Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 26.08.1960, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 26.08.1960, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Föstudagiim 26. ágúst 1960 ALÞYÐUSAMBANDSÞING 0G ALÞÝÐUFLOKKUR Yerða þetta síðustu tunnurnar? Þessi mynd var tekin við Tunnuverksmiðjuna á Akureyri nú í vikunni. Það er verið að gera við þær tunnur, sem skemmst hafa við geymsluna úti undir berum himni, síðan á að senda þær suður til Faxa- flóahafna. Vegna síldarleysisins liggja hér ennþá tugir þúsunda af tunnum. í fimmtán ár hefur ríkið svikizt um að reisa hér tunnugeymslu, og nú á að nota geymsluskortinn sem átyllu til að flytja verk- smiðjuna burtu úr bænum og svíkja um leið áður gefin loforð um tunnusmíði hér á Akureyri. — Boðað hefur verið, að kosning- ar til Alþýðusambandsþings megi hefjast 17. næsta_ mánaðar. Úrslitanna í þeim kosningum verður beðið með mikilh eftir- væntingu, ekki aðeins af með- limum verkalýðsfélaganna, held- ur einnig af öðrum landsmönn- um, og þá ekki sízt forystumönn- um þeirra stjómmálaflokka, sem nú fara með stjóm landsins. — Þetta má greinilega sjá nú þegár af málgögnum Alþýðuflokksins. Leiðari Alþýðumannsins á þriðju daginn bar yfirskriftina „Alþýðu- sambandsþing'1 og í Alþýðublað- inu birtist á miðvikudaginn grein eftir Jón Þorsteinsson lög- fræðing undir nafninu „Alþýðu- sambandskosningar og hlutverk verkalýðshreifingar". Og hver er svo ástæðan til þess, að þessarra Alþýðusam- bandskosninga verður beðið með svo mikilh eftirvæhtingu? Hún er sú, að þessar kosningar verða í raiminni atkvæðagreiðsla alls verkalýðs um það, hvort hann vill sætta sig við hinar stórkost- legu kjaraskerðingar síðustu tveggja ára og bera sívaxandi dýrtíð bófalaust eða, hvort hann ætlar einhuga og ákveðið að heinita sinn rétt, krefjast þess aftur sem af honum hefur verið rænt. Það vita allir, að núverandi ríkisstjóm og stuðningsflokkar hennar hafa ákveðið að berjast sem ljón gegn því að verkafólk fái nokkrar kjarabætur. Oll þeirra „viðreisn" er byggð á því, sem aðalforsendu, að kaupgjaldi sé haldið niðri, og forsætisráð- herrann hefur jafnvel látið hafa það eftir sér nýlega í viðtali við erlent blað, að það verði að binda kaupið. Þegar flugmenn hugðust bæta kjör sín á liðnu sumri, setti ríkisstjórnin af skyndingu bráðabirgðalög, sem bönnuðu þeim að fara í verkfall til að knýja kröfur sínar fram. Þetta var auðvitað sama og að segja við flugfélögin: Þið þurfið ekki að gera neina nýja samninga við þessa menn. Margir óttast, og það ekki að ástæðulausu, að eins muni ríkisstjómin fara að gagn- vart öðrum stéttarfélögum, ef að því kemur, að þau boði verkföll. En það verður engin ríkis- stjórn vinsæl af því að binda kaup og banna verkföll, allra sízt ef slíkt er gert á sama tíma og verðlag allt stígur hraðar en dæmi eru til áður og verkafólk sér fram á það, að launin muni alls ekki hrökkva fyrir brýnustu nauðsynjum. Þess vegna vilja stjómarflokkarnir auðvitað. helzt komast hjá þessum óvinsælu ráð- stöfimum en ná sama markmiði eftir öðrum leiðum. Og sú leið, sem þeir sjá helzta og vilja nú reyna að gera að veruleika, er að koma þægum þjónum sínum til valda í Alþýðusambandinu og láta þá síðan segja við meðlimi verkalýðsfélaganna: Við getum alls ekki og megum ekki gera neinar kröfur núna; það er ekki tímabært og blátt áfram stór- hættulegt fyrir atvinnulíf þjóðar- innar. Þeir eru að vísu ekki mjög bjartsýnir á að þetta takizt, for- ingjar kratanna og íhaldsins, því