Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.06.1960, Qupperneq 1

Verkamaðurinn - 24.06.1960, Qupperneq 1
VERKfllflflDURltin ÞJÓÐVILJINN er dagblað íslenzkrar alþýðu. Kaupið liarm og lesið. Áskriftasími á Akureyri 1516. XLIII. árg. Akureyri, föstudaginn 24. júní 1960 25. tbl. RíkissjóSur hreppti Norð- lending fyrir 8,2 milljónir Kaupir Útgerðarfélagið af ríkissjóði? Fyrstu síldinni, sem á land barst á vertíðinni nú, var landað á Siglufirði 17. júní. Síðan hef- ur verið nokkur veiði, aðallega við Kolbeinsey, en síldin hefur verið fremur erfið viðureign- ar. Til Siglufjarðar hafa undanfama daga borizt fast að 20 þús. mál dag hvem, en enn er síld ekki talin söltunarhæf. Vonir standa þó til að söltun geti hafizt í næstu viku. — Fyrsta skipið sem landaði í Krossanesi var Sigurður Bjarnason, sem kom inn með 1300 mál í fyrra- dag. Alls hafa verksmiðjunni borizt um 1800 mál. — Myndirnar sýna löndun úr Sigurði og skipverja að störfum. I horninu: Tryggvi Gunnarsson skipstjóri á Sigurði Bjamasyni. Einróma ályktun Verkamannafélagsins: Undirbúningi kjarasamninga verði hrað- að - kaupgjald hækkað Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar hélt félagsfund um kjaramálin sl. sunnudag og urðu þar miklar umræður um kjaramálin og nauðsyn nýrra kjarasamninga, sem tryggðu verkamönnum hækkuð laun til samræmis við þær verðhækk- anir, sem stjórnarflokkamir hafa leitt yfir almenning. Nauðungaruppboð fór fram á togaranum Norðlendingi sl. mið- vikudag í skrifstofu bæjarfóget- ans í Ólafsfirði. Voru þar mættir fulltrúi ríkissjóðs, sem á milljóna kröfur í þrotabú útgerðarinnar, fulltrúar bæjarstjórna Húsavík- ur, Sáuðárkróks og Ólafsfjarðar og fulltrúar Lýsi og Mjöl h.f. í Hafnarfirði og Utgerðarfélags Akureyringa h.f. Jón Þór Buck. Sjálfsbjörg á Húsavík Síðastl. mánudagskvöld var stofnað Sjálfsbjargarfélag á Húsavík fyrir kaupstaðinn og ná- grenni. Stofnendur félagsins voru 35 talsins, þar af 29 fullgildir fé- lagar. 1 stjórn hins nýja félags hlutu kosningu: Jón Þór Buck, formaður. Þuríður Sigurjónsdóttir, gjald- keri. Valdimar Hólm Hallstað, ritari. Hákon Aðalsteinsson og Hrefna Jónsdóttir, meðstjórnendur. VerkakvennafélagiS „Brynja" á Siglufirði hefur gert samkomulag við síldarsaltendur um kjör verkakvenna við síldarsöltun nú í sumar. Með þessu samkomulagi hafa vinnuveitendur skuldbundið sig til að greiða konum karlmanns- kaup við alla tímavinnu við síld- arsöltun, en fram til þessa hefur slíkt kaup ekki verið greitt fyrir pönnun, ofanálögun o. fl.‘ Þá hef- ur söltunartaxti fyrir síld, sem kasta þarf verulega úr, verið hækkaður úr kr. 29 pr. tunnu í 32 kr. Leikar fóru svo á uppboðinu að ríkissjóður átti hæsta boð, 8,2 millj. kr., og var slegið skipið hæsta boð Ú. A. var 7,9 millj. kr. Lýsis og Mjöls h.f. 8 millj. kr. oj fyrri eigenda 8,1 millj. kr. Ekki munu líkur á að ríkis sjóður geri skipið út, og má teljí víst að hann selji það hið bráð asta. Virðist einsætt að Útgerðar félagið leiti samninga við ríkis stjórnina um kaup skipsins, svc brýn