Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 17.06.1960, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 17.06.1960, Blaðsíða 2
2 H VERKAMAÐURINN Föstudaginn 17. júní 1960 Frá landsþingi Sjálfsbjargar Ályktun miðstjórnar M. í. R um næstu verkefni Hér á eftir fara nokkrar þeirra ályktana, sem samþykktar voru á nýloknu þingi Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, sbr. grein á 1. síðu: Fjármál 2. þing Sjálfsbjargar, lands- sambands fatlaðra, haldið á Ak- ureyri dagana 10.—11. júní 1960, ályktar að skora á hæstvirta rik- isstjórn að beita sér fyrir á AI- þingi að samþykkja löggjöf, er íryggi Sjálfsbjörg, landssambandi fatlaðra, fastan og öruggan tekju- stofn, sem, ásamt eigin tekjuöfl- un, geri því fært að vinna þau miklu verkefni, sem fyrir því liggja- Telur þingið lágmark, að slíkur tekjustofn yrði sambæri- legur við þá, sem einstökum styrktarfélögum öryrkjuhópa hefur verið tryggður að lögum. 2) Að merkjasöludegi verði breytt að fengnu leyfi Dómsmála- ráðuneytisins, þannig að merkja- sala verði framvegis 4. sunnudag í október í stað 1. sunnudags í september. 3) 2. þing Sjálfsbjargar, lands- sambands fatlaðra, samþ. að stofnaður verði sjóður, er nemi 25% af nettótekjum væntanlegs happdrættis, í því sugnamiði að styrkja sambandsfélögin til fram- kvæmda eftir beiðni þeirra og þörfum. Með tilliti til framkvæmda fé- laganna á Akureyri og Isafirði áh'tur þingið, að félögin á þessum stöðum verði að sitja fyrir um út- hlutun úr umræddum sjóði. Þessi sjóðsstofn skal ávallt vera til og til hans greiddur ákveðinn hundraðshluti af væntanlegum tekjustofni Sambandsins sam- kvæmt ákvörðun Sambands- stjórnar og Sambandsþings hverju sinni. Sambandsstjórn set- ur sjóðnum reglugerð. Tryggingamál 2. þing Sjálfsbjargar, landssam- bands fatlaðra, haldið á Akureyri 10.—11. júní 1960, beinir þeirri áskorun til hins háa Alþingis: 1) að örorkulífeyrir verði greiddur án tillits til tekna. 2) að aftur verði hafin greiðsla verðvísitölubóta á örorkulaun og örorkubætur. 3) að sjúkrabætur verði greidd- ar jafnt húsmæðrum og eigin- mönnum. 4) að hjón, sem bæði eru ör- orkulífeyrisþegar, fái greiddan tvöfaldan einstaklingslífeyri. 5) að öryrkjar með 50—75% örorku fái stighækkandi lífeyri og eftirgjöf á tryggingagjaldi. Felur þingið væntanlegri stjórn Sambandsins að vinna að fram- gangi málsins. Byggingamál 1. 2. þing Sjálfsbjargar, lands- sambands fatlaðra, haldið á Ak- ureyri 10—11. júní 1960, telur brýna nauðsyn á, að sett verði sérstök löggjöf um húsnæðismál öryrkja, er tryggi þeim stórum bætta aðstöðu til að eignast eigið íbúðarhúsnæði með hlutfallslega hærri Iánum en nú tíðkast og til langs tíma, við sem vægustum vöxtum. Yrði hin nýja löggjöf um það efni sniðin eftir sömu megin- reglum og lögin um verkamanna- bústaði voru í upphafi. 2. Þingið skorar á Tryggingar- stofnun ríkisins, að breyta regl- um sínum varðandi styrki úr Erfðafjársjóði á þann hátt, að sjóðurinn veiti framvegis styrki til vinnu- og félagsheimila ör- yrkja, er nemi að minnsta kosti 40% af stofnkostnaði þeirra, svo sem Félagsheimilasjóður veitir nú til félagsheimila. Farartækjamál 2. þing Sjálfsbjargar, lands- sambands fatlaðra, haldið á Ak- ureyri 10.