Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 26.08.1960, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 26.08.1960, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 26. ágúst 1960 „Þá lifir maður lengur og betur,, Þann 24. ágúst 1885 fæddist sveinbarn að Ósi í Arnames- hreppi. Það var vatni ausið og gefið nafnið Karl. Þannig voru í gær liðin 75 ár frá því að hann Kalli í Þingvallastrætinu kom í þennan heim, því að sá er mað- urinn, Karl Guðmundsson í Þing- vallastræti 12. Hann hefur átt þar heima í rúma þrjá áratugi og það þekkja hann því flestir Ak- ureyringar. Og þó að Karl hafi nú lagt að baki þrjá aldarfjórð- unga og skilað ótrúlega miklu dagsverki um ævina, er hann ennþá léttur á fæti og jafnan gamansamur og glettinn í svör- um. Eg hitti Karl að máli nú í vik- unni og fékk hjá honum ævisögu hans í hnotskum eitthvað á þessa leið: Fimm ára gamall fluttist Karl úr foreldrahúsum og fór í fóstur hjá Júlíusi Ólafssyni í Hólshúsum. Þar var hann í 20 ár. Þá gekk hann í hjónaband og fór í húsmennsku að Grísará um skeið, en var síðan vinnumaður á Hrafnagili hjá sr. Þorsteini Briem í tvö ár. Því næst fluttist hann til Akureyrar og var þar í eitt og hálft ár. Á þeim tíma missti hann konu sína. Þá réðst hann ráðsmaður að Vindheimum til ekkju, sem átti 10 börn. Eftir nokkurn tíma kvæntist hann ekkjunni og ól upp með henni þenna stóra barnahóp. En er þau höfðu búið saman í 12 ár varð Karl ekkjumaður í annað sinn. Hann hætti þá búskap og fluttist aftur til Akureyrar og hefur átt hér heima síðan. Haustið 1928 kvæntist hann í þriðja sinn, Sig- rúnu Jónsdóttur Friðfinnssonar. Frá því um 1930 hafa þau búið í Þingvallastræti 12. Eg spyr Karl, hvort hann hafi ekki snemma farið að vinna. — Jú, eg hef ævinlega þurft að vinna. Þegar eg var á níunda ári mátti eg hirða 75 ær, og svo var maður settur til tóvinnu á kvöldin. Það var ekki gefið eftir í þá daga. — Hvað hafðirðu svo í kaup um tvítugsaldurinn? — Eg hafði aldrei eyri í kaup á meðan eg var í Hólshúsum eða til 25 ára aldurs. En eitt sinn eignaðist eg golsótta gimbur, mér var gefin hún, og eg lét alltaf lifa undan henni, þegar hún átti gimbur. Þannig kom eg mér upp nokkrum fjárstofni. Eg byggði kofa yfir féð og heyjaði svo fyrir því á helgidögum og í matartím- um. Eg kom mér upp fötum með því að senda ull til Noregs og láta vinna hana þar. Fermingar- vorið mitt fékk eg þannig ágætt, grátt vaðmál frá Noregi og það var notað í fermingarfötin mín, en tillegg og saumaskap sáu fóst- urforeldrar mínir um. Það var minna, sem imglingamir eyddu þá heldur en þeir gera nú. Kaup fékk eg fyrst að heitið gæti, þegar eg kom til Þorsteins Briem á Hrafnagili. Þorsteinn var búmaður góður, og mér líkaði vel við hann. En það var mikið að gera. Eg fór frá honum eftir tvö ár vegna þess, að Guðrún sáluga, konan mín, vildi ekki að eg væri þar lengur. Hún sagði að eg dræpi mig á allri þessarri vinnu. En Þorsteinn borgaði mér líka miklu hærra kaup en þá tíðkað- ist og þegar eg fór bauð hann mér 700 krónur á ári, ef eg vildi vera áfram, en það var tvöfalt árskaup vinnumanna þá. Og þeg- ar eg vildi samt ekki vera áfram, sagði hann, að eg mætti sjálfur Hjónin Karl Guðmundsson og Sigrún Jónsdóttir. ákveða kaupið, ef eg bara vildi vera. En eg fór nú samt. Hrafnagil er fínasta jörð, eg hefði verið til með að búa þar. En vorið, sem eg kom þangað, var ástandið þannig með ærnar, að margar þeirra lágu afvelta á sléttu. Það hafði eitthvað