Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 01.07.1960, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 01.07.1960, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 1. júlí 1960 Á l)Ar.SKBA;=========== AUSTURVIÐSKIPTIN Undistaða atvinnuöryggis. Um margra ára skeið hefur orðið hér á landi mjög veruleg aukning í útflutningsframleiðslu og þó langsamlega mest í fram- leiðslu hraðfrysts fisks, en framleiðsla sumra annarra teg- unda fiskafurða, eins og t. d. saltfisks, hefur farið minkandi vegna markaðstregðu og óhag- stæðra viðskiptakjara á mörk- uðum Vestur-Evrópu. Sala óunnins fisks, ísvarins, hefur gengið skrykkjótt vegna lönd- unarbanns i Bretlandi og af fleiri ástæðum og langtimum saman legið niðri með öllu. Hraðfrysti fiskurinn hefur ver- ið uppistaðan í aukinni fram- leiðslu og gjaldeyrisöflun. Ráð- ist hefur verið ,í mikla fjárfest- ingu í hraðfrystihúsakosti og vélvæðingu þar að lútandi, og afkastageta er nú orðin stórum meiri en hráefnisöflun leyfir. Með þeirri miklu aukningu á fiskibátafotanum, sem varð fyr- ir aðgerðir vinstri stjómarinnar nýtist afkastagetan þó betur með hverju ári og stærri frysti- húsin eru nú í dag hvort tveggja í senn einhver arðvænlegustu fyrirtæki í landinu og bakhjarl atvinnuöryggis. Þessi þróun, sem fremur en allt annað hefur verið undirstaða þess, að atvinnuleysi hefur að mestu leyti verið útrýmt úr sjávarbyggðunum, hefur öll hvílt á því, að tekizt hefur að tryggja óþrjótandi markaði fyr- ir frysta fiskinn hjá þjóðum Austur-Evrópu. — Framleiðsla saitsíldar hefur og að megin- hluta grundvallast á þessum mörkuðum. 1 stuttu máli: Þrátt fyrir það að einskis hefur verið látið ófreistað til þess að halda og auka markaði okkar í Vestur- Evrópu og Bandaríkjunum, hafa þeir ekki megnað að veita viðtöku framleiðsluaukning- unni. Hún hefur svo til öll byggzt á viðskiptum okkar við sósíalistisku löndin. „Frelsið“. Þegar þetta er haft í huga, er það ekkert undrunarefni, þótt nú sé mjög um það rætt, hver áhrif hið svokallaða „verzlun- arfrelsi“ muni hafa á austurvið- skiptin og hvort yfirvofandi hætta sé á, að þau dragist veru- lega saman og stoðunum þann- ig kippt undan því atvinnuör- yggi, sem við höfum búið við að undanförnu. Mjög hefur verið af því gum- að, að með hinum nýju lögum um innflutnings- og gjaldeyris- mál sé valfrelsi almennings í vörukaupum stóraukið og muni það leiða til óbeinna kjarabóta fyrir hann. Þegar betur er að gáð dylst þó ekki, að þetta er hin skemmilegasta blekking. Jafnframt „frelsinu" er kaup- getan skert og áætlanir gerðar um stórminnkaðan influtning í kjölfar kjaraskerðingarinnar. Hefur ríkisstjórnin áætlað að keypt verði 200 millj. kr. minna vörumagn á yfirstandandi ári en áður miðað við eldra gengi, eða 470 millj. kr. minna miðað við nýja gengið. „Frelsið" leiðir því af sér minni vörukaup og að öllum líkindum lakari gæði, þar sem innflytjendur hljóta að miða hann við hina skertu kaupgetu. Hið raunverulega frjálsræði felst einvörðnugu í því að heim- ilt verður, og raunar beint að því stuðlað, að beina vörukaup- um í vaxandi mæli til Vestur- Evrópu og Bandaríkjanna, en draga að sama skapi úr inn- flutningi frá jafnkeypislöndun- um. Þetta gerist með þeim hætti, að um 30% af þeim vörutegund- um, sem að undanfömu hafa verið keyptar frá jafnkeypis- löndunum, öðrum en Sovét- ríkjunum, eru nú settar á hinn svonefnda frílista og heimilað að flytja þær frá frjálsgjaldeyr- issvæðinu. Verulega minna hlutfallslega verður um að ræða varðandi innflutning frá Sovét- ríkjunum, en þó nokkurt magn. En frá Sovétríkjunum kaupum við aðallega stóra vöruflokka, olíur og byggingavörur. Auð- sætt er þó að vörukaup muni einnig dragast saman frá Sovét- ríkjunum vegna samdráttar í byggingum og minnkandi bif- reiðakaupum m. a. Ríkisstjórn hefur haldið því fram, að eftir breytinguna á frí- listanum séu 87% af vörukaup- unum frá jafnkeypislöndunum vemduð með bundnum lista, en sannað hefur verið að þar er um verulegar blekkingar að ræða. Hins vegar viðurkennir hún að þriðjungur viðskiptanna við önnur jafnkeypislönd