Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 10.06.1960, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 10.06.1960, Blaðsíða 1
VEHKHmjiður i nn AKUREYRI - KEFLAVÍK. A sunnudaginn leika Akur- eyringar fyrsta leik sinn í 1. deildar-keppninni á þessu sumri. Leikið verður hér og hefst leikurinn kl. 5. XLIII. árg. Akureyri, föstudaginn 10. júní 1960 23. tbl. Afköstin hafa ekki beinzf í þann farveg, sem til heilla horfir Alþingi hefur nú lokið störfum að þessu sinni, og þing- menn þeir, sem heima eiga utan Reykjavíkur, eru flestir komnir til síns heima. Er Björn Jónsson leit inn á skrifstofu blaðsins í gær, var tækifærið notað til að spyrja hann um störf þessa þings. — Hvert er í stuttu máli álit þitt á störfum þessa þings? — Þessu er naumast létt að svara í fáum orðum, því að sjald- an eða aldrei hafa verið gerðar meiri og víðtækari breytingar á efnahagskerfi þjóðarinnar og raunar þjóðfélaginu í heild. Segja má, að hvorutveggja hafi verið Björn Jónsson. umturnað. Það er því sízt orðum aukið, að þingið hafi verið af- kastamikið, eins og stjórnarliðið hælir sér af. Hitt er svo annað mál, að afköstin hafa ekki beinzt í þann farveg, sem til neinna heila horfir fyrir almening, held- ur þvert á móti. Helztu lögin, sem þetta þing hefur sett, hafa varðað efnahags- málin, þ. e. gengisfellingarlögin, lög um söluskatt, ný lög um tekju- og eignaskatt, lög um út- svör, innflutnings- og gjaldeyris- mál, verðlagsmál og fleira. Segja má, að það, sem gengur eins og rauður þráður í gegnum alla þessa löggjöf um efnahagsmál, er sú stefna að minnka hlut launa af heildartekjum þjóðarinnar annars vegar, en hins vegar að færa valdið í þjóðfélaginu úr höndum almennings og fá það í hendur fjármagninu. Jafnhliða því, sem hlutur launa er minnk- aður, er þó séð fyrir því, að meg- inhluti kjaraskerðingarinnar, sem Pressuleikurinn Á þriðjudagskvöldið var í fyrsta sinn háður hér í bæ svo- nefndur pressuleikur í knatt- spyrnu. Keppti þar lið valið af blaðamönnum við úrval ÍBA. — Vænlega horfði fyrir pressulið- inu í fyrri hálfleik og í hléi stóðu leikar 1:0 fyrir pressuna. En í síðari hálfleik rétti úrvalið sinn hlut og vel það, því að leiknum lauk með 5:2 fyrir úrvalið. af þessu leiðir, lendi á láglauna- fólki, en þeim, sem betur eru settir er séð fyrir fullum bótum vegna launalækkunarinnar, og eru breytingarnar á tekjuskatts- og útsvarslögunum gleggsta dæmið um þetta og ennfremur upptaka söluskatts, sem leggst með jöfnum þunga á nauðsynja- vöru og óhófseyðslu og kemur í stað stighækkandi skatta. — Hvað telur þú, að kjara- skerðing af völdum þessarra laga sé mikil? — Segja má, að það dæmi megi setja upp á fleiri en einn veg, einkum vegna þess, að kjaraskerðingin kemur varla jafnt við neinar tvær fjölskyldur eða einstaklinga í landinu. En á það má benda, að á sl. ári keypt- um við til landsins vörur, að frá- dregnum skipum og öðrum farar- tækjum, fyrir 1160 milljónir króna. Að viðbættu yfirfærzlu- gjaldi kostuðu þessar vörur um 1700 milljónir, en nú eftir gengis- fellinguna kostar sama vöru- magn um 2700 milljónir króna. Langmestur hluti þessa mismun- ar er hrein kjaraskerðing. Við bætist svo hækkun tolla og skatta til ríkissjóðs og vaxta- hækkunin, þannig að útilokað er, að heildarskerðing launa, þegar fullt tillit hefur verið tekið til aukinna trygginga, sé minni en 11—1300 millj. kr., en ætla má, að heildarlaun í landinu séu rúm- ar 4000 milljónir, og er þá auð- velt að reikna, að kjaraskerðing- in er ekki undir 25%. Þessi beina kjaraskerðing er þó engan veginn hin eina hætta, sem vofir yfir afkomu manna, og kemur þar einkum til, að mark- aðsmálum okkar er stefnt í geig- vænlega hættu með hinu svokall- aða verzlunarfrelsi. — A hvern hátt telur þú, að launþegasamtökin muni bregðast viðþessu? — Eg held, að það liggi í hlut- arins eðli, að þegar öllu verðlagi í landinu hefur verið gerbreytt til hækkunar, þá sé engin leið önn- ur fyrir verkalýðsfélögin til að rétta hlut félagsmannanna, en að hækka launin til samræmis