Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 10.06.1960, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 10.06.1960, Blaðsíða 3
Föstudaginn 10. júní 1960 VERKAMAÐURINN S - ' " - ' v '"»» ■>' f » X' flBIiMiBmi - vikublað Kemur út á Akureyri á föstu- er Sásíal- |_ Skrif- 1516. Rit* st^óri Þorsteinn Jónatansson Islo-iftarverð jfer. 50. oo arg. Blaðið er prentað í Prent- h.f. ................................................................................................... . RÉTTMÆT KRAFA í SÍÐASTA hefti „Samvinnunnar" birtist grein eftir Hjört Hjartar, þar sem sú krafa er sett fram, að birt verði opinberlega skýrsla um innheimtu söluskattsins á hverjum tíma. í þeirri skýrslu verði fram tekið, hve miklum söluskatti er skilað til innheimtumanna rík- issjóðs í hverju byggðarlagi, hverjir skattin- um skila og hve miklu hver. Þetta er réttmæt krafa. Ein áhrifamestu rökin, sem beitt var í sambandi við þá breyt- ingu á skattheimtu ríkisins, sem gerð var á liðnum vetri voru þau, að tekjuskatturinn væri óréttlátur vegna þess, hve mikið af tekj- um manna væri ekki talið fram til skatts og af þeim ástæðum slyppu margir við að greiða þann skatt, sem þeim raunverulega bæri. Þess vegna væri betra að breyta skatt- heimtunni á þann veg, að hver og einn greiddi skatt til ríkisins um leið og hann eyddi tekjum sínum. Á þann hátt væri það tryggt, að enginn slyppi við að greiða sinn skatt. Hitt er svo annað mál, sem ekki verður rætt hér að þessu sinni, að með þessu fyrir- komulagi á skattheimtunni er þeim í mörg- um tilfellum gert að greiða mestan skatt, sem að réttu lagi ættu minnst að greiða. En rétt er það, að með þessarri innheimtu- aðferð sleppur enginn við að greiða skatt. En svo er eftir að vita, hvort allur sá skattur, sem greiddur er, kemur til skila. Innheimtu- mennimir em nú orðnir nokkuð margir. Allir, sem við verzlun fást eða einhvers kon- ar þjónustustörf, eru orðnir skattheimtu- menn fyrir ríkissjóð. En misjafn er sauður í mörgu fé, og mörgum leikur grunur á að ekki komi til skila í ríkiskassann allt það fé, sem hinir mörgu skattheimtumenn taka af almenningi. Rík ástæða er til að ætla, að van- höldin verði ekki minni, heldur stómm meiri en þau hafa orðið með álagningu tekjuskattsins. En nú er sá stóri munur á, að vanhöldin stafa ekki af svikum skattgreið- enda, því að nú greiða allir sinn skatt, heldur stafa vanhöldin af því, að hluti hins inn- heimta skatts verði eftir í vösum hinna mörgu skattheimtumanna. Það em ekki skatt svik, sem nú þarf að óttast, heldur beinn þjófnaður. Og af tvennu illu hlýtur þjófnað- urinn þó að teljast verri. Sá skattheimtumað- ur, sem innheimtir skatt af öðmm, en skilar honum ekki áfram, er ekki skattsvikari, hann er þjófur. Og almenningur í landinu, allir þeir, sem nú eiga að greiða söluskattinn, eiga heimt- ingu á, að fá að fylgjast með því, hvort skatt- urinn fer þangað, sem honum er ætlað að fara, (>. e. í ríkiskassann, eða hvort vemlegum hluta hans verður stolið á leiðinni að enda- stað. Með þessu verður að vísu aldrei fylgzt til fulls, en