Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 03.06.1960, Síða 1

Verkamaðurinn - 03.06.1960, Síða 1
UERKfllflÐUR Hffl ] Ritstj.: Þorsteinn Jónatansson. Útg.: Sósíalistafélag Akureyrar. i Skrifstofa Hafnarstræti 88. Sfmi 1516. Áskriftarverð kr. 50.00 árg. Prentverk Odds Björnssonar h.f. XLIII. árg. Akureyri, föstudaginn 3. júní 1960 22. tbl. Einróma samþykkt ráðstefnu A.S.I. Það verður að hækka kaupgjald og hrinda kjaraskerðingunni Á ráðstefnu þeirri, sem Alþýðusamband íslands boðaði til um síðustu helgi, voru mættir fulltrúar frá velflestum verka- lýðsfélögum á landinu eða alls nokkuð á annað hundrað. Aðalverkefnið var að ræða viðhorfin í kjaramálunum nú eftir þá stórfelldu kjaraskerðingu, sem orðin er og vex nteð hverjum degi, vegna efnahagsráðstafana ríkisstjórnarinnar og Alþingis. Nokkrar tillögur voru samþykktar á ráðstefnunni og undantekningarlaust með samhljttða atkvæðum fundar- manna. um verkafólks sé nú svo komið, að óhjákvæmilegt sé fyrir verka- lýðsfélögin að láta til skarar skríða og hækka kaupgjald og hrinda þannig þeirri kjaraskerð- ingu, sem orðið hefur. Jafnframt Aðalályktunin, sú, sem fjallar um kaupgjalds- og kjaramálin og hvernig bregðast beri við kjaraskerðingunni, er svohljóð- andi: „Ráðstefna Alþýðusambandsins um kjaramál, haldin í Reykjavík 28. og 29. maí 1960, ályktar eftir- farandi: Frá því að verkalýðsfélögin hækkuðu almennt kauptaxta sína á árinu 1958 hafa kaupgjalds- ákvæði í samningum þeirra tví- vegis verið skert með lagaboði, og nú síðast með því að afnema með öllu rétt launþega til að fá kauphækkanir eftir vísitölu í vaxandi dýrtíð. Ráðstefnan telur, að með þessum ráðstöfunum hafi samningsbundinn réttur verka- lýðsfélaganna yerið freklega skertur og mótmælir því harð- lega. Afleiðingar gengisfellingar og annarra ráðstafana eru þær, að nýju dýrtíðarflóði hefur verið hleypt af stað. Verðhækkanir á flestum sviðum eru nú meiri en dæmi eru til, að komið hafi í einu, og þegar sjáanlegt, að þær verða meiri en gert var ráð fyrir í byrjun. Allt launafólk hefur því þegar orðið fyrir mikilli kjaraskerðingu og augljóst, að sú skerðing muni enn aukast mikið. Hætta er á, að ríkjandi stefna inuni, ásamt minnkandi kaupmætti, leiða til samdráttar í frainleiðslu og fram kvæmdum, og þar af leiðandi til minnkandi atvinnu og jafnvel at- vinnuleysis, verði ekki að gert í tíma. Launakjör verkafólks hafa um langt skeið verið með þeim hætti, að ókleyft hefur verið að lifa af 8 stunda vinnudegi og er kaupgjald íslenzkra verkamanna orðið mun lægra en stéttarbræðra þeirra á Norðurlöndum. Ráðstefnan álítur, að kjaramál- lýsir ráðstcfnan yfir, að hún tel- ur að fyllilega sé unnt að verða við réttlátum kröfum verkafólks, án þess að verðbólgan vaxi, ekki sízt ef um leið er framkvæmdur sparnaður í ríkiskerfinu og fram-' leiðsla landsmanna aukin og gætt meiri hagsýni um rekstur fram- leiðslutækja þjóðarinnar. Ráðstefnan telur því nauðsyn- legt, að hvert verkalýðsfélag hefji nú undirbúning að þeirri bar- áttu, sem