Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 19.08.1960, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 19.08.1960, Blaðsíða 4
VERKAMAÐURINN Föstuclaginn 19. ágúst 1960 4 Á sjötugsafmæli Elísabetar Eiríksdóttur Ræða frú Sigríðar Þorsteinsdóttur í afmælishófi |iví, er Elísabetu var haldið í Alþýðuhúsinu 12. júlí síðastliðinn Heiðraða Elísabet Eiríksdóttir og aðrir veizlugestir. Verkakvennafélagið Eining hef- ur lagt mér þann vanda á herðar að mæla hér nokkur orð í tilefni af sjötugsafmæli Elísabetar Eiríks- dóttur, þeirrar konu er hefur stjórnað því félagi í 34 ár og setið í bæjarstjórn þessa bæjar í 26 ár sem fulltrúi verkafólksins auk fjölda annarra trúnaðarstarfa, sem tengd eru hvorutveggja. Eg minnist þess að hafa séð mál- verk eftir Guðmund Thorsteins- son, öðru nafni Mugg. Það er litil stúlka böðuð í ævintýraljóma vorsins, en andspænis henni er ófreskja mikil og ógnþrungin. Neð- an undir stendur: Heitir þú tröll? Þrátt fyrir þessa ægilegu ófreskju stendur litla stúlkan örugg í sak- leysi sínu og ást og trú á lífið og dásemdir þess, en nokkuð undr- andi yfir hve mikill ljótleiki skuli vera til á þessarri annars svo fögru veröld. Þetta listaverk hefur oft komið í huga mér sem tákn þeirra örðug- leika og oft og tíðum þrekrauna, er verða á vegi hvers ungmennis, er það hefur kvatt föðurgarð og á að spila á eigin spýtur. En þá er undir manndómi og skaphöfn hvers og eins komið, hvort hann verður undir í baráttunni og örðugleikun- um eða gengur með sigur af hólmi. Það getur verið hollt að staldra við ofurlítið þessa kvöldstund og skyggnast inn á þau 70 ár, er heiðursgestur okkar hefur að baki. Máske er þar um fordæmi að ræða, hvernig hún notaði þann efnivið, er hún fékk í vöggugjöf í átökum og sigrum manndómsár- anna. Elisabet er fædd að Efri-Þverá í Vesturhópi. Foreldrar hennar voru hjónin Eiríkur Jónsson frá Stóru-Giljá í Þingi og Ingunn Gunnlaugsdóttir frá Fremra-Núpi í Miðfirði. Um aldamótin flutti fjöl- skyldan búferlum að Sveðjustöð- um á Hrútafjarðarhálsi. Þar ólst Elisabet upp í glöðum hópi sjö systkina og undir handleiðslu ást- ríkra foreldra. Sautján ára fer Elísabet fyrst að heiman, þá í kaupavinnu, ásamt Ingunni systur sinni, suður í Borgarfjörð á stór- býli.*) Til gamans langar mig að geta dálítils atviks, er kom fyrir um sumarið. Kaupið var 9 krónur á viku í 8 vikur. Um haustið, er slætti var lokið og öll hey komin í hús, voru haldnar slægjur og mikil veizla. I tilefni þess arna hélt hús- bóndinn, sem var menntaður mekt armaður, ræðu. En í þessarri ræðu komu fram ávítur á verkafólkið fyrir illa umgengni, sérstaklega í sambandi við amboðin. Þótti mörgum þar vera ómaklega mælt *) Vera má, vegna ónógra upp- lýsinga, að einhverju geti hér skakkað um aldur Elísabetar, er hún fór fyrst að heiman. og sárnaði Elísabetu og fleirum. En er húsbóndinn gerir upp við Elísabetu kaupið, getur hann þess, að sér hafi líkað svo vel vinnu- brögð hennar um sumarið, að hann ætli að greiða henni 50 aurum hærra fyrir hverja viku en umsam- ið var. Elísabet segist ekkert kæra sig um það eftir þann vitnisburð, er hann hafi látið falla til verkafólks- ins á dögunum. Svo kemur faðir þeirra systra að sækja þær og læt- ur húsbóndinn ánægju sína í ljósi við hann yfir dugnaði systranna, en bætir við: „En Elísabet