verið skrítið með hirðingima. En vet- urinn eftir, þegar eg tók við hirð- ingunni, beitti eg upp í fjöll og gaf lítið fyrri hluta vetrar. Þá leizt sr. Þorsteini ekkert á, hvernig eg hagaði fóðruninni, og spurði hvað eg hugsaði með þessu.En eg sagði honum að vera alveg áyhggjulaus, ærnar skyldu ekki verða afvelta á næsta vori. Og um vorið, þegar skoðimar- maðurinn kom, sagði hann, að féð væri bezt útlítandi í öllum hreppnum. Það þótti mér góður vitnisburður, en eg var heldur enginn byrjandi við fjárhirðingu. — Hvað hefux þú) svo hejlzt starfað eftir að þú hættir búskap og fluttist hingað í bæinn? — Eg hef unnið svona eitt og annað eftir því, sem boðizt hefur. Við höfðum margt af skepnum framan af, 30 til 40 kindur og allt upp í 4 kýr. Ennþá eigum við nokkrar kindur. Höfðum tún sunnan við aðalspennistöðina. — Við seldum mjólk héma í kring og höfðum alltaf gott upp úr kúnum. Það bjargaði okkur, þeg- ar hart var um vinnu. — Var ekki oft lítið um vinnu á kreppuárunum? — Jú, en eg hafði þó oftast talsverða vinnu hjá KEA. Nema eitt árið, þá bar eg rauða fánann fyrir kröfugöngunni 1. maí, og það sem eftir var af því ári fékk eg ekki handtak að gera hjá kaup félaginu. Það er nú sem betur fer orðið minna um það, að mönnum sé neitað um vinnu vegna póli- tiskra skoðana. — Þú hefur snemma orðið rót- tækur í skoðunum? — Eg var Framsóknarmaður alltaf á meðan eg var í sveitinni, en gekk til fylgis við hina rót- tækari fylkingu eftir að eg kom í bæinn og hef fylgt henni síðan. En mér finnst, að það sé frekar Framsóknarflokkurinn, sem hef- ur breytzt heldur en eg, hann er ekkert orðinn líkur því, sem hann var í upphafi. En mér varð það líka ljóst, þegar eg kom í bæ- inn, hver nauðsyn verkamönnum er að standa saman um sinn mál- stað. Þetta var ekkert kaup, sem maður hafði þá. Nei, ekki nokk- ur hlutur. Mér þykir einkenni- legast, hve sumum verkamönn- um gengur illa að læra það, að þeir verða sjálfir að vinna að sín- um hagsmunamálum, ef vel á að fara. Það dugar ekki að bíða bara eftir því að aðrir vinni fyrir mann. — Og þú stundar ennþá vinnu? — Núna vinn eg bara á bryggj unni hjá honum Jóni á Eimskap. Hann lætur mig alltaf hafa vinnu. — Er heilsan alltaf í góðu lagi? — Það er nú of mikið sagt. En maður verður að bera sig vel, þó að maður sé ekki vel hraustur, og vera kátur og fjörugur, þó að ekki sé allt eins og manni bezt líkar. Þá lifir maður lengur og betur. Héma á árunum var eg alveg frá vinnu á annað ár vegna brjóskeyðingar í axlarlið og hné, en Snorri Hallgrímsson bjargaði þessu alveg við, svo að eg hef lít- ið sem ekki fundið til þess. Síðan hefur hann komið hér á hverju ári og fylgzt með líðan minni. Hann bannar mér cdveg að stunda slátt, en í fyrra þegar hann kom, var eg uppi á túni að slá. Þá spurði hann, hvort eg væri alveg orðinn vitlaus, eða hvort eg myndi ekki að hann hefði bann- að mér þetta. Eg sagðist jú muna það, en einhvern veginn yrði að losa heyið. En sannleik- ur var það, að eg var farinn að finna til af slættinum, og í sumar sló eg ekkert. Annars hef- ur heilsan verið sæmileg. — Hefur ekki Akureyri breytzt mikið frá því þú manst eftir bænum fyrst? — Jú, hún hefur breytzt mikið og það bara síðan eg fluttist hing- að alfarið 1927. Þegar við Jón heitinn tengdafaðir minn byggð- um þetta hús um eða rétt fyrir 1930 héma í Þingvallastrætinu, þá var það efsta húsið. Þú sérð alla byggðina hér fyrir ofan núna. Þetta hús kostaði, þegar það var byggt, 17.500 