óhjákvæmilega er framundan, og felur miðstjórn Alþýðusambandsins að samræma kröfur félaganna og baráttu þeirra og hafa um það samráð við verkalýðsfélögin, eftir þeim leið- um, sem hún telur heppilegast- KNATTSPYRNAN í SUMAR Akureyringar keppa í I. deild - Hafa æft vel allt frá áramótum Karlakórinn Þrymur frá Húsavík er nú að hefja söng- för um Suður- og Vesturland, og mun kórinn syngja víða. Söng- stjóri er Sigurður Sigurjónsson, en undirleikari Ingibjörg Stein- grímsdóttir. 1 Reykjavík syngur kórinn á þriðjudaginn kl 7..15 Gamla-Bíó. Knattspyrnuráð Akureyrar kynnti fréttamönnum nú í vik- unni, hvað helzt væri á döfjnni hjá knattspyrnumönnum bæjar- ins nú í sumar. Eins og þeir vita, sem ejtthvað fylgjast með knattspyrnumálum, þá keppir nú lið Akureyringa í I. deild í íslandsmeistaramótinu, og verður sú keppni auðvitað lang- samlega fyrirferðamest og tekur mestan tíma knattspyrnumann- anna. í fyrstu deildar keppninni taka þátt 5 hð, auk Akureyrar- liðsins, eru það lið Akurnesinga, Keflvíkinga og Reykjavíkurfé- laganna Vals, KR og Fram. Liðin leika tvo leiki hvert við annað, annan heima en hinn heiman. Fjórir fyrstu leikir Akureyr- inganna verða á heimavelli: 12. júní við Keflavík, 19. júní við Akranes, 26. júní við Val og 10. júlí við KR. Síðan koma fimm leikir í júlí og ágúst á heimavöll- hinna félaganna, og síðasti leikur Akureyringanna í þessarri keppni verður hér heima 26 ágúst á móti Fram. Red Boys. Þá mun knattspyrnuliðið Red Boys frá Luxemburg komahingað dagana 1. til 5. júlí og leika hér tvo leiki við lið Akureyringa. Lið þetta kemur til landsins á vegum Þróttar í Reykjavík, en góð sam vinna er milli Knattspyrnuráðs Akureyrar og Þróttar, og er í at- hugun, að knattspyrnumenn héð- an ásamt Þróttarmönnum heim- sæki Luxemburg í haust. Þá er einnig í athugun, að koma á samskiptum við vinabæ- ina á Norðurlöndum á þessu sviði, en ekki er ennþá vitað, hvern árangur það ber á þessu sumri. Bæjakeppni og Norðurlandsmót. Þá er mjög sennilegt, að bæja- keppnjr verði í sumar háðar við Framhald d 4. siðu. MÁLVERKASÝNINGAR eru ekki daglegur viðburður hér Norðanlands, og það eru mjög fáir málarar, sem hafa sýnt Ak- ureyringum eða öðrum Norð- lendingum þá virðingu að bjóða þeim að sjá verk sín. Og allt til þessa hefur enginn þeirra mál- ara, sem eingöngu fást við ab- straktverk, haldið hér sýningu. Fiðlutónleikar EINAR SVEINBJÖRNSSON er ungur fiðluleikari, sem stund- að hefir tónlist fyrst í Tónhstar- skólanum í Reykjavík og síðan nokkur ár í Vesturheimi. Hann hélt hljómleika í Nýja-Bíó á Ak- ureyri 31. maí síðastl. á vegum Tónlistarfélags Akureyrar, og voru það fyrstu tónleikar félags- ins á þessu ári. Jón Nordal, tónskáld, aðstoð- aði fiðluleikarann með píanóleik. Þessi tónverk voru á hljórp- leikaskránni. 1. Fr. Kreisler; Tilbrigði um stef eftir Tartini, 2. César Franck: Sónata í A fyrir fiðlu og píanó. 3. Eugéne Ysaye: Sónasta op. 27 nr. 3 fyrir einleiksfiðlu. 4. H. Vieniavskij: Scherzo- Tarantelle, op. 16. 