við hinn nýja verðgrundvöl. Annars er ályktun sú, sem gerð var á ráðstefnu ASÍ nú fyrir skemmstu, gleggsta svarið við þessu, þar sem allir fulltrúar, hvaða flokki sem þeir tilheyra, voru á einu máli um, að verkalýðshreyfingin hlyti að láta til skarar skríða og knýja fram launahækkanir. Bjarg, félags- og vinnuheimili Sjálfsbjargar á AkureyrL Bjarg, félags- og vinnuheimili, vígl Sjálfsbjörg á Akureyri hefur náð merkum áfanga Á mánudaginn var, annan dag hvítasunnu, var haldin vígsluhá- tíð hins nýja félags- og vinnu- heimilis Sjálfsbjargar, félags fatl- aðra á Akureyri, og við það tæki færi var því gefið nafnið BJARG. í tilefni vígslunnar bauð félag- ið öllum meðlimum sínum og fjölda annarra gesta til kaffi- drykkju í hinum nýju húsakynn- um, og sátu þar að borðum milli 150 og 160 manns og þágu hinar beztu veitingar. Aðalræðuna flutti Sigursveinn D. Kristinsson, sem verið hefur aðalforyztumað- ur um stofnun Sjálfsbjargarfélag- anna, en Adolf Ingimarsson, for- maður Sjálfsbjargar á Akureyri, sagði byggingarsögu hússins og lýsti gerð þess. Auk þeirra tóku margir fleiri til máls, þar á með- al bæjarstjórinn, Magnús E. Guðjónsson, sem flutti árnaðar- óskir af hálfu bæjarfélagsins, Valdimar Hólm Hallstað frá Húsavík og Stefán Ág. Kristjáns- son og fleiri. Allir voru ræðu- menn sammála um að róma þann dugnað og bjartsýni, sem ríkt hefði við byggingu þessa húss. — Auk ræðuhaldanna voru nokkur skemmtiatriði. Jóhann Konráðs- son og Kristinn Þorsteinsson sungu tvísöng með undirleik Guðrúnar Kristinsdóttur, Örn LANDSÞING SJÁLFSBJARGAR Á AKUREYRI í dag hefst að Bjargi, hinu nýja húsi Sjálfsbjargar á Akur- eyri, landsþing Sjálfsbjargarfélag anna. Á þinginu mæta fulltrúar frá flestum eða öllum Sjálfsbjarg- arfélögunum. Áætlað er, að þing- ið ljúki störfum á laugardags- kvöld. Þetta er fyrsta landsþing Sjálfsbjargar annað en stofn- þingið. Snorrason las smasögu eftir Ein- ar Kristjánsson og á milli atriða stjórnaði Áskell Jónsson almenn- um söng. í tilefni vígslunnar bárust góð- ar gjafir til hússins, m. a. félags- fáni með merki Sjálfsbjargar, málverk og peningagjafir. Húsakynni að Bjargi eru hin vistlegustu og snyrtilega frá öllu gengið, án óþarfa íburðar. Sig- tryggur Stefánsson iðnfræðingur gerði teikningu af húsinu, en byggingameistarar hafa verið Jón Gíslason og Jón B. Jónsson. — Grunnflötur byggingarinnar er 195 ferm. Þar af er salur 122 ferm., en að auki er eldhús, tvær forstofur, fundaherbergi og snyrtingar, og í kjallara er rúm- gott geymslupláss. Lýsing í saln- um er sérstaklega góð og þægi- leg. Málarameistari hefur verið Guðvarður Jónsson, en Raflagna- deíld KEA annaðist raflagnir og miðstöðvardeild uppsetningu hit- unarkerfis. Yfirumsjón með byggingunni, ákvarðanir um útlit og gerð í ein- stökum atriðum, fjárútveganir o. s. frv., hefur að mestu hvílt á stjórn Sjálfsbjargar, en auk þess hafa fjölmargir félagar unnið að byggingunni bæði beint og óbeint. Þá hefur Karl Friðriksson vegaverkstjóri verið með í ráðum um framkvæmdaatriði og veitt stjórninni margháttaða aðstoð og góð ráð. . Kostnaður við bygginguna er orðinn um 600 þús. kr., og má segja að það sé vonum minna. Sigursveinn D. Kristinsson. Húsið er sem næst fullgert að innan, en eftir er að ganga frá því að utan. Ætlunin er að byggja síðar við húsið til austurs og fá þar sérstakan vinnuskála. Nú, þegar Sjálfsbjörg hefur tekið þetta hús í notkun, ger- breytist til hins betra öll aðstaða félagsins. Þetta félag, sem ekki er enn orðið tveggja ára gamalt hef- ur á ótrúlega skömmum tíma komið þessarri byggingu upp og lyft með því grettistaki. Þetta mikla átak og dugnaður gefur fyrirheit um, að félagið verði þeim vanda vaxið að lyfta fleiri og ennþá stærri grettistökum á komandi tímum og leysa mörg vandamál hins fatlaða fólks, sem þennan félagsskap hefur myndað, ákveðið í að láta það eigi verða sér fjötur um fót, þó að það gangi á einn eða annan hátt Vanheilt til skógar. Stjórn Sjálfsbjargar, Akureyri.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.