Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 01.07.1960, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 01.07.1960, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudaginn I. júlí 1960 i S AGT OG SKRIFAÐ Frá bæjarstjórnarfundi Bæjarstjórnarfundur var haldinn sl. þriðjudag. Helztu sam- þykktir fundarins voru eftirfarandi: Kunnugt er af fréttum aS Sigl- firðingar hafa nú mikinn hug á að láta smíða fyrir sig nýtízku togara. Er fyrirhugað að það verði skuttogari, en það mun nú almennt hald manna, að smiði togara, eins og þeir nú gerast hjá oþkur, muni algerlega hverfa úr SÖguni og rýma fyrir skuttogur- um, sem vinni aflann að verulegu leyti um borð og bjóða upp á allt önnur og betri skilyrði til starfa. Þessi góða frétt um framfara- hug Siglfirðinga á þessum síð- ustu og verstu tímum hefur orðið „Degi" tilefni til lélegrar fyndni, sem Sjávarafurðadeild SÍS er borin fyrir. Skopast blaðið mjög að þeirri hugmynd, að starfsskil- yrði og búnaður íbúða í hinu nýja skipi eigi að gera mögulegt fyrir ung hjón að starfa þar sam- an, ef svo vill verkast. • Alþýðumaðurin heldur enn áfram rógi sínum um Verka- manafélagið, félagsmenn þess og stjórn, í þeim augsýnilega til- gangi að veikja það í rísandi átökum um launakjörin. En eftir frásögn blaðsins í þessari viku er nú svo komið að blaðið verður að leita til utanflokksmanna til að fá fregnir af fundum félagsins. Sýnir það vel hve mikið fylgi Al- þýðuflokkurinn á nú orðið meðal verkamanna. En ekki virðist sanleiksástin íþyngja sögumanni Alþm. frekar en fyrri daginn, því að ekki er minnu logið en 60% um fundarsóknina á síðasta fundi. En meðal anarra orða. Því minnist Alþm. ekki á fundarsókn í þeim verkalýðsfélögum, sem kratar stjórna ennþá. Skyldi hún vera betri en annars staðar? • Hér á Akureyri hefur, sem bet- ur fer, aðeins eitt félag orðið fyr- ir þeirri ógæfu að vera lengi undir slíkri stjóm. í því félagi var enginn fundur haldinn í rúm- lega tvö ár. Aðalfundur fórst fyr- ir tvö ár í röð, en ólögieg stjórn skipaði öllum málum. Þetta félag hefur í nær áratug látið hjá líða að gera nokkurn kjarasamning fyrir félaga sína. Þetta er lítið dæmi af mörgum hliðstæðum um „áhuga og dugn- að“ Alþýðuflokksins í verkalýðs- málum, en fleiri dæmi mætti taka, hvenær sem Alþm. kynni að óska. Slíkrar stjórnar æskja verka- menn á Akureyri sér ekki í sínu félagi og þess vegna er krata- blaðið fullt af skapillsku þegar það á í hlut. Listaverkanefnd. Kjörin var fjögurra manna nefnd, er ásamt bæjarstjóra skal hafa það hlutverk að athuga möguleika á útvegun og upp- setningu listaverka frá listasafni ríkisins hér á Akureyri. í nefnd- ina voru kosnir: Steindór Steindórsson, Einar Helgason, Gísli Konráðsson og Ásgeir Jakobsson. Gjöld sameinuð. Eftir tillögu bæjargjaldkera var samþykkt að sameina í einn gjaldstofn eftirtalin gjöld, sem heimt eru af nýbyggingum: Lóðaleiga (fyrsta árs), aukavatns gjald, byggingaleyfisgjald, hol- ræsagjald. Verður hið sameinaða gjald nefnt byggingaleyfisgjald og nemur þar kr. 1.50 á rúmmetra nýbyggingar og greiðist bæj- argjaldkera um leið og teikn- ing af samþykktri nýbygingu er afhent. Ábýrgðir. Samþykkt var að veita Valtý Þorsteinssyni bæjarábyrgð fyrir 600 þús. kr. láni vegna skipa- kaupa, gegn veði í skipinu og ennfremur gegn því að bræðslu- síld sú, sem væntanlegt togskip (Ólafur Magnússon) veiðir mið- svæðis norðanlands, verði lögð upp í Krossanesverksmiðj unni. Þá var Jóni Hjartarsyni veitt bæjarábyrgð fyrir 90 þús. kr. láni hjá Fiskveiðasjóði gegn 1. veð- rétti í bát hans, Hrönn EA 65. Öryggismálaráðstefna Sl. mánudag og þriðjudag var haldin í Reykjavík norræn ráð- stefna um öryggiseftirlit á vinnu- stöðvum og sátu hana 26 fulltr. frá Norðurlöndunum 5: Dan- mörku, Finlandi, Noregi, Svíþjóð og íslandi, auk allmargra gesta. Þetta er sjötta norræna ráðstefn- an, sem haldin er um þessi mál. Á ráðstefnunni var rætt um nýjungar á þessu sviði og fluttir fyrirlestrar um einstök atriði varðandi öryggi