Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 03.06.1960, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 03.06.1960, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 3. júní 1960 „Það þyrfti að vera Nóri um borð í hverju skipi,, í tilefni af sextufsafmæli Arn- órs Kristjánssonar á Húsavík hitti fréttamaður blaðsins hann að máli í vikunni og bað hann að segja lesendum þess eitthvað frá því, sem á daga hans hefur drif- ið. Arnór hefur frá mörgu að segja, og kann vel að segja frá, en því miður er rúm blaðsins mjög takmarkað, svo að mörgu verður að sleppa hér, sem vert hefði verið, að kæmi fram. En hér fara á eftir aðalatriðin úr frá- sögn Arnórs: Jú, eg er innfæddur Húsvíking- ur, og það má heita, að eg hafi alltaf átt hér heima. En það er eins og gengur, að þegar eg var strákur, þá var eg á einlægum flækingi. Eg hef unnið alla algenga vinnu, en þó mest stundað sjóinn síðan um tvítugsaldur. Hef verið á alls konar bátum, árabátum, trillum og mótorbátum. Fyrsta skipið, sem eg fór á hét Dröfn. Það var gert út frá Akur- eyri og var eign Einars í Gránu og Ragnars Ólafssonar. Steini Guðmundsson var þá skipstjóri. Eg var með honum í stóra garð- inum, þegar þau fórust Aldan, skip Guðmundar Péturssonar, og Maríanna. Það var eitt hið versta veður. Oft verið hætt kominn. Jú, eg hef oft lent í því kröppu á sjónum. En það er svo sem ekkert til að tala um, það fylgir þessarri atvinnu. En manni hef- ur oft virzt, að ekki væri sýni- legt, að maður kæmi lifandi heim. Annars var það svo hér, a. m. k. fyrir 1930, áður en bryggjan kom, að þá kveið maður mest fyrir því að komast inn á Húsavík, ef eitt- hvað bar út af með veður, það var verra en allt sjóvolkið á haf- inu, þó að stundum væri erfitt. Eg man eftir því einu sinni, að við rérum fram undir Kolbeinsey og lögðu þar línu. Það var geisi- mikill fiskur en óþverraveður, krapahríð. Svo slitnaði línan hjá okkur, og við fórum að leita að næsta bóli. Eftir sjö tíma fund- um við það. Næstum alla þessa sjö tíma stóð eg uppi í stýrishús- inu til þess að huga að belgnum, og loksins rak eg augun í hann. Þá hétu strákarnir á mig að gefa mér skrohönk fyrir hvert ból, sem næðist. Og við náðum þeim öllum, þau voru átta. Og við vorum varla komnir að landi, þegar þeir voru komnir með þessar átta skrohankir. Verklýðsmál og pólitík. Hvað olli því, að eg fór að skipta mér af þessum málum? Það er ekki svo gott að svara því. Eg hef altaf verið svoleiðis stemmdur. Eg gekk í Verka- mannafélag Húsavíkur strax og eg gat og hef alltaf leitast við að setja mig inn í þessi mál eftir því sem eg hef haft aðstöðu til. Móð- ir mín, Þuríður Björnsdóttir, var fyrsti formaður Verkakvennafé- lagsins Von. Það var stofnað 1916, ef eg man rétt. Hún var hörku- dugleg í verkalýðsmálum. Kann- ski hef eg erft áhugann frá henni. En það var um það bil, sem Sósíalistaflokkurinn var stofnað- ur, sem eg lenti fyrir alvöru í átökunum hérna. Þá voru mikil átök hér. Fyrst lenti eg í vara- stjórn Verkamannafélagsins, og árið eftir var allsherjaratkvæða- greiðsla um stjórnarkjör í félag- inu. Það voru tveir listar í kjöri. Eg var í formannssæti á öðrum, en Ólafur Friðbjarnarson á hin- um. Þá var eg kosínn formaður og var það samfleytt í sjö ár, En svo kom millibilsástand. Eg var að heíman í Hvalfjarðarsíld- inni, og þá tóku kratarnir félagið. Eg held nú satt að segja, að þeir hefðu aldrei gert það, ef eg hefði verið heima. Eg hefði a. m. k. ekki setið aðgerðalaus, þegar hin- ir voru komnir með 14 Fram- sóknarbíla til að smala á fundinn í Samkomuhúsinu. Þá var Óli Friðbjarnar kosinn formaður. En það fór