Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.05.1960, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 20.05.1960, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 20. maí 1960 FORRÉTTINDI Svo sem áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu, ætla stjórnar- flokkarnir nú að lögbinda þrjá mismunandi útsvarsstiga fyrir landið. Samkvæmt því eiga út- svörin að verða lægst í Reykja- vík, stórum hærri í sveitum og kauptúnum, en hæst í kaupstöð- unum, öðrum en Reykjavík. — Þetta gildir um útsvarsálagningu á tekjur. En ekki verður samræmið betra, ef litið er til þess, hvernig útsvarsleggja á eignir. Þó verða hlutföllin þar önnur, því að á eignir á minnst að leggja í sveit- um, síðan kemur Reykjavík og svo kaupstaðirnir langhæstir, eða fullum helmingi hærri miðað við Reykjavík. Segja má, að þetta skipti ekki stórkostlegu máli fyrir allan al- menning, eignaútsvörin séu hverfandi á móti tekjuútsvörun- um. En þetta getur skipt miklu máli óbeint, þ. e. í sambandi við staðsetningu fyrirtækja, iðjuvera og alls konar framleiðslutækja. Fyrir þá, sem ætla að koma upp stóru fyrirtæki, skipta eignaút- svörin verulegu máli. Þeir athuga það, ásamt öðru, hvernig búið verður að fyrirtækinu með skatt- greiðslur, þar sem það verður staðsett, og að öðru jöfnu stað- setja þeir fyrirtækið, þar sem skattheimtan er minni. Sem dæmi um eignaútsvörin skulu tilfærðar nokkrar tölur: Af 40 þús. kr. hreinni eign á að greiða í sveit kr. 70.00, í Reykja- vík kr. 100.00, í kaupstöðum kr. 175.00. Af 100 þús. kr. eign skal greiða í sveit kr. 280.00, í Reykja- vík kr. 430.00, í kaupstöðum kr. 625.00. Og svo ,að tekin séu dæmi af stóreignum, þá skal greiða af einni milljón króna: í sveit kr. 7.230.00, í Reykjavík kr. 9.130.00, í kaupstöðum kr. 13.825.00. Af 10 milljón kr. eign í sveit eða kaup- túni kr. 79.230.00, í Reykjavík kr. 99.130.00, kaupstað kr. 148.825.00. Allir hljóta að sjá, að ekkert vit er í þessum mun á útsvars- greiðslum af eign fremur en tekj- um. Hvort tveggja er jafn vit- laust. Nú, þegar búið er að af- nema tekjuskattinn að mestu og útsvörin eru orðin eini beini skatturinn, sem verulegri upp- REYKVÍKINGA hæð nemur, ætti það að vera sjálfsagt, að einn og sami útsvars- stigi yrði ákveðinn fyrir landið allt, ef löggjafnn á annað borð ætlar að taka fram fyrir hendur sveitarfélaga um ákvörðun álagningarreglna. Aðeins ætti að leyfa, að eitthvað smávegis væri vikið frá útsvarsstiganum til hækkunar, ef einstök sveitarfélög væru með óvenju fjárfrekar framkvæmdir eða aðrar sérstakar ástæður fyrir hendi. Utsvarstekjur af stofnunúm, sem hafa með höndum þjónustu fyrir alla landsmenn eða við- skipti um allt land ættu að skipt- ast á milli allra sveitarfélaga eftir íbúatölu. Ef það væri ákveð- ið, væri líka um leið úr sögunni forsendan fyrir því, að Reykjavík getur nú haft lægri útsvör en önnur sveitarfélög. Það eru for- réttindi Reykvíkinga nú, að geta skattlagt tekjur, sem fengnar eru hvaðanæfa af landinu. Hvorki Reykjavík né aðrir staðir eiga að njóta slíkra forréttinda. Minningarspjöld Krabba- meinsfélagsins fást á pósthús- inu. Bamaverndarfél. Akureyrar heldur aðalfund sinn simnudag- inn 22. maí kl. 4 e. h. Venjuleg