en Sovétríkin séu nú „gefin frjáls“, en fullyrðir að það muni ekki koma að sök, þar sem viðkom- andi vörur séu fyllilega sam- keppnishæfar við hinn vest- ræna varning að verði og gæð- um. % Verð og gæði ráða ekki úrslitum. Ef betur er að gáð stendur þó spurningin um allt annað en samkeppnishæfni og kemur margt til. í fyrsta lagi er öll tilhneiging innflytjenda í þá átt að kaupa hliðstæðar vörur fremur frá Vestur-Evrópu en frá jafnkeyp- islöndunum, enda þótt verð og gæði standist algerlega á. Ástæðurnar eru m. a. þær, að umboðslaun frá framleiðendum eru yfirleitt mun hærri, og stundum gífurlega mikið hærri, og geta jafnvel í einstökum til- fellum numið 30—40% af inn- kaupsverði. Hitt er þó mikil- vægara, að öllum umboðslaun- um frá seljendum í jafnkeypis- löndunum er skilað hingað beint í gjaldeyrisbankana, og eru því öll undanbrögð um full skil þess gjaldeyris útilokuð og sömuleiðis allt óeðlilegt og ólögegt brask með hann. Sömu- leiðis skattsvik. Umboðslaun frá Vestur- Evrópskum og bandarískum fyrirtækjum eru hins vegar lögð inn á einkareikning við- komandi umboðsmanna erlend- is og íslenzk gjaldeyrisyfirvöld hafa engin tök á að afla sér um þá reikninga neinna upplýsinga. Þar hefur innflytjandin eða um- boðsmaðurinn algerlega frítt spil. Enn kemur það til, að full vissa liggur ávallt fyrir um rétt og raunverulegt verð þeirra vara, sem keyptar eru frá jafn- keypislöndunum, þar sem raun- verulega er um að ræða milli- ríkjasamninga. En annars stað- ar eru rangar upplýsingar um verð fyllilega hugsanlegar og hafa verið notaðar í stórum stíl til þess að blekkja verðlagsyfir- völd og draga á sviksamlegan hátt undan stórfelldar gjaldeyr- isupphæðir og tryggja óhæfi- lega álagningu. Alþjóð eru kunn slík svikamál, sem upp hafa komizt, en slíkt heyrir auðvitað til hreinum undan- tekningum. Enn er það að athuga, að fyr- irtæki í sósíalistisku löndunum framleiða undantekningarlaust samkvæmt fyrirfram gerðum áætlunum, en ekki til birgða- söfnunar fyrir óvissa markaði. Af því leiðir að gera verður við þau fyrirfram samninga um öll vörukaup, og þá um leið vöru- sölu eða ella búa við mjög langa afgreiðslufresti, ef viðskipti koma þá yfirleitt til greina. Það er því algerlega ‘ómt mál um það að tala, að unnt sé að byggja viðskipti við þau á því, að til þeirra verði gripið af handahófi. í þriðja lagi kemur það svo til, að í sumum tilvikum hafa viðskiptasamningar við jafn- keypislönd, önnur en Sovétrík- in, verið þannig að það verð, sem byggt hefur verið á, bæði á inn- og útflutningi, hefur vérið nokkru hærra en heimsmark- aðsverð. Af því leiðir að ein- staka vörur frá jafnkeypislönd- unum verða dýrari hér á heima- markaði en aðrar hliðstæðar, enda þótt þær hafi verið stór- um ódýrari í innkaupi, ef við er miðað það vörumagn, sem fyrir þær er greitt og þjóðhagslegur hagnaður hafi því beinlínis ver- ið af viðskiptunum miðað við önnur hugsanleg. Uggvænlegar horfur. Þær þrjár ástæður, sem hér hefur verið greint frá leiða til þess, þegar þær koma allar saman,, að þær vörur, sem áður voru keyptar frá jafnkeypis- löndunum, en nú hafa verið settar á frílista, verða framveg- is að öllu, eða a. m. k. svo til öllu leyti, fluttar inn frá öðr- um viðskiptalöndum. Skertur kaupmáttur og samdráttur í notkun fjárfestingarvara mun og hafa víðtæk áhrif, er stund- ir líða, í þá átt að draga úr vörukaupum leyfisvara frá j afnkeypislöndunum. En um leið lokast okkur markaðir fyr- ir jafn verðmætu magni út- flutnings. Sú staðreynd er ein uggvænlegasta afleiðing „hinn- ar nýju stefnu“ í viðskiptamál- um þjóðarinnar og er þegar far- in að segja til sín, þótt ekki verði enn séð fyrir enda hvert leiða muni. Það sem af er þessu ári hafa innstæður hlaðist upp í jafn- keypislöndunum. Við höfum flutt okkar framleiðsluvörur þangað viðstöðulaust, en ekki keypt vörur að sama skapi. Mun nú svo komið, að innstæð- ur okkar af þessum sökum nálg- ast hámark þess, sem heimilað er í samningum og fyrirsjáan- legt að lengra verður ekki kom- izt á þeirri braut, án þess að það valdi beinum samdrætti í