Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.05.1960, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 20.05.1960, Blaðsíða 3
Föstudaginn 20. maí 1960 VERKAMAÐURINN 3 EKAMABTJBII - vikublað - Kemur ut á Akurejri á fðstu- dögtun. 'd'tgefandi ex Sásial- istafálag Aioireyrax. Skrif- stofa blaðsins er £ Hafnar- strati 88. SÍmi 1516. Bit- st^ári Þorsteian Joaatansson iskriftarverð kr. 50.oo árg. Bl&ðið er prentað £ Brent- " ^tm m.............. 'Mé*. SAMVINNU EÐA ARÐRAN SAMVINNUTRYGGINGAR héldu að- alfund sinn á Akureyri í lok síðasta mánað- ar. Þar var ákveðið að endurgreiða þeim, sem tryggt hafa hjá félaginu 4 millj. 225 þús. kr. af tekjuafgangi síðastliðins árs, og yfir þau 13 ár, sem þetta tryggingafélag hefur starfað, hefur það þá alls endurgreitt trygg- ingatökum 22 milljónir króna. Samt sem áð- ur hefur félagið safnað gildum vaarsjóði á mælikvarða okkar íslendinga, og hverju tryggingafélagi er að sjálfsögðu nauðsynlegt að eiga góðan varasjóð. Þeir, sem tryggt hafa hjá Samvinnutrygg- ingum eru 22 milljónum króna ríkari en þeir hefðu verið, ef Samvinnutryggingar hefðu ekki verið til. Það var í samræmi við eðli og uppbyggingu þessarra trygginga, að tryggingatakar fengju tekjuafgang þeirra endurgreiddan, þegar lagt hefði verið í vara- sjóð eftir því, sem nauðsynlegt þætti hverju sinni. Samvinnutryggingar eru byggðar upp á sama grundvelli og kaupfélögin, þeim, að viðskiptavinirnir skuli njóta hagnaðarins af viðskiptunum. Onnur tryggingafélög í land inu eru gróðafélög, þar sem það sjónarmið ræður fyrst og síðast, að eigendurnir, sem í flestum tilfellum er fámennur hópur, geti grætt sem mest, fengið sem mestan hagnað í sinn vasa. Samvinnutryggingar eru eina tryggingafélagið, sem tryggingatakarnir eiga sjálfir. En eftir að Samvinnutryggingar fóru að endurgreiða svo og svo háa prósentu af greiddum iðgjöldum, voru önnur trygginga félög tilneydd að gera slíkt hið sama til þess að halda viðskiptunum. Og þess vegna hafa landsmönnum ekki aðeins sparast í iðgjöld- um til tryggingafélaga þær 22 milljónir, sem Samvinnutryggingar hafa endurgreitt, held- ur einnig þær endurgreiðslur, sem önnur tryggingafélög hafa neyðst til að inna af höndum, en hefðu aldrei greitt, ef sam- keppnin við Samvinnutryggingar hefði ekki komið til. Samvinnutryggingar hafa á þessu sérstaka sviði haft sömu áhrif og kaupfélögin hafa haft á hina almennu verzlun í landinu. Til þess að standast samkeppnina við kaupfélög- in hafa kaupmenn orðið að gefa eftir nokk- urn hluta þess hagnaðar, sem þeir annars hefðu tekið til sín í gegnum vörudreifingu í landinu, og landsbúar hafa þannig grætt á því að koma á fót kaupfélögum miklu meira en sem nemur þeirri arðsútborgun, sem kom- ið hefur frá kaupfélögunum. En þeir ein staklingar, sem hafa ætlað sér að hafa verzl unina að gróðalind fyrir sig, hafa fengið stórum minna í sinn hlut, en ella myndi. Af þessum sökum, að samvinnufélögin hafa svo mjög skert möguleika einstaklinga til að hafa fjöldann að féþúfu, hefur íhaldið á íslandi alla tíð hatast við samvinnufélögin og viljað þau feig. Og af þeirri ástæðu er það nú eitt af markmiðum ríkisstjórnarinnar að þrengja sem mest kosti samvinnufélaganna. Tilgangurinn er sá, að veita fáeinum ein staklingum aukið svigrúm til að arðræna fjöldann, svo að þeir ríku geti orðið ríkari en þeir fátæku verði fátækari. Okkar innilegustu þakkir færum við öllum þeim mörgu vinum og vandamönnum, nær og fjær, sem auðsýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför BJÖRNS HALLGRÍMSSONAR, Brckku. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Ólafsdóttir, börn, tengdaböm, barnabörn og systkini hins látna. TILKYNNING Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi há- marksverð á brauðum í smásölu með söluskatti: Fransbrauð, 500 gr kr. 4.55 Heilhveitibrauð, 500 gr - 4.55 Viínarbrauð, pr. stk - 1.20 Kringlur, pr. kg - 13.60 Tvíbökur, pr. kg - 20.00 Rúgbrauð, óseydd, 1500 gr - 7.20 Normalbrauð, 1250 gr - 7.20 Séu nefnd brauð bökuð með annarri þyngd en að of- an greinir, skulu þau verðlögð í hlutfalli við ofan- greint verð. Heimilt er þó að selja sérbökuð 250 gr. franskbrauð á kr. 2.35, ef 500 gr. brauð eru einnig á boðstólum. , Á þeim stöðum, sem brauðgerðir eru ekki starfandi, má bæta sannanlegum flutningskostnaði við hámarks- verðið. Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verðið á rúg- brauðuin og normalbrauðum vera kr. 0.20 hærra en að framan greinir. Reykjavík, 13. maí 1960. VERÐLAGSSTJÓRINN. TILKYNNING Nr. 19, 1960. Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð í smásölu á framleiðsluvörum Raftækja- verksmiðjunnar h.f. í Hafnarfirði: Eldavél, gerð 2650 kr. 3520.00 - - 4403 - 4580.00 - 4403A - 4735.00 - - 4403B - 5380.00 - - 4403C - 5905.00 - - 4404 - 5075.00 - - 4404A - 5250.00 - - 4404B - 5905.00 - - 4404C - 6420.00 Sé óskað eftir hitahólfi í vélarnar, kostar það aukalega - 535.00 Kæliskápur, L-450 - 7905.00 Þvottapottur, 50 1 - 2500.00 Þvottapottur, 100 1 - 3275.00 Þilofnar, fasttengdir, 250 w - 380.00 — — 300 w - 400.00 - - 400 w - 415.00 — — 500 w - 485.00 — — 600 w - 535.00 - - 700 w - 580.00 — — 800 w - 655.00 - - 900 w - 725.00 — — 1000 w - 825.00 - - 1200 w - 960.00 - 1500 w - 1110.00 — — 1800 w - 1325.00 Á öðrum verzlunarstöðum en í Reykjavík og Hafnar- firði má bæta sannanlegum flutningskostnaði við ofan- greint hámarksverð. Söluskattur er innifalinn í verðinu. Reykjavík, 17. maí 1960. Verðlagsstjórinn. KVENFELAG SOSIALISTA heldur AÐALFUND mánudaginn 23. maí kl. 8.30 e. h. í Ásgarði. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Félagsmál. Stjórnin. ORÐSENDING Verkamaðurinn hefur um nokkurt skeið verið sendur til allmargra manna án þess, að þeir hafi sjálfir óskað eftir að kaupa blaðið. Vegna stóraukins kostnað- ar verður hætt um næstu mánaðamót að senda blaðið öðrum en föstum áskrif- endum. Það eru því eindregin tilmæli blaðsins til allra þeirra, sem að undanförnu hafa fengið blaðið sent, án þess að þeir hafi beðið um það, að þeir endursendi eitt eintak af blaðinu fyrir næstu mánaða- mót. Annars verður litið á þá, sem áskrif- endur og áskriftargjaldið innheimt á næstunni með póstkröfu eða á annan hátt. Afgreiðsla Verkamannsins r I Oddeyrarskóla voru 272 börn Oddeyrarskólanum á Akureyri var slitið 10. maí sl. Eiríkur Sigurðsson, skólastjóri, skýrði frá skóla- starfinu á árinu, úrslitum prófa og ávarpaði braut- skráða nemendur. Sú breyting varð á kennaraliði á síðastliðnu hausti, að Guðmundur Ólafsson hvarf frá skólanum, en í hans stað kom frú Hólmfríður Ólafsdóttir. I skólanum voru í vetur 272 börn í 11 deildum. Fastir kennarar voru 7 með skólastjóra og þrír stundakennarar. Einn af kenurum skólans, Theodór Daníelsson, forfallaðist frá kennslu um áramót, en í stað hans tók við kennslu frú Guðrún Friðriksdóttir. Heilsufar hefur yfirleitt verið gott í vetur. Börnin fengu vitamíntöflur daglega. Skólaskemmtun barnanna var í byrjun marz, og um sama leyti kom út skólablaðið „Eyrarrós". Sparifjársöfnun fór fram í öllum deildum skólans og voru seld sparimerki fyrir 16.800.00 krónur, og er það heldur meira en áður. Lestrarstofa fyrir börnin var opin í skólanum 2 daga í viku og urðu lesstofugestir alls um 1200. Listkynning x skólum fór fram síðastliðið haust. Voru kynnt kvæði Davíðs Stefánssonar frá Fagra- skógi af ágætum listamönnum. Las skáldið þar eitt af ljóðum sínum fyrir börnin. Þetta er einhver ánægjulegasta heimsókn, sem skólinn hefur fengið. Nokkrar gjafir hafa skólanum borizt á árinu. Má þar til nefna Lesarkasafn Jóns Ófeigssonar frá Magn- úsi Péturssyni, kennara. Tveir nemendur skólans, Jónas Brjánsson og Brynjar Brjánsson, gáfu skólan- um eggjasafn við skólaslitin. Mikil þrengsli eru í skólanum og viðbótarbygging fyrirhuguð. Veitti Alþingi styrk til hennar í vetur. Þó er vafasamt, að hægt verði að byrja á henni fyrr en næsta vor, af því að ekki er nóg fé fyrir hendi. Barnaprófi luku aðeins 20 börn úr skólanum að þessu sinni. Kvöldvökuútgáfan á Akureyri gaf tvær af útgáfubókum sínum til verðlauna. Hlutu þær Arn- ar J. Magnússon og Kolbrún Sigurðardóttir fyrir hæstu einkunnir við barnapróf. Þá gaf Ásgeir Jak- obsson bóksali einnig tvær verðlaunabækur fyrir beztan árangur í skriflegri íslenzku. Þær bækur hlutu Laufey B. Einarsdóttir og Ólína K. Jóhannsdóttir. Sýning var á skólavinnu barnanna í skólanum sunnudaginn 8. maí. Sýningin var mjög vel sótt.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.