að þeir vita, að vinsældir þeirra hjá launþegum landsins hafa ekki aukizt upp á síðkastið. En þeir gera sér ennþá nokkrar von- ir um að geta ráðið það miklu á Alþýðusambandsþinginu í haust, að þingið verði áhrifalítið og að þar verði kosin sambandsstjóm, sem verði svo ósamstillt, að hún verði máttlaus til að hafa nokkra forystu í kjarabaráttunni eða geti leitt hana þann veg, sem æski- legast væri fyrir verkalýðsstétt- iná. Við skulum aðeins líta á það, hvert er aðalinnihaldið í greinum Alþýðumannsins og Alþýðublaðs- ins um væntanlegar kosningar til Alþýðusambandsþings. í báðum þeim greinum, sem nefndar voru hér að framan, er áherzla lögð á það, að til Alþýðusambandsþings skuli ekki kjósa menn eftir póli- tík. Það er dálítið skemmtilegt að heyra þetta frá fulltrúum Al- þýðuflokksins, flokksins, sem í hálfan þriðja áratug stjómaði því, að engir fulltrúar voru tekn- ir gildir á Alþýðusambandsþing nema þeir lýstuyfir stuðningi við Alþýðuflokkinn. Nú hefur flokk- urinn misst þessa forréttindaað- stöðu og mest af fylgi sínu hjá ís- lenzkum verkalýð, og þá á ekki lengur að velja menn eftir póli- tískum skoðuhum til setu á Al- þýðusambandsþingi. En eru þessir menn þá sjálfum sér samkvæmir í boðskap sínum? Nei, ekki aldeilis. Þeir ræða báð- ir um það, hvernig þeir vilji, að stjóm Alþýðusambandsins verði skipuð og koma þá illa upp um sig, því að þeir vilja velja menn í hana eftir póhtískum línum. — Bragi segir í Alþýðumanninum: „Sennilega yrði málefnum ASÍ bezt borgið með því, ef hægt yrði að ná samkomulagi um sam- bandsstjóm á breiðum, faglegum grundvelli, þar sem enginn einn stjórnmálaflokkur hefði hreinan meirihluta.“ Og Jón segir í Al- þýðublaðinu, að viðhorf Alþýðu- flokksins eigi að hans dómi að vera á þessa leið: „Vinna að kosningu sambandsstjómar á breiðum, faglegum grundvelli, þar sem menn af öllum flokkum eiga sæti, en enginn einn flokkur eigi meirihluta.“ Það er glöggt af skyldleikanum í orðalagi þessarra tilyitnana, að í þeim kemur fram mótuð stefna Alþýðuflokksins, en ekki neinar sérskoðanir þessarra tveggja manna. Þeir tala báðir fallega um að velja stjórn á breiðum faglegum grundvelli, en það á svo bara ekki að hugsa meira um þennan faglega grundvöll en svo, að það á að velja mennina eftir póhtískum ht. Enginn einn stjómmálaflokkur á áð hafa meirihluta. Og hvers vegna skyldi það nú vera? Auðvitað af því, að útilokað er, að Alþýðu- flokkurinn geti verið sá flokkur, sem þann meirihluta hafi. Ef lík- ur væru til þess, að Alþýðu- flokkurinn gæti náð meirihluta í stjóm ASÍ, myndu þessir menn áreiðanlega ekki tala um, að eng- inn einn flokkur mætti hafa meirihluta í sambandsstjóminni. Jón gengur feti lengra en Bragi, þegar hann talar um, að allir flokkar eigi menn í sam- bandsstjóminni. Það er greini- legt, að Alþýðuflokkurinn unir vel íhaldssamvinmmni í ríkis- stjórninni fyrst hann vill líka fá íhaldið með sér í stjóm Alþýðu- sambandsins. Nú skal því stillt upp sem baráttumáli í Alþýðu- sambandskosningunum að leiða íhaldið tíl sætis í æðstu stjórn stéttarsamtaka verkalýðsins, auð valdið í landinu, stóratvinniurek- endur og braskarar eiga að fá tækifæri til að koma sendimönn- um sínum inn í stjóm Alþýðu- sambandsins. Hver halda menn, að sé tilgangurinn með því? — Hann er áreiðanlega ekki sá, að gera Alþýðusambandið að sterku baráttutæki í kjaramálum verka- lýðsstéttarinnar. Hér skal ekki rakið meira að sinni af boðskap þeirra Braga Sigurjónssonar og Jóns Þorsteins sonar um það, hvemig velja