—11. júní 1960, skorar á hið háa Alþingi: a) að breyta heimildargrein þeirri í lögum nr. 27, 29. maí 1957, um tollskrá og fleira, þann- ig að eftirgjöf aðflutningsgjalda af farartækjum til öryrkja verði aukin í samræmi við þær hækk- anir, sem orðið hafa á bifreiðum og mótorþríhjólum. b) að eftirgjöfin á aðflutnings- gjöldum verði afskrifuð á fimm árum. c) að öryrkjar fái að leggja far- artækjum sínum án tillits til um- ferðarlaga, ef þörf krefur sökum fötlunar, þó svo að hætta stafi ekki af, enda séu farartækin merkt. d að fella niður þungaskatt af bifreiðum öryrkja. e) að fella niður aðflutnings- gjöld af benzíni til bifreiða ör- yrkja. f) eða, ef hagfelldara þætti, að nú sama markmiði og um getur í tveim síðustu liðum, með því að Tryggingastofnun ríkisins, eða ríkið, greiddi niður bæði ábyrgð- ar- og kaskotryggingu á bifreið- um öryrkja. Styðja iðnrekendur „verzlunarfrelsið“? BJARNI BENEDIKTSSON seg- ir í Mogganum fyrir nokkru, að iðnrekendur styðji „verzlun- arfrelsið“ eindregið. Ef satt er, þá hefur margt breytzt við fram- kvæmd „viðreisnarinnar“, því að hingað til hafa iðnrekendur ekki verið alltof hrifnir af því að þurfa að keppa við innflutning á er- lendum iðnaðarvörum. Og marg- ar greinar hins innlenda iðnaðar hafa eingöngu lifað á því, að sams konar erlendar vörur hafa ekki verið á markaði hér. Og það gera sér víst flestir ljóst, að verði inn- flutningurinn gefinn alfrjáls, sem mikið vantar nú á ennþá, þá verður þess áreiðanlega ekki langt að bíða, að ýmsar þær iðn- greinir, sem vaxið hafa í landinu á undanförnum árum, gefi upp öndina og þurfi ekki lengur að tíunda hér. Verkamenn. — Munið eftir fundinum í Alþýðuhúsinu kl. 1.30 á sunnudaginn. Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju á sunnudaginn kemur, 19. júní, kl. 10.30 árdegis. Séra Sigurður Stefánsson, vígslubisk- up, messar. Þar sem grasvöllurinn á íþróttasvæðinu kemur til með að vera mikið notaður í sumar við mót og æfingar, er hér með alvarlega skorað á alla þá, sem ekki hafa fengið leyfi til afnota af grasvellinum, að fara ekki inn á hann. Mikil brögð eru að því að drengir og unglingar fari inn á völlinn með bolta og leiki sér í mörkunum. Munu flögin, er myndast framan við mörkin að mestu koma vegna þessa ágangs. Litli malarvöllurinn austan grasvallarins er opinn alla daga til æfinga, og ættu því drengir ekki að þurfa stærri völlinn. Verði áframhald á þess- ari ágengni á grasvöllinn sér Vallarráð sér ekki annað fært en að bánna öll afnot af svæð- inu, bæði grasvelli, æfingavelli og brautum. Þarf þá sérstakt leyfi til æfinga og kappleikja. Þakkarávarp. — Innilegustu þakkir viljum við færa öllum, sem aðstoðuðu við vígsluathöfn í Pálmholti 11. júní sl. Sömu- leiðis þeim, sem gáfu peninga- upphæðir og aðrar góðar gjafir á 10 ára afmæli barnaheimilis- ins. Guð blessi ykkur öll. Kven- félagið Hlíf. Frá Ferðafélagi Akureyrar. Árbók Ferðafélags íslands 1960 hefur borizt til Akureyrar og verður afgreidd í skrifstofu fé- lagsins, Hafnarstr. 