er óg- urlegur stórbokki!" Eg segi frá þessu hér til að sýna fram á, að strax sem unglingur hefur hún tekið hanzkann upp fyr- ir verkafólkið, er henni fannst það verða fyrir ómaklegu aðkasti. Um haustið leggur hún svo af Stað með sumarkaupið til Rvíkur og setzt í Kvennaskólann, en um vorið er hún svo djörf, eins og hún segir sjálf, að skrifa Stefáni Stef- ánssyni, skólameistara hér á Akur- eyri, og sækir um inntöku 2. bekk Gagnfræðaskólans. Það var spennandi. — Það var mikið taugastríð fyrir ungu stúlk- una vestur á Hrútafjarðarhálsi að bíða eftir svari. En einn góðan veðurdag kemur pósturirm með bréf að norðan. Mér finnst einhvern veginn að hún muni hafa farið í felur með það, líklega hefur hún farið út í fjós, því að ekki var að vita nema í því fælust vonbrigði. En svo var nú ekki. Skólavistin var fengin, og gagnfræðaprófi lauk hún á til- skyldum tíma 1912. Minnist Elísabet með mikilli gleði skólaáranna hér í Gagnfræða skólanum. Er Stefán skólameistari í endurminningum hennar sem ímynd hins mikla, góða manns og kennara. Svo liðu árin, hún kennir á vetr- um sem farkennari og er í kaupa- vinnu á sumrin. Leitar sér meiri fræðslu á margan hátt. Siglir til Kaupmannahafnar og er eitt skóla- ár á kennaraskólanum þar, er á 1 hjúkrunarnámskeiðum o. fl. Náms- þorsti hennar er mikill, en fjár- hagsörðugleikar alltaf á öðru leiti. Um 1922 kemur hún hingað til Akureyrar, og þá til að taka að sér yfirhjúkrunarkonustöðu á sjúkrahúsinu. Þá er skortur á sér- menntaðri hjúkrunarkonu. Steingrímur Matthíasson læknir sótti mjög fast eftir að fá hana í þetta starf og lét hún til leiðast. Þetta var mikið erfiði, er hún tók að sér. Sjúkrahúsið venjulega full- setið. Þar ægði saman öllum mögulegum sjúklingum, m. a. með smitandi berkla. Á þeim tima var ekkert Kristneshæli og erfiðleik- um háð að koma mikið veiku fólki suður til Vífilsstaða. Eftir árið hvarf hún frá sjúkrahúsinu, enda þá tekin við útlærð hjúkrunar- kona. Mér er óhætt að segja, að Elisa- bet leysti hjúkrunarstarfið af hendi með mestu prýði. Bæði hef eg orð Steingríms heitins, hins mæta læknis, því til staðfestingar, og svo margra sjúklinga, er nutu hjúkrunar hennar. Elisabet gerðist fljótlega með- limur Verkakvennafélagsins Ein- ingar, eftir að hún kom í bæinn. En 1926 er hún kosin formaður félagsins og hefur verið það síðan, þar til á þessu ári, að hún lét af formennsku vegna heilsubrests. Árið 1927 siglir hún til Kaup- mannahafnar til að kynna sér kennslukerfi Montesori. — Ræðst hún í að kaupa Montesori-kennslu- tækin og setur á stofn smábarna- skóla hér í bæ, sem hún starfrækti svo i mörg ár. Þætti mér ekki óliklegt að einhverjir væru hér staddir í kvöld, er hófu sina fyrstu skólagöngu i smábarnaskóla Elísa- betar. Árið 1927 var að öðru leyti við- burðaríkt fyrir Elísabetu, þvi að þá er hún einnig kosin í bæjar- stjórn. Það er Verkakvennafélagið Eining og aðrir verkalýðssinnar, er styðja hana við þær kosningar, og í bæjarstjórn situr hún samfleytt til 1953. Á þeim árum, er Elisabet gerist fulltrúi verkafólksins í bæjarstjórn, eru mjög bágar ástæður á mörgum alþýðuheimilum. Léleg atvinna, lágt kaup, kyrrstaða í atvinnulífi bæjarins. Flestar endurbætur á kjörum alþýðunnar varð að sækja með harðneskju og verkföllum. — Heimspólitíkin stuðlaði að því að hvítliðahópur