almenningur hefur þó það góða hugmynd um veltu einstakra verzlana, að með samanburði verður séð, hvort um stór- felld undanbrögð er að ræða, og það verður mönnum aðhald, að þola samanburð. Það hefur löngum viðgengizt að birta op- inberlega, hvað hver og einn greiddi í tekju- skatt og útsvar, ennþá sjálfsagðara ætti að vera, að birta, hvað hver og einn skilar miklu af innheimtum söluskatti. AÐVORUN Af marggefnu tilefni er athygli vakiri á því, að sam- kværnt iðnlögunum er óheimilt að taka réttindalausa menn til hvers konar málningarvinnu, utan húss eða innan, að viðlögðum sektum. MÁLARAFÉLAG AKUREYRAR TILKYNNING Eins og áður hefur verið auglýst mun raf- magn vierða skammtað næstu 3 til 4 vikur á orkuveitu- svæðinu. Verður rafmagnslaust milli kl. 10—12.30 og kl. 18—19.30 hvern dag á einu svæði. Orkuveitusvæðinu verður skipt þannig: I. svæði: Neðri hluti Oddeyrar. — Efri hluti Oddeyr- ar. — Glerárhverfi. II. svæði: Ytri brekkan. — Syðri brekkan. — Innbær- inn. III. svæði: Miðbærinn. — Húsavík og Aðaldalur. — Eyj afj arðarveita. Skömmtunin verður þannig: 10. júní svæði I 11. júní svæði II 12. júní svæði III 13. júní svæði I 14. júní II 15. júní . svæði III o. s. frv. þangað til viðgerðinni er lokið. Rafmagn verður ekki leyft til upphitunar á þessum tíma. RAFVEITA AKUREYRAR og RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS. AUGLYSING um veitingu gjaldeyris- og innflutnings- leyfa fyrir bifreiðum Ákveðið hefur verið í samráði við viðskiptamálaráðu- neytið, að fyrst um sinn verði leyfi fyrir bifreiðum frá Sovétríkjunum og Tékkóslóvakíu veitt án takmark- ana. Gildir þetta um allar tegundir bifreiða, senr liáð- ar eru leyfum, þar á meðal jeppa. Þeir, sem vilja flytja inn bifreiðir frá þessum löndum, geta því snúið sér beint til undirritaðra banka og fengið leyfi. Reykjavík, 7. júní 1960. Landsbanki Islands, Viðskiptabanki, z r Utvegsbanki Islands Ný umferðamerki Athygli er vakin á, að verið er að seitja hér í bæ tvær tegundir nýrra umferðamerkja, sem hér greinir: 1. Biðskyldumerki við aðalbrautir þrístnend, gul með rauðum köntum, á hárri stöng, engin áletr- un. Merkið táknar, að draga skuli úr hraða og nema staðar, ef nauðsyn krefur, áður en ekið er áfram. 2. Bannmerki, hringlaga, gult í miðju með rauðum köntum, áletrun er stórt P með skástriki. Merk- ir: Bannað að leggja ökutæki. Merki þessi eru sett samkvæmt reglugerð um um- ferðamerki frá 24. marz 1959 nr. A 4 og B 15. Merkin koma til framkvænida um leið og þau koma upp. Bæjarfógetinn á Akureyri, 9. júní 1960. SIGURÐUR M. HELGASON. Ályktanir ráðstefnu A.S.Í. UM VERKFALLSRÉTT. „Vegna síendurtekinna krafna atvinnurekenda um endurskoðun vinnulöggjafarinnar með það fyrir augum að skerða rétt verkalýðsfélaganna til þess að fylgja eftir eðlilcgum kröfum sínum, lýsir ráðstefna Alþýðusambandsins, haldin í Reykjavík dagana 28. og 29. maí 1960, yfir því, að verkalýðshreyfingin mun snúast einhuga til vamar gegn sérhverri til- raun sem gerð yrði til þess að rýra á nokkum hátt frelsi verkalýðshreyfingarinnar til athafna, og slá skjaldborg um helgasta rétt sinn — réttinn til að beita vinnustöðvumun til þess að fylgja fram kröf- um hreyfingarinnar um bætt kjör alþýðu.