Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 17.06.1960, Síða 1

Verkamaðurinn - 17.06.1960, Síða 1
AKUREYRI AKRANES. VERKHmnÐURnn Á sunnud. leika Akureyr- ingar annan leik sinn í 1. deildar keppninni á þessu sumri. Leikurinn hefst á íþróttavellinum hér kl. 2. XLIII. árg. Akureyri, föstudaginn 17. júní 1960 24. tbl. Keflavíkurganga Nokkrir hernámsandstæðingar í Reykjavík hafa ákveðið að gangast fyrir mikilli mótmælagöngu gegn hersetu Bandaríkja- rnanna á íslandi n.k. sunnudag, 19. júní. Ekið verður frá Reykjavík snemma morguns og gangan síð- an hafin frá hliði Keflavíkurflugvallar og gengið til Reykja- víkur, en það er um 50 km. leið. Gert er ráð íyrir, að fólk bætist smám saman í gönguna á leiðinni til Reykjavíkur og þetta verði orðin voldug fjöldaganga, þegar þangað kenrur. Tilgangurinn með göngu þessarri er fyrst og fremst tákn- ræns eðlis. Henni er ætlað að undirstrika liinar almennu <>skir um brottför hersins og verða um leið upphaf stórsóknar í því máli, sóknar, sem ekki má slakna á fyrr en fullur sigur er unninn og Islendingar geta á ný fagnað fullum og óskoruðum yfináðum yfir öllu sínu landi og eru lausir við þann spilling- arvald, sem herinn er, og þá hættu, sem af honum stafar. Þess er naumast að vænta, að aðrir hernámsandstæðingar en þeir, sem heima eiga á Suð-vesturlandi, hafi möguleika til að vera þátttakendur í þessarri göngu, en hins vegar munu allir þeir, sem losna vilja við herinn, íylgja göngufólkinu í huganum og bera í brjósti sömu óskir og vonir og það, og taka virkan þátt í þeirri sókn, sem á eftir fer. Burt með herinn af íslenzku landi og úr íslenzkri landhelgi. Island fyrir íslendinga. Sj ómannadagurinn var að þessu sinni hátíðlegur haldinn annan sunnudag mánað- arins, þar sem hvítasunnudag bar upp á fyrsta sunnudag í júnL Á laugardagskvöldið fór fram róðrarkeppni og var óvenjumikil þátttaka í henni að þessu sinni hér á Akureyri. Sex sveitir sjó- manna kepptu, og sigraði sveit Akraborgar. Þá kepptu átta sveitir landmanna, og af þeim varð sveit Múrarafélags Akur- eyrar hlutskörpust. Einnig kepptu tvær drengjasveitir. Eftir hádegi á sunnudaginn var hátíðasamkoma við sundlaugina. Þar flutti Gils Guðmundsson er- indi, nokkur skemmtiatriði voru og sundkeppni. í stakkasundi sigraði Kristján Valdimarsson, en í björgunarsundi Björn Arason og hlaut Atla-stöngina að þessu sinni fyrir beztan árangur í sundi. Um kvöldið voru dansleikir að Hótel KEA og í Alþýðuhúsinu. Veður var kalt á sunnudaginn og þó sérstakl. á laugardagskvöld. Menntaskólinn á Akureyri í dag 52 sfúdenta Við hátíðlega athöfn á Sal í M. A. fyrir hádegið í dag munu 52 nýstúdentar taka við prófskírteinum sínum úr hendi skóla- meistara, Þórarins Björnssonar, og fá um leið leyfi til að setja upp hvítu húfumar, langþráðu. Af þessum 52 stúdentum, sem nú hafa lokið sínum prófum hér og eru að kveðja M. A., útskrifast 30 úr máladeild og 22 úr stærð- fræðideild. 47 þeirra hafa verið reglulegir nemendur í skólanum í vetur, en 5 lokið prófi utan- skóla, eins og það er kallað. Af þeim, sem prófi luku úr máladeild hlaut Sigurlaug Krist- jánsdóttir frá Siglufirði hæsta einkunn, 8.45. Af stærðfræði- deildarnemendum urðu efstir og jafnir Jón Sigurðsson frá ísafirði og Sigurður Dagbjartsson úr Suður-Þingeyjarsýslu með eink. 8.98. Hér fara á eftir nöfn allra hinna nýju stúdenta, og tilgreint úr hvaða sýslu eða kaupstað þau eru: Úr máladeild: Áslhildui Kjartansdóttir, Siglufirði. Ásmundur Jónsson, Skagafj. Erla Kristjánsdóttir, Akureyri. Eyþór Stefánsson, S.-Múl. Guðbjörg Guðmundsdóttir, Ak. Guðmundur Arnfinnsson, Barðastr. Guðný Matthíasdóttir, Akureyri. Guðný Sigurðardóttir, Akureyri. Guðný Þórisdóttir, Akureyri. Gunnar Sólnes, Akureyri. Hákon Árnason. Akureyri. Iðunn Steinsdóttir, Seyðisfirði Jónína Friðfinnsdóttir, Akureyri. Jónína Guðmundsdóttir, Akureyri. Kristfn Gísladóttir. A.-Skaft. Kristín Halldórsdóttir, S.-Þing. Marfa Sigurbjörnsdóttir, Akureyri. Nanna Bjarnadóttir, Neskatipstað. Nanna Hermansson, Svíþjóð. Ólafur Árnason, Akureyri. Sigfús Erlingsson, Akureyri. Sigurður Jónsson. Neskaupstað. Sigurlaug Kristjánsdóttir, Siglufirði. Snorri Jóhannesson, V.