myndaðist hér, sem lét sérstaklega til sin taka, er verkalýðurinn VARÐ að heyja baráttu sína fyrir bættum lífskjör- um með verkföllum. Þá geystist þessi hópur fram sem andstæðing- ur hins vinnandi manns. Gegn þeim ógnum varð Elísabet mörgum sinnum, vegna félags sins og lífsbaráttu alþýðunnar, að standa. - Undir handleiðslu hennar varð hið litla, sundurleita félag, er hún tók forustuna fyrir, orðið gildandi og öflugt verkakvennafélag, sem ekki var hægt að ganga fram hjá þegar að samningaborði kom. En þess skulum við minnast, að sá ávinningur og réttarbætur fé- lagskonurp til handa, hafa ekki komið af sjálfu sér. Eining hefur oft og mörgum sinnum, með for- mann sinn i broddi fylkingar, orð- ið að standa andspænis ófreskj- unni miklu, bölvaldi allra framfara og lífshamingju hins vinnandi manns og upprennandi kynslóðar á hverjum tíma. Starf Elísabetar hefur verið margþætt. I öllum framfaramálum, er til farsæjdar stefndu, var hún einlægur fylgjandi, hver sem hvatamaðurinn var að gódu mál- efni. Hún kann að mæta andstæð- ing sínum. Hún vinnur með jafn- mikilli gleði með honum að góðu málefni, eins og hún er ákveðinn andstæðingur í þeim málum, er hún telur að til óþurftar leiði. Öll þau ár, er hún sat í bæjar- stjórn, var hún í framfærslunefnd. Eins og eg hef áður greint frá, voru hér mikil bágindi á mörugm alþýðuheimilum. Voru þvi fjöl- margir, er leituðu aðstoðar hennar í umkomuleysi sínu, ekki sízt ein- stæðar mæður, gamalmenni og sjúklingar. Fyrir allt þetta bág- stadda fólk vann hún ótrauð. Það eru mörg sporin, er Elísabet hefur troðið í götur þessa bæjar er hún var að leita þessum umkomulausu skjólstaéðingum sínum hjálpar. I gegnurrt kynni sín við undirok- un og eymd þessa fólks opnuðust augu hennar fyrir ýmsum mögu- leikum til að greiða bráðasta nauð- syn þessa vandamáls. Á eg þar við margs konar félagssamtök, svo sem mæðrastyrksnefnd, heimilis- hjálp o. þ. m. 1., sem hún er ýmist hvatamaður að eða einlægur stuðningsmaður. Eg efa það ekki að stórbóndinn í Borgarfirði hafi haft töluvert rétt fyrir sér, er hann áleit Elísabetu Eiríksdóttur stórbokka, en stór- bokkaskapurinn hennar hefur að- allega sýnt sig, er hún stóð frammi fyrir þeim, er höfðu velferð skjól- stæðinga hennar í hendi sér. Hún gat aldrei skilið, að það væri eitt- hvert gustukaverk að þjóðfélagið veitti mönnum möguleika á að vinna fyrir lífsnauðsynjum sínum. Ný kynslóð er vaxin upp, hún veit ekki, hún þekkir ekki öryggis- leysið og baslið. Hún hefur á und- anförnum árum lifað góðu lífi. Það eru ávextirnir af sigrum þeim er fyrri kynslóðin vann. Eg veit að einlægasta ósk Elísabetar er að unga kynslóðin haldi styrkri hendi um fengin réttindi til handa vinnandi mönnum, körlum og kon- um, að þið standið örugg og keilc frammi fyrir þeirri ófreskju, er vill ræna þeim réttindum úr hendi ykkar. . Elísabet! Sérstaklega þakkar Verkakvennafélagið Eining þitt farsæla starf. og óskar þér allrar blessunar í framtíðinni. LÍTIL SÍLDVEIÐI Síldveiðarnar hafa gengið mjög illa í sumar. Aflamagnið er til þessa mun minna en í fyrra, og fjöldi skipa hefur sáralítið fengið. Á aðalsíldarstöðvunum, eins og Siglufirði og Raufarhöfn, hefur verið mjög lítil atvinna í sumar vegna þess hve lítil síld hefur borizt til söltunar. Aðkomufólk, er kom í atvinnuleit til