skuli menn á Alþýðusambandsþing eða í stjóm Alþýðusambandsins. Undir það skal fúslega tekið, að það á ekki að velja þingfulltrúa eftir því, hvaða stjórnmálaflokk þeir em vanir að greiða atkvæði við Alþingiskosningar, en það á heldur ekki að velja sambands- stjóm eftir slíku. Þar með er alls ekki sagt, að pólitík skuli vera Alþýðusambandinu óviðkomandi eða að póhtískar skoðanir skipti engu við val manna á þing eða í stjóm Alþýðusambandsins. Það Merkisafmæli Frú Guðrún Kristjánsdótt- ir, Rauðumýri 22 á Akureyri, kona Áskels Snorrasonar tón- skálds, átti sjötugsafmæli mið- vikudaginn 24. þ. m. Verka- maðurinn sendir henni beztu kveðjur og árnaðaróskir. segir sig sjálft, að þá menn, sem vegna pólitíkur eða af öðrum enn þá annarlegri ástæðum hafa svik- ið stétt sína og berjast gegn hags- munum hennar, á alls ekki að kjósa á Alþýðusambandsþing. Og það er fáránlegt að ætla verkafólki að kjósa á þing sitt og jafnvel í stjóm samtakanna full- trúa frá höfuðandstæðingi verka- lýðsstéttarinnar, ihaldsflokknum. Og auðvitað verður verkafólk líka að gera sér ljóst, að þeir, sem ráðleggja slíkt, eru sjálfir ekki aðeins varasamir heldur stórhættulegir. Nú er framundan mikil kjara- barátta fyrir verkalýðsstéttina og að sjálfsögðu er áríðandi, að Al- Fyrir síðustu helgi töldu flest- ir, að vonlaust væri orðið, að knattspymulið Akureyringa héldi sæti sínu í fyrstu deild í knattspymunni, heldur myndi það falla niður í aðra deild. En nú hafa aftur vaknað nokkrar vonir, því að á sunnudaginn gerðist það óvænta: Akureyring- ar unnu KR með 5 mörkum gegn 3. Ennþá eru Akureyring- arnir að vísu neðstir að stiga- tölu, en það munar mjóu á þeim og Keflvíkingum, aðeins einu þýðusambandið hafi þar forystu á hendi. Einmitt þess vegna þarf að vanda sérstaklega vel val fulltrúa á Alþýðusambandsþing og kosningu sambandsstjómar, þegar á þing kemur. Það, sem hver verkamaður og hver verka- kona verður fyrst og fremst að athuga, þegar þau velja sína full- trúa er, hvernig þeir muni reyn- ast í þeirri þýðingarmiklu kjara- baráttu, sem framundan er, hvort þeir séu líklegir til að leiða þá baráttu til sigurs fyrir alþýðu manna eða hvort líklegt sé, að þeir gugni og gangi á mála hjá auðvaldinu. Þá, sem þegar hafa játað íhaldinu stuðning sinn ber auðvitað sérstaklega að varast. stigi, og Akureyringar eiga tvo leiki eftir, en Keflvíkingar að- eins einn. Þeir leikir, sem Akur- eyrarliðið á eftir, ’eru við Fram og KR og báðir á heimavelli. Það verður áreiðanlega fylgzt vel með þeim leikjum. Stigatala fyrstu deildar félag- anna er nú þessi: Akranes 12 stig, Fram 11, Valur 9, KR 9, Keflavík 5, Akureyri 4. Næsti leikur Akureyrarliðsins verður við Fram á sunnudaginn er kemur. BÍLLINN OPEL KAPITAN DE LUXE, verð 250.000 kr., er aðalvinningurinn í HAPPDRÆTTI STYRKTARFÉL. VANGEFINNA. En auk hans eru 9 aðrir ágætir vinningar. Forgangsréttur bifreiðaeigenda til kaupa á happdrætt- ismiðum með skrásettum númerum bifreiðanna er í gildi til 31. ágúst n. k., en ekki lengur. Eftir þann tíma verður sala miðanna frjáls. Hver vill láta einhvern annan fá vinning á bílnúmerið sitt? Auðvitað enginn. — Gleymið þess vegna ekki bifreiðaeigendur, að taka ykkar eigin miða, áður en þeir lenda í klónum á öðrum. Munið, fyrir 31. ágúst. Þessir einstæðu happdrættismiðar eru til sölu hjá Bif- reiðaeftirlitinu og frú Björgu Benediktsdóttur, Bjarkastíg 1, sími 1656. STYRKTARFÉLAG VANGEFINNA. Á sunnudag: iBA - Fram

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.