Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 02.09.1960, Síða 1

Verkamaðurinn - 02.09.1960, Síða 1
VERKflftlflÐURitlll Ritstj.: Þorsteinn Jónatansson. Útg.: Sósíalistafélag Akureyrar. Skrifstofa Hafnarstræti 88. Sími 1516. Áskriftarverð kr. 50.00 árg. Prentverk Odds Björnssonar h.f. XLIII. árg. Akureyri, föstudaginn 2. september 1960 29. tbl. Boðað til Þingvallafundar Landsfundur hernámsandstæð- inga verður háður að Þingvöllum dagana 9. til 11. þ. m. Hvervetna um land allt er unnið af kappi að undirbúningi fundarins, og er þegar vitað, að þátttaka verður mjög góð víða af landinu. Héraðsnefndir í hinum ein- stöku byggðarlögum vinna að undirbúningum og skipulagningu Þingvallaferðai'. Hér á Akureyri var fyrir alllöngu stofnuð sjö manna nefnd, en hún hefui' nú verið stækkuð og verksvið henn- ar einnig aukið, þannig að hún starfar einnig að þessum málum í þeim sveitum, sem næst liggja kaupstaðnum. Nefndin hefur opnað skrif- stofu í Verkalýðshúsinu við Strandgötu og er hún opin á kvöldin fró kl. 20.30 til 22.00. -— Þar eru gefnar allar upplýsingar SKÁKKEPPNI sú, sem áður hefur verið boðuð milli skákmanna frá Taflfélagi Reykjavíkur og skákmanna af Norðurlandi hefst í Alþýðuhús- inu á Akureyri kl. 10 f. h. á sunnudaginn kemur, en sunn- lenzku skákmeistararnir munu koma norður á föstudagskvöld og verða væntanlega sjö talsins, auk Jóns Þorsteinsonar, sem keppir með norðanmönnum. í þessarri keppni verða saman komnir og leiða hesta sína saman við skákborðið fleiri af fremstu skákmönnum landsins en algengt er að tækifæri gefist til að sjá hér. Það lór vel Akureyringar fjölmenntu venju frernur til að horfa ó knatt- spyrnukappleikinn á íþróttavell- inum hér á sunnudaginn var. Þá keppti lið íþróttabandalags Ak- ureyrar við knattspyrnufélagið Fram úr Reykjavík og á úrslitum þessa leiks valt það, hvort Akur- eyringarnir héltu sæti í fyrstu deild. Og það voru ánægðir Akuir- eyringar, sem héldu heim að leikslokum. Það mátti segja, að l»á væri gleðisvipur á hverjum manni. Heimamenn höfðu sigrað með yfirburðum og óumdeilan- lega tryggt sér rétt til að keppa áfram í fyrstu deild næsta sumar. Akureyringar voru hreyknir af knattspyrnumönnum sínum þenn an dag, og leikur liðsins vakti góðar vonir um, að það eigi eftir að vinna marga sigra í náinni framtíð. Akureyrarliðið á enn eftir einn leik í fyrstudeildar-keppninni þessu sxunri. Sá leikur verður háður hér á sunnudaginn kemur gegn KB. varðandi Þingvallafundinn og ferðir þangað. Einnig gefa með- limir héraðsnefndarinnar hver um sig slíkar upplýsingar. Fjársöfnun. Kostnaður við landsfundinn verður sem nærri má geta mikill og í sambandi við undirbúnings- Starfið á hverjum stað einnig talsverður kostnaður. Nú fer fram um allt land fjársöfnun til að standa straum af þessum kostnaði og ber að vona, að nægi- legt fé safnist áður en fundurinn verður haldinn til þess að þegar verði hægt að greiða allan kostn- að. Ef nógu margir leggjast á eitt um að greiða þennan kostnað, >ai'f hver einstakur