“ Síðast á aðalfundi Vinnuveitendasambandsins, 12.—14. maí, kröfðust atvinnurekendur endurskoð- unar vinnulöggjafarinnar. Skoruðu þeir á ríkis- stjórnina að láta slíka endurskoðun fara fram „nú þegar“. UM ATVINNULEYSISTRYGGINGAR. „Ráðstefna Alþýðusambands fslands, haldin í Reykjavík 28. og 29. maí 1960, telur að endurskoð- un sú á lögum um atvinnuleysistryggingar, sem fyrir er mælt í lögunum, eigi fyrst og fremst að miðast við eftirfarandi: 1. að bætur verði hækkaðar til muna frá því sem nú er. 2. að sjóðurinn komi verkalýðsfélögunum að frekari notum en hingað til, svo sem með ríflegum lánum til bygginga félagsheimila þeirra og með Iánum til meðlima verkalýðsfélaganna til bygginga íbúða, sem byggðar verði á félagslegum grundvelli og tryggt sé að ekki geti gengið kaupum og sölum milli einstaklinga. 3. að stefnt verði að því að verka lýðssamtökin fái óskoruð yfirráð sjóðsins í sínar hendur. Ráðstefnan minnir á, að Atvinnuleysistryggingar- sjóðurinn er eign verkalýðsfélaganna í landinu og engra annarra. Hún skorar því á alla félagsmenn verkalýðssamtakanna að snúa einhuga til vamar gegn ásókn andstæðinganna til aukinna valda yfir sjóðnum og sérhverri tilraun þeirra til að skerða Atvinnuleysistryggingarnar.“ í síðustu málsgrein ályktunarinnar er vikið að samþykkt sem gerð var á aðalfundi Vinnuveitenda- sambands íslands um miðjan maí. Þar var krafizt gagngerðrar endurskoðunar á atvinnuleysistrygg- ingarlögunum og að Vinnuveitendasambandið fái aukinn hlut í stjórn sjóðsins „að minnsta kosti til jafns við Alþýðusamband íslands.“ UM LAUNAGREIÐSLUR í VEIKINDA- OG SLYSATILFELLUM. „Ráðstefna Alþýðusambands fslands, haldin 28. og 29. maí 1960, fagnar því að með dómi Hæstarétt- ar hefur sá skilningur sambandsins á lögum nr. 16/1958, verið staðfestur, að lögin tryggi verkafólki óskert laun í veikinda- og slysatilfellum í allt að 14 daga í hverju tilfelli. Ráðstefnan minnir á, að setning téðra laga er ein stærsta réttarbót sem verkafólk hefur öðlazt hin síðari ár. Þess vegna mótmælir ráðstefnan öllum kröfum atvinnurekenda um skerðingu þeirra rétt- inda er lögin veita verkafólki, og hvetur alla al- þýðu til þess að standa einhuga vörð gegn sérhverri tilraun sem gerð kann að vera til þess að rýra gildi laganna á nokkurn hátt.“ LISTAMANNALAUN Nýlega hefur úthlutunarnefnd listamannalauna lokið störfum fyrir þetta ár. Var úthlutað í 4 flokk- um: 33.320 kr., 20 þús., 10 þús. og 5 þús. krónur. í hæsta flokki eru: Halldór Kiljan Laxness, Gunnar Gunnarsson (veitt af Alþingi), Davíð Stefánsson, Jóh. Kjarval, Jón Stefánsson, Tómas Guðmundsson og Þórbergur Þórðarson. Af listamönnum og rithöfundum á Norðaustur- landi hlutu þessir 10 þús. krónur: Björgvin Guð- mundsson, Bragi Sigurjónsson, Guðmundur Frí- mann, Heiðrekur Guðmundsson, og 5 þús. krónur: Áskell Snorrason, Egill Jónasson, Húsavík, Einar Kristjánsson og Rósberg G. Snædal.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.