Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 27.05.1960, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 27.05.1960, Blaðsíða 1
UERKfflnflDURinn j HAPPDRÆTTI ÆF. Þeir, sem hafa fengið miða til sölu, eru vinsamlegast beðnir að gera upp eigi síðar en á fimmtudagskvöld. DREGIÐ 3. JÚNÍ. XLIII. árg. Akureyri, föstudaginn 27. maí 1960 21. tbl. „Viðreisnin" í framkvæmd Fiskverð lækkar, síldarverð lækkar Með hverjum degi sem líðurf við að sú lœkkun komi illa við sannar reynzlan betur en nokkr- ar áætlanir eða fyrirfram gerðir útreikningar, hver hin raunveru- legu áhrif efnahagsráðstafananna verða. Allt hækkar í verði, sem til lífsviðurværis þarf, en laun hækka ekki. Allt hækkar, sem til framleiðslunnar þarf, nema vinnan, sem oft er lítill hluti framleiðslukostnaðarins, en það verð, sem framleiðendur fá fyrir vörur sínar hækkar ekki. Þegar verð á útfluttum fiskaf- urðum hækkaði að krónutölu við gengislækkunina, upphófst mikil deila milli hraðfrystihúsanna og útgerðarmanna um það, hversu mikið, eða öllu heldur lítið, út- gerðin ætti að fá í sinn hlut af verðhækkuninni. Þeirri deilu lauk fyrir skömmu með því, að ákveðið var, að útvegsmenn skyldu fá kr. 2.53 á kg. fyrir fisk veiddan á vetrarvertíðinni. Til þess að hraðfrystihúsin fengjust til að samþykkja þetta, gaf ríkis- stjórnin þeim eftir 60 milljónir króna af áður ákveðinni skatt- heimtu, og má segja, að þá kæmi uppbótarkerfið í gang á ný. En Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna heldur fast við það, að þessar 60 milljónir hafi aðeins nægt frysti- húsunum til að greiða þetta verð yfir vetrarvertíðina, og hefur nú tilkynnt, að verðið hafi lækkað aftiu- frá 20. þ. m. Frá þeim tíma sé öllum meðlimum SH óheimilt að greiða meira en kr. 2.20 fyrir kg. af þorski. Á vertíðinni voru allir bátar með veiðarfæri, sem keypt voru fyrir gengislækkun, og flestar nauðsynjar einnig á „gamla verðinu“, en hér eftir verður allt að kaupast á „nýja verðinu“. Er því fljótséð, hver áhrif verðlækkunin á fiskinum hefur fyrir útgerðina. Verð á bræðslusíld hefur nú verið ákveðið, og er það kr. 10 lægra fyrir hvert mál en það var í fyrra, nú kr. 110, en var kr. 120, og auk þess hefur sjávarútvegs- málaráðuneytið heimilað ríkis- verksmiðjunum að ákveða meiri lækkun á síldarverðinu, ef síldin er mögur. Þama er um beina lækkun í krónutölu að ræða frá því, sem var í fyrra, þrátt fyrir gengislækkunina og þrátt fyrir það, að allt, sem til útgerðar þarf, hefur hækkað í verði um ca. 50 til 80% og sumt meira. Enn hafa fleiri framleiðsluvör- ur sjávarútvegsins lækkað til muna frá því, sem var á síðasta ári eða fyrir gengislækkun. Þannig hefur t. d. verð á humar Iækkað rnn ca. 25%, og er hætt Vestmannaeyinga, sem undanfar- in sumur hafa stundað humar- veiðar af kappi. Er ekki annað sennilegra, en mjög dragi úr þeim veiðum, eins og nú hefur orðið reyndin með vorsíldveiðina við Suðurland, sem hefur nær engin verið þrátt fyrir óvenju- legt síldarmagn. En sú síld er nú verðlaus, vegna þess að hún er óseljanleg innan ramma hinnar „frjálsu verzlunar“, sem nú hef- ur verið komið á. Sú „frjálsa verzlun“ er einnig orsök verð- fallsins á Norðurlandssíldinni og fleiri fisktegudum. Þannig verða afleiðingar „við- reisnarinnar“ á framleiðsluna þveröfugar við það, sem boðað var. í stað aukinnar framleiðslu og betri afkomu sjávarútvegsins kemur samdráttur í framleiðsl- una og lækkað verð á