ekki að leggja mikið af mörkum, en margt smátt gerir eitt stórt. Það er von héraðsnefndarinn- ar fyrir Akureyri og nágrenni, að Sem allra flestir treysti sér til að láta eitthvað af hendi rakna og komi sem fyrst með framlög sín til skrifstofu nefndarinnar Verkalýðshúsinu eða afhendi »au einhverjum nefndarmanna, en nöfn þeirra fara hér á eftir. Héraðsnefnd fyrir Akureyri og nágrenni: Arnfinnur Arnfinnsson, iðnverka- maður, Akureyri. Björn Halldórsson, lögfræðingur, Akureyri. Haraldur Þorvaldsson, verkam., Akureyri. Hlín Stefánsdóttir, frú, Akureyri. Hólmgeir Þorsteinsson frá Hrafna gili, Akureyri. Jón Ingimarsson, skrifstofumað- ur, Akureyri. Jónbjörn Gíslason, múrari, Ak. Gunnlaugur Björnsson, bóndi, Hraukbæ, Glæsibæjarhreppi. Júdit Jónbjömsdóttir, kennari, Akureyri. Magnús Albertsson, trésmiður, Akureyri. Rósberg G. Snædal, rithöf., Ak. Sigfús Jónsson, bóndi, Hlíð, Ak. Sigurður Óli Brynjólfsson, kenn- ari ,Akureyri. Stefán Halldórsson, bóndi, Hlöð- um, Glæsibæjarhreppi. 1 Niðursuðuverksmiðja K. Jónsson & Co. h.f. Til hægri er gamla húsið, sem nú hefur verið endurhyggt, en til vinstri sér hluta af nýja húsinu. Mynd af allri byggingunni var ekki unnt að ná í einu. Niðursuðuverksmiðja K. Jónssonar & Co veifir 70-100 manns atvinnu og framleiðir einnig dýrmæta útflutningsvöru Það þykir oft við brenna hér á landi, að framkvæmdir gangi hægt fyrir sig, og ekki er óal- gengt, að byggingar standi jafn- vel árum saman hálfgerðar og geti ekki gengt því hlutverki, sem þeim er ætlað. Svo mikið er a. m. k. víst, að menn eru því vanastir, að framkvæmdaáætlan- ir standist ekki. Eln út af þessu getur þó brugðið. Þann 6. maí í vor var mælt út fyrir nýju verksmiðjuhúsi á Odd- eyrartanga og samdægurs hófst undirbúningur byggingafram- kvæmda. Það var Niðursuðu- verksmiðja K. Jónsson & Co., sem þarna hugðist reisa nýja byggingu fyrir starfsemi sína. Og það er skemmst frá að segja, að þremur mánuðum síðar, eða 8. FRIÐARPRESTUR Blaðið Dagur skýrir frá því í vikunni, að meðal þeirra, sem hyggist sækja um auglýst prests- embætti hér í bæ, sé Jón Hnefill Aðalsteinsson guðfræðingur, sem undanfarið hefur verið einhvers konar heimilisprestur hjá Morg- unblaðinu, og m. a. skemmti sér við það í tilefni af hinum al- þjóðlega baráttudegi kvenna í vetur, að hæðast að friðarbaráttu Menningar- og friðarsamtaka ís- lenzkra kvenna. ágúst, hófst vinnsla í hinni nýju verksmiðjubyggingu, sem þá var að mestu fullgerð og hafði verið búin nýtízku vélum til starfsem- Forsaga. Fyrirtækið K. Jónsson & Co. h.f. tók fyrst til starfa 1947, og hóf þá niðursuðu smásíldar í Varasjóðurinn eyðist Á fyrra helmingi þessa árs varð vöruskiptajöfnuðurinn við útlönd íslendingum óhagstæður um 402 milljónir króna á móti 159 millj., sem hann var óhag- stæður á sama tíma í fyrra. Inn- flutningurinn nam nú 1345 millj. kr., útflutningurinn 943 milljón- um. Síðustu tvo mánuði mun enn hafa hallast verulega á ógæfuhlið í þessum efnum, svo að jöfnuður- inn er orðinn þjóðinni óhagstæð- ur