100, í næstu viku kl. 8.30—9.30 e. h. Bókin fjallar um Suðurjökla og er rit- uð af Guðmundi Einarssyni frá Miðdal. Bókin er prýdd fjölda mynda. Næstu ferðir Ferðafélags Akureyrar eru Grímseyjarför 18. júní og Þeistareykjaför 25. —26. júní. — Væntanlegir þátt- takendur hafi sem fyrst sam- band við Álfheiði Jónsdóttur í Skóverzlun Lyngdals, sími 2399, sem veitir allar frekari upplýs- ingar. Sláttur er fyrir nokkru hafinn á grasblettum og lóðum Akur- eyrarkaupstaðar og stjórnar garðyrkjuráðunautur því verki. Ekki verkar bærinn sjálfur hey sitt, en þeir, sem kynnu að vilja fá nýslegna töðu ókeypis, ættu að snúa sér til garðyrkjuráðu- nauts’ Hér er í það heila um talsvert heymagn að ræða, en öllum aðilum til leiðinda, og raunar skammar, að fleygja því á öskuhaugana, eins og þegar hefur verið gert með nokkurt magn, af því að énginn fannst, sem vildi nýta það. Þeir, sem eiga eftir að fá fæð- ingarvottorð vegna fjölskyldu- bóta, eru vinsamlega beðnir um að vitja þeirra fyrir 20. þ. m. — Pétur Sigurgeirsson. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónaband í Reykjavík ungfrú Kristín Tryggvadóttir, hjúkrunarkona, frá Laugabóli i Reykjadal, S.-Þing., og Jón Bjarnason, verzlunarm., Snorra- braut 63, Reykjavík. Nonnahúsið er opið á sunnud. frá kl. 2.30 til 4 e. h. Áttunda ráðstefna Menningar- tengsla Islands og Ráðstjórnar- ríkjanna, sem haldin var 29. marz fól miðstjórn félagsins að gera ályktun um verkefni fyrir næsta starfstímabil. 1) Miðstjórn MÍR fagnar þeim árangri, er náðst hefur af starfi MÍR í áratug, og telur nauðsyn- legt, að enn verði aukin skipti milli íslands og Ráðstjórnarríkj- anna á sviði mennta, lista og íþrótta. Hún telur mjög æskilegt, að nefndir menntamanna, lista- manna og íþróttamanna skiptist á heimsóknum, eins og að undan- förnu, Jafnframt telur hún þörf á, að greitt verði fyrir ferðum starfshópa og einstaklinga. 2) Miðstjórnin telur náms- mannaskipti mjög mikilvæg. Sér- staklega leggur hún áherzlu á nauðsyn þess, að íslendingar geti notfært sér þá kennslu í vísind- um, tækni og listum, er sovézkir skólar veita. En til þess, að þjóð vorri gefist kostur á þeirri mennt un, er brýn nauðsyn á því að taka upp kennslu í rússneskri tungu við Háskóla íslands, er bæði sé miðuð við verðandi rúss- neskukennara og námsmenn, sem ætla til Sovétríkjanna. Stefna ber að því, að nemendur ís- lenzkra menntaskóla eigi sama kost á að læra rússnesku og önn- ur heimsmál. Meðan þetta er ekki komið í kring, þarf að hafa sem víðtækust námskeið í rúss- nesku hérlendis. í þessu sam- bandi bendir miðstjórnin á, að þegar er nauðsynlegt að hefjast handa um undirbúning að út- gáfu rússnesk-íslenzkrar orða- Bóknámsdeild: Árni S. Jónsson 11. 6.16 Baldvin S. Gíslason II. 6.46 Björn Þórisson II. 6.95 Borghild Hansen II. 7.19 F.rla Hólmsteinsdóttir I. 7.59 Finnur Marínósson II. 6.66 Gísli Jón Júlíusson II. 6.27 Gtiðjón Baldursson II. 6.97 Guðmundur Haraldsson I. 7.67 Guðmundur Kristjánsson III. 5.94 Guðni Jónsson II. 6.71 Hallgrímur Arason III. 5.94 Helga Haraldsdóttir II. 7.04 Hulda Vilhjálmsdóttir II. 6.71 Inga Björk Ingólfsdóttir 11. 