sem nú er orðn þörf á ac Framhald á 3. siðu |hvað dvelur | ELLIHEIMILIS- | BYGGINGUNA? j Alllangt er nú liðið síðan | fullnaðarákvörðun var tekin 1 um byggingu elliheimilis hér l í bænum og byggingateikn- [ ingar og byggingastaður j ákveðinn. Allir munu því I hafa búizt við að fram- i kvæmdir hæfust nú í vor. E Það eru því mikil von- | brigði að ekki hefur enn i verið hróflað við skóflu- I stungu enn sem komið er til j undirbúnings hvað þá meira I °S þykir það að vonum kyn- i legt, þar sem ekki er vitað j að neitt sé að vanbúnaði og | nægilegt fé til byrjunarfram- j kvæmda fyrir hendi. í Hvað dvelur framkvæmda- i stjórn bæjarins? Getur það j verið rétt, sem sumir halda, = að meiningin sé að humma j allar framkvæmdir fram af i sér á þessu ári? BRAUTIN RUDD. Með þessu samkomulagi er mikilvægt „prinsipatriði“ af hálfu verkakvenasamtakanna til farsælla lykta leitt og braut- in rudd fyrir þeirri sjálfsögðu kröfu að konum verði greidd sömu laun við alla fiskverkun. Hið nýja samkomulag mun verða gildandi fyrir flestar eða allar söltunarstöðvar norðan- lands, þar sem hefðbundið má orðið telja, að Siglufarðarkjör gildi fyrir síldarvinnu kvenna um allt Norðurland. Formaður félagsins, Björn Jónsson, flutti ýtarlega fram- söguræðu um þróun kjaramál- anna að undanförnu og skýrði frá gangi mála á ráðstefnu Al- þýðusambandsins, er haldin var um launamálin í sl. mánuði. Síð- an urðu miklar umræður um þessi mál og voru allir ræðu- menn á einu máli um, að óhjá- kvæmilegt væri að svara þeirri lífskjaraskerðingu, sem stjórnar- völd hafa leitt yfir verkamenn með aðgerðum sínum á þessu og fyrra ári með stórhækkun verka- launa. Þá kom og greinilega fram að verkamenn á Akureyri telja að hraða beri undirbúningi verkalýðsfélaganna í þessa átt. í fundarlok var eftirfarandi ályktun samþykkt með atkvæð- um allra fundarmanna, nema eins, er sat hjá við atkvæða- greiðsluna: Fundur Verkamannafél. Ak- ureyrarkaupstaðar, haldinn 19. júní 1960, lýsir fullum stuðn- ingi sínum við þá einróma ályktun ráðstefnu A. S. f. er gerð var 29. maí sl. um kjara- mál verkafólks, og þar sem því er lýst yfir að óhjákvæmilegt sé fyrir verkalýðsfélögin að láta til skarar skríða og hækka kaupgjald og hrinda þannig þeirri kjaraskerðingu sem orð- in er. Lýsir fundurinn ánægju sinni yfir þeirri einingu, sem um þessa afstöðu varð á ráð- stefnunn. Fundurinn felur stjórn félags ins að hraða sem mest nauð- synlegum undirbúningi að gerð nýrra kjarasamninga í samráði við Alþýðubandalagið og önn- ur verkalýðsfélög í samræmi við ályktun ráðstefnunnar. Sex Húsavíkur- bátar á síld Allir Húsavíkurbátar, sex að tölu, eru nú farnir á sildveiðar. Bátamir eru: Helgi Flóventsson, Hagbarður, Pétur Jónsson, Stef- án Þór, Helga og Smári. Væntanlegur er innan skamms til bæjarins nýr bætur 130 tonna og mun hann einnig fara á síld- veiðar.. Báturinn heitir Héðinn. Eigandi hans er Hreifi h.f. Karlm.kaup fyrir alla síldarvinnu „Brynja64 semur um bætt kjör kvenna

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.