þessarra staða, er flest farið heim með tómar pyngjur og heimafólk hefur óvenjulitla atvinnu. I þessarri viku hefur að kalla alls engin veiði verið, en skip flest legið inni á höfnum á Aust- fjörðum vegna veðurs. Vonir manna um að eitthvað rætist úr með aflabrögð fara minnkandi með hverjum degi. Síðastliðinn laugardag var heildaraflamagnið orðið 774.346 mál og tunnur, þar af rúmlega 125 þús. tn. í salt. Á sama tíma í fyrra var heildaraflinn 949.235 mál og tn., en þá hafði verið salt- að í 200 þús. tunnur. Aflahæsta skipið var um helg- ina Guðrún Þorkelsdóttir frá Elskifirði með" 10.810 mál og tn. ÓLAEUR ANDVARPAR Sænska blaðið Stockholms- Tidningen birti nýléga viðtal við Olaf Thors. Þar segir m. a.: „Ólafur Thors forsætisráðherra er sammála því, að það verði erf- itt að framkvæma viðreisnar- stefnuna. Hann bendir á það, að seinast þegar hann talaði við Einar Olgeirsson, sem hann hefur persónulega mætur á, hafi Einar bent á, að 8,8 kr. meðaikaup um tímann 1947 hafi haft meiri kaup- mátt en hliðstætt tímakaup, sem nemur 22,2 kr. nú. Þetta er rétt, bætir Ólafur Thors við og and- varpar.“ í sömu grein er haft eftir Ólafi: „Menn gera sér vonir um, að unnt verði að reka útflutningsat- vinnuvegina án ríkisaðstoðar, en til þess verður að binda kaupið.“ „Búast má við harðvítugum deiium, þegar Alþingi kemur aft- ur saman í haust. Margir kunnug- ir telija, að róttækari viðhorf ryðji sér nú til rúms og að Alþýðu- bandalagið sé að vinna fylgi á kostnað sósíaldemókrata.“ - Tunnuverksmiðjan (Framhald af 1. síðu.) verksmiðjunnar og hótar því, að verði ekki fallizt á þá ráðstöfun verði rekstri Tunnuverksmiðj- unnar hætt með öllu. Það, sem Síldarútvegsnefnd telur því til ógætis að flytja verk- smiðjuna er, að það verði nokkr- um milljónum króna ódýrara að koma verksmiðjunni fyrir í þeim húsum, sem til eru á Dagverðar- eyri en að byggja nýja vehk- smiðju í bænum. Hitt virðist nefndin lítt taka með í reikning- inn hversu stórfelldur auka- kostnaður því verður samfara að reka verksmiðjuna þetta langt ut- an bæjarins og þurfa daglega að flytja verkamennina um langan veg að og frá vinnu og þurfa að fara svo langa leið einnig með allar vörur, sem verksmiðjan þarf á að halda, t. d. í sambandi við viðgerðir. Hætt er við, að ferðalögin á milli verði einhvern tíma tafsöm, þegar stórhríðar geysa og ekki verður komizt áfram nema hafa snjóplóg í far- arbroddi. Hversu mikið óhagræði það verður verkamönnum þeim, sem í verksmiðjunni vinna, að þurfa svo langa leið til vinnu sinnar, þarf ekki að rekja. En ástæða er til að benda á það, að þegar ríkið keypti Tunnuverk- smiðjuna af Akureyrarbæ árið 1945 mun því hafa verið heitið, að verksmiðjan yrði starfrækt hér í bæ áfram, og eigi að flytja verksmiðjuna út fyrir lögsagnar- umdæmi bæjarins er tvímæla- laust um að ræða svik á því lof- orði, nema bæjarstjórn leysi rík- ið frá þeirri kvöð að reka hér tunnuverksmiðju, en það hefur bæjarstjórn ekki ennþá gert, og gerir vonandi ekki. Hvort Síldar- útvegsnefnd leggur í það að flytja verksmiðjuna án þess að fá til þess samþykkti Akureyrarbæjar og Verkamannafélagsins, skal ósagt látið, en það væri vægast sagt óskemmtileg framkoma, óæskileg og óeðlileg. Akureyring- ar vona, að svo illa takizt ekki til.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.