afurðun- um. I landbúnaðinum verður það sama uppi á teningnum, allar framkvæmdir stöðvast sem og vélvæðing búskaparins. Afleið- ingin er stöðnun og síðan kemur samdráttur. Einstök bú minnka kannski ekki, en þeim fækkar. Vegna þess, hve nú kreppir að, verða sumir bændur að gefast upp við búskapinn, og engir treysta sér til að taka við. Um iðnaðinn þarf ekki að fjöl- yrða. Það er öllum Ijóst, að um leið og allar verzlanir verða fylltar af erlendum varningi sam hliða því sem kaupmátturinn Framhald á 4. siðu. Frá aðalfundi Útgerðarfélags Akureyringa h.f. Rekstrarafgangur sl. ár 4.7 millj. kr. Greidd vinnulaun voru 22 millj. kr. Aðalfundur Útgerðarfélags Akureyringa h.f. var haldinn sl. mánudagskvöld í Samkomuhúsinu. Formaður félagsstjómar, Helgi Pálsson, flutti skýrslu um reksturinn á liðnu ári, en framkvæmdastjórarnir, Gísli Konráðsson og Andrés Péturs- son, skýrðu reikninga félagsins. Rekstrarafgangur á árinu varð 4 millj. 769 þúsund krónur og nægði fyrir eðlilegum afskriftum af öllum eignum félags- ins. Nettó-hagnaður, þegar afskriftir hafa verið reiknaðar, er 121 þúsund krónur. Afli og framleiðsla. Um miðjan janúar birtist hér í blaðinu nákvæm skýrsla um afla togaranna á árinu 1959 og ráð- stöfun aflans. Skal það ekki end- urtekið nú, en heildaraflamagnið var 15.214.460 kg. á móti 19.505.388 kg. 1958. Vegna þess, hve aflinn hefur minnkað stórlega, er rekstrarút- koman heldur ekki jafngóð og 1958, framleiðslan hefur minnk- að. Þannig var framleiðsla hrað- frystihússins 1959 136.033 kassar, 3.496.460 kg., en 1958 var fram- leiðslan 152.920 kassar, 3.908.075 kg., en langsamlega mestur hluti af afla togaranna hefur farið til vinnslu í hraðfrystihúsinu. — Skreiðarvinnsla var svipuð og 1958, en saltfiskverkun mun minni. Úrgangur, seldur Krossa- nesverksm. varð 8.183.870 kg., eða meira en 50% af heildar- aflamagninu. 1958 var úrgangur- inn 9.221.954 kg. Rekstursafkoman. Samkvæmt aðalrekstrarreikn- ingi urðu heildartekjur félagsins NEMENDÁTÓNLEIKAR Tónlistarskólans á Akureyri fóru fram í Lóni laugardaginn gáfaðir nemendur, og var mjög 21. maí og sunnudaginn 22. maí síðastliðinn. Fyrri daginn komu fram fimmtán nemendur, byrjendur og aðrir, sem ekki voru komnir langt áleiðis, og sýndu getu sína í píanóleik. Það leyndi sér ekki, að þessar ungu nemendur hafa notið góðr- ar kennslu, en erfitt er enn að sjá um framtið þeirra. Þó er sitt hvað, sem bendir til þess, að rniklir hæfileikar búi hjá sumum þeirra að minnsta kosti. Það var óblandin ánægja að hlýða á píanóleik þessa unga tón- listarfólks. Síðari daginn komu fram átta nemendur í píanóleik, þeir sem beztir voru í skólanum og lengst komnir. Þetta eru augljóslega fróðlegt að veita eftirtekt, hvern- ig vaxandi og mjög mismunandi persónuleiki kom fram í flutningi þeirra á verkefnunum. Meðal þeirra eru áreiðanlega nokkur álitleg listamannaefni. Það er mikið lán, að Tónlistar- skólinn hefir á að skipa ágætum kennurum. En ég saknaði þess mikið, að enginn nemandi í org- elleik kom fram né í fiðluleik. Vonandi vaknar áhugi á námi í orgelleik, þegar hið nýja( og vandaða pípuorgel kemur í Ak- ureyrarkirkju. Orgelið hefir löngum verið nefnt drottning hljóðfæranna, og víst er það, að ekkert hljóðfæri túlkar jafn vel hið fegursta, hæsta og dýpsta sem tónlistin hefir að bjóða. Á. S. á árinu kr. 91.990.496.67, og nettó- hagnaður, þegar afskriftir hafa verið reiknaðar kr. 121 þús. Hraðfrystihúsið sýnir hagnað 2 millj. 