Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 03.06.1960, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 03.06.1960, Blaðsíða 3
Föstudaginn 3. júní 1960 VERKAMAÐURINN mann Guðmundsson var kjörinn forseti þess. En minnisstæðust frá þingum Alþýðusambandsins verða mér alltaf átökin í sambandi við inn- töku Þvottakvennafélagsins Freyju 1942. Eg held eg muni lengi eftir Þuríði heitinni Frið- riksdóttur við það tækifæri, og betri ræðu en þá, sem Árni Ágústsson þá flutti, held eg að eg hafi sjaldan heyrt. Það var líka einu sinni á Al- þýðusambandsþingi, áður en kosning sambandsstjórnar fór fram, að tilraun var gerð til að gera úr mér krata. Eg held að það sé í eina skiptið á ævinni, sem reynt hefur verið að telja mig af minni pólitísku sannfær- ingu. Svo er mál með vexti, að austur í Vík í Mýrdal bjó tvíbura bróðir minn, sem Kári hét. Við vorum svo líkir, að mönnum gekk oft illa að þekkja okk- ur í sundur. Og manngarmurinn, sem vildi gera úr mér krata, hélt víst að hann væri að tala við Kára. Eg lofaði honum að tala góða stund en sagði svo: Æi, góði, eg held það þýði nú ekkert fyrir þig að tala þetta lengur, eg heiti nefnilega ekki Kári heldur Arnór. Hann var fljótur að leggja niður skottið. Engir óvinir. Nei, eg veit ekki til, að eg hafi eignast nokkurn óvin, þó að oft hafi á ýmsu gengið, eg hafi átt í alls konar stappi og smábrösum. Þetta hefur æfinlega endað í sátt og samlyndi, hvaða pólitískar skoðanir, sem þeir hafa haft„ er eg hef átt skipti við. Eg hef aldr- ei hitt þann andstæðing, að ekki hgfi allt endað ágætlega okkar í milli. Það hefur aðeins einn mað- ur reiðst svo við mig, að hann hafi hœtt að hejlsa mér og ekki látist sjá mig, ef eg mætti honum á götu. En við skulum ekkert vera að tala um það. En svona okkar á milli sagt, þá var það hann Sæmundur þama í Kexinu fyrir sunnan. Hann var eitthvað að svívirða Húsvíkinga suður á Sambandsþingi, og eg svaraði fyrir mig og mína sveitunga. En han reiddist svo yfir því, sem eg sagði, og það verður nú að hafa það. Annars hef eg alltaf leitast við að láta það ekki spilla vinfengi mínu við menn, þó að þeir hefðu aðrar pólitískar skoðanir en eg. Eg bjó í 17 ár í sama húsi og Sig- urður Kristjánsson, sem nú er skrifstofumaður á Akureyri. Hann er stífur krati, eins og þú veizt. En það kom aldrei nein misklíð fyrir okkar í milli út af póljtík. Það yar alla tíð þezta vjnájta rpeð okkur, og er enn. Hann bjó í stofu í suðurenda og á milli okkar var aðeins örþunnt þil, svo að í gegnum það mátti heyra hvert orð og næstum and- ardrátt. Þá tók eg þann kost, þegar krataforingjarnir voru að koma að finna hann, að eg labb- aði æfinlega út til þess að ekki skyldi neitt berast út frá mér. Og það stóðst í 17 ár. Það hefur stundum flögrað að mér að fara að hætta þessu stappi út á við, en eg get það ekki. Það er eins og allir eigi í mér hvert beín. Þegar eg er að ganga í hús og spjalla við fólkið, iá er æfinlega spurt, hvenær kemurðu næst? Og ef óvenjulega langur tími líður án þess að eg sjáist, þá er farið að spyrja: Hvað er að honum Nóra, hvernig stendur á að hann kemur ekki? Já, já, eg tek heilu rútuna um plássið svona öðru hvoru, og það taka mér allir vel. Það hefur alltaf verið svoleiðis. Mér er vel við Húsvíkinga, og þeim er vel við mig, og hafa ryenzt mér sér- staklega vel, þegar eg hef mest jurft á því að halda, eins og t. d. um árið, þegar eg missti heilsuna og þurfti suður á Landsspítala. Þá stóð ekki á Húsvíkingum að hlaupa undir bagga með heimil- inu. Og lífsbaráttan? Það var oft erfitt hérna á árun- um en breytingin er orðin mikil. Mig langar ekki til að fá