á vinnustöðvum. í fyrradag heimsóttu fulltrúarnir á ráðstefnunni Hafnarfjörð og síðan fóru þeir til Þingvalla og að Soginu. Ennfremur fóru þeir austur í Hveragerði og að Gull- fossi pg Geysi. í fyrradag áttu fréttamenn stutt viðtal við aðalfulltrúana frá verju landi. Kom það m. a.fram í þeim viðræðum, að hér á landi væri mun minni samvinna á milli vinnuveitenda og verkalýðssam- takanna um öryggiseftirlit á vinnustöðvum heldur en á hin- um Norðurlöndunum. Einnig sagði Þórður Runólfsson, örygg- ismálastjóri, að hér væri það mikið vandamál, að landbúnaðar- störf heyrðu ekki undir öryggis- eftirlit ríkisins, eins og á hinum Norðurlöndunum, og þyrfti hvort tveggja úrbóta við. Heilbrigðisfulltrúi segir upp. Upplýst var á fundinum, að Kristinn Jónsson heilbrigðisfull- trúi hefur sagt upp því starfi frá 1. júlí þ. á. Segir hann upp starf- inu vegna vaxandi starfa í þágu flugmála. Kristinn hefur verið heilbrigðisfulltrúi í nær 20 ár. Samkomuhúsið. Kosnir voru í nefnd til að gera tillögur um breytingar á Sam- komuhúsi bæjarins, er miði að því að bæta aðstöðu samkomu- hússgesta, þá Jón Ingimars^on, Ágúst Kvaran og Mikael Jóhannesson. Byggingalóðir. Eftirtöldum hafa verið veittar byggingalóðir: Ármann Sveinsson, Langholt 19. Jónas Guðmundss., Langholt 20. Ingólfur Guðmundss., Langholt 2. Þór Árnason, Langholt 16. 13286 mál til Iírossanes- verksmiðjunnar Unnið að bræðslu allan sólarhringinn. í gær höfðu borizt til Krossa- nesverksmiðjunnar 13286 mál síldar. Þessi skip höfðu þá landað í verksmiðjuna: Sigurður Bjarnason . . 3504 mál Súlan ............... 1360 mál Björgvin............. 3366 mál Snæfell ............. 1810 mál Hafþór NK ............ 801 mál Sæfari NK............. 485 mál Björgúlfur .......... 1184 mál Gunnar SU ............ 776 mál Unið er nú nótt með degi í verksmiðjunni. I RED BOYS. | I A laugardaginn fá Akureyr- i i ingar heimsókn frá Luxem- É I borg. Knattspyrnuliðið Red i i Boys, sem er annað bezta Uð I I þar í landi, leikur við ÍBA kl. \ i 5 á laugardag og aftur á mánu = = daginn kl. 8.30. rpapDp SÍMI 2500 Frá og með föstudeginum 1. júlí verður símanúmer okkar 2500, þrjár línur. Eftir kl. 17 á daginn: 2501 Skrifstofan 2502 Setjarasalur 2503 Forstjóri Prentverk Odds Björnssonar hi. AÐVÖRUN Að marggefnu tilefni er athygli vakin á, að samkvæmt iðnlögunum er óheimilt að hafa réttindalausa menn við hvers konar trésmiðavinnu, að viðlögðum sektum. STJÓRN OG EFTIRLITSNEFND TRÉSMIÐAFÉLAGS AKUREYRAR. NÝKOMIÐ: PILSEFNI smáköflótt ' VEFNAÐARVÖRUDEILD Lúðrasveit drengja er ekki gömul í hettunni. En þessi starf- sem, sem hófst innan Barnaskóla Ak. fyrir um tveim árum, lofar góðu. Drengirnir eru áhugasamir og sýna undraverðan árangur í list sinni. — Myndin er frá 17. júní hátíðahöldunum á Akureyri. Drengahljómsveitin leikur á íþróttavellinum undir stjórn Jakobs Tryggvasonar. Verðhækkanirnar æ almennari / Með hverjum degi, er líður, færast verðhækkanirnar í aukana, eftir því sem eldri birgðir þverra og nýjar vörur koma í verzlanir í staðinn. En kaupgjald lækkar þannig raunverulega dag frá degi. Eftirfarandi skrá gefur nokkra hugmynd um hækkan- ir á erlendri matvöru og nokkrum öðrum almennum vörutegundum. Var fyrir Er nú Hækk- gengisfell. un í % Smjörlíki kg 8.30 13.40 62% Haframjöl kg 3.90 6.70 72% Haframjöl í pökkum pk. . . 7.15 10.80 51% Hveiti kg 3.85 5.90 53% Hveiti í 10 Ibs. pokum . . . . 21.55 33.85 57% Strásykur kg 3.80 5.25 38% Molasykur kg 6.85 9.25 35% Cacao Yz lbs 11.30 19.80 75% Corn Flakes pk 8.25 11.90 32% Olía til húsa ltr 1.03 ,1.30 27% Gúmmískófatnaður, hækkun 40—60% Barnaskór úr leðri, dæmi, . . 131.00 201.00 50% Kjaraskerðingin verður aðeins 3% sögðu stjórnar- flokkarnir í vetur! Við þessa skrá er það að athuga, að verð á kornvönrm, kaffi og sykri er niðurgreitt, en fjár tif niðurgreiðslanna er aflað með óbeinum sköttum á aðrar vörur. Hækkun á olíum erekki öll fram komin enn vegna verðjöfnunar.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.