Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 26.08.1960, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 26.08.1960, Blaðsíða 3
Föstudaginn 26. ágúst 1960 VERKAMAÐURINN 3 SKORTUR A SLATTUMONNUM veldur seinagangi á hirðingu lóða hjá bænum, segir garðyrkjuráðunautur Á fundi þeim, sem Jb egrunarfé- lagið héft með fréttamönnum og ifeirum á sunnudaginn, héit garö yrkjuráðunautur bæjarins ræðu, þar sem hann ræddi m. a. um hirðingu þeirra fóóa og opinna svæða í bænum, sem bæjaríéiag- inu ber að annast um hirðingu á. Tiiefni ræðu garðyrkj uráö unauts virtist vera greinarkorn eítir „L.“, sem birtist í síðasta bfaði Verkamannsins, en grein þá ias ráðunauturinn upp og svaraði hð fyrir hð frá hans bæjarhóh séð. Þar sem f imdin- þessi var f ámenn- ur, þykir rétt að rekja hér stutt- lega svör ráðunautsins. Hann kvað það rétt, að sumt af auðum svæðum í bænum væri ennþá óslegið, en kvað óréttmætt að hann eða aðrir ráðamenn bæj- arins væru sakaðir um það. Ástæðan væri einfaldlega sú, að það væru um það bil 500 dags- verk að slá ailar þær lóðir, sem bæjarfélagið yrði að sjá um slátt á, en aðeins fjórir til fimm menn fengjust til að sinna þeirri at- vinnu. Væri þá fljótreiknað, að það tæki minnst þrjá mánuði að ljúka þessum siætti og þess vegna ekki við því að búast, að honum væri lokið ennþá. Hins vegar yrði haidið áfram að slá, og væntanlega ynnist tími til að slá alit, sem þyrfti. Hann kvað það hafa flýtt fyrir slætti á undan- förnrnn árum, að ýmsir hefðu fengið að slá ákveðin svæði gegn því að fá heyið ,en nú væri svo komið, að enginn vildi sinna slíku, og jafnvel fengjust engir til að hirða töðuna slegna, þó að hún væri boðin án endurgjalds, og bærinn hefði orðið að aka mörg- um hundruðum hesta af töðu á öskuhaugana í sumar, því að ekki borgaði sig að þurrka hana, þegar htlar sem engar vonir væru um sölu. Af þessum ástæð- um kvaðst ráðrmautirrinn kapp- kosta að bera sem minnst á, og helzt ekkert, til þess að töðufeng- urinn yrði sem minnstur. I þessu sambandi tók hann það einnig fram, að hann skyldi ekki þá bændur, sem kepptust um að bera sem mest á og fá sem mest hey, en vissu svo eirkert hvað þeir ættu viö heyin að gera. Um i'ögrubrekku, sunnan við íþróttavöllinn tók ráðunauturinn íram, aö hún kæmi sér ekkert við. Það væru íþróttafélögin, sem ættu að hirða um hana. Þá ræddi ráðunauturinn um njólann, sem hann sagði, að margir bæjarbúar hefðu á heil- anum, en sér virtist njóh fara minnkandi í bænum. Einstakir blettir hefðu verið úðaðir með góðum árangri, en það væri dýrt og þess vegna hefði það ekki verið gert í stórum stíl. Nokkir viðstaddra létu í ljós, þeir væru ráðimautnum ekki sammála um, að njólinn væri í afturíör, þeim virtist hann blómstra svo vel, að nauðsynlegt væri að herða sóknina gegn hon- um, a. m. k. ef Akureyri ætti áfram að hafa orð fyrir að vera þrifalegur og vel hirtur bær. Var m. a. á það bent, að það væri til lítillar prýði við aðaheið inn í bæinn, og th lítils sóma fyrir til- raunastöð í landbúnaði, að hafa njólagarð eins og þann, sem nú væri við kúabúið á Galtalæk. Garðyrkjuráðunauturinn minnt- ist einnig á margt fleira í ræðu sinni, svo sem skrúðgarðarækt- ina. Hann kvað það svo víða er- lendis, að menntamenn, prestar, læknar, lögfræðingar o. s. frv., ættu fegurstu garðana, en hér væri þessu öfugt farið. Hér á landi annað hvort nenntu menntamenn ekki að fást við garðrækt eða þættust of fínir til að láta sjást á sér mold. Sérstak- lega kvað hann hérlenda presta htla garðyrkjumenn. Einnig tók hann dæmi af menntaskólakenn- urum hér í bæ og sagði að eigin- lega væri ekki nema einn þeirra, sem sinnti garðræktinni. Þá gat ráðunauturinn þess, að honum hefði ekki verið fahð að gera neitt til fegrunar bæjarins, og þeir peningar, sem í því skyni væru ætlaðir á fjárhagsáætlun bæjarins, færu til þess að kosta slátt og önnur