Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 24.06.1960, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 24.06.1960, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 24. júní 1960 ISAGT OG SKRIFAÐ 1 blöðum Alþýðuflokksins hef- ur að undanförnu verið rætt nokkuð um skýrslur þær um kaupmátt tímakaups, sem Torfi Ásgeirsson, hagfræðingur, hefur gert og Einar Olgeirsson birti sem fylgiskjal með frv. sínu um áætlunarráð á síðasta þingi. En skilningur blaðanna á því hvern lærdóm megi af þessum skýrsl- um draga virðist vera á núll- punkti, ef ekki er um hreinan ásetning um falskar ályktanir að ræða, sem þó má telja jafn lík- legt. En meginályktanirnar eru þær að stjórnarstefna Stefáns Jó- hanns 1947—49 og Emils 1959 hafi fært almenningi hagsbætur, en ekki kjaraskerðingar! Hér er sanarlega engum silki- hönzkum tekið á sannleikanum. Eitt fyrsta verk Stefáns Jóhanns var að stórhækka skatta og tolla og í árslok 1947 kom svo vísi- töiubinding kaupgjalds í 300 stig- um, þegar vísitalan var 328. 28 stigum var rænt bótalaust. En hverning stóð þá á því að kaup- mátturinn rýrnaði ekki meira en raun varð á (ca. 8 vísitölustig 1948)? Því er fljótsvarað. Verka- lýðsfélögin háðu harða vinnu- deilu sumarið 1947 og knúðu fram verulegar bætur fyrir skattahækkanirnar. 1949 endur- heimtu þau með baráttu sinni og nýjum átökum greiðslu verðbóta og hækkaði þá kaupmáttur aftur að mun. Ef stjórnin hefði komið fram vilja sínum um kauplækk- anir og vísitölurán hefðu raun- veruleg laun lækkað um 10— 20%. Af þessu geta kratablöðin hælt sér en ekki öðru. • Emilsstjórnin tók við völdum í des. 1958 og var kaupmáttur tímakaups þá 104 (miðað við 100 1945). I janúar 1959 var kaup- mátturinn 109. 1 janúaf komu svo „aðgerðirnar", brottnám 10 vísitölustiga án bóta eða bein skerðing launa samkv. vísitölu um 5,4%. Og árangur varð sá, að kaupmáttur tímakaups, samkv. skrá Torfa Ásgeirssonar, lækk- aði um 11% frá jan.mán. og um 6,7% ef miðað er við valdatöku- mánuð stjórnarinnar, desember. Við þessar staðreyndir bætast svo þau alkunu sannindi að vísi- talan hefur aldrei sýnt nema að takmörkuðu leyti þær breytingar á verðlagi, sem orðið hafa, og nýja vísitalan þó enn síður en sú cldri. Með niðurgreiðslum og ýmsum krókaleiðum hefur ávallt verið unnt að sýna tiltölulega minni skerðingu launa en raun- verulega hefur orðið. Samanburður á kaupmætti 1958 og 1959 gefur enga rétta mynd af stefnu Emilsstjómarinn- ar í kjaramálunum, nema munað sé eftir því sem gerðist í launa- málunum á vettvangi kjarabar- áttu verkalýðsfélaganna. í októ- ber 1958 hækkuðu verkalýðsfé- lögin kaupgjald sitt um 9V2% og er þangað að rekja þá hækkun kaupmáttar tímakaups, sem Torfi Ásgeirsson telur nema 9,4% frá ágúst 1958 til des sama árs. Skrá hans sannar hins vegar að stjórn Emils Jónssonar tókst á ör- skömmum tíma að afmá með öllu, eða því sem næst, þá launa- hækkun, sem verkalýðsfélögin fengu fram haustið 1958 og