um eitthvað á sjötta hundrað milljónir a. m. k. Er því ekki HJALTI EYMANN verkstjóri. litlu leiguhúsnæði á Oddeyrar- tanga og með ófullkomnum véla- kosti. Framleiðslan voru síldar- sardínur fyrir innanlandsmarkað. Fyrstu árin nam framleiðslan 1500 til 2000 kössum árlega, en sú framleiðsla fullnægði innan- landsmarkaði. Siðan hefur árlega verið haldið áfram og framleiðsl- an verið aukin eftir því, sem eft- irspurn hefur leyft. Einnig hefur annað sýnilegt en mjög taki nú sum árin verið unnið að vinnslu að ganga á varasjóðinn þann I annarra sjávarafurða, einkum hinn mikla, er ríkisstjórnin fékk að láni í vetur sem leið og gengið var fellt. En hvað skyldi verða til ráða hjá þeim háu herrum? Ætli það verði ný gengisfelling og nýtt lán, sem síðari ríkis- stjórnum verður svo ætlað að borga? Það geta orðið ljótir skulda- fjötrar, sem þessi eymdarstjórn bindur þjóðina í áður en lýkur. hafsíldar, en öll hefur starfsemin verið smá í sniðum og starf- ræksla verksmiðjunnar stopul. Vegna þess hve verksmiðjan hefur verið ófullkomin og illa búin að vélakosti hefur ekki ver- ið unnt að framleiða með útflutn ing fyrir augum. En á árinu 1958 voru þó 400 kassar af síldar- sardínum (40 þús. ds.) seldir til Tékkóslóvakíu til að kanna markaðsmöguleika þar. Vara þessi líkaði mjög vel, og 1959 voru 2000 kassar sendir á sama markað fyrir milligöngu nefndar * þeirrar, er þá starfaði að því að athuga um hagnýtingu smásíld- arinnar í Eyjafirði. Sú nefnd var. skipuð á grundvelli þingsálykt- unartillögu er Björn Jónsson og Friðjón Skarphéðinsson fluttu og samþykkt var í ársbyrjxm 1959. Það varð niðurstaðan af störfum þessarrar nefndar, að hún mælti með því, að Niðursuðuverk- smiðja K. Jónsson & Co. yrði stækkuð það mikið, að hún gæti framleitt talsvert magn til út- flutnings, og þannig fengist reynsla fyrir því, hvort yfirleitt væri fært að stunda niðursuðu smásíldar í stórum stíl með út- flutning fyrir augum. í framhaldi af þessu fóru eig- endur verksmiðjunnar að vinna að undirbúningi stækkunar, eða réttara sagt byggingu nýrrar verksmiðju, og höfðu um þann (Framhald á 4. síðu.) BÆJARSTJÓRAR VALTIR í SESSI II Þá hafa lögfróðir menn úrskurð- að, að Daníel Ágústínusson skuli víkja úr bæjarstjóraembætti, þó að kjörtímabilið sé aðeins rúm- lega hálfnað, en við á að taka kratinn Hálfdan Sveinsson. Sam- kvæmt úrskurði þessum er orðið næsta lítið atvinnuöryggi bæjar- stjóra hérlendis, og hvenær sem er hægt með meirihlutasamþykkt bæjarstjómar að víkja jieim úr starfi án þess að um embættisaf- glöp sé að ræða. En þó að kratarnir ó Akranesi hafi haft sitt fram í þessu máli, er talið, að þeir séu lítt sigur- glaðir og iðrist fremur verka sinna. Ástæðan er sú, að alnienn- igur á Akranesi er mjög andvíg- ur þessu ráðslagi þeirra. Hins vegar er forysta Framsóknar- flokksins mjög ánægð, þar sem hún reiknar með að geta næstu tvö árin haft Daníel sem aðaler- indreka flokksins, en á launum fró Akraneskaupstað.

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.