aftur „þá gömlu, góðu daga“, sem þeir tala sumir um þarna fyrir sunn- an, og eg vona, að verkafólk beri gæfu til að standa saman um að koma í veg fyrir, að þeir dagar komi aftur. Þegar seinasta barnið okkar Guðrúnar fæddist fyrir 27 árum, þá var eg til sjós, eins og oftar. Þá hafði eg upp 312 krónur yfir árið. Nei, það er óskandi, að þeir, sem ennþá eru ungir, þurfi ekki að kynnast þeim „góðu dögum“. Það var okkar lán þá, að við átt- um hús, þó að lítið væri. Það eru víst 13 ár síðan við fluttum í þetta hús. Gatan heitir Brávellir, já, annars kalla sumir Rauðatorg hérna. Eg hef bara gaman af þyí. Arnór Kristjánsson fæddist á Húsavík 2. júní árið 1900, og eins og fram kemur í viðtalinu hér að framan, hefur hann alltaf átt þar sitt heimili. Þar búa einnig bræður hans fjórir: Björn, Ás- geir, Páll og Þráinn. Kári bróðir þeirra fluttist til Suðurlands og átti lengi heima að Höfðabrekku við Vík í Mýrdal, en systir þeirra, Bára, er búsett á Bíldu- dal. Kári er nú látinn. Kona Arnórs er Guðrún Magn- úsdóttir frá Súðavík í Norður- ísafjarðarsýslu. Þau eiga fimm uppkomin og mannvænleg börn, tvær dætur og þrjá syni, og þeg- ar álitlegan hóp bamabarna. Arnór er fyrir löngu þjóðkunn- ur maður fyrir afskipti sín af verkalýðsmálum og stjórnmálum. Hann hefur flestum mönnum rík- ari réttlætiskennd og áhugi hans og vilji til að vinna að framgangi góðra mála er ódrepandi. Sér- staklega hefur áhugi bans beinzt að því, að vinna að bættum kjör- mn verkafólksins, og hann hefur aldrei hikað við að leggja nótt með degi við störf að þeim áhuga málum sínum. Honum hefur líka verið það ljóst, hvar skóinn hefur kreppt, af eigin reynzlu. Arnór er ekki skólagenginn maður, en vegna meðfæddrar skynsemi, glöggrar dómgreindar og járnvilja hefur honum orðið mikið ágengt í störfum sínum. Hann er jafnan glaður og reifur, hvað sem á gengur, og þess vegna nýtur hann alls staðar vin- sælda. Hann er einnig gæddur ríkri kímnigáfu og hefur gott auga fyrir hinum broslegu hlið- um hvers máls. Fyrir þær sakir vekja ræður hans á mannfundum gjarna hlátur og glaðværð, en þó er öllum jafnan ljós sú alvara, sem á bak við býr. Arnór hefur setið á mörgum þingum Alþýðu- sambands fslands og Alþýðusam- bands Norðurlands, og á þingum Sósíalistaflokksins hefur hann lengi verið sjálfsagður í fulltrúa- hópi. Vonandi á hann eftir að mæta ennþá á mörgum fundum og þingum, því að mikið verður hans saknað, þegar sá tími kem- ur, að hann hættir að sjást, þar sem baráttumenn íslenzkrar verkalýðsstéttar og íslenzkra sósíalista koma saman til að ráða ráðum sínum. Arnór hóf fyrst sjómennsku á Eyjafjarðarskipum ungur að aldri, en þegar hann hætti þar og hélt heim til Húsavíkur, var hann kvaddur með þessum orð- um: „Það þyrfti að vera Nóri um borð í hverju skipi.“ Því skal hér aðeins bætt við að lokum, að það þyrfti ekki aðeins að vera Nóri um borð í hverju skipi, heldur þyrfti einnig að vera Nóri í hverju kauptúni og hverri sveit á íslandi. Þ. t Fl !•» I1 j, ,0 J'i • ll Kirkjan. Messað á hvítasunnu- dag kl. 10.30 ái'd. í Akureyrar- kirkju. Sáhnar nr,: 248 — 238 — 24Q — 679, — Messað annan í hvítasunnu kl, 2 e. h. í Lög- mannshlíðarkirkju. Sálmar nr.: 248 — 239 — 238 — 240 — 680. Séra Sigurður Stefánsson vígslubiskup messar. í forföll- um sóknarprestanna munu séra Sigurður Stefánsson vígslubisk- up á Möðruvöllum og séra Birgir Snæbjömsson prestur í Laufási hafa með höndum aukaþjónustu í Akureyrar- prestakalli. Laugamótið. Lagt verður af stað frá kirkjunni mánudaginn 6. júní (annan í hvítasunnu) kl. 1 e. h. Þátttakendur mæti stund víslega. Fararstjóri Akureyringa er Jónas Jónsson