þau töldu óhjákvæmilega vegna verð- hækkananna, sem fylgdu í kjöl- far efnahagsaðgerðanna vorið 1958. Af því mega kratablöðin stæra sig með réttu, en ekki öðru. • Skrá Torfa Ásgeirssonar er vissulega um margt lærdómsrík, ef hún er ekki lesin með páfa- gaukshætti kratablaðanna og staðreyndir hafðar í huga. Meðal margs annars sýnir hún að geng- isfellingin 1950 lækkaði kaup- mátt tímakaupsins um 16%, þrátt fyrir það að full vísitala var þá greidd á laun. Hvað mimdi þá kaupmáttar- skerðingin verða nú, þegar launa- menn eru sviptir vísitölmmi um leið og gengið er fellt? Það væri vissulega gagnlegra viðfangsefni fyrir vesalings kratablöðin að svara því, heldur en fávíslegir út- úrsnúningar þeirra. Hvaið líður kaupmættinum í dag, þegar verð- Iagsvísitalan hefur hækkað um 11% frá áramótum, án þess að nokkrar bætur komi á móti í formi vísitölubóta. Því geta víst flestir svarað fyrir sig, en varla verða þau svör almennings neitt tilefni fagnaðar fyrir Alþýðu- flokk og íhald. ...............MMMMIMMMMIMMIHIMMM,,, I Nýrbátur { ] NÝTT BYGGINGARLAG ] í í gær var hleypt af stokk- I í unum nýjum 28 lesta bát, sem \ \ byggður hefur verið í Slipp- \ 1 stöðinni h.f. fyrir Pál A. Páls- = | son skipstjóra. \ Bátur þessi er verulega frá- \ I brugðinn að byggingarlagi því 1 I sem algengast er um fiskibáta I í hér. Yfirbyggingin er fremst = É en vinnupláss aftan við og \ i skuturinn þverskorinn. Bátur- = I inn heitir Björgvin, EA 75. \ Í Páll hyggst nú halda á síld- \ \ veiðar á hinum nýja bát sín- \ \ um og hefur búið hann kraft- \ \ blökk. •MIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIMIIIIIMIIIIIIMIIIIIIIIIMMI.IIIMM* - Dragnótaveiðar Framhald af 2. siðu. sem til stefnu var að senda álits- gerðir og verða því, samkvæmt úrskurði ráðherra, taldar með- mæltar opnun. Vona ber þó, að þeim stjórnarvöldum, sem úm þetta fjalla, sé ljóst að Norðlend- ingar vilja ekki að svo stöddu eiga neitt á hættu í þessu efni og að þeirri hættu, sem smábátaút- gerðinni norðanlands væri að dragnótaveiðum, verði um sinn bægt frá dyrum þeirra. VINABÆJA- VEGABRÉF Á fundi bæjastjóra vinabæja Akureyrar á Norðurlöndum, sem haldinn var á Akureyri 19. júlí 1958, var m. a. samþykkt að vina- bæirnir fimm efndu til útgáfu sameiginlegs bæklings með myndum og stuttum upplýsing- um frá vinabæjunum Akureyri, Álasundi, Randers, Vásterás og Lahti. Bæjarstjórnin í Randers í Danmörku tók að sér að sjá um > útgáfuna í samráði við auglýs- ingafyrirtækið Poul Juncher í Randers. Síðan varð að ráði að bæklingur þessi yrði notaður sem „vinabæjavegabréf“ og að ferða- menn frá einum vinabæ nytu — við framvísun þessa bæklings — sérstakrar fyrirgreiðslu í hinum vinabæjunum. Bæklingur þessi er nú full- prentaður og hefur honum verið dreift til vinabæjanna í 30.000 eintökum alls. Þeir Akureyringar, sem hyggja á Norðurlandaferðir, geta fengið bæklinginn afhentan á bæjar- stjóraskrifstofunni, Strandgötu 1, Akureyri. íslenzka