nú samt svo, að jafnan, ef einhvern vanda bar að höndum, þá talaði Óli við mig fyrstan manna og fékk hjá mér ráð og upplýsingar, svo að okkur samdi ágætlega. Fyrir 13 árum náðum við svo félaginu aftur, og síðan hef eg alltaf verið varaformaður. Ásgeir bróðir minn er formaður núna. Það er margt stappið í sam- bandi við þessi verkalýðsmál, og getur stundum verið dálítið óþægilegt, þegar maður er bund- inn af atvinnu sinni og afkomu- möguleikum. Eg man eftir einu skemmtilegu atviki úr minni for- mannstíð. Ja, það var kannski ekki svo skemmtilegt þá, en það er gaman að öllu á eftir. Það var þannig, að hingað átti að koma skip með 50 til 60 tonn af kolum. Eg vildi náttúrlega láta halda samninga Yerkamannafélagsins, en þá komu nokkrir karlar til Þórhallar Sigtryggssonar, sem þá var kaupfélagsstjóri hér, og buð- ust til að taka afgreiðslu skipsins upp á akkorð. Eg var heima að sinna mínum búskap og hafði mikið að gera. Það var að drepast hjá mér belja, úr doða, og það var annað en gaman þá að missa kú, þegar maður átti stóran barnahóp og ekki alltof mikið til að kaupa fyr- ir í matinn. Þá er allt í einu bar- ið utan fjósið, og er þá kominn maður til að segja mér, að kola- skipið sé komið, og nokkrir karl- ar séu búnir að taka afgreiðslu þess upp á akkorð. Eg átti ekki gott um vik að víkja mér frá, þar sem ekki var annað sjáanlegt en það væri hver síðastur fyrir kúnni. Eg tók samt þann kost að fara til Þórhalls og segi honum, að ef hann ekki láti kallana hætta eins og skot, þá kæri eg hann fyrir samningsrof. Kallarnir urðu náttúrlega snarvitlausir yf- ir þessarri afskiptasemi og Þór- hallur yildj ekkj trúa mér, en eg skýrði það fyrjr honum, a§ þetta væri bæði brot á samningum og vinnulöggjöfinnj að látg akkqrð, nema stjórn Verkamannafélags- ins leyfðí það. Eg var hínn versti og kvaðst þegar í stað kæra þetta fyrir Alþýðusambandinu. Nú þessu máli lauk með því að hann sannfærðist um, að eg hafði rétt fyrir' mér og lofaði að svona nokkuð skyldi aldrei koma fyrir aftur. Og hann stóð við það. Mér var að mörgu leyti vel við Þórhall. Hann fylgdi því jafnan eftir, sem hann vissi réttast, og stóð við það, sem hann sagði. Hann braut ekki viljandi samn- inga á neinum. Því til sönnunar get eg t. d. sagt þér þessa sögu: Eg var að koma af spilakvöldi Á þessum stað komu þeir í heiminn fyrir sextíu árum síðan tvíburarnir Arnór og Kári Kristjánssynir. Fæðingu þeirra bar að löngu fyrir eðlilegan tíma, og þeir vógu aðeins sex og átta merkur. Þá voru cngar nútímafæðingarstofnanir með margvíslegum útbúnaði til, og til þess að bjarga lífi þeirra bræðra voru þeir látnir liggja í hveiti vikum saman. En hamingjan var hliðholl að þessu sinni, svo að þrátt fyrir erfiðar aðstæður, uxu þeir og döfnuðu og ísland varð tveim góðum mönnum ríkara en áður. — Bárujárnsbyggingin á myndinni er síðari tíma smíði, og gamla baðstofan var nýlega rifin, en svarta byggingin mun lík því, sem áður var Amór Kristjánsson með eina sonardóttur sína. klukkan að ganga tólf um kvöld. Þegar eg kem að Garða, verzlun- arhúsi K. Þ., sé eg nokkra verka- menn standa þar í hóp vinnu- klædda, og spyr þá, hvað nú standi til. Þeir segja mér það, að von sé á Esju og þeir hafi verið kallaðir út til að afgreiða hana. Þá segi eg nú bara svona við þá: Þið munið það, að þið eigið ykk- ar kaup frá því, að þið voruð kallaðir út, hvenær svo sem Esja kemur. Þeir hlógu nú bara að mér sumir kallarnir og voru víst ekki bjartsýnir á það, að þeir fengju kaup nema frá því að skipið kæmi og þeir færu að vinnu. Jæja, það fór nú samt svo, að Esja kom ekki fyrr en kl. 10 um morguninn og