aðalfundarstörf. — Fundurinn verður haldinn í leikskóla fé- lagsins, Iðavelli, Oddeyri. — Skorað er á sem flesta félags- menn að mæta. Stjórnin. • Akureyringar! Munið muna- og kaffisölu Sjálfsbjargar í AI- þýðuhúsinu á sunnudaginn kl. 2 e. h. Frá Mæðrastyrksnefnd. Ak- ureyringar! Mæðradagurinn er á sunnudaginn kemur. Seld verða blóm á götum bæjarins, einnig verður Blómabúð KEA opin. Börn, sem vildu gera svo vel að selja blóm á götunum, eru beðin að gefa sig fram við Margréti Antonsdóttur, Skó- verzl. Hvannbergs, eða aðrar nefndarkonur. Styrkjum mæð-1 urnar! Ferðafélag Akureyrar fer gönguferð á Torfufell fimmtu- daginn 26. maí (uppstigningar- dag). Upplýsingar veittar í Skóverzlun Lyngdals, sími 2399, og á skrifstofu félagsins, Hafnarstræti 100, þriðjudags- og miðvikudagskvöld, sími 1402. FRÁ LANDSSÍMANUM Stúlka getur fengið starf á skrifstofu lándssímans á Akureyri nú þegar. Vélritunarkunnátta æskileg. Símastjórinn. Aðalfundur K. Þ. Kaupfélag Þingeyinga hélt að- alfund sinn á Húsavík 5. og 6. þ. m. Heildarvelta félagsins á ár- inu 1959 varð rúmlega 70 millj. kr. Vörusala í verzlunarbúðum félagsins á Húsavík og útibúum var rúmlega 28 millj. kr. Sam- þykkt var að endurgreiða .til fé- lagsmanna af ágóðaskyldri út- tekt 500 þús. kr., ennfremur voru 30 þús. kr. lagðar í Menningar- sjóð félagsins. Nýtt útibú tók til starfa á ár- inu að Reykjahl. í Mývatnssveit. EINING heldur fund næstk. sunnu- dagskvöld kl. 8.30 í Ásgarði. Fundarefni: Kosning fulltrúa á ráðstefnu ASÍ — Kaupgjaldsmál. Stjórnin. AÐALFUNDUR KAUPFÉLAGS EYFIRÐINGA verður haldinn í Nýja Bíó, Akureyri, miðvikudaginn 8. og fimmtudaginn 9. júní 1960. Fundurinn hefst kl. 10 árdegis miðvikudaginn 8. júní. DAGSKRÁ: 1. Rannsókn kjörbréfa og kosning starfsmanna fundarins. 2. Skýrsla stjórnarinnar. 3. Skýrsla framkvæmdastjóra. - Reikningar fé- lagsins. - Umsögn endurskoðenda. 4. Ráðstöfun ársarðsins og innstæðna innlendra afurðareikninga. 5. Erindi deilda. 6. Framtíðarstarfsemi. 7. Önnur mál. 8. Kosningar. Akureyri 12. maí 1960. STJÓRNIN. TILKYNNING frá Sjúkrasamlagi Akureyrar: Miklar hækkanir eru þegar orðnar á lyfjaverði og dag- gjöldum sjúkrahúsa og fyrirsjáanlegt að útgjöld sjúkra- samlagsins hækka allverulega á þessu ári, einnig vegna allmikillar hækkunar á sjúkrabótum (dagpening- um). Fyrir því hefir stjórn Sjúkrasamlags Akureyrar ákveðið í samráði við Tryggingastofnun ríkisins, að iðgjöld ársins 1960 verði kr. 453.00 fyrir hvern gjald- anda, sem innheimtist þannig að kr. 38.00 greiðast fyrir apríl eins og áður er auglýst, kr. 39.00 fyrir maí og frá 1. júní kr. 40.00 á mánuði. Einnig er þess vænzt að samlagsmenn greiði iðgjöldin skilvíslega. F SJUKRASAMLAG AKUREYRAR. BYGGINGARHAPPDRÆTTI Æ. F. Nú er aðeins hálfur mánuður eftir af sölutímanum, bví að dráttur fer fram 3. júní Munum, að 40 prósent af því, sem selst í Norðurlandskjördæmi eystra, fer til að greiða kostnað við erindrekstur í kjördæminu. Allir, þeir, sem fengið hafa miða til sölu, eru áminntir um að vinna vel að sölu þeirra og gera sem fyrst skil fyrir það, sem þegar er selt. Verum samtaka um að ná glæsilegri útkomu. Fulltrúaráð Alþýðubandalagsins.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.