frá Brekkna- koti. Málverkasýning Hafsteins Austmanns í Gagnfræðaskólan um er opin daglega frá kl. 2 til 10 e. h. Opnað á morgun kl. 6 e. h. — Bókabúð Rikku, Lúðrasveit drengja úr Rvík, stjórnandi Karl Ó. Runólfsson, leikur á Ráðhússtorgi á Akur- eyrj kl, 3 e. h. á morgun, laug- ardag. Kappreiðar Hestamannafé- lagsins Léttis verða á skeiðvelli félagsins við Eyjafjai-ðará á annan hvítasunnudag kl. 2.30. Happdrætti ÆF. — Gerið skil í dag. Dregið verður í kvöld. — Tekið á móti uppgjörum á af- greiðslu Verkamannsins til kl. 10 í kvöld. Ung an mann vantar herbergi nú þegar. Upplýsingar á afgreiðslu blaðsins, sími 1516. MALVERKASÝNING Hafsteins Austmanns verður opnuð í Gagnfræðaskólanum kl. 6 s.d. laugar- daginn 4. júní og verður opin næstu daga frá kl. 2—10. BÓKABÚÐ RIKKU. AÐYÖRUN um stöðvun atvinnurekstrar vegna van greidds söluskatts og útflutningssjóðsgjalds Samkvæmt heimild í III. kafla laga nr. 100 1948 með síðari breytingum, lögum nr. 86, 1956 sbr. nú lög nr. 10 frá 1960, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér í umdæminu, sem skulda söluskatt og útflutnings- sjóðsgjald fyrir fyrsta ársfjórðung þessa árs eða eldri, stöðvaður þar til þau hafa gert skil að fullu og verður stöðvun væntanlega framkvæmd eigi síðar en laugar- daginn 4. júní n. k. Bæjarfógetinn á Akureyri Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. TILKYNNING frá Innflutningsskrifstofunni. Með því að Innflutningsskrifstofan hættir störfum 1. júní, samanber lög nr. 30 frá 25. maí 1960, er athygli vakin á eftirfarandi: 1. Frá deginum í dag að telja hættir skrifstofan að taka á móti umsóknum. Óiafgreiddar umsóknir verði endursendar. 2. Skrifstofan verður opin frá kl. 1—3 alla virka daga nema laugardaga til 16. júní n.k. til að af- henda þegar afgreidd leyfi. Áður tilkynntur af- hendingarfrestur til að innleysa leyfin styttist í samræmi við þetta. 3. Leyfi, sem þegar bíða afhendingar og ekki verða sótt fyrir 16. n.nr., verða úr gildi felld og bakfærð. Reykjavík, 31. maí 1960. Innflutningsskrifstofan. AUGLÝSING um breytingu á skipan innflutnings- og gjaldeyrisleyfa. Viðskiptamálaráðuneytið vekur athygli á því, að samkvæmt lögum nr. 30, 25. maí 1960, um skipan inn- flutnings- og gjaldeyrismála (sbr. reglugerðir nr. 78 og 79, 27. maí 1960) hættir Innflutningsskrífstofan veit- ingu gjaldeyris- og innflutningsleyfa frá og með 1. júní 1960. Landsbanki íslands, Viðskiptabanki, og Útvegs- banki íslands taka frá sama degi við veitingu leyfa fyrir þeim vörum og gjaldeyrisgreiðslum, sem leyfi þarf fyr- ir, í samráði við Viðskiptamálaráðuneytið. Þeir, sem fengið hafa tilkynningu frá Innflutnings- skrifstofunni um það, að úthlutað hafi verið til þeirra leyfum fyrir 1. júní, geta sótt leyfin til skrifstofunnar fyrir 16. júní n.k., samkvæmt nánari auglýsingum hennar. Öll gjaldeyrisleyfi til vörukaupa, sem Innflutnings- skrifstofan hefur gefið út, skulu afhendast Landsbanka íslands, Viðskiptabanka, eða Útvegsbanka íslands til skrásetningar fyrir 30. júní n.k., nema þau hafi verið notuð í banka fyrir þann tíma. Þetta gildir þó ekki um leyfi fyrir innflutningi á vörum frá eítirtöldum jafn- keypislöndum: Austur-Þýzkalandi, Israel, Póllandi, Rúmeníu, Sovétríkjunum, Tékkóslóvakíu og Ung- verjalandi. Innflutningsleyfi án gjaldeyris, sem í um- ferð eru, skulu einnig afhendast sömu bönkum til skrá- setningar fyrir 30. júní. Hieildarupphæð leyfaúthluttinar í frjálsum gjaldeyri á árinu 1960, sbr. 3. gr. reglugerðar nr. 79, 27. maí 1960, verður auglýst síðar. Viðskiptamálaráðuneytið, 31. maí 1960.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.