viðskiptum. Og aukning vöru- sölu er auðvitað útilokuð við slík skilyrði. Það er riæsta athyglisvert, að á sama tíriia og allt bendir til að viðskiptapólitík ríkisstjórnar- innar sé að eyðileggja að meira eða minna leyti markaðsmögu- leika okkar í Tékkóslóvakíu eru Norðmenn að gera sína fyrstu samninga við það land um kaup á hraðfrystum fiski. Tékkar eru ekki að draga saman sín vöru- kaup. Ástæðan er aðeins sú, að við erum að hætta að kaupa tékkneskar vörur. Sömu sögu er að segja um ýmis önnur við- skiptalönd okkar í austri. Um 15000 tonna birgðir liggja nú í byrjun síldarvertíðar í óseldu síldar- og fiskimjöli, vegna þess að markaðir Vestur- Evrópu hafa lokast og verð lækkað. Á undanförnum árum hefur framleiðendum verið bannað að selja þessar vörur til jafnkeypislandanna nema í mjög smáum stíl, enda þótt verð hafi verið 30—40% hærra í þeim löndum. Enn væri unnt að selja meg- inið af fiskimjölinu til austur- svæðisins fyrir gott verð. Það hafa athuganir sannað. En ófrá- víkjanlegt skilyrði þarf að upp- fylla til þess að svo geti orðið: það að kaupa jafnverðmætt magn vara í staðinn, en þar rekast þarfir okkar á stjórnar- stefnuna, sem bannar slíkar bjargir með öllu. Yfirvofandi er , sú hætta að svipuð saga muni gerast með hraðfrysta fiskinn, saltsíldina og fleiri sjávarafurðir, ef þeirri vitfirringslegu verzlunarstefnu, sem nú er fylgt, verður haldið til streitu. Lönd Vestur-Evrópu og Bandaríkin eru að vísu fús til að selja okkur ótakmarkað vörumagn og jafnvel veita lán til kaupanna, en þau eru jafn ófús á að auka nokkuð vöru- kaup sín héðan, hverjum ráð- um, sem beitt er af okkar hálfu. Allt bendir til þess að áfram- hald stjórnarstefnunnar leiði til þess að aftur komi þeir tímar, sem við höfum áður lifað, að takmarka verði framleiðslu unnins fisks vegna markaðs- tregðu, og að í kjölfarið sigli svo vágestur atvinnuleysisins, sem þá leggst á sömu sveifina og hin beina launaskerðing og margfaldar áhrif hennar á af- komu almennings. Aðvaranir að engu hafðar. Það eru vissulega fullgildai- ástæður fyrir því að ekki ein- ungis almenningur heldur og framleiðendur eru nú með degi hverjum kvíðnari um af- leiðingar þess að ríkisstjórndn er vitandi vits að brjóta niður austurviðskiptin, eina höfuð- undirstöðuna að blómlegu at- vinnulífi. Uggur manna í þessu efni hefur ekki minnkað við það að ríkisstj. hefur reynzt al- gerlega rökheld fyrir öllum að- vörunum í þessum efnum. Áður en hin nýju lög tóku gildi sendu stærstu fiskútflytjendurn- ir, Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna og Samband ísl. samvinnu félaga, ríkisstjórninni mjög ein- dregnar aðvaranir um afleið- ingar frílistans á austuivið- skiptin, en allt kom fyrir ekki. Ekkert tillit var tekið til hags- muna útvegsins. Á landsfundi fulltrúa útvegs- manna fyrir fáum vikum var svo kosin fimm manna nefnd manna „til að fylgjast með( þró- un austurviðskiptanna" og vinna á móti skemmdarverkun ríkisstjórnarinnar, en enn er ekki sýnt að starf þeirrar nefnd- ar hafi borið neinn árangur. Ríkisstjórnin sannár með stefnu sinni í verzlunar- og markaðsmálum, að hún skeytir engu um alþjóðar hagsmuni þegar annars vegar eru erlend öfl, sem krefjast þess að dregið sé úr viðskiptunum við sósíal- tisku löndin, gráðugt verzlunar- auðvald, sem einblínir á stund- arhagsmuni sína og aðstöðu til brasks með þann gjaldeyri, sem þjóðin aflar og á, og ofstækis- menn á borð við Birgi Kjaran og Gunnar Thoroddsen, er láta stjórnast af taumlausu hatri á þjóðskipulagi beztu viðskipta- þjóða okkar og vilja öll sam- skipti við þau feig af þeim hvötum. Ríkisstjórnin kýs frem- ur að vera ambátt þessara afla, en að standa á verðinum um hagsmuni þjóðarinnar. Hammondorgel Tilboð óskast í Hammond- orgel Akureyrarkirkju. Til- boðum sé skilað til Jóns Þorsteinssonar, Byggðavegi 947 Akureyri, fyrir 16. júlí næskomandi. Handknattleiksfólk KA! Æf- ingar eru á þriðjudögum og föstudögum. Karlar (meistara- flokkur) kl. 8 e. h. Konur kl. 9 á svæðinu fyrir sunnan sund- laugina. — KA.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.