útgáfan heitir: „Eg er frá vinabænum Akureyri/' í bækhngnum er greint frá vinabæjahreyfingunni. Ljósmynd í litum er frá hverjum bæ, ásamt þjóðfána hvers lands og bæjar- merki og stuttri frásögn frá við- komandi bæ. Þá er þáttur er nefn ist: „Nytsamar upplýsingar." Eru þar tilgreindar ferðaskrifstofur í hverjum bæ, gististaðir, tjald- stæði og fleira. Þá er í bæklingnum greint frá helztu söfnum og því markverð- asta, sem er að sjá í hverjum bæ. Bæklingurinn er prentaður í mörgum litum og skreyttur með updráttum og teikningum. NYIT SKIP Á þriðjudagin hljóp af stokk- unum í Skipasmíðastöð KEA nýr bátur, sem þar hefur verið í smíðum að undanförnu fyrir Halldór Jónsson útgerðarmann í Olafsvík. Bátur þessi, sem er 72 lestir að stærð, hlaut nafnið Steinunn. Han mun fara á síld- veiðar mjög fljótlega. Skipstjóri verður Kristmundur Halldórs- son. Tryggvi Gunarsson skipasmíða- meistari teiknaði bát þennan og stjórnaði smíði hans. Vestur-lslend- ingar í heimsókn Vitað er um allmarga Vestur-ís- lendinga, sem heimsækja okkur í sumar, bn fimm hafa þegar komið hingað til bæjarins. Þeir, sem fyrstir komu, voru Indíana og Kristjón Sigurðsson, bóndi á Helluvaði við Arborg í Manitoba í Canada. Kristjón er fæddur í Geysisbyggðinni vestra, sonur Sigurðar Friðiinnssonar, er þar bjó lengi og konu hans, Krist- ínar Pétursdóttur, skagfirzkrar ættar. Indíana Sveinsdóttir, kona Kristjóns, er fædd á Ytri-Kotum i Skagafirði, en fór ung vestur um haf. Foreldrar hennar voru þau Sveinn Friðriksson og Sólborg Pétursdóttir. Mundi Ó. Goodmanson, sem fullu nafni heitir Guðmundur Ól- afsson, kom hingað um síðastl. helgi. Hann er fæddur vestan- hafs, í Carberry í Manitoba — Foreldrar hans voru Ólaíur Guð- mundsson frá Þórustöðum í Svína- dal i Borgarfirði og kona hans, Margrét Kristjánsdóttir frá Vega- mótum við Reykjavík. Þá komu hingað í dag hjón- in Guðrún og Björn Olgeirsson frá Mountain í Norður-Dakota. Björn er fæddur að Garði í Fnjóskadal 1868 og er því 92 ára gamall. Foreldrar hans voru Frið- geir Olgeirsson bóndi í Garði og kona hans, Anna Asmundsdóttir (systir Einars í Nesi). Fór vestur árið 1900 og hefur dvalizt á ýms- um stöðum bæði í Canada og Bandaríkjunum. Kona hans, Guð- rún Finnbogadóttir, er fædd vest- an hafs, í Milton í N.-Dak., dóttir Finnboga Erlendssonar frá Rauðá og konu hans, Kristjönu Her- mannsdóttur frá Bitru i Eyjafirði. Akureyrartogar- arnir afla sæmi- lega á heimamiðum Akureyrartogararnir eru nú allir að veiðum á heirnamiðum og afla sæmilega. Sléttbakur landaði hér sl. laugardag, Harð- bakur og Kaldbakur nú í vik- unni og Svalbakur væntanlega í dag. - Norðlendingur Framhald af 1. síðu. auka togaraútgerðina hér um a. m. k. eitt skip. Norðlendingur mun talinn all- gott skip. Hann er af sömu gerð og Kaldbakur og honum jafngam all. Hann er nýlega klassaður og talinn í sæmilegu viðhaldi. Fyrri eigendur skipsins munu ekki hafa hug á áframhaldandi