mennirnir máttu bíða alla nóttina. Svo þeg- ar kom að útborgun, þá neitaði afgreiðslan að borga nema fyrir þann tíma, sem unnið var við af- greiðslp skipsins, en Þórhallur gekk í það, að rnennirnir fengju kaup fyrir allan tímann. Hann vjssi, að svo vgr ákyeðjð í satpn- íngum, og við þá vildi hann láta standa. Fleiri sögur? Jú, eg gæti sagt þér margar sögur af svona smá- brösum. Það er eins og það sé alltaf eitthvað, sem þarf að pjakka í. Það var t. d. einu sinni, að það stóð yfir verkfall í vegavinnu. Þá fóru nokkrir menn að vinna sem verkfallsbrjótar í vegavinnu hérna inni í sveitinni. Eg frétti af þessu, tek mér strax bíl á leigu og fer inn eftir ásamt ritara Verka- mannafélagsins. Þeir vildu ekk- ert við okkur tala, sögðu okkur bara að vera ekki með neina af- skiptasemi og hypja okkur burtu. En þá segi eg við ritarann, og svo hátt, að allir máttu heyra: Nú færð þú þér sæti þarna á þúfu og skrifar upp nöfn allra þeirra, sem hér eru að vinna, og svo skal verða séð um það, að þeir fái hvergi vinnu framvegis. Það þurfti ekki meira, þegar þeir sáu, að hér var full alvara á ferðum, þá mátti næstum segja, að hver hlypi sem bezt hann gat heim til sín. Svona er það, að það er oft auðvelt að kippa málunum í lag, en það er eins og alltaf þurfi að vera á verði. Þó hefur þetta mik- ið breytzt hin seinni ár frá því, sem áður var. Það er allt annað orðið. En mann tekur það sárast, þegar búið er að ná samningum um ein eða önnur réttindi, og svo standa verkamennirnir ekki sam- an um að gæta þessarra réttinda og fylgjast með því, að ekki séu brotnir á þeim samningar. Nú svona til þess að sýna, að það er ekki alltaf tekið út með sældinni að standa í þessu, skal eg segja þér frá einu atviki enn: Eg var þá á snurvoðarbát héð- an frá Húsavík, og eitt sinn, er við komura að landi og vorum búnir að vaka í eitthvað 40 tíma, þá er mér tilkynnt, að eð eg hafi verið kosinn í samninganefnd fyrir Verkamannafélagið og þurfi að mæta á samningafundi þegar í stað. Eg var nú orðinn svo þreyttur, að eg lét bíl sækja mig niður að bát, en fór á samninga- fundinn. Þá var klukkan eitthvað um 7 um kvöldið. Það gekk ágætlega að semja og klukkan 3 um nóttina höfðum við lokið við aðalsamninginn. En þá var eftir að ganga frá samningi við síldar- verksmiðjuna, og það endaði með því, að þeir, sem með mér voru, fólu mér að sjá alveg um samp- inginn við verksjniðjuna. Og frg honum var gengiðummorguninn, Þetta voru kratagrey, sem með mér voru, en þeir treystu mér nú samt ekki verr en þetta, og það þó að eg hefði ekkert sofið í tvo sólarhringa. En þetta sýnir það líka, að það erum alltaf við sósíal istarnir, sem þurfum að þekkja málin út í gegn og við verðum að vinna verkin, þó að kratarnir vilji gjarna vera í formannssæti og fara á Alþýðusambandsþing og svoleiðis. Iiarðar kosningar. Já, eg er búinn að sitja á mörgum Alþýðusambandsþing- um. Og það skal eg segja þér, að harðari kosningar hafa aldrei verið hér á Húsavík en kosning- arnar til Alþýðusambandsþings á árunum 1942 til 1946. Það gekk svo langt, að þeir ötuðust í þessu kaupfélagsstjórinn, læknirinn, Kalli Kristjáns o. s. frv. Það vqru öll tæki notuð til að reyna að ná ASÍ af okkur aftur. Árið 1944 fengu hægri mennirnir fulltrú- ana kosna með ólöglegri kosn- ingu. Þá fengum við því fram- gengt, að aftur var kosið, og þá fengum við alla fulltrúana kosna. Það voru þá fjórir fulltrúar héð- an á ASÍ-þinginu (einn frá verka- kvennafélaginu og þrír frá verka- mannafélaginu) og það munaði þessum fjórum atkvæðum, að við héldum Sambandinu og Her-

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.