6.34 Ingigerður Traustadóttir II. 6.94 Jónína Pálsdóttir II. 7.19 Jón Smári Friðriksson III. 5.67 Júlíus Björgvinsson II. 6.30 Karl Valdemar Eiðsson II. 6.95 Kristín Jónasdóttir I. 7.58 TAKIÐ EFTIR! Að gefnu dlefni er öllum óviðkomandi stranglega bannað að fara inn á af- girtar lóðir vorar á Odd- eyrartanga eftir kl. 7 e. h. á virkum dögum, nema laugardögum eftir kl. 1 e. h. og á öllum lnelgi- og frídögum. Kaupfélag Eyfirðinga bókar og íslenzkrar kenslubókar í rússnesku. 3) Miðstjórnin telur nauðsyn- legt, að íslenzkir vísindamenn og vísindastofnanir hafi bein sam- bönd við vísindamenn og vís- indastofnanir í Sovétríkjunum. Hún telur því mjög aðkallandi, að gerður verði menningarsátt- máli milli ríkjanna. 4) Miðstjórnin lýsir ánægju sini yfir stofnun íslandsvinafé- lagsins SSSR—-Island í Moskvu á síðasta ári og býður það og önnur nýrri íslandsvinafélög í Sovétríkjunum velkomin til starfa, enda er hún þess fullviss, að samstarf sovézkra íslandsvina- félaga og Menningartengsla ís- lands og Ráðstjórnarríkjanna muni hér eftir, sem hingað til, efla vináttu og samskipti íslenzku þjóðarinnar og þjóða Ráðstjórn- arríkjanna. Miðstjórnin þakkar komu forseta félagsins SSSR— Island, próf. Gontsjarovs, og varaforseta þess, N. Kazantsevu, og rithöfundarins T. Sjomusjkíns á 8. ráðstefnu MÍR. Ennfremur þakkar miðstjórnin þeim M. Voskrésenskij og T. Merkulovu, sem komu hingað ásamt N. Kazantsevu í listamannanefnd í tilefni af 10 ára afmæli MÍR. ÁLYKTUN, SAMÞYKKT á 8. RÁÐSTEFNU MÍR 29. MARZ 1960: 8. ráðstefna MÍR skorar á rík- isstjórn íslands að leita eftir því við ríkisstjórn Ráðstjórnarríkj- ana, að gerður verði menningar- sáttmáli milli íslands og Ráð- st j órnarrík j anna. Kristján Viðar Pétursson II. 6.55 Laufey Bjarnadóttir I. 8.26 Lilja Karlesdóttir II. 6.53 Magnús Jónatansson II. 6.22 Níls Gíslason II. 6.25 Sigríður Sigurðardóttir II. 6.38 Sigurjón Þorvaldsson II. 6.01 Skúli Ágústsson I. 7.88 Soffía Alfreðsdóttir II. 7.14 Steinunn Pálmadóttir 1. 7.83' Súsanna Möller II. 6.69 Þorsteinn F. Kjartansson II. 7.03 Þórarinn Magnússon III. 5.82 Verknámsdeild: Anna Fossberg Leósdóttir II. 6.23 Björg Þórsdóttir II. 6.42 Björn Arason 11. 6.18 Greta Jackson II. 6.18 Guðbjörn Þorsteinsson III. 5.94 Guðrún F.Iín Sigurðardóttir II. 6.17 Guðrún J. Gunnarsdóttir II. 6.34 Guðrún Leonardsdóttir II. 6.51 Hans Þóroddur Hjaltalín I. 7.64 Hólmfriður S. Jóhannsdóttii II. 6.94 Kolbrún Hilmisdóttir II. 6.28 Konráð Oddg. Jóhannsson II. 6.46 Lúðvík Magnússon III. 5.36 Margrét V. Jónsdóttir II. 6.97 Pálína G. Pétursdóttir II. 7.22 Ragnheiður S. Karlsdóttir II. 6.92 Sigfríð Erla Ragnarsdóttir II. 6.45 Sigr. Alda Ásmundsdóttir III. 5.68 Sigurberg Sigurðsson III. 5.00 Þórveig Bryndís Káradóttir III. 5.60 Örn Herbertsson III. 5.10 Utan skóla: Ingimar K. Sveinbjörnsson 11. 6.68 Brautskráðir gagnfræðingar frá Gagnfræðaskóla Akureyrar vorið 1960

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.