útgjöld við hey- vinnuna. Minningarathöfn um son minn, BJÖRGVIN ARNASON, Hafnarstræti 81, sem andaðist 30. júlí sl., fer fram frá Ak- ureyrarkirkju laugardaginn 27. ágúst kl. 1.30 e. h. Elísabet Jakobsdóttir. ÚTSALAN er í fullum gangi í dag bætist við mikið af KÁPUM og einnig DRAGTIR. — Komið og gerið góð kaup. VERZLUN B. LAXDAL Réft athugað í „Alþm“ á þriðjudaginn má lesa þetta: „Það væri þannig mikilsvert, að verkalýðsfélögm vönduðu vel val fuiltrúa sinna á komandi Al- þýðusambandsþing, kysu sér hvort tveggja í senn varfærna menn og þó fasthenta á réttindi og kjör umbjóðenda sinna, menn sem krefðust vissulega þess, sem verkalýðnum ber af þjóðartekj- unum, en gættu þess á hinu leit- inu að krefjast einskis þess, sem þjóðarheildinni er óhagfellt.“ Verkamaðurinn tekur eindreg- ið undir þessi orð og væntir þess, að sem flestir hafi þau að leiðar- ljósi, en að því kemur að velja fulltrúa á Alþýðusambandsþing. En jEifnframt vill blaðið benda á það, að verkalýðsstéttin er lang- fjölmeimasta stéttin í landinu og þess vegna fara hagsmunir þjóð- arheildarinnar og verkalýðsstétt- arinnar meira saman en hags- munir nokkurrar annarrar stétt- ar í landinu. Það er því alveg óþarft að hafa áhyggjur af því, að verkalýðurinn geri meiri kröf- ur en þjóðarheildinni er hag- kvæmt. Hins vegar þarf að vera vel á verði gagnvart ýmsum fá- mennari stéttum og hagsmuna- hópum, og væri ekki óeðlilegt að „Alþm.“ varaði fremur við þeim, sem hætta stafar en þeim, sem hættulausir eru, nema hann sé af ásettu ráði að leiða athyglina frá ræningjunum. 1700 Utsvarsskrá Reykjavíkurbæjar var lögð fram fyrir fáum dögum. Sanjkvæmt henni ber Vilhjálmi Þór, fyrrverandi aðalbankastjóra, að greiða kr. 1700.00 í útsvar á þessu ári. Það má merkilegt heita, að maðurinn skyldi ekki vera löngu búinn að segja upp þessu banka- stjórastarfi og leita sér arðbærari atvinnu. Með slík sultarlaun sem útsvarið bendir til að Vilhjálmur hafi haft myndu víst fæstir hafa beðið eftir því að verða reknir. Berjaferð Iðju. Iðja fer berja- ferð á sunnudaginn að Yzta- hvammi í Aðaldal. Lagt verður af stað kl. 8 f. h. frá BSA. Far- miðar fást hjá trúnaðarmönnum á vinnustöðum og á skrifstofu verkalýðsfélaganna. Félagar ættu fjölmenna í þessa ferð. Fargjaldið verður aðeins sjötíu krónur fyrir manninn. I I 1 * <3 I V i Innilega þakka ég öllum þeim, sem sýndu mér sœmd ^ og vináttu með hlýjum orðum, gjöfum og heillaskeyt- ^ um á 75 ára afmœli mínu. ^ Karl M. Guðmundsson. t AÐVÖRUN um stöðvun atvinnurekstrar vegna van- skila á söluskatti og útflutningssjóðsgjaldi. Samkvæmt heimild í lögum nr.10 22. marz 1960 verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér í umdæminu, sem enn skulda söluskatt II. ársfjórðungs 1960, svo og eldri söluskatt og útflutningssjóðsgjald stöðvaður, þar til þau hafa gert full skil á hinum vangreiddu gjöldum ásamt áföllnum dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir sem vilja komast hjá stöðvun verða að gera full skil til skrifstofu minnar eigi síðar en miðvikudaginn 31. þ. m. Bæjarfógeti. RÚSÍNUR Kr. 22,00 kílóið NÝLENDUVÖRUDEILD OG ÚTIBÚIN Frá barnaskólum Akureyrar Skólarnir taka til starfa þiiðjudaginn 6. september næstk. kl. 10 árd. Mæti þá öll börn fædd 1951, 1952 og 1953. Tilkynna þarf forföll. Glerárskólinn tekur þó ekki til starfa að sinni vegna viðgerða á skólahúsinu. SKÓLAST T ÓR ARNIR. - --r - TILKYNNING Það starfsfólk, sem undanfarin haust hefur unnið á sláturhúsi voru á Oddeyri og hugsar sér að vinna þar í sláturtíðinni í haust, er vinsamlega beðið að gefa sig fram við sláturhússtjórann hið allra fyrsta. Gerum ráð fyrir að þurfa nýtt fólk til viðbótar í haust. Sláturhús K.E.A. - Sími 1108. MJALLHVÍT TILKYNNIR Höfum opnað nýtt þvottahús að Hólabraut 18. - Reynið viðskiptin. MJALLHVÍT - SÍMI 2580

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.