krónur. — Segir þú svo ekki eins og svo margir aðrir, þegar þeir eru komnir á efri ár, að heimur versnandi fari? — Maður veit nú ekki, hvað um það á að segja. En ekki er það álitlegt núna í allri þessarri óskaplegu dýrtíð. Mér heyrist á öllum verkamönnum núna, hvar í flokki sem þeir standa, að það verði ekki umflúið lengur, að eitthvað verði gert í kaupgjalds- málumun .Mér finnst jafnvel, að margir séu að verða óþolinmóðir yfir því, hvað það dragist lengi. Annars þurfum við bara að losna við þessa stjóm, hvemig sem á að fara að því. Það kom núna nýlega til mín maður utan úr Glerárþorpi, sem alltaf hefur fylgt Alþýðuflokkniun, en núna valdi hann þeim flokki ekki falleg orð. Hann sagði að það ætti bara að taka alla þessa krata foringja og skera þá. Eg sagði nú við hann, að mér þætti þetta ljótt orðbragð, hann væri orðinn eins orðljótur um kratana og Jói skó. En hann kvað þetta alls ekki neitt ljótt orðbragð, þegar þessir náungar ættu í hlut. Þeir verð- skulduðu ekki betra. Það er von- andi, að fleiri sjái, hvar þeim ber að standa í þessum málum. Karl Guðmimdsson varð 75 ára í fyrradag. Eins og aðrir al- þýðumenn hefur hann orðið að þola bæði súrt og sætt á langri ævi, en hann hefur aldrei brugð- izt því hlutverki, sem lífið hefur lagt honum á herðar, heldur jafn- an ráðizt ódeigur að hverju því verkefni er fyrir lá, og gjama með bros á vör og gamanyrði. Hann hefur kunnað mörgum bet- ur þá hst að lifa sem sannur maður. Erfiðleikarnir hafa ekki hrætt hann heldur stælt til bar- áttu, og hann hefur notið þess að sigrast á þeim. Hún er eftir- tektaverð „lífsspekin“ hans Karls nú ,er hann hefur lagt þrjá aldarfjórðunga að baki sér: „Maður verður að bera sig vel, vera kátur og fjörugur, þá lifir maður lengur og betur.“ Til hamingju, Karl. Þ. Margir um boðið Á síðastliðnu vori sagði Mar- teinn Sigurðsson upp starfi sínu sem framfærslufulltrúi á Akur- eyrarbæ. í lok júlímánaðar var starfið auglýst til umsóknar og er umsóknarfrestur nú liðinn. — Alls bárust ellefu umóknir, og eru umsækjendur þessir: Bjöm Guðmimdsson, varðstjóri, Gunnar Steindórsson, bruna- vörður, Gústav Jónasson, rafvirki, Jóann Ogmundsson, trésmiður, Jón Ingimarsson, skrifstofumað- ur, Jón Thorarensen, verkamaður, Rafn Hjaltalín, skrifstofumaður, Stefán H. Einarsson, skrifstofu- maður, Skúli Flosason, málari, Þórhallur Guðmundsson, ullar- matsmaður, Þórir Guðjónsson, málari. Ákvörðun um veitingu starfs- ins verður væntanlega tekin á næsta fundi bæjarstjórnar. Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju kl. 10.30 árd. á sunnu- daginn. Sálmar nr.: 29 — 374 — 139 — 378 — 680. — Séra Lárus Halldórsson, sumarbúðarstjóri á Löngumýri, messar. Stefán Guðnason, læknir á Akureyri, hefur verið skipaður tryggingalæknir og mun hverfa héðan innan skamms og flytja til Reykjavíkur. Olympíuleikamir voru settir í Róm í gær á þessum myndarlega leikvangi, sem sézt hér á myndinni. Níu Islendingar keppa að þessu sinni á Olympíuleikunum: Ágústa Þorsteinsdóttir í 100 m. skriðsundi, Guðmundur Gíslason í 100 m. skriðsundi, Vilhjálmur Einarsson í Þrístökki og langstökki, Jón Péturs- son í hástökki, Hilmar Þorbjörnsson í 100 m. og 200 hlaupum, Valbjöm Þorláksson í stangarstökki, Björgvin Hólm í tugþraut, Pétur Rögnvaldsson í 110 m. grindahlaupi og Svavar Markússon í 800 og 1500 m. hlaupurn. — Gífurlegur hiti hefur verið í Róm að undanförnu og getur háð ísl. keppendunum.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.