Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 19.08.1960, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 19.08.1960, Blaðsíða 1
VERKHlflÐURinn ÞJOÐViLJINN ¦ er dr.gblað ísh'n/krar al- þýðu. — Askxiftarsimi ;i Akureyri I51(i. XLIII. árg. Akureyri, föstudaginn 19. ágúst 1960 27. tbl. FLEIRI 0G FLEIRI TAKA UNDIR KROFUNA: i BURT MEÐ HERINN Fundir hernámsandstæðinga hér norðanlands hafa yfirleitt verið vel sóttir og einhuga Eftir hina frægu Keflavíkur-' máls á fundunum og lýst yfir göngu 19. júní sl. ákváðu förustu- andstöðu við hernámið, og hve menn hennar að halda starfinu , mikill einhugur og sóknarhugur áfram og freista þess að sameina hefur einkennt fundina. Fólkið er alla herstöðvaandstæðinga til kröftugrar sóknar fyrir brottför hersins. Þá var ákveðið að efna til þjóðfundar herstöðvaandstæðinga á Þingvöllum í haust, og hefur nú fundartíminn verið ákveðinn dag- ana 9.—11. sept. n.k. — Fram- kvæmdaráð Þingvallafundarins hefur að undanförnu efnt til fund arhalda víða um land stofnaðar hafa verið héraðsnefndir í fjöl- mörgum sveitum, en héraðs- nefndirnar vinna síðan að undir- búningi Þingvallafundrainsheima fyrir. Udanfarna daga hafa verið haldnir fundir víða í Þingeyjar- sýslum og hafa þeir yfirleitt ver- ið vel sóttir, ekki sízt til sveita. Þannig mætti yfir hundrað manns á fundi að Laugum í Reykjadal og svipaða sögu er víðarx að segja. Á Bakkafirði mætti t. d. helmingur þorpsbúa á fundi. Það hefur verið áberandi hve margir heimamenn hafa tekið til Prestskosningar Sr. Kristján Róbertsson hefur að eigin ósk fengið lausn frá pretsembætti á Akureyri frá 1. okt. næstk. Embættið hefur verið auglýst laust til umsóknar og er umsóknarfrestur til 20. sept. Það má því gera ráð fyrir prestskosn- ingum hér í haust með tilheyr- andi áróðri og umstangi. áreiðanlega að vakna og er stað- ráðið í að hrinda ósóma herstöðv- anna burt af íslandi. Formælend- ur hersins þora ekki að hafa sig í frammi eða flíka „ rökum" sín- um fyrir hersetunni. — í báðum Þingeyjarsýslum fannst aðeins einn maður, sem hafði kjark til að koma á fund og greiða at- kvæði á móti kröfunni um brott- flutning Bandaríkjahers af Suð- urnesjum. Á fundunum í Þingeyjarsýslum og Bakkafirði mættu þau Rós- berg G. Snædal, frú Valborg Bentsdóttir og Þóroddur Guð- mundsson frá Sandi, sem frum- mælendur, auk heimamanna. Hér á Akureyri var fundur 4. ágúst sl., fjölsóttur og ánægjuleg- ur. Frummæjendur voru frú Val- borg Bentsdóttir, Magnús Kjart- ansson ritstj. og Rósberg G. Snæ- dal. Fundurinn kaus 7 manna framkvæmda- og undirbúnings- nefnd, og skipa hana þessir: Arn- finnur Arnfinnss. iðnverkam. Júd- it Jónsbjörnsdóttir kennari, Jón Ingimarsson form. Iðju, Sigurður Óli Brynjólfsson kennari, Rós- berg G. Snædal rithöf., Jónbjörn Gíslason múrari og Sigfús Jóns- son bóndi Hlíð. Elísabet Eiríksdóttir, fyrrum bæjarfulltrúi og formaður Verkakvennafélagsins Einingar, varð sjötug 12. júlí. í tilefni af því hélt Eining henni samsæti í Alþýðuhúsinu, og var þar svo margt manna sem húsrúm framast Ieyfði. Aðalræðuna, fyrir minni heiðursgestsins, flutti frú Sigríður Þorsteinsdóttir og tilkynnti um leið, að Verka- kvennafélagið hefði kjörið Elísabetu Eiríksdóttur heiðursfélaga sinn og ennfremur afhenti hún heið- ursgjöf frá félaginu. Magnús E. Guðjónsson bæjarstjóri ávarpaði heiðursgestinn fyrir hönd bæjarstjórnar og af- henti skrautritað þakkarávarp og gjöf frá bæjar- stjórn. Einnig töluðu Jón Ingimarsson, er stýrði samkvæminu, Björn Jónsson, Rósberg G. Snædal, Jón B. Rögnvaldsson, Tryggvi Helgason, frú Soffía Guðmundsdóttir og frú Soffía Thorarensen og að lokum heiðursgesturinn sjálfur. Samkvæmið var um allt hið • ánægjulegasta og bar glöggt vitni þeim miklu og óvenjulegu vin- sældum, sem Elísabet Eiríksdóttir nýtur meðal Akureyringa fyrir hin miklu störf sín að málefn- um alþýðunnar, fyrir bæjarfélagið og almennt að félags- og menningarmálum. Myndin hér að ofan var tekin í afmælishófinu 12. júlí. Er þegar ákveðið að flytja Tunnuverk smiðjuna frá Akureyri? Berjaspretta er sögð með allra mesta móti í sumar. — Eining og Verkamannafélagið gangast fyrir berjaferð í Aðaldal á sunnudag. UTSVORÍN Niöurjöfnun útsvara á Akur- eyri lauk