12 þús. (afskrift kr. 2 millj 112 þús.). Kaldbakur sýnir halla kr. 87 þús. (afskrift kr. 381 þús.). Svalbakur skilar ágóða kr. 447 (afskrift kr. 377 þús.). Harðbak- ur sýnir halla kr. 607 þús. (af- skrift kr. 862 þús.). Sléttbakur, halli kr. 305 þús. (afskrift kr. 570 þús.). Skreiðarverkunin skilar rúml. 12 þús. kr. hagnaði, netaverk- stæðið tæpu þúsundi og rekstur bifreiða kr. 6 þús. 8 hundr. Á Fiskverkunarstöðinni er tap kr. 10 þús., tap á útgerð skóla- skips í fyrrasumar kr. 38 þús. Vextir af gömlum töpum nema kr. 1.244.185.87. Eignir og skuldir . Eignir félagsins í árslok eru bókfærðar á kr. 68.3 millj., en skuldir eru 88.6 millj. Öfugur höfuðstóll eða skuldir umfram eignir er þannig 20.3 millj. kr. Helztu eignir félagsins eru bók- færðar sem hér segir: Hraðfrystihúsið með vélum 10 millj. 957 þús. kr., Kaldbakur 983 þús. kr., Svalbakur 1 millj. 485 þús. kr., Harðbakur 5 millj. 959 þús. kr., Sléttbakur 4 millj. 498 þús. kr., Fiskverkunarstöðin 1.5 millj. kr. og Gránufélagsgata 4 kr. 750 þús. Birgðir eru taldar tæpar 16 millj., kr. og útistandandi skuld- ir eru 20 millj. kr. Vinulaun 22 inillj. kr. Félagið greiddi í vinnulaun á árinu um 22 millj. kr., og er þá aðeins það talið, sem fer beint frá félaginu sem launagreiðslur, en ótalin er þá margvísleg vinna í sambandi við rekstur félagsins, svo sem viðgerðir allar, aðkeypt- ur akstur og margt fleira, fyrir utan þá vinnu, sem Krossanes- verksmiðjan veitir við vinnu úr- gangsins. Ef öll sú vinna væri til týnd, sem til fellur í bænum í sambandi við og vegna starfsemi Utgerðarfélagsins, myndi þar verða um ótrúlega háa tölu að ræða. Launagreiðslur hraðfrystihúss- ins eins námu 5.6 millj. kr., en beinar launagreiðslur til áhafna allra togaranna námu 11.4 millj. kr., þar fyrir utan eru greiðslur í lífeyrissjóði og fæðiskostnaður. Stjórnarkjör. Stjórn félagsins var öll endur- kjörin, en hún er þannig skipuð: Helgi Pálsson, Jónas G. Rafnar, Tryggvi Helgason, Jakob Frí- mannsson og Albert Sölvason. Endurskoðendur eru Þórir Daníelsson og Ragnar Steinbergs- ÞINGSLIT Tilkynnt hefur verið, að út- varpsumræður, eldhússdagsum- ræður, verði á Alþingi á mánu- dags- og þriðjudagskvöld. Fer þá sennilega að ljúka þessu þingi, sem verið hefur eitt hið lengsta og illvirkasta í sögu landsins. ÞORSTEINSDAGUR Á morgun, laugardaginn 28. maí, er að þessu sinni hinn árlegi skógræktardagur helgaður minn- ingu Þorsteins Þorsteinssonar, hins mikla áhugamanns um skóg- rækt og fleiri menningar- og frmfaramál. Eins og undanfarin ár verður nú farin gróðursetning- arferð þennan dag að Miðháls- stöðum í Öxnadal. Að Miðhálsstöðum hefur oftast verið mikið fjölmenni við gróð- ursetningu á Þorsteinsdag, og svo verður vonandi einnig á morgun. Með því að fjölmenna í þessa skógræktarferð gera menn tvennt í senn, leggja sitt af mörk- um til eflingar skógræktinni, en hana vilja allir góðir menn styðja, og sína virðingu sína minningu hins ágæta manns, sem þessi dagur er helgaður. Þeir, sem taka vilja þátt í ferð- inni, skulu mæta til brottfarar við Ferðaskrifst. kl. 2 e: h., en til þess að tryggt verði, að nægur farkostur verði fyrir hendi til að flytja alla og einnig að nóg verði tekið með af áhöldum, er æskilegt að þátttaka verði áður tilkynnt Tryggva Þorsteinssyni kennara í síma 1281. SELJUM ALLA MIÐA í HAPPDRÆTTI Æ. F.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.