaginu. — Myndin hér að ofan er tekin við það tækifæri. Auk þeirra sjást á myndinni nokkrir leikenda og leiktjöldin í síðasta þætti. (Ljósmynd: Edvard Sigurgeirsson.) Aumleg frammistaða bæjarstjórnar Ak- ureyrar í húsnæðismálum Bærinn leggur til 300 þús. en byggir ekki sjálfur Það má segja,, að bæjarstjórn Akureyrar hefur lengl þrjóskazt við að hefja nokkrar fram- kvæmdir til útrýmingar heilsu- spillandi húsnæði í bænum. Það hefur áður verið rakið hér í blað- inu, hvernig bæjarfulltrúar Al- þýðubandalagsins hafa marg- sinnis flutt tillögur um, að bær- inn hæfist handa um íbúðabygg- ingar í þessu skyni, en þær tíl- lógur hafa jafnharðan verið svæfðar í bæjarráði og ekkert verið aðhafzt. f fyrra var að- gerðarleysið afsakað með því, að Ráðstefna A. S. í. um kaupgjaldsmálin hefst í Rvík 28. þ. m. Það hefur mikið verið spurt eftir því að undanförnu, hvenær þessi ráðstefna yrði, en þar verður rætt um það á hvern hátt verkafólk skuli mæta þeim ofsafengnu lífskjaraskerðingum og árásum á samningafrelsið, sem að undanförnu hafa dunið yfir. A þessarri ráðstefnu, sem nú hefur verið ákveðin, verða vænt- anlega lögð á ráðin um gagnsókn verkalýðsfélaganna. starfsmönnum bæjarins hefði ekki gefizt timi til að ganga frá teikningum í tæka tíð. Nú hafa þeir haft heilt ár til viðbótar til að vinna að teikningum, svo að nú er ekki hægt að viðhafa sömu afsökun, en þrátt fyrir það hefur ekkert verið teiknað, enda hafa starfsmennirnir ekki verið beðn- ir að gera það. Þrátt fyrir hinar miklu íbúða- byggingar einstaklinga hér í bæ á síðustu árum, er ennþá talsvert um það, að fólk búi í algerlega ófullnægjandi og heilsuspillandi húsnæði. Ef bærinn leggur fram fé til þess að byggja nýtt og betra húsnæði í stað þessarra ó- nothæfu íbúða, á hann kost á jafnmiklu framlagi frá ríkissjóði á móti, auðvitað þó innan ákveð- inna takmarkana á ári. í Fram- kvæmdasjóði bæjarins er óráð- stafað fé. Bærinn á nógar lóðir til að byggja á og hefur fast- ráðna byggingameistara í þjón- ustu sinni. Bæinn virðist því ekki vanta annað en teikningar til þess að geta nú þegar hafizt handa um byggingaframkvæmd- ir á þessum grundvelli, og teikn- ingar eru sennilega til á lager hjá Húsnæðismálastofnuninni. — Samt ætlar bæjarstjórn ekki að standa fyrir neinum íbúðabygg- ingum. Það virðist svo, sem meiri hluti bæjarfulltrúa vilji allt ann- að fremur gera en stuðla að því, að bæjarfélagið byggi íbúðir. Framhnld á 4. slðu. Bazar Sjálfsbjargar Á sunnudaginn kemur kl. 2 hefur Sjálfsbjörg á Akureyri bazar í Alþýðuhúsinu, og verða þar seldir ýmsir munir, sem unn- ir hafa verið á föndurkvöldum félagsins í vetur. Jafnframt verð- ur kaffisala á sama stað. Ágóðinn af hvorttveggja rennur í bygg- ingarsjóð félags- og vinnuheim- ihs þess, sem Sjálfsbjörg hefur í smíðum, og nú er það langt kom- ið, að það verður senn tekið í notkun fyrir starfsemi félagsins. Áformað er, að vígsla hússins fari fram 6. júní og fáum dögum síðar verður landsþing Sjálfs- bjargarfélaganna háð þar. Félagar í Sjálfsbjörg hafa sýnt sérstakan áhuga og dugnað við að koma þessu húsi upp. Bæjar- búar hafa líka hvað eftir annað sýnt, að þeir kunna að meta þessa starfsemi og áhuga félags- mannanna, og varla þarf að efa, að svo verði enn á sunnudaginn kemur.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.