togaraútgerð, a. m. k. ekki í því formi sem verið hefur. Líkur fyrir meiri síld í Krossanes en nokkru sinni áður Ef sæmileg síldargegnd verður í sumar má gera sér yonir um að meiri veiði berist til Krossanes- verksmiðjunnar en áður. Kemur hvort tveggja til að fleiri og betri skip leggja þar nú upp en áður og eins að verksmiðjan hefur, í félagi við Hjalteyraryerksaniðj- una, leigt 650 tonna norskt flutn- ingaskip og er ætlunin að keypt verði síld í það á miðum úti og flutt til verksmiðjanna. Ei' hér um tilraunastarfsemi að ræða, sem haft getur mikla þýðingu, ef vel tekst, þar sem veiðimöguleik- ar síldarskipanna aukast mjög við tilkomu slíks flutningarskips og unnt yrði í mikilli veiði að nýta verksmðjukost betur en ella. Nokkur fyrirgreiðsla af op- inberri hálfu hefur komið til hjálpar tilraun þessari. Eru von- ir til að Fiskimálasjóður styrki tilraunina og ríkisábyrgð hefur fengist til lántöku í þessu sam- bandi. í viðtali við blaðið í gær skýrði forstjóri Krossanesverksmiðjunn- ar, Guðmundur Guðlaugsson, svo frá að flutningaskipið Jolita væri væntanlegs hingað 5.—6. júlí. Samninginsbundin skip, sem leggja upp afla í Krossanesi, eru: Snæfell, Sigurður Bjarnason, Hafþór, -Björgvin, Björgúlfur, Ólafur Magnússon og Kristján. Ennfremur munu 5—6 skip leggja þar upp að meira eða minna leyti. Flest skipanna, sem leggja upp í Krossanesi eru úr- valsskip, þar af fjögur 250 lesta og svo hið sérstaka aflaskip Snæ- fell. Gils auglýsir bara í „Friálsri þjóð66 og „Alþ.manniimm“ í seinni tið hefur það verið regla opinberra stofnana að gera öllum hliðstæðum blöðum jafnt undir höfði með auglýsingar, enda er slík regla sjálfsögð og réttlát. Ein stofnun hefur þó skorið sig hér úr um mismunun og um leið misnotkun opinbers fjár. Er það Menningarsjóður og Mennta- málaráð, en framkvæmdastjóri þessara stofnana, af náð Gylfa Þ. Gíslasonar, er Gils Guðmunds- son. Hann hefur nú úrskurðað að stofnanir hans greiði engar aug- lýsingar í vikublöðum í landinu, en framkvæmir þetta þó með þeim hætti að tvö vikublaðanna Frjáls þjóð og Alþýðumaðurinn á Akureyri fá viðstöðulaust greiðslur fyrir auglýsingar frá þessum stofnunum. Þjóðvarnarmenn munu hafa talið sig sérstaka boðbera heiðar- leika í opinberu lífi. Ekki ber framkoma Gils, sú, sem hér hef- ur verið skýrt frá, vitni um, að hann sé neitt ofhaldinn af rétt- lætiskenndinni. Iðja félag verksmiðjufólks fer SKEMMTIFERÐ um Skagafjörð sunnudaginn 26. júní. Skoðað verður Byggðasafnið að Glaumbæ o. fl. Um hádegisbilið er boðið til hádegisverðar á Sauðár- króki, síðan ekið að Hólum í Hjaltadal, og ef til viil á Hofsós ef tími vinnst til og síðdegiskaffi drukkið. Leiðsögumaður verður Þormóður Sveinsson. Fargjald er kr. 130.00, panta má far hjá trúnaðar- manni á vinnustað fyrir kl. 6 á föstudag og á skrif- stofu verkalýðsfélaganna. Lagt verður af stað frá Ferða- skrifstofunni kl. 8.30 f. h. STJÓRN IÐJU.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.