5. M. Ravel: Tzigane. Listamennirnir fluttu öll þessi lög með miklum glæsibrag, ör- yggi, leikni og skaphita. Einar Sveinbjörnsson er óvenjulega efnilegur fiðluleikari, ÞINGSLIT Loks mun að því komið, að Al- þingi ljúki störfum, og mun búizt við þingslitum í dag. Ekki mun þing þetta fá góð eftirmæli hjá alþýðu manna. Þess mun lengi minnst sem eins hins mesta óhappaþings í sögu þjóðarinnar. sem áreiðanlega á glæsilega fram tíð fyrir sér, ef engin óvænt óhöpp henda. Tónn hans er fág- aður, hlýr og bjartur, á köflum voldugur, tæknin örugg, skapið eldlegt. Jón Nordal er afburðagóður píanóleikari, og stuðlaði píanó- leikur hans eigi lítið að því, hve mikil áhrif þessir hljómleikar höfðu á áheyrendur. Á köflum lék hann eins og sá, sem vald hefir, einkum í hinni mikilfeng- legu Sónötu Francks, en þar er hlutverk píanósins öllu meira en fiðlunnar, sem einnig skilaði sínu hlutverki glæsilega, svo að þetta fagra og volduga tónverk varð mjög áhrifamikið. Annars er ekki hægt að gera upp á milli laganna, hvert þeirra var bezt flutt, því þau eru svo ,ólík hvei’t öðru, en hvert þeirra ágætlega flutt á sinn hátt, af næmum skilningi. Áheyrendur tóku listamönnun- um forkunnar vel, og urðu þeir að leika aukalag. Ég vil að endingu þakka þess um ágætu listamönnum fyrir ógleymanlega kvöldstund og óska þeim mikils frama og full- komnunar í þeirri göfugu list sem þeir iðka. Einnig vil ég votta Tónlistar- félagi Akureyrar beztu þakkir og ámaðaróskir. Á. S. Hér hafa slík verk því meira verið þekkt af afspurn en eigin sjón og mati, En nú hefur ungur málari, Hafsteinn Austmann, ákveðið að brjóta ísinn og opna hér sýningu abstraktverka á morgun í Gagn- fræðaskólanum. Hafsteinn hafði nú nýskeð sýningu í Reykjavík, og þau verk, sem hann sýnir hér eru mörg hin sömu, en þó hafa verið teknar burtu þær myndir, sem seldust syðra, og nýjar sett- ar í þeirra stað. Þetta eru flest vatnslitamyndir, en nokkur olíu- málverk, og hafa þau ekki verið sýnd fyrr en hér. Hafsteinn Austmann hefur áð- ur sýnt á mörgum samsýningum, bæði í Reykjavík og erlendis, og: einstaklingar og söfn hafa keypt mikið af myndum hans. Meðal annarra hefur Listasafn ríkisins keypt af honum. Verk Hafsteins hafa jafnan hlotið góða dóma jeirra, sem á annað borð meta abstraktlist einhvers, og fyrir sýninguna syðra nú á dögunum hlaut hann mikið lof. Þess er því að vænta, að Akureyringar sæki vel þessa sýningu, sjái hvað það er, sem þeir hæla syðra, og leggi sjálfstætt mat á gildi þessarra vei'ka. Sýningin verður opnuð almenn- ingi kl. 6 síðd. á morgun, laugar- daginn 4. júní, og verður þá opin til kl. 10 og síðan næstu daga frá kl. 2 til 10. Glerárskóli endur- bættur Fræðsluráð Akureyrar og bæj- arstjórn hafa ákveðið, að láta fram fara nokkrar endurbætur á barnaskólanum í Glerárþorpi í sumar. Verður byggð við núver- andi skólahús nokkur viðbót, þar sem gert er ráð fyrir að komið verði fyrir handavinnustofu, kennarastofu og snyrtingum ásamt auknu gangarými.

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.