í fyrri hluta júlímánað- ar. — Alls var jafnað niður kr. 20.025.000.00 á 2610 gjaldendur. — Vegna þeirrar nýju reglu, sem nú var lögleidd, að draga skyldi út- svör fyrra árs frá tekjum áður en lagt væri á þær útsvar nú, hafa útsvör lækkað til muna á þeim, sem haft hafa góðar tekjur og borið há útsvör, en hjá þeim, sem minni tekjur hafa haft, hafa út- svórin aftur á móti ekki lækkað. r Kosningar til ASI-þings Miðstjórn Alþýðusambands ís- lands hefur auglýst, að kosningar til næsta þings Sambandsins, sem verður í haust, skuli fara fram á tímabilinu frá 17. sept til 9. okt. Þingið verður að líkindum háð um miðjan nóvember, en það hef- ur ekki verið ákveðið ennþá, hve- nær það skuli hefjast. Um h vað ætla þeir að sem ja? A landhelgin að verða verzlunarvara? Það er nú fram komið, sem almenningur hefur lengi óttast, að ríkisstjórnin hefur ákveðið að taka upp samninga við Breta um landhelgi okkar. Bretar hafa einir allra þjóða beitt okkur ofbeldi og yfir- gangi, allt frá því að við færðum landhelgi okkar út í 12 sjóm. í stað þess að halda fast og einarðlega við þá skilyrðislausu kröfu, að ofbeldisseggirnir hverfi fyrir fullt og allt burt af okkar yfirráðasvæði, hefur ríkisstjórnin tekið upp samninga við ofbeldismennina. Samningar tákna æfinlega það, að báðir aðilar slaki eitt- hvað til. Ella er ekki um neina samninga að ræða. fslenzka ríkisstjórnin hefur ekkert umboð frá þjóðinni til að gefa eftir við einn eða annan nokkurt fet af þeirri land- helgi, sem ákveðin hefur verið og allar þjóðir, nema Bretar, hafa viðurkennt. Ríkisstjórnin hefur þess vegna ekki heldur nokkurt umboð til að taka upp samninga við nokkurn aðila um landhelgi okkar eða fiskveiðiréttindi. Þessi sannindi annað tveggja skilur ríkisstjórnin ekki eða vill ekki skilja, en þjóðin verður að láta hana skilja þetta. Aðeins með því, að þjóðin öll, einstaklingar og félög láti vilja sinn nógu greinilega í ljósi, verður unnt að bjarga land- helginni. Ríkisstjórnin verður að finna hug þjóðarinnar í þessu máli svo greinilega, að hún þori alls ekki að gera neina samninga. Á þann hátt verður fólkið sjálft að standa vörð um heiður landsins og velferð þjóðarinnar, þegar yfirvöldin bregðast. Síldarútvegscnefnd, ásamt framkvæmdastjóra, kom til Ak- ureyrar fyrir fáum dögum og átti viðræður við bæjarráð og formann Verkamannafélagsins um fyrirhugaðan flutning Tunnuverksmiðju ríkisins á Akureyri burt úr bænum til Dag- verðareyrar. Það virðist augljóst af þeim umræðum, að meiri- hluti Síldarútvegsnefndar sé þegar ákveðinn í að kaupa mann,- virki þau, sem á Dagverðareyri standa frá tímum Síldarbræðsl- unnar þar, og flytja Tunnuverksmiðjuna þangað. Um áramótin í vetur var skýrt frá því hér í blaðinu, að það myndi komið á dagskrá hjá Síld- arútvegsnefnd að kaupa hús þau og önnur mannvirki, sem eru á Dagverðareyri og áður voru eign Síldarverksmiðjunnar þar, en nú munu í bankaeign, og flytja þangað Tunnuverksmiðjuna, sem ríkið hefur að undanförnu rekið hér á Akureyri. Þessum fréttum var eðlilega illa tekið hér í bæ, og þá ekki sízt af verkamönnum, sem vinnu hafa haft í verksmiðjunni eða í sam- bandi við hana, og Verkamanna- félagið samþykkti á aðalfundi sínum 24. janúar í vetur mjög ákveðin mótmæli gegn þessum fyrirhugaða flutningi og rök- studdi þau með ítarlegri greinar- gerð, sem áður hefur verið birt í blaðinu. Síðan hefur lítið af þessu máli heyrzt, en þó verið ljóst, að þess- ar fyrirætlanir væru ekki úr sög- unni, því að ekkert hefur verið unnið að undirbúningi að bygg- ingu nýs verksmiðjuhúss hér í bænum eða tunnugeymslu, en verksmiðjan var búin að fá lóð fyrir slíka byggingu á Oddeyri. En eins og í upphafi sagði kom svo Síldarútvegsnefnd til bæj- anins nú á dögunum til að ræða framtíð Tunnuverksmiðjunnai' við ráðamenn bæjarfélagsins og reyna að fá þá og Verkamannafé- lagið til að fallast á brottflutning verksmiðjunnar úr bænum. En í viðræðunum við formann Verka- mannafélagsins kom það greini- lega í ljós, að ekki var um það iu) ræða, að verið væri að kanna hug manna hér til hugsanlegs flutn- ings, heldur hefur nefndin þegar svo gott sem ákveðið flutning (Framhald á 4. síðu.)

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.