-ísafj. Fulltrúar á 2. þingi Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. Landsþing Sjálfsbjargarfélaganna var háð að Bjargi Theodór Jónsson kjörinn forseti Annað þing Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, var háð á Akureyri 10. og 11. þ. m. að Bjargi, hinu nýja félagsheimili Sjálfsbjargar á Akureyri, sem vígt var í fyrri viku. Þingið sátu fulltrúar allra Sjálfsbjargarfélag- anna í landinu, nema frá Vest- mannaeyjum kom enginn fulltrúi til þings. Eitt nýtt félag var tekið inn í sambandið í upphafi þingsins, Sjálfsbjörg í Bolungavík. Forseti þingsins var Sigur- braufskráir Svanlaug Baldursdóttir, Akureyri. Þröstur Ólafsson, Reykjavík. Utanskóla: Böðvar Bragason, Reykjavík. Sighvatur Pétursson, Akureyri. Sigrún Pálmadóttir, Reykjavík. Svavar Eiríksson, Akureyri. Úr stærðfræðideild: Birgir Hermannsson, Akureyri. Eymundur Runólfsson, S.-Múl. Guðmundnr Guðlatigsson, Hún. Guðmundur Hallgrímsson, Akureyri. Gttnnar Árnason, Siglufirði. Helgi Hafliðason, Siglufirði. Hiöður Bjarnason. Siglufirði. Indriði Þorláksson, V.-Skaft. Ingvar Björnsson, Neskaupstað. Jón Sigurðsson, ísafirði. Jón Sveinsson. V.-ísaf. Már Pétursson, Hún. Ola Aadnegard, Skag. Pálmar Magnússon. Neskaupstað. Sigríður Haúnesdóttir, Akureyri. Sigurður Dagbjartsson, S.-Þing. Stefán Einarsson. S.-Múl. Sveinn Jóhannsson, Neskaupstað. Sævar Vigfússon, Akureyri. Þorleifur Pálsson, N.-Þing. Þorvarður Elíasson, Reykjavík. Utanskóla: Guttormur Einarsson, Vestm.eyjum. sveinn D. Kristinsson og varafor- seti Kristín Konráðsdóttir,, en þingritarar Kristján Júlíussori, Vigfús Gunnarsson, Ingibjörg Magnússon og Theodór Jónsson. Þingið ræddi ýtarlega um ýmis málefni Sambandsins og fatlaðs fólks og annarra öryrkja í land- inu, og ýmsar ályktanir voru gerðar. Eru nokkrar þeirra birtar hér á annarri síðu blaðsins í dag. Þinginu barst heillaskeyti frá þingi SÍBS, sem haldið var Vífilsstöðum á sama tíma, og var skeytið þakkað og SÍBS sendar árnaðaróskir. Samþykkt var að taka boði Sjálfsbjargar á Siglufirði um, að næsta landsþing yrði háð þar. Sambandsstjórn var kjörin, sem hér segir: Forseti Theodór Jónsson, Reykjavík. Gjaldkeri: Eiríkur Einarsson, Reykjavík. Ritari Ólöf Ríkharðsdóttir, Reykjavík. Varaforseti: Zóphonías Bene- diktsson, Reykjavík. Meðstjórnendur: Trausti Sig- urlaugsson, ísafirði, Sveinn Þor- steinsson, Akureyri, Hulda Steinsdóttir, Siglufirði, Helgi Eggertsson, Reykjavík, og Val- gerður Hauksdóttir, Reykjavík. Varámenn: Sigursveinn D. Kristinsson, Reykjavík, Kristján Júlíusson, Bolungavík, Ingibjöi-g Magnúsdóttir, ísafirði, Heiðrún Steingrímsdóttir, Akureyri, og Björn Stefánsson, Siglufirði. í bandalagsnefnd öryrkjasam- takanna voru kjömir Sigursveinn D. Kristinsson og Haukur Krist- jánsson, Reykjavík. Til vara Ólöf Ríkharðsdóttir og Zóphonías Benediktsson. THEODÓR JÓNSSON, forseti Sjálfsbjargar. Unnu Keflvíkinga Á sunnudaginn var léku knatt- spyrnumenn Akureyrar fyrsta leik sinn í fyrstu deildar keppn- inni á þessu sumri. Var leikurinn háður á Akureyri gegn liði Kefl- víkinga, og urðu úrslit þau, að Akureyringar unnu með 3 mörk- um gegn 1. Steingrímur Björns- son skoraði öll mörk Akureyr- inganna. Leikurinn var allharður á köflum, og nokkru fyrir leiks- lok var einum Keflvíkinganna vísað út af vellinum. Að leikslokum slepptu Keflvík- ingarnir öllum húrrahrópum fyr- ir liði Akureyringanna og urðu sér til lítils sóma með því. Sumir í hópi áhorfenda urðu sér einnig til lítils sóma með ókurteislegum öskrum og hrópum meðan á leiknum stóð, og verður það að skrifast á reikning Akureyringa. Hins vegar var framkoma leik- manna Akureyringa hin prúð- mannlegasta, og ekki eðlilegt, að Keflvíkingar létu reiði sína bitna á þeim, enda þó að þeir kunni að hafa haft ástæðu til að reiðast áhorfendum. Á sunnudáginn kemur heyja Akureyringar næsta leik sinn í íslandsmótinu, og verður þá einnig keppt á heimavelli.

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.